Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Blaðsíða 9
ÐV. LAUG ARDAGUR 6. JULI1985. 53 „Guð hefur gefið okkur ævi- starf" — foreldrar tilræðiemanns Reagana hafa helgað aig baróttu gegn geðrænum ajúkdómum Frú Jo Ann Hinckley var í óðaönn að undirbúa klæðnað sinn og eigin- mann síns fyrir smáferðalag. A með- an straujárnið var að hitna kveikti hún á sjónvarpinu í svefnherberginu. Hún sá atriði tekið á götu úti þar sem mikil ringulreið ríkti. Skipt var yf ir á þul í stúdíói. „Staðfest hefur verið að reynt hafi verið að ráða forsetann af dögum. Tilræðismaður hóf skothríð er forsetinn og fylgdarlið hans voru á leið út af Hilton-hótelinu í Washington.” Nokkrum mínútum síðar hringdi síminn. „Góðan daginn, þetta er á Washington Post, vitið þér að sonur yðar, John, hefur verið nefndur sem maðurinn sem skaut á forsetann... ” Hún trúði þessu ekki, skellti á og hljóp til nágranna síns. Hann staðfesti þetta. Þaö leið yfir hana. Þetta síðdegi, 30. mars 1981, er Jo Ann féll á stofugólf nágrannans, brotnaði heimur Hinckleyhjónanna í þúsund mola. Sonur þeirra hafði reynt að ráða forsetann af dögum. Þau höfðu ekki minnstu hugmynd um orsakirnar. Löng martröð hófst. „Eg gerði mér grein fyrir að við værum búin að vera líkamlega, andlega, fjárhagslega. Eg var að gefast upp og hugleiddi sjálfsmorð,” sagði Jack Hinckley löngu síðar. Jack Hinckley skipti um starf. Hjónin fluttu frá Denver í Kólóradó til Washington. Þar er hinn þrítugi sonur þeirra nú á geðsjúkrahúsi um óákveðinn tíma. Þau viðurkenna aö þau hafi aldrei gert sér grein fyrir hversu alvarlega sjúkur hann væri. Bók þeirra, sem kom út ekki alls fyrir löngu, fjallar einmitt um það. „Viss sjúkdómseinkenni hefðu átt að geta opnaö augu okkar fyrir sýki hans. Við vonumst til að bókin okkar geti hjálpað öðrum,” sagði Jack Hinckley í viötali. Jo Ann og Jack hafa ákveðið að helga sig því að dreifa upplýsingum um geðræna sjúkdóma til almennings en þau telja sérfræðinga Jo Ann og Jack Hinckley hafa skrifað metsölubók um son sinn sem reyndi að myrða Reag- an og um tilfinningar foreldra geðveiks barns. John Hinckley hefur skotið á Reagan forseta og sœrt hann og þr]á aðra. Blaðafulltrúinn, Jim Brady, er enn alvariega fatlaður. oft hjúpa sig leyndardómshulu og eiga erfitt með að greina frá staðreyndum á skýran máta. Jack Hinckley hefur selt fyrirtæki sitt í því skyni að verja fjármununum í að stofna amerískan geðheilsusjóð. Sá sjóður gegnir því hlutverki að standa undir rannsóknum og lækningum á geðveiki. Tekjur af bókinni munu renna í s jóðinn. Þau fóru í mikla auglýsinga- herferð fyrir bókina í vor. Kannski er ferð þeirra um Bandaríkin þver og endilöng talandi dæmi um sinna- skipti þeirra. Áður fyrr voru þau lítt gefin fyrir að ræða einkalíf sitt en nú koma þau fram í sjónvarpsþáttum og svara nærgöngulum spumingum. Fyrir fjórum árum, áður en sonurinn reyndi aö myrða forsetann, voru þau dæmigerðir Bandarikja- menn, vel stæð, trúuð, tóku virkan þátt i félagsmálum og höfðu áhuga á íþróttum. Jack var framtakssamur og hafði hafist til frama í olíubransanum af eigin verðleikum. Jo Ann var heimavinnandi húsmóðir sem helgaói fjölskyldunni krafta sína. Þau áttu þrjú uppkomin börn, tvö eðlilegogsvoJohn. „Honum virtist ekki takast neitt. Hann reyndi fyrir sér í háskóla, viö ýmis störf og í tónlist en ekkert gekk. „Hann var einrænn, oft miður sín og ruglaður,” rita þau í bók sína, Breaking points. Foreldrar hans leituöu ráöa hjá geðlækni en hann taldi að drengurinn væri einfaldlega óþroskaður. „Látið hannsjá umsigsjálfan,” varráðið. Mánuöi fyrir tilræðið urðu þau að sækja hann til New York. Það var dæmigert fyrir hann að hann var orðinn skítblankur. Þegar hann kom heim til Denver sagði faðir hans honum að hann gæti ekki komið aftur heim. „Þú hefur brotið hvert einasta loforð sem þú hefur gefið okkur mömmu þinni,” sagði Jack viö son sinn. Hann gaf honum svo 200 dollara og ráðlagði honum að fá sér herbergi hjáKFUM. „Þetta voru mestu mistök lífs míns. Eg hitti hann ekki aftur fyrr en í fangelsinu.” Svo kom í ljós að John var með Jodie Foster leikkonu svo mjög á heilanum að sjúklegt mátti teljast. Hann hafði séð hana leika bamhóru í myndinni Taxi Driver og vildi bjarga henni. Hann hafðist furðu líkt að og aðalhetja myndarinnar allt fram að tilræöinu. Hann átti í erfiöleikum með að greina á milli raunveruleika ogskáldskapar. Eftir umdeild réttarhöld var hann sýknaður vegna geðveilu. Jack Hinckley: „John liður ekki lengur fyrir heilaspuna sinn. Hann hefur lært hvað kærleikur er. Eg veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, Sjötta hvern mánuð hefur hann rétt til að fá mál sitt tekið upp aftur til aö úrskurðað verði hvort hann sé sjálfum sér og öðrum hættulegur. Eg veit aðeins að Guð hefur gefiö mér og Jo Ann starf sem endast mun æfi okkar.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.