Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR13. FEBRÚAR1985. Heilbrigðisfulltrúi Staöa heilbrigöisfulltrúa við Heilbrigðiseftirlit Reykjavík- ursvaeðis er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. mars 1985. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Um menntun, réttindi og skyldur fer samkvæmt reglugerð nr. 150/1983 ásamt síðari breyting- um. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í heilbrigðis- eftirliti eða hafa sambærilega menntun. Umsóknir ásamt gögnum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist formanni svæðisnefndar Reykjavíkur- svæðis (borgarlækninum í Reykjavík) fyrir 25. febrúar nk., en hann ásamt framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits veitir nánari upplýsingar. Borgarlæknirinn í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101. og 109. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 og 3. tbl. þess 1985 á Skriöustekk 13, þingl. eign Guðbjargar Einarsdóttur, ferfram eft- ir kröfu Guöjóns Á. Jónssonar hdl., GJaldheimtunnar í Reykjavik, Tryggingastofnunar rikisins, Baldurs Guölaugssonar hrl. og Árna Ein- arssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1985 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101. og 109. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 og 3. tbl. þess 1985 á hluta í Hrafnhólum 8, þingl. eign Guðmundar O. Hallgrimssonar, fer fram eftir kröfu Jónasar A. Aðalsteinssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1985 kl. 14.45. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 28., 31. og 34. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 á hluta í Safamýri 51, þingl. eign Jóns Þorkelssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Út- vegsbanka Islands og Iðnaðarbanka Islands hf. á eigninni sjálfri föstu- daginn 15. febrúar 1985 kl. 13.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 51., 55. og 57. tbl. Lögbirtingablaös 1984 á hluta I Rofabæ 27, þingl. eign Kristjáns Magnússonar, fer fram eftir kröfu Út- vegsbanka Islands á eigninni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1985 kl. 10.30. Borgarfógetaembættiö í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101. og 109. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 3. tbl. þess 1985 á hluta í Kríuhólum 6, þingl. eign Simonar Símonarsonar, fer fram eftir kröfu Guöjóns Á. Jónssonar hdl., Veödeildar Landsbankans, Sveins H. Valdimarssonar hrl. og Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eign- inni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1985 kl. 14.15. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var 1101. og 109. tbl. Lögbirtingablaðs 1984 og 3. tbl. þess 1985 á hluta i Ferjubakka 12, þingl. eign Guörúnar Grétarsdóttur, fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbankans, Gjaldheimtunnar i Reykjavik, Baldurs Guölaugssonar hrl. og Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1985 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101. og 109. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 3. tbl. þess 1985 á hluta í Gaukshólum 2, þingl. eign Alexanders Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, tollstjórans I Reykjavík og Skúla J. Pálmasonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1985 kl. 15.15. Borgarfógetaembættiö I Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 101. og 109. tbl. Lögbirtingablaös 1984 og 3. tbl. þess 1985 á hluta i Orrahólum 7, tal. eign ívars Erlendssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 15. febrúar 1985 kl. 15.45. Borgarfógetaembættiö i Reykjavík. HARKA VK> NtÐURSKURÐ Vegna yfirlýsingar Valdimars Gislasonar f.h. Búnaöarsambands Vestfjaröa og Bergs Torfasonar f.h. Fjárskiptanefndar, sé ég ástæöu til aö koma á framfæri nokkrum athugasemdum. Ófíkar skoðanir yfirvaida Þeirfélagarsegja: ..Fullreynt var talið að niöurskuröur einstakra hjaröa eins og hann hafði veriö fram- kvæmdur á Barðaströnd stöðvaði ekki veikina.” En í bréfi Sauðfjár- veikivarna dagsettu 14.6.1984 undir- rituöu af Sigurði Siguröarsyni segir: „A fundi Sauðfjársjúkdómanefndar var tekiö undir tillögur Rauöstrend- inga um giröingu milli Rauöasands og Baröastrandar úr Stálf jalli í Pat- reksfjörö viö Skápadal. Heimamönnum var heitið aðstoö, settu þeir upp giröinguna. Þessi giröing gæfi kost á því aö fresta eöa hlífa við fjérskipti svæði, sem hvorki hefir fundist riðuveiki á eða grunur um hana. Til nokkurs er að vinna, þvi á skaganum sem myndi giröast af eru yfir tvö þúsund fjár. Haldi giröingin vel mætti jafnvel fireista þess aö hreinsa þetta hólf ef riöa fyndist siöar, meö því aö lóga fé á einstökum bæjum og þaö eftir að ósýkt fé er komið aftur til Baröa- strandar.” Væri ekki rétt aö Valdimar, Bergur og Sigurður reyndu að jafna þennan ágreining sinn áöur en fram- kvæmdir veröa hafnar viö girðing- una. Þaö er fjöldamargt sem ég sé athugavert viö yfiriýsinguna, en í stuttri blaöagrein er ekki hægt að sinna þvi öllu, nema tilefni gefist til síöar. 1 máli þeirra félaga kemur fram aö ýmis félagasambönd og sýslunefndir og einnig fundur full- trúa sveitarfélaga, sem haldinn var á Núpi 30. júní 1984, hafi lýst stuön- ingi viö þá stefnu að skera niður allt sauðfé í Vestf jarðahólfi. Er þetta sannleikanum sam- kvæmt? Sýslunefnd Vestur-Baröastrandar- sýslu hefir aldrei samþykkt niöur- skurö á sauðfé utan Baröastrandar- hrepps. A fundinum á Núpi var engin tillaga samþykkt um niðurskurö. KRISTJÁN HANNESSON BÓNDI, LAMBEYRI ITÁLKNAFIRÐI Vegna afgerandi andstööu fulltrúa sveitarstjóma frá Patreksfiröi, Tálknafiröi og Ketildala- og Suöur- fjarðahreppi gegn niöurskurði kom fram tillaga frá össuri Guðbjarts- syni og Siguröi Siguröarsyni. Niður- lag tillögunnar var svohljóöandi: .í’undurinn felur stjóm Búnaöar- sambandsins aö fá fram afstööu allra sveitarstjóma í hólfinu og aö þvi loknu hlutast til um skipun fimm manna nefndar er taki tilÚt til sem flestra sjónarmiða um þetta mál og verði samninga- og framkvæmdaaö- ili fyrir hönd f járeigenda.” Nú spyr ég Valdimar Gíslason, framkvæmdastjóra Búnaöarsam- bands Vestfjaröa: Ertu búinn aö fá fram afstööu allra sveitarstjóma á svæöinu, og með hvaða hætti var tek- ið tillit til þeirra sjónarmiða sem komu fram á fundinum? Einhvem veginn hefur þetta starf Búnaðar- sambandsins fariö fram hjá hrepps- nefnd og fjáreigendum í Tálknafirði. Þaö er rétt aö bændur bera fullt traust til starfsfólks tilraunastööv- arinnar aö Keldum. Hitt er alrangt aö þaö sé elnkamál starfsmanna Sauöfjárveikivama hvernig þeir skipta með sér verkum. Ég treysti ekkl Kjartani Blöndal framkvæmda- stjóra til þess aö vinna aö tllraunum i rannsóknarstofunni á Keldum. Þaö hefur lika sýnt sig aö dýralæknirinn er alls óhæfur til aö sinna mannleg- um samskiptum. Þaö er affarasæl- ast aö Kjartan sinni sínu starfi og Siguröur sínu. Harkalegar aðfarir I yfirlýsingu ykkar segir: „Starfs- menn Sauðfjárveikivarna hafa haft fullt samráö við heimamenn um aö- geröir í niðurskurðar- og fjárskipta- málum og rætt þau ýtarlega viö ein- staka fjáreigendur og aðra þá er málið varöar.” Þetta er fallega sagt, ef satt væri. Hvaö okkur fjár- eigendur varöar hefur þetta samráö og ýtarlegu umræöur líkst meir galdraofsóknum, þar sem einskis er svifist. 1 stað umræöna um máliö var nú beitt þeirri tækni aö leggja einstaka fjáreigendur i einelti og beita þáþrýstingi. Aöferðin var einföld og árangurs- rík; meö fagurgala og loforöum um fjárbætur annars vegar og svo nótunum um fjárútlát og valdbeit- ingu hins vegar. Hefir tilraunamann- inum frá Keldum tekist aö brjóta niður viljastyrk fjáreigenda á Pat- reksfiröi svo aö þeir hafa sár- nauðugir afhent kindumar sinar undir hnif inn. Af þessum ofsóttu f jár- eigendum stend ég nú einn og þrátt fyrir hertar aögerðir gegn hjörö minni lifir hún enn og mun halda áframaö lifa. Fréttatilkynningar frá Sauðfjár- veikivömum sem birst hafa í sjónvarpi, útvarpi og blööum um að búiö sé aö skera niöur hjá mér eru tilhæfulausar. Meö vaxandi undrun hefur almenningur fylgst meö þessum aðgeröum. Bændur og fjöl- skyldur þeirra hafa fyllst ótta og öryggisleysl og réttarvitund fólks hefur verið alvarlega misboöiö. Bóndanum á Ósi í Amarfiröi votta ég samúö mína, en hjörö hans var skorin niöur i haust af litlu tilefni og gegn mótmælum hans. Enginn efast um dugnað og ósérhlifni rannsóknar- mannsins frá Keldum, til dæmis má nefna aö hann lagði þaö á sig núna rétt fyrir jólin aö fara vestur á Baröaströnd og i mesta fárvirði sem gengið hefur yfir Vestfirði á þessum vetri braust hann ásamt fríöu föm- neyti yfir Dynjandisheiði, meöal annars til aö heimsækja Pétur bónda aðósi. Þetta var hraustiega gert og virö- ingarvert ef tilgangur feröarinnar hefði verið sá aö veita gamla mann- inum andlegan styrk vegna álagsins er hann varö fyrir er kindur hans voru skomar niður. En því miöur, þaö var ekki tilgangur feröarinnar, heldur fékk Pétur skipun frá þessum valdamlkla manni um aö jafna fjár- húsin viö jöröu og brenna og jarðsetja allt heila draslið. Tilfinningasemi kemur auövitaö ekki til greina þegar vísindamenn eru aö störfum. Þaö er vonandi að tár gamla mannsins hafi ekki spilit jólagleði vísindamannsins eftir aö hann kom heim úr þessari frægöar- för. Ein spurning Ein spuming aö lokum til ykkar fé- laga, Valdimars og Bergs. Gæti hugsast aö sextugasta og sjöunda grein stjómarskrár lýöveldisins Islands gildi fyrir umkomulitla og af- skekkta bændur vestur á fjörðum? Þiö þurfiö ekki aö svara; slikt er óhugsandi! Friöhelgi eignarrétt- arins nær ekki út fyrir Stór-Reykja- víkursvæðið. Að lokum legg ég til aö málið veröi sett í geörannsókn. Kristján Hannesson. „Af þessum ofsóttu fjáreigendum stend 6g nú einn og þrátt fyrir hertar aðgerðir gegn hjörð minni lifir hún enn og mun halda áfram að lifa." A „I staö umræöna um málið var nú beitt þeirri tækni að leggja einstaka f járeigendur í einelti og beita þá þrýstingi.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.