Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR1985. Stones að hljómsveitin sé hættuieg þeim sem komi náiægt henni. Sumir deyja, aörir lenda i dópi og ails konar vitleysu. Hvert er þitt svar viö þessu? Hm. Þaö er óheppilegt ef eitthvað svona lagað hefur gerst. Ég get ekki hugsað mér sjálfan mig gera neinum illt viljandi, og ekki einu sinni óvilj- andi. En það er óhjákvæmilegt að sitt- hvað fari úrskeiðis. Þetta er harður bransi. Ég ætla ekki að ásaka aðra en hvað um til dæmis Pretenders? Ekki er ástandið skárra þar. Gg alltaf hljóta einhverjir að heltast úr lestinni. Kannski virðist ég óskapiega kaldhæð- inn — það var ekki ætlunin. En ég er að velta því fyrir mér: hverja hef ég persónulega skaðað. Hverjum hef ég reynst illa? Brian Jones? Brian Jones? Kemur ekki til mála. Hljómsveitin i heild hefur sjálfsagt skaðað ýmsa en ég persónulega... Marianne Faithful? Marianne var nærri búin að drepa mig! Gleymdu þessu! Ég hélt ég myndi ekki sleppa lifandi — Marianne Faithfui og Anita Pallenberg: hjálp! Hittirðu hana nokkurn tíma? Marianne? Já, það kemur fyrir. Nú hef ég reyndar ekki hitt hana býsna lengi. Og Anitu hef ég heldur ekki séð lengi. Hún er farin að lifa heilbrigðu lífi og býr 1 London. Þegar ég hitti hana siðast þekkti ég hana ekki. Hún leit svo vel út. Sjáffsœvisagan var of sundurlaus Þú ætlar aö útskýra þina hlið mála með sjálfsævisögu þinni. Ég hef heyrt aö fyrsta uppkastið hafi ekki verið nógu safarikt fyrir forlagið. Er það rétt? Sannleikurinn er sá aö ég vildi ekki gefa það út. Það var of sundurlaust. Forlagið vildi borga mér og gefa það út en ég vildi viöa að mér meira efni. Ég átti ekki 1 neinum erfiðleikum með að rifja þessa tima upp. Það er kannski ekki hægt að muna eftir hverju smáatriði. Það sem er erfiðast er að ná tökum á áttunda áratugnum. Það er miklu erfiðara en sjöundi áratugurinn. Hvert er þitt álit nú á sjöunda ára- tugnum? Bíddu þangað til bókin kemur út! (Hlær.) En þetta er flókið mál. Auðvitað snertir það mig persónulega en jafnframt það þjóðfélag sem ég ólst upp í. Ég var lengi að þroskast. í þá daga varð fólk ekki fullorðið fimmtán ára eins og núna heldur um tvitugt. Og það er erfitt að öðlast yfirsýn yfir heilt tímabil. Hvers vegna er áttundi áratugurinn þér erfiðari en sá sjöundi? Ja, hann er bara nær og maður hafði sig ekki eins mikið í frammi. Maður fann sig ekki jafn vel. Og ég var að 47 eldast og hvað var á seyði? Var ég i fremstu víglinu eða þeirri öftustu? Ég veit það ekki. Ég hef ekki öðlast lyklana ennþá. Ef við færum okkur inn i niunda ára- tuginn langar mig að vita hvað þér finnst um uppgang ihaldsaflanna á Bretlandi og f Ameriku. Mér finnst það ömurlegt. Ég kann ekki við þetta trúarhjal sem er þessu samfara. Á Englandi erum við litið fyrir svoleiðis. Konurnar hafa sig held- ur ekki mikið i frammi. (Hlær.) Ég vil ekki hljóma eins og karlrembusvin en svona er þetta. Auðvitað hafa konum- ar og fjölskyldurnar mikil áhrif hjá okkur en þau áhrif eru bara ekki svona sýnileg. Gaman að fítiu stelpunni Hvað um þina eigin fjölskyldu? Ætla einhverjar af dætrum þlnum aö feta i fót- spor þin? Ja, mér þykir gaman að fylgjast með þeim og sjá hvort einhver þeirra getur spilað. Elsta stelpan, Karis, spilar á hörpu. Það er sniðugt. Ekki beiniinis auðvelt að flytja hörpuna með sér. Og það er erfitt. Erfitt fyrir fingurna og bakið þegar maður þarf að flytja hana. En Karis kann vel við hana. Hún spilar lika á píanó. Nú, sú minnsta er ekki orðin árs- gömul en ég er búinn aö kaupa handa henni sílófón. Já, þær hafa allar gaman af þvi. Þetta er svona tæki sem gefur ekki frá sér hljóð heldur lemurðu á það og þá hoppar bolti upp i loftið. Það hlýtur að vera gaman að henni. Já, það er gaman, ég segi þaö satt. Og bróðir minn á sex krakka. Hann á þá að visu ekki alla sjálfur en þetta er hans fjölskylda. Og þau koma i heim- sókn og það er eins og heilt vitfirringa- hæli. Og þú gefur stelpunum þinum heilræði eins og hver annar faðir? Auðvitað verður maður að gefa þeim ýmis heilræði á lifsleiðinni. Það er gott ef þær koma og tala við mann en krakkar eru reyndar ekkert sérlega hrifnir af þvi að tala. .. Annars ætti ég ekki að tala mikið um þær. Þær eiga eftir að lesa þetta og verða miður sin. Allt i lagl. Ein spurning að lokum: ef sólóplatan þin gengur vel, hvað tekur þá vlð? Ég veit það satt að segja ekki. Það myndi gleðja mig mikið ef hún gengur vel. Það myndi gleðja mig ef fólki fell- ur vel við plötuna og það sem hún seg- ir. Ég vona að hún seljist en maður veit aldrei hvernig það fer. Ég er búinn að vera i þessum bransa nógu lengi til að vita það. Endursagt & þýtt úr Rolling Stone: -IJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.