Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Blaðsíða 28
28 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JULI1984. Svanhildur Gissurardóttir lést 16. júlí sl. Hún fæddist 18. júní 1901 aö Hvoli í ölfusi. Foreldrar hennar voru hjónin Jórunn Snorradóttir og Gissur Gott- skálksson. Svanhildur giftist Guð- mundi R. Magnússyni og tók jafnframt við tveimur móðurlausum börnum hans. Þau Svanhildur og Guðmundur eignuðust þrjú börn. Guömundur lést í júlí árið 1968. Utför Svanhildar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.00. Kristbjörg Kristjánsdóttir lést aöfara- nótt sunnudagsins 15. júlí sl. Hún var fædd 9. september 1897, dóttir hjón- anna Elínar Aradóttur og Kristjáns Jóhannessonar. Útför hennar verður gerð frá Munkaþverárkirkju í dag kl. 14.00. Ólafur Eyjólfur Guðmundsson, Jörfabakka 28, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag kl. 15.00. Kristín Pálsdóttir, Kaplaskjólsvegi 11, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 26. júlí kl. 13.30. Helga Jónsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. júlí kl. 13.30. Guðrún Jónsdóttir, Mjóuhlíð 16, and- aðist í æfingastöð Landspítalans, Há- túni 10, laugardaginn 21. júli 1984. Reinald Reinaldsson, Suöurgötu 83, Hafnarfirði, er lést 12. júlí, verður jarðsunginn frá Kristskirkju miðviku- daginn 25. júlí kl. 13.30. Gunnar Tryggvason frá Skrauthólum, Teigaseli 5, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju, miðviku- daginn 25. júli ki. 13.30. Jóhanna Jónasdóttir, Einarsnesi 54, lést í Borgarspítalanum föstudaginn 20. júlí. Huida Ágústsdóttir, Engihjalla 3, Kópavogi, lést í Landspítalanum föstu- daginn 20. júlí. Gunnar Ægir Tegner verður jarðsung- inn frá Fossvogskapellu miðvikudag- inn 25. júlikl. 10.30. Ingólfur Jónsson, Hellu, sem lést 18. júlí sl. verður jarðsunginn frá Odda- kirkju, Rangárvöllum, fimmtudaginn 26. júnínk. kl. 14.00. Agnes Pétursdóttir, Ljósheimum 12, verður jarösungin frá Háteigskirkju, miövikudaginn 25. júlí kl. 15.00. Gunnar Sigurður Ástvaldsson, Suður- götu 53, Hafnarfirði, verður jarðsung- inn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, miðvikudaginn 25. júli kl. 15.00. Tilkynningar Sýning á Mokka við Skólavörðustíg Guðmundur Hinriksson sýnir nú á Mokka- kaffi við Skólavörðustíg vaxmyndir og vatns- litamyndir. Myndimar eru um 20 talsins og eru allar til sölu á hóflegu verði. Guðmundur hefur haldið fjölmargar sýningar, bæði hér heima og erlendis. Sýningunni lýkur um miðj- an ágúst. Á myndinni er eitt af verkum Guð- mundar. Sumardagskrá hjá íslensku óperunni Það er ekki hægt að segja að Operan sé í sumarfríi frekar en í fyrra. Þótt veturinn hafi verið óvenjustrangur, meö yfir 70 sýningar á 5 óperum og að tæplega 30.000 manns hafi heimsótt okkur, þá er ópera ekki gróðafyrirtæki og betur má ef duga skal, kassinn tómur og ekkert annað að gera en berjast áfram. Eitt er það þó sem við eigum nóg af; baráttuhug og baráttuvilja. Nú hafa „hugur og vilji” tekið höndum saman til fjáröflunar enn einu sinni þó svo að gott hefði verið að taka sér smáf ri f yrir næstu „töm”, veturinn ’84—’85. Endurgjaldslaust koma óperusöngvarar fram ásamt kór óper- unnar. Sett hefur verið saman dagskrá með íslensku og erlendu efni. Verður þjóðlegur bragur yfir fyrri hluta dagksrárinnar. Efnið sem þar verður flutt er islensk þjóðlög og ætt- jaröarlög ásamt íslenskum sönglögum. Þá verða af og til kveðnar rímur og sunginn vísnasöngur. 1 hléi verður gestum síðan kenndur islenskur dans, vikivaki í léttum dúr. 1 þessum hluta dagskrárinnar klæðast konur islenskum þjóðbúnmgi. Eftir hlé verður skipt um ham en þá klæðist kórinn samkvæmis- fatnaði og syngur ásamt óperusöngvurum at- riði úr söngleikjum, óperettum og óperum. Það má með sanni segja að vel hafi verið vandað til þessarar sumardagskrár og væri óskandi að landinn fyndi sér ástæöu til að koma í óperuna, styrkja starfsemina og kynn- ast því aftur af eigin raun hversu rik við erum af þjóðlegum auöi í tónlist okkar og hversu rík við erum af listamönnum í söngvurum okkar. Dregið um Fiat Uno í happdrætti SVFÍ ,,Nýverið voru afhentar fyrstu Fíat l’NO ' if- reiðamar í Happaregni, hapndrætt. jiysa- vamafélags Isiands, og V' -u 'inir heppnu vinningshafar frá Ne: vau .tao, Knpavogi, Reykjavík og Kirkjubæ' rkbustri. Vinningaskrár er ii-.gt að fá á SVFI á Grandagarði. Slysavarnafélag Islands þakk- ar heilshugar veittan stuðning í Happaregn- inu." I gærkvöldi í gærkvöldi MANUDAGUR Mánudagar eru yfirleitt leiöinleg- ustu dagar vikunnar, og svo virðist sem þeir sem semja dagskrár ríkis- fjölmiðlanna leggi framangreinda staðreynd til grundvallar sínum áformum um val dagskrárliöa á þessum dögum. Utvarpið var vart hiustandi á í gærkvöldi og sjónvarpið dró upp úr pússi sínu þátt um Hollendinga, það er hvemig þeir verjast ágangi sjáv- ar og bæta við land sitt með stíflu- framkvæmdum. Efni sem allir þekkja og hinn smeöjulegi stjórnandi þáttarins, David Suzuki, skáeygur skratti eins og nafnið bendir til, bætti fáu nytsamlegu við. Einn af fáu ljósu punktum kvölds- ins var hið breska sjónvarpsleikrit „Hún Winnie okkar” þótt dagskrár- kynningin benti til alls annars í upp- hafi. Eitt af þessum traustu bresku stykkjum sem hægt er að hafa gam- an af, einkum þegar um nokkuð snú- inn húmor er að ræða eins og þama var á köflum. Imyndið ykkur bara ef Svíar hefðu gert leikrit upp úr sama efni. Upptökugengiö hefði aldrei komist meö græjur sínar af einhverri stofnun fy rir þroskahefta. -FRI Albína Thordarson: Ekkert útvarp og sjónvarp í gær Það er afskaplega lítið sem ég fylgist meö útvarpi og sjónvarpi þessa dagana. Ætli það sé ekki helst sumarið sem kemur í veg fyrir að ég opni fyrir þessi tæki, ég fylgist betur meðá veturna. Það em helst fréttirnar í báöum þessum miðlum sem ég ber mig eftir. Mér finnst að sjónvarpsfrétt- imar mættu vera líflegri. Útvarps- fréttirnar finnst mér betri, þær em lengri og þar af leiðandi kemur þar meira fram. Annaö er það ekki, ég man t.d. aðeins eftir að hafa horft á eina bíó- mynd um helgina og svo umræðu- þáttinn um sólarlandaferðir í síðustu viku. Fleira man ég ekki eftir og ég held að þetta gefi nokkuð rétta mynd af sjónvarpsmálum hjá mér þessa daga. Á rás 2 hef ég ekki hlustað, á ekki einu sinni tæki sem nær henni og er því ekki dómbær um hvernig málin ganga á þeim bæ. Ættarmót afl Laugum í Sælingsdal Dagana 28. og 29. júlí nk. verður haldið ættar- mót að Laugum í Sælingsdal. Þar koma sam- an niðjar Samúels Guðmundssonar (1862— 1939) sem bjó í Miðdalsgröf í Tungusveit í Strandasýslu um síðustu aldamót. Með 3 kon- um átti Samúel 16 böm en af þeim eru 3 enn á lífi. Verið er að útbúa skrá um alla afkom- endur Samúels og annast það Jón O. Edwald. Væru allar upplýsingar vel þegnar í síma 30918. Við komu á laugardag þyrftu menn að gefa sig fram við Snorra og skrá sig. Þá hittast menn, kynnast og ræða saman en formleg dagskrá verður á sunnudegi og þá veröur sameiginlegur hádegisverður. Nánari dag- skrá verður sett upp í móttöku hótelsins. Verði þess þörf, munu verða sætaferðir frá Reykjavík og/eða Isafirði laugardaginn 28. júlí og til baka að móti loknu. Þeir sem til- kynna vilja þátttöku sína eða leita upp- lýsinga hafi samband við Richard Björgvins- son í síma 14531 (eða 11419 heima) eða Grim Samúeisson í sima 94-3523. Ferðalög Ferð safnaðar Áskirkju vest- ur á Snæfellsnes 28.-29. júlí Laugardaginn 28. júlí verður safnaðarferð á vegum Asprestakalls vestur á Snæfelisnes. Lagt verður af stað frá Áskirkju við Vestur- brún kl. 10 og ekið vestur undir Jökul þar sem víða verður komið við á athyglisverðum slóð- um. Aðfaranótt sunnudags verður gist í Grunnskólanum í Olafsvík. Eftir messu í Olafsvíkurkirkju, sem veröur kL 11 á sunnudagsmcrgninum, verða meikis- staðir utan Olafsvíkurennis skoðaðir og síðan haldið suöur á bóginn á ný og komiö tll Reykjavíkur um kvöldið. Þátttakendur eru beðnir að hafa með sér nesti, svefnpoka og vindsæng og áríðandi er að þeir tilkynni þátttöku sína i síma 685377 eða hjá Þuriðí, síma 81742, og sóknarpresti, sima 33944 og 84035, fyrir 25. júlí og veita þau allar nánari upplýsingar. Safnaðarstjóm. Útivistarferðir símar 14606 og 23732. Helgarferðir 27.-29. júll. 1. Þórsmörk. Gönguferðir f. alla. Kvöldvaka. Góð gisting í Otivistarskálanum Básum. 2. -jallaferð út í buskann. Ferð um nýjar og iíli þekktar slóðir. Hús og tjöld. 3. Eldgjá — Landmannalaugar. Hringferö um Fjallabaksveg nyrðri, einn fjölbreyttasta fjallveg landsins. Gönguferðir. Gist í húsi. Uppl. og farm. á skrifst., Lækjarg. 6a. Ferðlr um verslunarmannahelgina. 3.-7. ágúst. 1. Kl. 8.30, Horastrandir—Hornvík, 5 dagar. Tjaldferð. Gönguferðir, m.a. á Hornbjarg. 2. KI. 20.00, öræfi—Skaftafell. Göngu- og skoðunarferðir. Tjaldað í Skaftafelli. 3. Kl. 20.00, öræfi—Vatnajökull. I öræfaferð- mni gefst kostur á snjóbílaferð (10—20 tímar) inn í Mávabyggðir í Vatnajökli. Hægt að hafa skíði. 4. Kl. 20.00, Lómagnúpur—Núpstaðarskógur. Tjaldferð. 5. KI. 20.00, Þórsmörk. Góð gistiaðstaða í Oti- vistarskálanum Básum. 6. Kl. 20.00, Lakagígar—Eldgjá—Laugar. ÖU gígaröðin skoðuð. Ekin FjaUabaksleið heim. Tjaldferð. 7. Kl. 20.00, Kjölur—KerlingarfjöU—Hvera- veUir. Gist í góðu húsi miðsvæðis á KUi. Gönguferðir, skíðaferðir. 8. Kl. 20.00, Purkey—Breiðafjarðareyjar. Náttúruparadís á Breiðafirði. 4.-6. ágúst. 9. Kl. 8.00, Þórsmörk, 3 dagar. Nánari uppl. og farmiðar á skrifst., Lækjarg. 6a. Sjáumst. Ferðafélagið Otivist. Ferðir Herjólfs Á virkum dögum eru ferðir Herjólfs sem hér segir: Kl. 7.30 frá Vestmannaeyjum. Kl. 12.30 frá Þorlákshöfin. Áföstudögum: Kl. 7.30 og 17.00 frá Vestmannaeyjum. Kl. 12.30 og 21.00 frá Þorlákshöfn. Á laugardögum. Kl. 10.00 frá Vestmannaeyjum. Kl. 14.00 frá Þorlákshöfn. Á sunnudögum. Kl. 14.00 frá Vestmannaeyjum. Kl. 18.00 frá Þorlákshöfn. Vöruskiptajöfnuðurinn: ÁFRAM MÍNUS Frá áramótum og fram í júní var vöruskiptajöfnuöur Islendinga óhag- stæður um 2 milijarða 193 milljónir og 727 þúsund krónur. A tímabilinu flutt- um við út vörur fyrir 10 milljarða 692 milljónir og 292 þúsund krónur en inn- flutningur kostaöi okkur aftur á móti 12 milljarða 886 milljónir og 19 þúsund krónur. -EIR. Aætlun Akraborgar Frá Akranesi kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavík kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 Kvöldferðir 20.30 og 22.00. Á sunnudögum í apríl, mai, september og október. Á föstudögum og sunnudögum í júní, júlí og ágúst. 80 ára er í dag, 24. júlí, frú Geirlaug I. Jónsdóttir, Kvisthaga 17 hér í Reykjavík. Eiginmaður hennar er Þórður Pálmason, fyrrum kaupfélags- stjóri í Borgamesi. — Hún er að heim- an. 60 ara er í dag, 24. júlí, Guðiaugur V. Eirík: son húsasmiður, Víöigrund 49 I Kópa-.ugi. — Kona hans er Þórey Björnsdóttir frá Hraunkoti í Aðaldal. Guðlaugur er að heiir an. QQP SAGA ÓLYMPÍU- LEIKANNA Og seinna þegar bjargskriða breytti árfarvegi Kladeosar fór það sem eftir var af borginni undir aur-. framburð og vatn. Þaö var fyrst við uppgröftinn 1875—81 að menn fundu Ólympíu undir 5—6 metra þykkum jarðvegi. M.a fannst styttan af Apollo þar sem hann heldur á barn- í GLEYMSKU OG DÁ Eftir að niöurrifsstarfseminni var lokið kom Austgotaherforinginn Alariks (395) til Ólympíu og rændi þvísem eftir varaf verömætum. : O PIB COPENHACEN inu Diomysos. Og árið 1896 voru ólympíuleikarnir endurvaktir eftir rúmlega 1500 ára svefn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.