Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. SEPTEMBER1985. 11 Grétar D. Pálsson landsforseti (t.v.) og Victor Luciano heimsforseti ásamt þeim fimm sem hlutu viður- kenninguna „Framúrskarandi einstaklingur". DV-mynd PK Framúrskarandi einstaklingur — f imm hlutu viðurkenningu á JC-hátíð um helgina Þaö ríkti mikil stemmning á 25 ára afmælishátíö á laugardagskvöldiö þegar veitt var viöurkenningin „Framúrskarandi einstaklingur”. Alls hlutu fimm þetta viðurkenningar- heiti. Þeir eru Gunnar Helgi Hálf- dánarson, framkvæmdastjóri Fjár- festingafélagsins, Kristján Jóhanns- son óperusöngvari, Vilhjálmur Þor- steinsson tölvuforritari, Halldór Einarsson, iönrekandi í Henson, og Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiöa. Þetta er í fyrsta skipti sem JC-hreyf- ingin á Islandi veitir umrædda viður- kenningu. Steinþór Einarsson sagöi í samtali viö DV aö væntanlega yröi þessi atburður árviss hér eftir. Fyrir tveim árum heföi heimshreyfingin veitt í fyrsta sinn tíu framúrskarandi ungmennum nafnbótina „The Outstanding Young Person”. Væri fyrirhugað aö JC-hreyfingin á fslandi myndi í framtíöinni tilnefna einstakl- inga til þátttöku um þá nafnbót. „Valið var mjög vandasamt að þessu sinni,” sagöi Steinþór, „enda margir sem komu til greina. En þeir sem urðu fyrir valinu nú eru allir mjög vel aö viðurkenningunni komnir.” -JSS 'vlMM i ' Hún er vatnslaus þessa dagana Laxá i Kjós eins og reyndar fleiri ár, rennur aðeins öðrum megin. DV-mynd G.Bender. Nám skv. lögum nr. 112/1984 fyrir skipstjórnarmenn Nám fyrir skipstjórnarmenn, sem hafa starfað á undan- þágu skv. lögum nr. 112/1984, hefst í næstu viku. Námið tekur 14 vikur með prófum. Þeir sem standast próf fá réttindi til skipstjórnar á fiskiskipum allt að 80 rúmlestum að stærð. Einnig veitir það heimild til þátttöku í 10 vikna framhaldsnámi sem að loknu prófi veitir réttindi til skip- stjórnar á fiskiskipum allt að 200 rúmlestum í innanlands- siglingum. Námið fer fram á eftirtöldum stöðum: Stýrimannaskólanum í Reykjavík, hefst9. september. Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hefst 9. september. Grunnskólanum Grundarfirði, hefst 10. september. Grunnskólanum Ölafsvík, hefst9, —10. september. Grunnskólanum Stykkishólmi, hefst 10. september. Grunnskólanum Dalvík, hefst9. —12. september. Gagnfræðaskólanum Húsavík, hefst í nóvember og lýkur í febrúar. Stýrimannaskólanum í Reykjavík hefur verið falið að hafa yfirumsjón með námi utan Reykjavíkur. Umsækjendur, sem uppfylla inntökuskilyrði, eru beðnir um að hafa sam- band við skólastjóra viðkomandi skóla nú þegar. Auk 80 tonna námskeiða verða skipstjórnardeildir 1. stigs við Grunnskólann á Dalvík og Heppuskóla, Höfn 1 Hornafirði, í samvinnu við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Menntamálaráðuneytifl. Stýrimannaskólinn i Reykjavík. KEFLAVÍK Innritun alla virka daga kl. 16-19. Sími: 4799 Hafnarfjörður Innritun alla virka daga 16-19. kl Saltfiskpökkun hafin á Gjögri Frá Regínu Thorarensen, Gjögri: Ágústmánuöur var slæmur til sjós og lands í Árneshreppi. Gaf sjaldan á sjó allan mánuöinn. Er Kaupfélag Strandamanna búiö að fá 15 tonn af fiski, bæði á Gjögri og Noröurfiröi, en fékk á tæpum hálfum mánuöi 37 tonn seint í júlí. Lýöur Hall- bergsson, Djúpuvík, sem setti upp fiskimóttöku í vor, fékk 28 tonn í ágúst. Smáhlut fékk hann af trillum, en afganginn veiöir hann sjálfur á 20 tonna bát. Hann hefur kvóta og má fiska alla daga vikunnar, einnig laugardaga og sunnudaga. Trillu- karlarnir mega ekki fiska á áöur- greindum dögum. Þeim er skipað að halda hvíldardaginn heilagan. I mogrun var byrjaö að pakka inn saltfiski á Gjögri. Matsmaðurinn, Guö- mundur Árnason, er frá Akranesi, stór og hressiiegur maöur og ánægöur með sjálfan sig. Er þaö vel farið, því þung- lyndi hrjáir íslensku þjóöina mikiö og tortímir henni. Sennilega kemur þaö til af því að þjóöin lifir langt, langt um efni fram. Annars er skylt að geta þess sem gott er og nú í dag hefur veriö glaöasól- skin hér og gott veöur. -JSS Kennum allt það nýjasta i samkvœmisdönsum, gömlu dansana, rokk, tjútt og jitterbug. , \ Barnadansar og leikir fyrir börn frá 3ja ára aldri VISA Diskójass og freestyle . fyrir krakka frá 6 ára aldri. /§/ Félag íslenskra danskennara FÍD. Auður -Uaraldsdóltir ,________ dansskóli íwisa{ VERKSMIÐJUSTÖRF Við óskum að ráða starfsfólk til verksmiðjustarfa í verk- smiðju vorri. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar veita verkstjórarnir Bergur Ágústsson og Jörundur Jónsson. Kassagerð Reykjavíkur hf. Kleppsvegi 33.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.