Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Blaðsíða 16
56 DV. LAUGARDAGUR 23. FEBRUAR1985. MORDIP A FJÖRVGU YFIRSTETTARFRUNNI „Eg er svangur, mamma. Eigum við ekki aö fara að fá okkur eitthvað að borða?”spurðiFausto, 10 ára. „Jú, við gerum það bráðum. Eg leita að einhverju i ísskápnum sem þú getur byrjað á og svo bý ég til almennilegan mat þegar ég kem heim,” svaraði Elena Paglia. „Ertu að fara eitthvað, mamma? ” „Já, ég þarf að skreppa í bæinn og kaupa dálitið af ölkelduvatni.” „Verðurðu nokkuð lengi? ” „Nei, nei. Ég skrepp bara skottúr. Ég fer á bílnum svo ég verði fljót.” Elena kyssti yngsta son sinn og yfirgaf íbúðina. Hún ók niður í bæ í átt að bar á Piazza San Luigi, keypti tvær flöskur af ölkelduvatni í lítraflöskum og sneri aftur til íbúðarinnar. Það leit út fyrir að Fausto þyrfti ekki meiri mat — að minnsta kosti ekki í bili, og þar sem Elena haföi verið í tennis áður en hún og Fausto komu heim fór hún í sturtu áður en hún fór í eldhúsið að búa til matinn. Hún setti spaghetti á straum á raf- magnseldavélinni og ætlaöi að fara að leggja á borö þegar hún mundi eftir sjónvarpsfréttunum. Hún gekk inn í setustofuna og kveikti á sjónvarpstæk- inu. Síðar borðaði hún með Fausto. Hann fór aö sofa um hálftíu og um þaö bil klukkustund síðar fór Elena líka að sofa. Afbrýði? Dyrasiminn vakti hana klukkan tvö eftir miðnætti. Þegar hún tók upp tóiið heyrði hún rödd dyravarðarins. Rödd- in var syfjuleg en samt nokkuð upprif- in. „Afsakið að ég hringi, en lögreglan er komin og vill fá að tala við yður. Það erBevilacqualögregluforingi...” Elena Paglia fór í slopp, gekk út og opnaði aðaldyrnar. Miðaldra maður gekk út úr lyftunni. Hún bauð honum inn fyrir og leiddi hann til sætis í dag- stofunni. Félagar hennar, blaðamenn- imir á glæparitstjóminni á II Mattino, höföu sagt henni að hann væri einn af séniunum í glæpalögreglunni. Þetta var i fyrsta skipti sem hún sá hann. „Mér þykir leitt að þurfa að trufla yður svona um miðja nótt en Anna Grimaldi var myrt fyrr í kvöld og ég er með nokkrar spumingar sem ég þarf að leggja fyrir yður. Ég vil gjaman fá að vita hvað þér gerðuð frá því um það bil 17 síödegis. „Ef þetta snýst um HANA (orðið var sagt með fyririitningu) skyldi þá mað- urinn minn fyrrverandi ekki vita meira um máiið en ég?” spurði Elena Paglia. Þessi viðbrögð komu Bevilacqua ekki á óvart. Hann hafði átt von á ein- hverju í þessa átt. Á leiöinni tii hennar haföi hann spurt sjálfan sig hvort þetta morð væri sprottið af afbrýði. Hann hafði einnig velt fyrir sér þeim mögu- leika að þetta væri hefndaraðgerö af hálfu hreyfingar sem nefnd er Cam- orra. Camorra er napólísk hreyfing. Við- fangsefni hennar eru til dæmis mann- rán og bankarán sem blómstra meira en nokkru sinni á Italíu. Bevilacqua átti eftir að hugsa tals- vert um fjarvistarsönnun Elenu Paglia. Hún hélt því fram að hún væri með fjarvistarsönnun. Tuttugu mínútna fjarvistarsönnun. Það að Anna Grimaldi var myrt með fjórum skotum einmitt kvöldið sem Bevilacqua átti frí fór talsvert í taug- arnaráhonum. En morð er stórviðburður. Sérstak- lega þegar það er framið i einni aðal- fjölskyldu bæjarins og sérstaklega þegar sá, sem myrtur er, er eins og Anna Grimaldi var, umtalaöasti fjöl- skyldume ðlimurinn. Að vísu hafði annar fjölskyldumeð- limur orðið til að stela senunni frá henni tvo mánuðina áður en þetta gerð- ist. Það var Gianluca Grimaldi, einn mága hennar. Hann var aðlaðandi glaumgosi sem sást oft með unglegri og fjörugri frænku sinni. Honum hafði verið rænt og fyrir lausn hans höfðu verið borgaðar nokkrar milljónir líra. Lausnargjald Þetta hafði verið langdregið mann- ránsmái og það var almenn skoðun manna að Gianluca hefði verið myrt- ur. En svo byrjuðu kjaftasögurnar að grasséra. Þær snerust um það að Anna Grimaldi hefði gengið í málið og reynt að semja við mannræningjana. Mikið lausnargjald hefði verið greitt (upp- hæðin leyndarmál) og mánudaginn 9. mars 1981 sneri Gianluca aftur til heimilis síns i Napólí. Anna var myrt 22 dögum síðar, þriðjudaginn 31. mars. Það var freistandi að reyna að tengja morðið og mannránið saman. Það er að segja ef ýmis önnur máls- atvik hefðu ekki bent til ástríðuglæps eða afbrýðimáls. Þetta var ekki fyrsta skipti á ævi önnu sem önnur kona hafði hatað hana og verið afbrýðisöm út í hana en þetta var í fyrsta skipti sem afbrýði hafði leitt til blóðsúthellingá. Anna var vön því aö aðrir væru af- brýðisamir út i hana og öfunduðu hana. Við hverju öðru var að búast þegar maður var dóttir eins ríkasta manns á Italíu og giftur inn í efna- mikla fjölskyldu? Hún var vön því að vera öfunduð fyrir sakir auðæfa sinna og fegurðar. Auk þess var hún aðlað- andi. Þegar hún var ung stúlka hnöppuðust piltarnir í kringum hana. Þegar hún var táningur kynntist hún fyrstu mönnum í lífi sínu. Hún flögraði um eins og fiðrildi sem nýtur þess að skemmta sér. Giftist 18 Hún giftist Ugo Grimaldi þegar hún var einungis 18 ára að aldri. Hann var af skipaeigendafjölskyldu sem átti miklar eignir. Hún varð ólétt 19 ára. Miðað viö hana var Ugo Grimaldi mið- aldra maöur. Þau gengu saman inn i yfirstéttarlíf borgarinnar. Þau voru þar sem hinir ungu, hinir ríku og hinir fögru söfnuöust saman. Ugo Grimaldi vanrækti samt ekki fyrirtæki sín þess vegna heldur varð hann æ uppteknari af þeim. Þau eignuðust fjögur böm. Tvær stúlkur og tvo drengi. Elvira, næstelsta stúlkan, varð 22 ára einmitt þennan dag, 31. mars þegar móðir hennar var myrt. Sú var raunar ástæð- an fyrir því að lík móður hennar fannst einum og hálfum tíma eftir aö morðið var framið. Annars hefði getað liðið miklulengritími. Ugo Grimaldi eyddi drjúgum tíma í Róm. Þaðan stjómaði hann ýmsum aö- gerðum sínum. Á meðan dvaldist kona hans í Napólí þar sem hún bjó i lúxus- íbúð á Via Petrarca. Lúxusíbúð var kannski ekki nákvæm lýsing á heimili þeirra hjóna. Frekar átti við að lýsa því sem Hollywoodhöll. Blaðamaður Á fyrstu árum hjónabands sins haföi Anna áhuga á rekstri fyrirtækisins. Hún fylgdist mjög vel með rekstri hinna 34 skipa flotans og eignaðist eig- in lystisnekkju, 60 metra að lengd, sem hún tók þátt í kappsiglingum á. Siðar kastaði hún sér út í kirkjulegt starf og varð virk innan Rauða krossins. Hún gekkst fyrir góögeröarstarfsemi sem skildi fólk eftir agndofa. Það sama átti við um aðgangseyrinn að þessum ágætu góðgerðarsamkomum. Fólk átti oft gjarnan dálítið erfitt um andar- dráttinn eftir að hafa heyrt hann. Hvar sem Anna fór var hún mið- punkturinn. Tískuhönnuðir saumuöu á hana fötin. Skósmiðir frá Fioretiu gerðu skó hennar í höndunum. Hún var ákveðin í að verða ekki „vesalings litla ríka stelpan” en það kom að því að hún gerði sér ljóst að það var einmitt þann- ig sem fólk sá hana. Þá ákvað hún að gera eitthvaö i málinu. Hana langaöi til að gerast blaðamað- ur. Hún hafði ótvíræða hæfileika. Hún fór aö umgangast blaðamenn og eign- aðist fjóra elskhuga úr þeirra röðum. Þeir voru allir yfirheyrðir af Agostina Bevilacqua lögregluforingja. Það hafði enga þýðingu fyrir framgang málsins. Fimmti elskhugi önnu úr röðum blaðamanna var Ciro Paglia. Hún kynntist honum þegar hún byrjaði að vinna á II Mattino. Hann var dálkahöf- undur þar. Hann var sex árum yngri en hún. Þau sögöu það bæði að þetta hefði verið ást við fyrstu sýn. Elena, eiginkona Ciro Paglia, sem einnig var blaðamaður á þessu blaði, varð ekki glöö þegar hún komst aö þessu. Hún vann ekki á sama stað og skötuhjúin heldur á ritstjórn sem var staösett í Sorrento. Það var ekki langur vegur frá heim- ili Paglia til Grimaldi villunnar og El- ena varð bitur vitni að því hvemig maður hennar fór hvað eftir annað að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.