Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1985, Blaðsíða 25
DV. MÁNUDAGUR 26. ÁGUST1985. 25 ittir Iþróttir íþróttir íþróttir íþróttir „Númer 1 var að ná upp baráttu” — sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram „Það var númer 1 að ná upp baráttu og við vorum vissir um að ef við næð- um tökum á leiknum í upphafi mynd- um við sigra. Þá hefur Keflavíkurliðið óneitanlega minni reynslu en við,” sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari og leik- maður með Fram, eftir bikarsigurinn. „Það er erfitt að segja hvort til- færslan á Omari og Pétri hafi borgað sig. Báöir léku vel en spurningin er hvort Omar hefði skorað hefði hann leikið framar. Nú er það deildin sem næst er á dag- skránni. Við eigum eftir aö leika f jóra leiki. Tvo við lið úr toppbaráttunni og tvö botnbaráttulið og það eru allir leik- ir erfiðir þegar svona stendur á,” sagði Ásgeir Elíasson Rólmbert Friðjónsson. „Léku undir getu — sagði Hólmbert, þjálfari ÍBK „Sigur Fram var sanngjarn. Leik- menn liðsins voru mun ákveðnari en okkar leikmenn sem iéku margir undir getu. Ástæðan fyrir því er kannski helst sú að þá vantar reynslu og þeir fóru of spenntir í leikinn,” sagði Hólm- bert Friðjónsson, þjálfari ÍBK, eftir bikarleikinn. „Við áttum mun minna i leiknum. I hálfleik reyndum við að pressa þá svolítið með því að leika framar og stundum voru ekki nema einn til þrír varnarmenn tii staðar. Þriðja mark þeirra var á mjög slæmu augnabliki. Viö höfðum þá ný- lega skipt um taktik. Akváðum að leika maður á mann í staö svæðis- vamar. Þá var Ragnar nýbúinn að skora og menn voru í sjöunda himni. Það er lítið fyrir okkur að gera nú annað en aö hugsa um næsta leik okkar í deild- inni,” sagöi Hólmbert sem var að vonum ekki ánægður með gang mála. -fros Góð aðsókn Það vöru 5.330 áhorfendur sem borguðu sig inn á bikarúrslitaleikinn. Það er 1655 áhorfendum fleira en á siðasta bikarúrslitaleik er var miUi Fram og Akraness. Margir þættir hjálpuðust að við að gera aðsóknina svo góða er raun ber vitni. I fyrsta lagi voru félögin mjög heppin með veður. Þurrt var og fánar Laugardalsvallarins náðu ekki að blakta í logninu. Ekki spiUtu félögin fyrir aðsókn þvi bæði hafa leikið mjög góða knattspyrnu það sem af er sumri. Bikarúrslitaleikurinn hefur veúð hápunktur sumarsins hjá inn- lendu knattspyrnufélögunum og víst er aö unnendur góðrar knattspyrnu fóru ekki óánægöir heim. Fjögur mörk og opinn sóknarleikur, hvað er hægt að biðjaummeira? -fros Víkings- hjátrúin stóðst „Það voru ailir leUdrnir í bikarnum erfiðir en ég heid að leikurinn við Víking bafi tekið mest á. Við vorum svo lengi undir í leiknum,” sagði Asgeir Elíasson aðspurður hver hefði verið erfiðasti bikarleikur Fram í ár. „Þrátt fyrir að við hefðum slegið Víkingana út úr keppninni taldi ég ekk- ert pottþétt hjá okkur. Víkingshjátrúin stóðstékki í fyrra. Þá lék ég með Þrótti og viö slógum Víking út úr keppninni * en vorum svo sjálfir slegnir út.” Víkingshjátrúin hefur verið við lýði nokkuö lengi en hún gengur út á þá trú að það liö sem slær Vflúng út úr bikar- keppninni standi uppi sem bikarmeist- arar. -fros. íistari KSI1985 EINS OG RÐ VÉL” Ftir sigurinn á Keflavík í bikarkeppninni í gær, 3-1 sem komið hafði út úr markinu, 2—0. Leikmenn IBK mótmæltu markinu og töldu Pétur rangstæðan en svo var ekki. Brúnin var nú farin að þyngjast á stuðningsmönnum IBK sem stutt höfðu sína menn dyggilega í stúku Laugar- dalsvallarins. Þeir vöknuðu þó skyndilega til lífsins á 24. mínútu. Hólmbert Friðjónsson, þjálfari liösins, hafði þá látið gera tvær breytingar á iiði sínu. Þeir Sigurjón Sveinsson og Björgvin Björgvinsson tóku stööur þeirra Freys Sverrissonar og Jóns Kr. Magnússonar áður en aukaspyrna IBK á vallarhelmingi Fram skyldi tekin. Sigurjón Kristjánsson tók spyrnuna og sendi boltann inn í vítateig Fram. Ragnar Margeirsson var fljótur að átta sig, náði valdi á knettinum og skaut föstu skoti af stuttu færi, óverjandi fyrir Friðrik Friðriksson, 2—1. Húrrahrópin voru vart þögnuö er Fram hafði svarað fyrir sig. Guðmundarnir í liði Fram léku þá saman vinstra megin á vallarhelmingi Fram. Steinsson sendi boltann til Torfasonar sem náði að hrista af sér tvo varnarleikmenn IBK og brjótast upp að vítateigshorni vinstra megin og skjóta föstum stungubolta fram hjá Þorsteini markverði og í netið. Segja má að meö þessu marki hafi úrslitin ráðist. Það var vitað mál að Kefla- víkurliðið, sem oft hefur leikið betur, gæti ekki sigrast á tveggja marka for- skoti Fram sem sýnt hafði sannfær- andi leik. Enda fór svo að þrátt fyrir að Keflvíkingarnir næðu undirtökunum á miðjunni þá voru sóknarlotur Reykja- víkurliðsins mun hættulegri. Lítið markvert skeði þó þessar síðustu mínútur leiksins og Keflvíkingar virt- ust vera búnir að sætta sig við hlut- skipti sitt. Það voru tæpar 48 mínútur liönar af seinni hálfleiknum er Guðmundur Har- aldsson dómari flautaði leikinn af og fögnuöur Fram var mikill. Með sigrinum tryggði liðið sér þriöja titilinn á árinu en auk bikarsins hefur liðið unnið Reykjavíkurmótið og meistarakeppnina. Bikarinn telst þó sjálfsagt eini „alvörubikarinn” sem liðið hefur unnið og þeir eiga mesta möguleika allra liöa til að vinna Isiandsmeistaratitilinn. Það var hvergi veikan blett að finna í liði Fram í þessum leik. Allir leik- menn börðust mjög vel og skiluðu sínu hlutverki mjög vel. Sumir gerðu þó enn betur. Guðmundur Torfason átti hreint frábæran leik með Fram. Hann var sívinnandi allan leikinn og hvaö eftir annaö olli hann miklum usla í vörn Keflavíkur. Pétur Ormslev fór á kostiun í hlutverki sóknartengiliðs, Viöar Þorkelsson var vel meö á nótunum í bakvarðarstööunni og hægt væri aö hafa upptalninguna mun lengri. Mikil barátta Fram virtist koma Keflvíkingum í opna skjöldu. Liðið virtist reyndar vera að finna taktinn eftir tuttugu minútna leik en fyrra mark Péturs virkaöi á þá sem rothögg. Erfitt er að gera upp á miili leik- manna liðsins en margir þeirra léku langt undir getu. Valþór Sigþórsson lék ágætlega þó að vörn liðsins væri langt frá því að geta haft taumhald á sóknar- mönnum Fram. Ingvar Guðmundsson lék einnig þokkalega framan af. Ragnar Margeirsson átti einstaka spretti en fékk alltof litla hjálp frá samherjum sínum. Liðiö var af mörgum talið mun sigurstranglegra og kannski að hugarfar leikmannanna hafi ekki verið nógu ákveðið. Erfitt er að segja um hver orsökin er en liðiö hefur verið í mjög ströngu leikjaprógrammi undanfarið, leikið fjóra leiki á níu dögum. -fros. „Opinn leikur og skemmtilegur” — sagði Ellert B. Schram, form. KSÍ „Þetta var opinn leikur og skemmti- legur og knattspyrnan var eins og hún gerist best í bikarúrslitaleikjum. Fram lék mun betur og verðskuldaði sigur og ég vil óska þeim tii hamingju með það,” sagði Ellert B. Schram, for- maður knattspyrnusambandsins. „Þetta var metaðsókn á bikarleiki síðustu ára og framkvæmd leiksins tókst með miklum ágætum. Þá var stemmningin á áhorfendapöiiunum eins og hún á að vera í bikarúrslita- leikjum,” sagði Eliert. -fros Liðin Lið Keflavíkur og Fram, er mættust í úrslitaleik bikarkeppninnar i gær, voru þannig skipufl: Fram: 1. Friörik Friðriksson 2. Þorsteinn Þorsteinsson 3. Ormarr örlygsson 4. Pétur Ormslev 5. Viðar Þorkelsson 6. Kristinn Jónsson 7. Sverrir Einarsson 8. Guflmundur Steinsson 9. Ömar Torfason 10. Guflmundur Torfason 11. Ásgeir Eliasson ÍBK: 1. Þorsteinn Bjarnason 2. Sigurjón Kristjánsson 3. ingvar Guðmundsson 4. Valþór Sigþórsson 5. Freyr Sverrisson 6. Sigurður Björgvinsson 7. Gunnar Oddsson 9. Ragnar Margeirsson 10. Óli Þór Magnússon 13. Helgi Bentsson 14. Jón Kr. Magnússon Tvær skiptingar voru gerflar í leiknum, báflar í liöi ÍBK. Sigurjón Sveinsson og Björgvin Björg- vinsson tóku sæti þeirra Freys Sverrissonar og Jóns Kr. Magnússonar. -fros sagði Ragnar Margeirsson, ÍBK I | „Það er greinllega mikil þreyta í I liðinu eftir að hafa leikið fjóra leikl á ■ níu dögum. Við náðum aldrei að I komast verulega inn í leikinn. Nú Ihlýtur stefnan einungis að vera sett á Islandsmeistaratitilinn. Við eigum | raunhæfa mögnleika ef við vinnum ■ þá leiki sem við eigum eftir,” sagði I Ragnar Margcirsson, Keflavik. _ Framarar voru allan tímann mun | ákveðnari en viö og þeir náöu að jjsomast vel inn í leikinn. Utslagiö gerði þegar þeir svöruðu marki * okkar f jörutíu sekúndum seínna. Þá | vorum við greinilega orönir þreyttir . og við náöum ekki að sýna jafngóðal frammistöðu eins og við höfum gert| aðundanfömu. I Ég tel mig vera í 80—85% æfingu. I Eg datt niður i úthaldi viö meiðslin,” ■ sagði Ragnar að iokum en miklarl vangaveltur voru um það fyr- leikinn hvort hann myndi leika. Eina mark Keflavíkur staðreynd. Ragnar Margeirsson nær að athafna sig inni í marktoig Fram og þá er ekki að sökum að spyrja. Inn fór boltinn en það dugði ÍBK þó skammt. DV-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.