Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1985, Blaðsíða 16
16 DV. MANUDAGUR19. ÁGUST1985 Spurningin Lestu tímarit? Arildís Magnúsdðttir filmuvörður: Nýtt lif er mjög gott tímarit og ég les þaö vegna þess hve efni þess er fjöl- breytt. Guðlaug Guðbergsdóttir ritari: Nei, tímarit eru yfirleitt svo dýr. Kristjaua Fjóla Sigursteinsdóttir: Nei, ég les ekki tímarit en DV talsvert vegna þess að ég ber það út. Björg S. Hutton húmóðir: Já, ég les Mannlíf og Vogue. Mér finnst skemmtilegast að lesa viðtöl við inerkilegt fólk og greinar um læknavís- indi og heilsu. Jónas Jóhannsson húsgagnasmiður: Já, ég les Hús og híbýli. Garðar Árnason verkamaður: Nei, helst ekki því ég hef annað við tímann að gera. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Gjaldheimtan: Munur á ísfirðingum og Reykvíkingum? Skattgreiðandi hafði samband: Eg var að koma neðan úr Gjald- heimtu hér í Reykjavík. Ég sýndi þeim sem þar vinna seðil sem ég fékk á Isafirði hjá kunningja mínum. Þar er um að ræða þaö sem hann fékk borgað til baka af sköttunum sínum ásamt vaxtum af þeirri innstæðu. Eg bar hann saman við minn eigin seðil héðan úr Reykjavík og sá að ég fékk enga vexti af því sem ég á inni hjá G jaldheimtunni. Eg fékk engar hald- góðar skýringar á þessum mismun og vísaði hver á annan í stofnuninni. Því vil ég spyrja: Eru Isfirðingar rétthærri en Reykvíkingar varðandi vexti af innstæðum hjá ríkissjóði? Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtustjóri sagði að til væri lagagrein sem segði skýrt og skorin- ort að þeir sem heföu borgað of mikla skatta ættu að fá vexti ofan á þá inn- stæðu hjá ríkissjóði jafnt og hjá bæjarsjóöum. Vextimir eru þeir sömu og á sparisjóösreikningum bankanna. Þetta gildir fyrir allt landið. Umrædd útborgun til bréfrit- ara var ekki vegna skattalækkunar heldur hafði verið um ranga innborg- un að ræða. Þess vegna fékk hann ekki neina vexti. Um verksvið lögreglunnar Matthías Ægisson skrifar: Mönnum hefur orðið tíðrætt um ágæti lögreglunnar hér í borg sem ann- ars staðar og hafa menn skipst í tvo flokka hvaö það varðar. Annars vegar eru þeir sem telja lögregluna ekki vaxna hlutverki sínu og hins vegar þeir sem telja hana alls ekki vaxna hlutverki sínu! Maöur nokkur var staddur á Klapp- arstígnum fyrr í vikunni og sér þá hvar útlendingur nokkur gefur sig á tal við lögregluþjón. Virtist fara vel á með þeim félögum. Það verður ofan á aö út- lendingurinn biður lögregluþjóninn vinsamlegast að stilla sér upp við vél- hjól lögreglunnar. Þjónninn tekur þessu vel og stillir sér upp til mynda- töku. Aö því búnu biður útlendingurinn þarfasta þjóninn að skipta um hlut- verk. Lögreglumaðurinn sér ekkert at- hugavert við það að bregða sér í hlut- verk ljósmyndara þó að hann hafi reyndar verið kallaður út til að stjóma umferðinni! Hann mundar því vélina og gætir þess vandlega að vera í hæfi- legri fjarlægö frá nýja vininum svo að bakgrunnurinn njóti sín. Fólk var tekiö aö streyma að til að fylgjast með í praxís síbreytanlegu verksviði lögregl- unnar. Mikið má þó lögregluþjónninn þakka fyrir aö blessaður útlendingur- inn sneri ekki lyklingum og kynnti sér land og þjóö á kostnað ríkisins! Furduleg auglýsing frá Orator 4012-6899 skrifar: Oft eru auglýsingar furðulegar og nú ætla ég aö spyrjast fyrir um eina slíka. I auglýsingu frá skemmtistaðnum Borginni stendur: „20 ára aldurstak- mark”, en ennfremur stendur: „allir framhaldsskólanemendur og vinir þeirra velkomnir”. Þetta stenst alls ekki því að allir vita að framhalds- skólanemendur eru frá 16 ára aldri og upp úr. Því spyr ég, hvernig er með hið rétta aldurstakmark á Borginni? Þeir hjá félagi laganema, Orator, sem staðið hafa fyrir þessum aug- lýsingum, sögðu aö þeir væru hættir að auglýsa böllin á Borginni fyrir nokkrum vikum því alltaf væri nóg af fólki um hver ja helgi. Mismunur á rútugjaldi Móöir í Garði hringdi: Sonur minn þurfti að fara inn í Garðabæ með rútu. Hann er 11 ára. Daginn áður kom í heimsókn til hans drengur úr Garðabæ. Hann greiddi 85 krónur fyrir ferðina í Garð. Þegar svo sonur minn kemur í rút- una í Garði er honum gert aö greiða 105 krónur fyrir sömu ferö. Hann borgar uppsett fargjald eftir að hafa sagt bíl- stjóranum frá drengnum sem einnig er 11 ára og borgaði aðeins 85 krónur. Um kvöldið fer sonur minn heim úr Garðabænum meö áætlunarbílnum og borgar þá 85 krónur. Eg hringdi sjálf í Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur og sögðu þeir þar að far- gjald úrGarði í Garðabæ fyrir 11 ára barn væri 80 krónur. Eg skil ekki af hverju bílstjórarnir geta ekki haft far- gjöldin á hreinu. Haft var samband við sérleyfishaf- ana og sögðu þeir að 105 kr. væri full- orðinsfargjald á þessari leiö. Barna- fargjald er 80 krónur. Viðkomandi bíl- stjóri hefur ekki spurt drenginn um aldur og því orðið þessi misskilningur. Þeir eru fúsir aö borga honum til baka mismuninn. Hverjar eru reglur um sjálfsvörn? Væntanlegur ofbeldisþolandi skrifar: 1. ) Má saklaus maður verja sig gegn fólskulegri árás glæpamanns? 2. ) Má saklaus maöur verja sig gegn (fólskulegri) árás og handtöku lög- reglumanns? Ég sé hér engan mun á, frá sjónar- miði þolanda. Þetta eru hliðstæður. Vill lögreglan birta almenningi reglur til að fara eftir í tilvikum sem þessum? Bréfritari ar hrœddur við afleiðingar sprengingar i Áburðarverksmiðjunni i Gufunesi og likir ábyrgðarleysi stjórnenda hennar við það sem var i Bhopal á Indlandi. BHOPAL? LSKhringdi: Áburðarverksmiðjan í Gufunesi er tímasprengja á mesta þéttbýlissvæði landsins. Nú stendur yfir verkfall iðnaðarmanna sem sjá um eftirlit og viðhald í verksmiðjunni. Forsvars- maður hennar hefur gefið út yfir- lýsingu um það að haldið verði áfram aö starfrækja verksmiðjuna þangað til eitthvað bilar. Nú er það vitað mál að ef eitthvað alvarlegt bilar og sprenging veröur í Aburðarverksmiðjunni geta hlutar borgarinnar lagst í rúst. Eitthvað líkt því sem gerðist í Bhopal gæti gerst hér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.