Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1985, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 30. MAl 1985. 3 „Líst vel á að þeir lægst laun- uðu fái meira" — segir María Steinþórsdóttir húsmóðir „Eg er ekki svo mikið inni í þessu en líst samt vel á það atriði að þeir lægst launuðu fái meiri hækkun en aðrir,” sagði Maria Steinþórsdóttir, húsmóðir íReykjavík. — Nú tala VSl-menn um að ef gengið verði að tilboðinu verði verðbólga næsta árs um 9% en 28% verðbólga verði gerðir verðbólgu- samningar í haust? ,,Ég er nú ekki mikið inni í svona prósentutölum, en mér líst illa á 28% verðbólgu. Hitt veit ég ekki hvort hægt er að tryggja 9% verðbólgu.” Ertu hlynnt hörðum aðgerðum í haust? ,,Ég held að það eigi að skoða þetta tilboð gaumgæfilega og ef það næst fram sem þar stendur þá er ég ekki samþykk hörðum aðgerðum í haust.” — Helduröu að tilboðið sé rætt mikið manna á meðal? „Það held ég ekki, að minnsta kosti hef ég ekki heyrt marga tala um það.” — Telurðu að íslensk verkalýðsbar- átta sé of flokkspólitisk? „Nei.þaðheldégallsekki.” -JGH Maria Steinþórsdóttir: „Held ekki að tilboðið só rætt mikið manna á meðai." Vgúst V. Árnason: „Þrettán mén- iðir eru langur timi og spurningin lúmer eitt er hver kaupmátturinn rerður eftir þennan tíma." „Fólk ekki undir verkfall búié — segir Ágúst V. Árnason skrifstofumaður „Því miöur hef ég ekki kynnt mér þetta tilboð mikið en líst samt mjög vel á að þeir lægst launuðu fái meiri hækkun en hinir,” sagði Agúst V. Árnason skrifstofumaður. — Nú er talað um 18% kauphækkun og ailt upp í 24% fyrir þá lægst launuðu í þrepum á næstu 13 mánuðum, finnst þér þetta nógu mikil hækkun? „Þrettán mánuðir eru langur tími og spurningin númer eitt er hver kaup- mátturinn verður eftir þennan tíma.” — Ertu tilbúinn í verkfall í haust? „Ég held að fólk sé ekki undir þaö búið að fara í verkfall í haust, það ætti aðreynaallt áður.” — Nú gerir tiiboðið ráð fyrir 9% verðbólgu á næsta ári en 28% ef gerðir yrðu „verðbólgusamningar” í haust, svo vitnað sé í VSÍ. „Það er mjög erfitt aö ræða um svona tölur, þetta er allt svo miklum breytingum háð, það sem er aðgengi- legt í dag er óaðgengilegt á morgun.” — Ertu sjálfur tiibúinn til að iáta skerða kaupmáttinn ef það tryggir litla verðbóigu? „Eg stend ekki í neinum skuld- bindingum svo ég er tilbúinn til þess. En þá verður það að vera gulltryggt, að verðbólgan verði lítil, hvemig svo sem hægt er aö try ggja það.” -JGH Albert óhress með nýju f járöf lunarleiðirnar: Þorsteinn er ekki fjármálaráðherra „Þorsteinn hefur ekki heimild frá mér að semja á þessum grundvelli. Eg veit ekki til þess að hann hafi fengið heimild frá mér, sem fjármálaráð- herra, að fara með embætti fjármála- ráðherra,” segir Albert Guðmundsson í viðtali viö DV, aðspurður hvort hann sé samþykkur því aö famar verði þær fjáröflunarleiðir sem nefndar hafa verið, til að rétta af húsnæðiskerfið. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, segir að hann hafi um- boð frá þingflokki sínum til að semja við stjórnarandstöðuna um fjár- öfiunarleiðir, á ákveðnum grundvelli. Hann hefur ekki viljað upplýsa hverjar þessar leiðir séu. Hins vegar hefur for- sætisráðherra upplýst fjölmiðla um hver þessi grundvöllur er. Hann felst í því, eins og áður hefur komið fram í DV, að söluskattur verður hækkaður, lagður veröur á eignaskattur og skylduspamaður á hátekjumenn. Albert sættir sig við hækkun sölu- skattsins. „En ég mun hvorki leggja fram frumvarp um eignaskatt né skyldusparnaö,” segir Albert. „Alveg sama h vað hver segir. ’ ’ Albert segir að fram að þessu hafi verið á stefnuskrá Sjáifstæðisflokksins að einstaklingar eignuðust sjálfir eignir sínar. „Ef svo á að breyta þessu og gera flokkinn að einhverjum eignatöku- flokki þá held ég að margir sjálfstæðis- menn fari nú að spyrja sig hvar þeir séu staddir,” segir Albert Guðmunds- son og segist ekki vita til þess að þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins hafi sam- þykkt að þessar leiðir verði farnar. Það hafi verið samkomulag milli hans og formanns þingflokksins að þessi mál yrðu ekki tekin fyrir á meðan hann væri erlendis. APH Sambandið lok- ar á Kaupfélag ísfirðinga —milljónir í vanskilum Nokkurs vömskorts gætir um 12 til 14 þúsund í meðalári. Þá höfum þessar mundir hjá Kaupfélagi ls-við þurft að endurnýja tækin, svo það firðinga. Er ástæðan sú að Sambandiðhefur verið lítið annaö en útgjöld að hefur lokað fyrir afgreiðslu á vörumhafameðsteypustöðinni.” sínum þangað vegna skulda. — Myndi þaö leysa vandann að „Jú, ég get ekki neitað þessu. Það selja stöðina? hefur verið lokað á okkur í um þrjá „Eflaust, en það finnst bara eng- mánuöi vegna vanskila,” sagði innkaupandi.” Sverrir Bergmann, kaupfélagsstjóri _ Hefur mikill vöruskortur gert á Isafirði, í samtali við DV. „Hvað vart við sig í verslunum þínum? þær skuldir em miklar vil ég ekki tjá „Það hefur vantað inn í einstaka migum.” matvöruflokka. Eg hef svo getað — Skiptir það mörgum milljón- bjargað miklu meö því að versla við um? heildsala úti um landið.” „Já, nokkrum.” _ Býstu við að þessi vandræði Kaupfélag Isfirðinga er með útibú íeiði til uppsagna? á Súgandafirði, í Súðavík og Hnífs- „Nei, allsekki. Eignirkaupfélags- dal, auk verslunarinnar á Isafiröi. ins eru langt umfram skuldir. Éghef Þá er rekin, í tengslum við kaup- trú á því að þetta sé aðeins tíma- félagiö, steypustöðin Steiniðjan hf. á bundin lokun hjá Sambandinu og úr Isafirði, auk trésmíöaverkstæðis og þessu greiðist í sumar. Hér standa til byggingadeildar. talsverðar framkvæmdir í bygg- „Það má eiginlega rekja þessi ingarmálum, svo að ég á von á að við vandræði til steypustöðvarinnar,” getum selt mun meiri steypu en sagðiSverrir. „Undanfarin ár höfum undanfarin ár og rétt eitthvað úr við ekki getað selt nema um 3.000 kútnum,”sagðiSverrirBergmann. rúmmetra af steypu á ári miðað við -KÞ VMSÍ tekur afstöðu Stefán Jón Hafstein: fer til Genf. Rauði kross íslands: íslendingartil starfa erlendis Stefán Jón Hafstein fréttamaöur hefur verið ráðinn til starfa i þr já mán- uði á aðalskrifstofu Alþjóðasambands Rauða kross-félaga í Genf. Mun hann annast fréttaflutning af starfsemi sambandsins og tengsl þess við fjöl- miðla, auk annars. Þá er Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur á förum aftur til Eþíópíu á vegum Rauöa krossins. Sig- ríður dvaldi um sjö mánaöa skeið á þurrkasvæðunum. Hefur Alþjóðasam- bandið óskað eftir að fá hana til starfa áný. Rauði krossinn hefur fallist á að framlengja ráðningarsamning Magnúsar Hallgrímssonar verkfræð- ings. Magnús hefur einnig starfað í Eþíópíu sl. fjóra mánuöi. Loks hefur Jakobína Þórðardóttir deildarstjóri veriö ráöin til starfa í þrjá mánuði í Addis Ababa. Hún fer einnig á vegum Rauða kross Islands. Formannafundur Verkamannasam- bands Islands mun taka afstöðu til samningstilboðs Vinnuveitendasam- bandsins nk. föstudag. Þá hefur verið boðað til fundar og sitja hann allir for- menn félaga innan Verkamannasam- bandsins. Aðalfundur verkalýösfélagsins Dagsbrúnar verður haldinn í kvöld. Þar verður f jallað um tilboð VSI. Að sögn Þóris Daníelssonar, fram- kvæmdastjóra Verkamannasam- bandsins, hafa ekki veriö haldnir f élagsfundir í einstökum f élögum. Hins vegar hafa nokkrar stjómir félaga sent frá sér ályktanir. I þeim er tilboði VSI ekki alfarið hafnað en krafist við- auka af ýmsu tagi. Stjóm og trúnaðar- mannaráð verkalýðsfélagsins Arvak- urs á Eskifirði hefur sent frá sér álykt- un. Þar kemur fram að tilboðið sé á all- an hátt ófullnægjandi og sé til þess fall- á morgun ið að staðfesta þann launamun sem orðinn er milli fiskvinnslufólks og ann- ars launafólks. I samþykktinni er kraf- ist ákveðinna skilyrða ef ganga á til samninga núna. Þar er kveöið á um aö atvinnuöryggi fiskvinnslufólks verði tryggt og einnig veikindaréttur. Þá er lagt til að fiskvinnslufólk fái greitt álag, 25 krónur, á hvem unninn klukkutíma, hvort sem hann er unninn í dag-eöa næturvinnu. APH EV SALURINN - EV SALURINN - EV SALURINN - EV SALURINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.