Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1985, Blaðsíða 14
DV. FÖSTUDAGUR 21. JUNI1985. 14 DV Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. '.' Stjórnarformaður og útgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. , Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFU.R P.STEINSSON. I Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684011. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. , Áskriftarverö á mánuöi 360 kr. Verö í lausasölu 35 kr. Helgarblaö40kr. ^ Farið variega með bönnin Rétt var hjá neöri deild Alþingis að fella tillöguna um, að sektarákvæðum yrði beitt gegn þeim, sem ekki nota bílbelti. Tillagan féll á jöfnum atkvæðum, 17 gegn 17. Þetta er annað árið í röð, sem deildin stöðvar framgang þessa máls. Ekki á að fara með þetta mál eins og þingmaðurinn Garðar Sigurðsson, Alþýðubandalagi, sem lét að því liggja, að andstæðingar tillögunnar hefðu líf fólks á sam- vizkunni. Málið snýst í raun um grundvallaratriði. I hve miklum mæli á löggjafinn að segja fólki, hvernig það skal sitja eða standa? Hversu langt skal gengið í skerðingu einstaklingsf relsisins ? Þingmenn í neðri deild virtust á því, aö rétt væri, að auka notkun bílbelta. Þá greindi á um, hvaða leiðir skyldu farnar. Skoöanakannanir hafa sýnt, að meirihluti geldur því jáyrði, að bílbelti skuli notuð. En margir eru því andvígir, þótt minnihluti sé. Enn fleiri telja, að það hljóti að fara eftir aðstæðum í umferð hverju sinni, hvort bezt sé að nota bílbelti eða ekki. I slíkum tilvikum ber að vernda rétt minnihlutans. Ætla verður fullorönu fólki þá skynsemi, að það megi ráða sjálft, hvort þaö bindur sig í belti eða ekki, þegar það ferðast með bifreiðum. Þvert gegn þessu hefur til- hneiging víðast hvar verið í þá átt, að löggjafinn, „Stóri bróðir”, hefur seilzt æ lengra. I sívaxandi mæli er fólki sagt, hvernig það eigi að hegða sér. Meginreglan í lýð- frjálsu landi hlýtur að vera, að fólk ráði sér sjálft, svo fremi það gangi ekki á rétt annarra. Enn sem fyrr hefur niðurstaða Alþingis orðið að halda í lögin um, að aðeins viss hluti landsmanna megi drekka bjór. Þessi afgreiðsla bjórmálsins í fyrradag kemur við hinu sama og bílbeltamálið. Hvenær á löggjafinn að gefa fyrirskipanir um hegðun? Sem betur fer eru enn nógu margir til þess að stöðva sektarákvæði við því, að bílbelti séu ekki notuð. Guðmundur Einarsson, Bandalagi jafnaðarmanna, kom nokkrum vel völdum orðum inn á þetta í útvarpi. Hann nefndi, að margir legöu^t gegn því, að fólk borðaði feitt kjöt. Slíkt þætti óhollt og kannski hættulegt heilsunni. En sem betur fer telur þessi þingmaður og aðrir þing- menn enn, að rangt væri, að Stóri bróðir bannaði át á feitu kjöti í landinu. Guðmundur nefndi einnig, sem rétt er, að sumir teldu Framsóknarflokkinn hættulegan, en ekki væri rétt að banna Framsóknarflokkinn. Þótt Guðmundur hafi nefnt hugsanleg bönn, sem flestum mun, vel að merkja ennþá, þykja fráleit, skyldu menn skoða vel, að það er aðeins stigsmunur á því, hvar löggjafinn dregur línuna í slíkum efnum. Góður löggjafi gerir sem allra minnst af því, að setja boð og bönn. Auðvitað er sú skoðun meirihluta þingmanna í neðri deild rétt, að þeir sem mæla með bílbeltum, skyldu í engu draga úr röksemdafærslu sinni. Meirihluti allsherjar- nefndar deildarinnar áleit, að hvetja skyldi til notkunar bílbelta með jákvæðri löggæzlu, umferðarkennslu og ým- iss konar hvatningu. Fyrst og fremst eiga meðmælendur og andmælendur bílbeltanotkunar að láta sem mest í sér heyra, til þess að allur almenningur sé upplýstur og taki eigin ákvarðanir á réttum forsendum — ekki að lögreglumenn snuðri í hverj- um bíl og skrifi sektarmiða. Haukur Helgason. Að bjarga helgarmatnum Nú geta verkamenn þessa lands þakkaö samningamönnum ASI fyrir að hafa útvegaö þeim svo sem eins og 1800—3000 kr. launahækkun í áföngum til áramóta. Þar meö er lægsta kaup á Islandi farið aö slaga upp í 50—70% af láglaunum ná- grannalandanna (aö Bretlandi und- anskildu) og kannski kemst meðal- vinnuvikan niður fyrir 51 stund. Aö visu taka vafalítið um 50% launa- manna laun eftir skuggatöxtum (sem betur fer fyrir þá) því margir atvinnurekendur skQja aö fyrirtæki þeirra fara á hausinn ef þeir greiöa ekki laun á bilinu 25—40 þús. fyrir grunnstörf. Aðrir f á greitt eftir allt of lágum töxtum i tvennum tilgangi: Til aö spara stórfyrirtækjum aura (í iönaöi og fiskvinnslu) og til þess aö halda uppi skiptingunni i „láglauna- og hálaunamenn” meðal vinnandi al- þýöu. Okkur er t.d. talin trú um aö þorri félaga BSRB og BHM séu „há- launamenn”. Og þaö er ekki tilviljun aö meira en helmingur „láglauna- fólksins” eru konur. Hverborgar? Aliir fyrirmenn verkalýöshreyf- ingar, rikisstjórnar og meginflokk- anna eru sammála um aö ASl-samn- ingar séu ekki „verðbólgusamning- ar”. Rétt eins og taxtarugliö eru verðbólguhugtökin oröin aö inni- haldslausum frösum. Því miður er þeim trúaö; trúaö svo skilyrðislaust að það þykir oröiö eölilegt og sjálf- sagt aö verölag hækki í kjölfar minnstu launahækkunar. Hvað myndi eiginlega gerast ef verðlag hækkaði ekki? Jú, atvinnurekendur myndu i heild sinni tapa fé yfir til launafólks. Er einhver á móti því? I öllum áróörinum um „víxlhækkun verölags og launa hverfur sú staö- reynd í moðreyknum að hagstæröir breytast ekki eins og náttúrufyrir- bæri, óháö gerðum og stefnum stjómmálalífsins og efnahagslifsins — sem eru ólíkar af þvi meginstétt- irnar hafa ólíka hagsmuni. Launa- fólk kann upp til hópa ekki skil á því aö yfirstjóm þjóðlífsins er þannig hagaö aö kjarabótunum er, þegar allt kemur til alls, stýrt: Þeir sem lifa af annarra vinnu taka aftur út- gjaldaaukningu sina ef laun hækka og það þrengir aö fyrirtækjunum. I góöærum er kaupaukanum oftast út- hlutaö án samsvarandi veröhækk- ana. En núna er launafólk látið borga. Allir muna gengisfellinguna í haust eftir BSRB-samninga. Nú er beinlinis gert ráð fyrir að veröbólgan nemi nánast þvi sem atvinnurekend- ur þurfa að punga út ásamt ríkinu framtiláramóta. Launakökuplat Þessi voðalega hagfræöi hefur ruglaö launafólk i riminu. Hún hefur Kjallarinn ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON, KEIMNARI, MENNTASKÓLANUM VIÐ SUND til þess aö einhver jir hafi sýnt fram á slíkt? Eöa á almúginn bara að horfa á þensluna í velflestum greinum og glæsilif stóreignafólksins og skilja aö reksturinn gengur ósköp illa? Eöa biöa kannski eftir þvi að VSl láti gera tekjukönnun meöal félaga sinna eins og alltaf er verið aö bauka með hjá okkur launamönnum — til þess aö sýna hvernig rauntekjurnar hafa falliö árum saman? Sagöi ekki fram- kvæmdastjóri VSI í útvarpi aö allir vissu að fyrirtækin teygöu sig til hins ýtrasta meö fyrsta tilboði sínu nú snemmsumars? Margur heldur mig sig. Gegn svona hagfræöi dugar bara eitt: Að skella skollaeyrum viö sögu- sögnum um erfiöa stöðu þorra fyrir- tækja og taka stærri bita en áður. Um leið þarf að hefja baráttu fyrir því að af honum veröi ekki tekið með stjómunaraðgerðum. Það er svo aft- ur langæ barátta og verður að taka til stjómmálanna. Nýtt valda- og £ „Nú geta verkamenn þessa lands þakkað samningamönnum ASÍ fyrir að hafa útvegað þeim svo sem eins og 1800—3000 króna launahækkun í áföngum til áramóta.” gert þaö að jábræörum og -systrum þeirra sem nota hana til hagstjómar þegar f jármunir em teknir af þessu sama fóiki. Hún kristallast í ósannind- um um launakökuna: Nánast fast hlutfall af framleiösluverömætun- um. Þar í blandast svo auðvitaö moö- suöan um aö raunlaun geti ekki hækkaö nema aö framleiðsla aukist og verði dýrmætari: Stærri eða dýr- ari kaka gefur stærri launabita. Svo skulu launamenn bítast um sinn hlut hver og beygja sig undir þá reglu að taka hverjir af öörum, hljóti einn hópur prósentinu meira en hinn. Þaö segir sína sögu þegar fýrrverandi þingmaöur „verkalýðsflokksins” heldur svona visindum á lofti i út- varpinu og sjálf verkalýöshreyfingin gerir nánast ekkert tU aö útskýra fyrir fólki að launabitinn stækkar ef lengra er skoriö út i hina hluta verö- mætakökunnar. Hvaö skyldu at- vinnurekendur tapa miklu ef þeir yrðu að bera nýjustu launahækkanir óbættar? Svolítil ráðlegging Þá sjaldan einhver mótmæiir launakökutalinu og víxlhækkunar- sífrinu segja hinir ábyrgu yfir- menn: „Já, en fyrirtækin geta bara alls ekki boriö þessa hækkun óbætta.” Auðvitað! En muna menn stjómkerfi með þungamiðju hjá þeim, sem búa til verðmætin, getur eitt tryggt aö efnahagur launa- manna ráöist af þeirra eigin geröum. Marxismi? Slfkri baráttu fylgir heilmikil hug- myndafræöi. Viö veröum aö muna að barátta launafólks fyrir betri lífs- kjörum og alls kyns félagsþjónustu hingað tn laut stjóm og fylgdi stefn- um; þ.á m. hagfræði og stjórnvísind- um marxismans í bland viö annaö. Og þaö er ekki svo gaUö að dusta ryk- iö af honum og muna aö Sovétríkin gengu ekki af honum dauöum (þótt svo sé fast haldið aö fólki) fremur en notkun geölæknisfræöa gegn póiitisk- um andófsmönnum hefur gengiö af sál- og geölæknisvísindum dauðum. Haröir og glöggir talsmenn kapítal- isma, eins og Eyjólfur Konráö Jóns- son, taka sjálfsagt undir orö Eyjólfs þegar hann sagöi ákv. kenningu frjálshyggjumanna þá vitlausustu í heimi aö undanskildum kenningum Karls Marx. Þaö segir margt. And- mæU min gegn launaköku- og víxl- hækkunarhagfræöinni er bærilegur marxismi. Meö honum má gera meira en rétt bjarga einum til tveim- ur helgarinnkaupum eins og ASI/VSI býöur nú verkafólkL Ari Traustl Guömundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.