Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER1984. Útlönd Finnland: Kommún- istar endan- lega klofnir Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit- ara DVíSvíþjóö: „Kommúnistaflokkurinn klofnar nú endanlega. Annar möguleiki er ekki fyrir hendi eftir þróunina aö undan- fömu," sagöi Arne Faarinen, fyrrver- andi formaöur finnska Kommúnista- flokksins. Finnskir kommúnistar hafa í 20 ár skipst í meirihlutafylkingu sem aö- hyllist svokallaöan Evrópu- kommúnisma og minnihlutahóp sem fylgja vill ráöamönnum í Kreml að málum. Andstæöurnar miili þessara fylkinga flokksins hafa skerpst stööugt frá því á flokksþinginu í maí síðast- liönum en þá misstu Moskvusinnamir öll ítök í stjórn flokksins. Ráöamenn í Moskvu hafa síðan írekaö gagnrýnt harðlega meirihluta finnska Kommúnistaflokksins og er nú svo komið aö endanlegur klofningur er sagöur óumflýjanlegur. Svíþjóð: Tölvur fyrir alla Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit- araDVíSvíþjóð: Mikil tölvuvæðing stendur fyrir dyrum í sænska skólakerfinu. Eftir fimm ár eiga allir nemendur í mennta- skólum og efstu bekkjum grunn- skólanna í Stokkhólmi að hafa aðgang hver að sinni tölvu sem þeir eiga einnig aö geta tekið heim meö sér. Stefnt er að því að skólarnir í Stokk- hólmi hafi eignast 35.000 tölvur árið 1990. Þá á líka allt skrifstofufólk í starfi hjá borginni aö hafa hlotið menntun í tölvufræðum. Eftir áramót hefst í sænska sjónvarpinu og út- varpinu námskeiö í tölvufræðum sem miðar að því aö sérhver sænskur þjóð- félagsþegn sem eftir því óskar geti gengist undir 10 eininga háskólapróf í tölvufræðum án þess að hafa hlotið aðra tilsögn en þá sem boöið verður upp á í útvarpi og sjónvarpi. Njósnaði fyrir Tékka Fyrrum starfsmaöur leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, hefur verið hand- tekinn, sakaður um að láta Tékkó- slóvakíu í té öryggisleyndarmál og meðal annars nöfn CIA-erindreka. Karl Köeher (50 ára) bandarískur ríkisborgari (en fæddur Tékki) var handtekinn ásamt konu sinni á heimili þeirra í New York þegar þau voru aö pakka niður, í þann veginn að forða sér úr landi. Það er talið að Köcher hafi verið þjálfaður af Tékkum til njósna og sendur síðan til Bandaríkjanna þar sem honum hafi veriö falið að reyna aö komast til starfa hjá CIA. VERÐ: 41.980 STGR. Þráðlaus fjarstýring fylgir með í verðir Nú einfaldast máliö fyrir þá sem leita sér aö myndbandstæki sem er í senn hlaöiö tækninýjungum árgerðar 1985, fjarstýrt, þráö- laust (engar snúrur) og samt á hagstæðu verði ásamt traustri þjónustu. * 1985 árgerð, hlaðin tækninýjungum. * Quarts stýrðir beindrifnir mótorar. * Quarts klukka. * 7 daga upptökuminni. * Fjögurra stafa teljari. * Myndleitari. * Hraðspólun með mynd áfram. * Hraðspólun með mynd afturábak. * Kyrrmynd. * Myndskerpustilling. * Myndminni. * Framhlaðið, 43 cm breitt (passar í hljómtækjaskápa). * Sjálfspólun til baka þegar bandið er á enda. * Svona mætti lengi telja. * Sjón er sögu ríkari. Skipholti 19, sími 29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.