Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1985, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR10. SEPTEMBER1985. íþróttir Ricky Bruch ekki í keppnisbanni Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit- araDVíSvíþjóð: Eins og DV skýrði frá fyrir skömmu var sænski kringlukastarinn Ricky Bruch mikið í sviðsljósinu er hann gaf formanni sænska frjálsíþróttasam- bandsins á kjaftinn við verðlaunaaf- hendingu á móti i Svíþjóð. Sænska frjálsíþróttasambandið dæmdi kappann í keppnisbann en nú er komin upp sú staða í málinu hér í Sví- þjóð að sambandiö hafði ekki lögsögu í málinu. Ricky Bruch, sem er frá Malmö, sem er hluti af Skáni, er því ekki lengur í keppnisbanni og það er undir skánska sambandinu komið hvort það dæmir hann í keppnisbann eða ekki. í dag er Bruch meiddur á hné og getur ekki keppt sem stendur. -SK. Charlton lokar velli sínum Frá Sigurbirni Aðalstcinssyni, frétta- manni DV í Englandi: Enska knattspyrnufélagið Charlton Athletic hefur ákveöíð að iáta loka velli sínum sem var byggður árið 1920. Ljóst er að mjög kostnaðarsöm við- gerð er framundan á vellinum sem félagiö hafði ekki efni á að ráðast í. VöIIurinn var til skamms tíma einn fallegasti leikvöllur í Englandi. Charl- ton mun í vetur leika heimaleiki sína á leikvelli Crystal Paiace. -SK. Þeir leika gegn Englandi Miðvikudaginn 11. september nk. leika á Laugardalsvelli unglingalands- lið íslands og Engtands, leikmenn 18 ára og yngri. Leikurinn er liður f siðari hluta Evrépukeppninnar en fyrri hluti hennar var leikinn í fyrrahaust og í vor. Staðan í riðli islands er sú að trland og Skotland hafa hlotið fimm stig, England tvö en island ekkert. Leikurinn á miðvikudag hefst kl. 17.30. Lárus Loftsson þjálfari hefur valið ef virtaida pilta í leikínn: Ólafur Gottskálksson ÍBK Sveinbjörn Allansson ÍA Hannes Smárason Fram Pétur Óskarsson Fram Þorsteinn Guðjónsson KR Sigurður Valtýsson KR Bjarki Jóhannesson ÍA Einar PáU Tómasson Val Ólafur Kristjánsson, fyrirl. FH Alexander Högnason ÍA Þórhallur Víkingsson Fram Kjartan Einarsson ÍBK Heimir Guðjónssoh KR Stefán Viðarsson ÍA Hlynur Birgisson Þór, Ak. Arnljótur Davíðsson Fram. Dómari leiksins verður Svíinn Rune Larsson, en línuverðir þeir Eyjólfur Ólaf sson og Gísli Guðmundsson. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþrótl • Dennis Law í búningi Manchest spyrnumaður heims. Að sögn Hí mætir i hóf knattspyrnumanna á s Júlíus ekki með Val í íslandsmótinu? — Júlíus Jónasson meiddist á æfingu. Líklegt að hann hafi slitið liðbönd „Þetta er hrikalegt áfall. Ég var rétt búinn að jafna mig á meiðslunum í hendinni sem ég varð fyrir í lok síðasta keppnistímabils þegar þetta kemur núna á versta tíma,” sagði handknatt- leiksmaðurinn Júlíus Jónasson í Val, en hann varð fyrir því óhappi á föstu- • Júlíus Jónasson, Val. Heppnin hefur ekki veriö tryggasti forunautur þessa efnilega handknattleiksmanns. Svo gæti farið að hann missti af mestöllu íslandsmótinu. dagskvöldið síðasta að meiðast illa á fæti og eru nokkrar líkur taldar á að liðbönd í ökla hafi slitnað. „Viö vorum bara að spila á æfingu þegar ég sneri mig mjög illa. Þetta bólgnaði strax mjög mikið en í ljós kom að ég er ekki brotinn. Ég var sett- ur í þrýstiumbúðir og fljótlega ætti að koma í ljóst hvort ég hef slitið liðbönd- in. Ef þau eru slitin má segja aö keppn- istímabilið sé farið. Ef ekki þá vona ég að ég geti veriö með í fyrsta leiknum í Islandsmótinu gegn FH þann 22. sept- ember,”sagði Júlíus. -SK. Ófögur grein um Sheff. Wed — f breska blaðinu Daily Express í gær Frá Sigurbirni Aöalsteinssyni, frcttamanni DV í Englandi: Dagblaðið Daily Express fór í gær ófögrum orðum um lið Sheffield Wednesday. Sérstök grein var í blað- inu um liðið og fann blaðamaður sá er ritaði greinina liðinu flest til for- áttu. Einstakir leikmenn voru ekki nafngreindir en sagt var í greininni að liðið væri að gera fáránlega hluti þessa dagana og leikmenn liðsins væru mjög kærulausir í leik sinum og gerðu aragrúa mistaka á leikvellin- um. Ekkert var minnst á góða byrj- un liðsins í ensku 1. delldinni í grein- inni og ekki heldur á Sigurð Jónsson eins og áður sagði. Þessi skammargrein kemur nokk- uð á óvart þar sem byrjun Sheffield Wednesday í ár er einhver sú albesta hjá liðinu í langan tíma f 1. deiid. -SK. Jens var kosinn maður mótsins Framarar nýkomnir heim úr velheppnaðri keppnisferð til Danmerkur, þar sem leikið vargegn sterkustu handknattleiksliðum Danmerkur „Við erum mjög ánægðir með þessa ferð og ég held að ég geti sagt að árangur okkar hafi verið góður,” sagöi Sigurður Baldursson, formaður hand- knattleiksdeildar Fram, í samtali við DV í gærkvöldi en 1. deildar liö Fram í handknattleik er nýkomið heim úr vel heppnaðri keppnisferð til Danmerkur. I keppnisferðinni var fyrst tekið þátt í fimm liða móti, Midt-Cup, og fór það fram rétt utan við Kaupmannahöfn. Auk Fram léku HIK, Gladsaxe, Hol- bæk og Roar í mótinu. • Egill Jóhannsson skorar eitt marka Fram i leiknum gegn Ribe. I marki Ribe stendur hinn heimsfrægi Mogens Jeppesen en Gisli Felix varði mark Ribe í fyrri hálfleik. Agli á vinstri hönd stendur Anders Dahl Nielsen. DV-mynd sb. • Fyrsti leikur Fram gegn HIK sem hefur innan sinna vébanda átta danska landsliösmenn. HIK sigraði, 22—19. I liði HIK eru meðal annars þeir Klaus Sletting Jensen, markvöröur danska landsliðsins, Paul Sörensen, sem leikið hefur 99 landsleiki fyrir Dani, Jiirgen Gluver og hornamennirnir snjöllu Michaei Fenger og Lars Luneby. markvörður, nýi þjálfarinn hjá Fram, lék best allra leikmanna á mótinu og var aö því loknu kosinn leikmaöur mótsins. Varði hann eins og berserkur í öllum leikjum liðsins. • I keppnisferðinni var einnig leikið gegn Ribe, en meö því leika þeir Gísli Felix Bjarnason og Gunnar Gunnars- son. Ribe sigraði, 20—18. Gísli Felix varði mark Ribe í fyrri hálfleik en Mogens Jeppesen í þeim síöari. Gunn- ar Gunnarsson lék mjög vel fyrir Ribe gegn sínum gömlu félögum og skoraöi sex af mörkum Ribe. -SK. GR HEFÐIALLTAF SIGRAÐ • Þá var leikið gegn Gladsaxe og sigruðu Danirnir meö 26 mörkum gegn 24. Þrír danskir landsliösmenn leika með Gladsaxe. Þeir eru: Per Skárup, Niels Erik Winther og sjálfur fyrirliöi danska landsliðsins, Morten Stig Christiansen. • Loks sigruðu Framarar lið Holbæk, 20—17, og Roar, 22—9. Fram hafnaði því í 3. sæti á mótinu. Jens Einarsson Eins og frá var skýrt í blaðinu í gær varð A-sveit Golfklúbbs Reykjavíkur sigurvegari í sveitakeppni GSI sem fram fór í Hafnarfirði um síðustu helgi. Sveit GR lék á 895 höggum en sveit GS sem varö í öðru sæti lék á 903 höggum. Siguröi Péturssyni, GR, var vísaö úr keppni fyrir að láta ófriðlega með áhöld í keppninni. Sú missögn varð í greininni um sveitakeppnina í gær aö gefið var í skyn ef öll högg Sigurðar í keppninni hefðu verið dæmd ógild þá heföi GS staöið uppi sem sigurvegari. Þetta er ekki rétt og leiðréttist hér með. GR hefði eftir sem áður unnið keppnina á tveimur höggum. -SK. Iþfóttir Iþróttir íþróttir íþrc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.