Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1985, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1985, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR 30. MAl 1985. 35 Tíðarandinn Tiðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn HVE MARGAR OG EFTIR HVERJA? Alls eru 78 styttur í bænum. Sú elsta er verk Thorvaldsen af sér og listagyðjunni, sú nýjasta er af Jónasi frá Hriflu. Sá aldur sem hér er miðað við er hvenær styttumar voru settar á stall en ekki hvenær þær voru gerðar. Einnig ber að hafa í huga að hér er einungis um að ræða styttur í eigu borgarinnar. Þessar 78 styttur eru verk 28 lista- manna. Þrír þeirra eiga næstum helming verkanna eöa 39. Þetta eru þeir Ásmundur Sveinsson (16), Einar Jónsson (12) og Sigurjón Olafsson (11). Aðrir eiga færri, að meðaltali 1—2. þarna stað á sínum tíma. Staðurinn er hins vegar mörgum gleymdur og hugsanlega styttan líka. Þessa styttu ber við himin á Ártúnsholti þegar keyrt er inn i borgina. Járnsmiðurinn er verk Ásmundar Sveinssonar. Það var Iðnskólinn sem lét steypa þessa mynd í tengslum við stóra iðn- sýningu sem skólinn hélt 1948 eða 9. Styttan var fyrir utan skólann meöan á sýningunni stóð og var eins konar táknmynd hennar. En eins og oft áður voru menn ekki sammála um hvar styttan skyldi standa að sýningu lokinni. Loks komu menn sér saman um að túnflötin við Snorrabrautina væri á- gætur staður. Þar var styttan reist í kringum 1950 og er þar enn. Adonis og stúlkan Soffía eru báðar í Fríkirkjuvegsgarði. Adonis, hjarðmaðurinn/veiðimaður- inn, er eitt af frægustu verkum Thor- valdsen. Hún var fengin úr safni Thorvaldsen í Kaupmannahöfn og sett upp á 1100 ára afmælinu 1974. Stúlkan Soffía er verk Olafar Páls- dóttur. Hana gerði Olöf mjög snemma á ferli sínum, reyndar meöan hún var enn í námi við Lista- háskólann í Danmörku. Styttan var þó þegar keypt af borgarstjórninni i Árósum og stendur þar í fögrum garði. Olöf flutti afsteypu af þessari styttu með sér heim nokkrum árum síðar og var hún einnig reist í garöinum við Fríkirkjuna. Þess má geta að Tónlistarmaðurinn, sem stendur við Hagatorg er einnig verk Olafar. Alein stendur þvottakonan við þvottalaugarnar. Óiafur Thors er verk Sigurjóns Ölafssonar. Styttan stendur við Tjömina, nánar tiltekið neðan viö Ráöherrabú- staðinn. Hún var reist aö tilhlutan Sjálfstæðisflokksins. Olafur var áberandi maöur í lif- anda lífi en það sama verður vart sagt um styttuna. Það sem réð staðsetningu hennar var aðallega tvennt. Annars vegar var þarna autt svæði og hins vegar þótti ekki óviðeigandi að fyrrum forsætis- ráðherra landsins stæði fyrir framan Ráðherrabústaðinn. Þannig var það núípottinnbúið. Ferningar Þeir sem aka Reykjanesbraut og beygja til vinstri inn á Stekkjar- bakka sjá þessa styttu standa á túnblettiviðveginn. Hún er gerð á árinu 1973 af Hallsteini Sigurðssyni. Þegar ráðist var í á sínum tíma að gera Austurstræti að göngugötu var þessi stytta fengin þangað ásamt öðrum. Hún stóð þar í nokkra mánuði en var svo færð upp í Breiðholt. Þessi stytta er ómerkt og er illmögulegt fyrir leikmann að átta sig á hvað þama sé á ferðinni. Undir friðar- og landnámssól er enn eitt verk Ásmundar Sveins- sonar. Þessi stytta var gerð í tilefni 1100 ára afmælisins 1974 og bar tslenska álfélagiö allan kostnað af gerð hennar. Margir hafa stundum furðað sig á staðsetningu þessa verks. Ástæðan fyrir því að styttunni var komiö þarna fyrir ku vera sú að hún átti að bera við himin þegar komið væri inn í borgina. Nú er mikiö byggt í Ártúnsholtinu og er byggðin farin að þrengja aö styttunni. Hún þarf því líklegast að víkja en ætlunin mun vera að reyna að þoka henni sem minnst. Jónas frá Hriflu er nýjasta stytta bæjarins. Hún var reist í tilefni 100 ára afmadis kappans. Hugmyndina áttu ungmennafélög og fyrrverandi nemendur Jónasar. Sams konar stytta stendur og hefur í mörg ár staðið í trjálundi við Laugarvatn. Nýju styttunni var valinn staður við ráðuneytin í Arnar- hvoli. Athygli vekur góður frágangur umhverfis hana. Nokkuð, sem gjarnan mætti gera kringum fleiri styttur. Barnið og fiskurinn er stytta sem ekki ber mikiö á. Hún stendur í porti Laugarnesskólans og er upphaflega hugsuð sem gos- brunnur. Listamaðurinn Ásmundur Sveinsson vildi hafa þarna drykkjar- bunu. Hugmynd Ásmundar að verkinu mun vera bamið sem stendur við bryggjuna og bíður eftir stóra fiskinum. Þessi stytta er steypt og er töluvert farin að láta á sjá frá því hún var reist í kringum 1950. Langt er síðan farið var að ræða hugmyndir í þá átt að lagfæra rtyttuna. Asmundur vildi á sínum tíma láta steypa styttuna í eir. Slíkt er aftur á móti mjög kostnaöarsamt og ekki auðhlaupið að því að fá fé til slíks verks. En gosbrunnurinn er í góðu lagi. Hann er hins vegar ekki hafður í gangi enda ekki heppilegt að vera með rennandi vatn á barnaskólalóð. Kristján biaflasali? Neei. Sá niundi mefl stjórnarskrá ísiendinga i hendi. Stendur framan við Stjórnar- ráflifl. Maflur og kona í Tjarnargarðinum. Þorfinnur karlsefni horfir hnarreist- “ ur út yfir hafifl frá lófl Hrafnistu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.