Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986. 7 Neytendur Neytendur Málshöfðun vegna aukaverkana af notkun „Dalkon Shield” lykkjunnar Hér á landi var ó tímabilinu 1970-1975 fáanleg getnaðarvörn til innsetningar í leg, framleidd af A.H Robins og seld undir nafninu „Dal- kon Shield". Árið 1974 var hún tekin af markaði í Bandaríkjunum og sala utan þeirra stöðvuð á tímabilinu júli til mars 1975, vegna gruns um að notkun hennar hefði ýmsar auka- verkanir í för með sér. Á árunum 1970 til 1983 var afstaða bandg "íska Matvæla- og lyfjaeftirlitsins sú að þær konur sem notuðu „Dalkon Shield" ón óþæginda þyrftu ekki að láta fjarlægja hana, þrátt fyrir að framleiðandinn hvetti til hins gagn- stæða. Að lokum fjarlægði A.H. Robins hana af markaði órið 1984 þar sem fyrirtækið hefur verið sótt til saka vegna aukaverkana sem fylgja notkun lykkjunnar. Bandarískur alríkisdómstóll hefur fyrirskipað framleiðandanum að láta hugsanlegum stefnendum i té allar upplýsingar en frestur til að stefna rennur út þann 30. apríl næstkom- andi. Þeir sem höfðað geta mál eru þeir sem 1) hafa skaðaðst vegna þess að þeir notuðu „Dalkon Shield", 2) Þeir sem notað hafa þessa lykkju, en hafa ekki enn orðið varir við nein óþægindi og 3) þeir sem skaðast hafa vegna notkunar annars aðila á við- komandi getnaðarvörn. Kveikur fyrir bakteríur DV hafði samband við Reyni Tóm- as Geirsson, kvensjúkdómalækni á Landspítalanum, og spurði hann hvort hann þekkti einhver tilfelli hér á landi þar sem kona hafi skaðast að notkun „Dalkon Shield" lykkj- unnar. „Þessi lykkja hefur ekki verið notuð hér í 10 ár og ástæðan sú að þráðurinn sem lá niður út henni var ofinn og var því eins og kveikur fyrir bakteriur upp í legið. Þetta olli sýk- ingu ef konan varð þunguð með lykkjuna og leiddi til þess að hún missti fóstur. Mér er ekki kunnugt um nein tilfelli þar sem þetta hefur gerst hér ó landi en vissulega er sá möguleiki fyrir hendi að einhverjir notendur hafi orðið fyrir óþægindum af völdum hennar." Þeir sem hyggjast gera kröfu á hendur framleiðandanum verða að senda bréf eða póstkort til: Dalkon Shild, P.O. Box 444, Richmond, VA 23203, USA. Sendendur verða að senda fullt nafn og nákvæmt heimilisfang ásamt yfirlýsingu um kröfu sína. Dómstóllinn mun svo senda þeim spurningalista og frekari fyrir- mæli um hvernig haga eigi máls- höfðuninni. -S.Konn. IpSRannsóknastyrkir EMBO Ms í sameindalíffræði Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Mole- cular Biology Organization, EMBO) styrkja vísinda- menn, sem starfa í Evrópu og ísrael, til skemmri eða lengri dvalar við erlendar rannsóknastofnanir á sviði sameindalíffræði. Nánari upplýsingar fást um styrk- ina í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, og þar eru einnig fyrir hendi skrár um fyrirhuguð námskeið og málstofur á ýmsum sviðum sameindalíffræði sem EMBO efnir til á árinu 1986. - Umsóknareyðublöð fást hjá Dr. J. Tooze, Execu- tive Secretary, European Molecular Biology, Org- anization, Postfach 1022.40, D-6900 Heidelberg 1, Sambandslýðveldinu Þýskalandi. Umsóknarfrest- ur um styrki til ársdvalar er til 10. febrúar og til 15. ágúst en um styrki til skemmri dvalar en þriggja mánaða má senda umsókn hvenær sem er. 16.janúar1986, Menntamálaráðuneytið. FIAT-VWGOLF Sg.ram.itó''''"00"- BÍLVÖRUR S/F Suðurlandsbraut12, Reykjavík, s. 32210 - 38365. Af þeim rúmlega 40 bakaríum sem neytendasamtökin höfðu samband við voru 14 bakan sem enn seldu vísitölubrauð undir 30krónum. Mynd: Kristján Ari TIL SÖLU Lágmúla 7 Sími 688888 bílasala hölfín M. Benz 280 SEL árgerð 1984, ekinn aðeins 16 þúsund kíló- metra. Einneigandi. Litursteingrár. Aukahlutir: sjálfskiptur, metallic-litur, leðuráklæði, jafnvægis- búnaður, sóllúga, rafdrifin m/lyfti, rafdrifnar rúður fram + aftur, lesljós aftur í, höfuðpúðar aftur í, aukahátalarar, litað gler, útvarp og segulband, aukaspegill (rafmagn), rafmagn í útvarpsstöng o. fl. Vegna mikillar sölu vantar nýlega bila I sýningarsal. Góður sölutími framundan. Eins og komið hefur fram í fjölmiðl- um hefur landssamband bakara- meistara beint þeim tilmælum til félagsmanna sinna og hætta að baka svonefnd vísitölubrauð. Hjá Verð- lagsstofnun fengust þær upplýsingar að í ágúst síðastliðinn, hafi bakarar sótt um hækkun sem var veitt 7.ágúst og kostaði formbakað heilhveiti- brauð 22.20 og formbakað fransk- brauð 20.30. -Jóhannes Gunnarsson hjá Verðlagsstofnun sagði að ef bakarar hefðu sótt um leyfi fyrir hækkun nú um áramót hefði það slíkt leyfi verið veitt, en í stað þess hefðu þeir valið þann kostinn að fara út í þessar aðgerðir. Þar sem hér er á ferðinni mikið hagsmunamál fyrir neytendur gerðu Neytendasamtökin könnun á því hvaða bakarí selja enn vísitölubrauð og var miðað við 30 krónur,þar sem búast hefði mátt við hækkun. Neyt- endasamtökin hringdu í um 40 bak- arí á Reykjavíkursvæðinu og í Ijós kom að allmörg bakarí hafa metið hagsmuni viðskiptavina svo mikils að halda framleiðslu vísitölubrauða áfram og selja heilhveitibrauð undir 30 krónum. I mörgum þeim bakaríum sem samband var haft við voru vísi- tölubrauðin seld hærra verði, en þó ódýrar en önnur brauð. Hér birtist listi Neytendasamta- kanna yfir þau bakarí sem selja heil- hveitibrauð undir 30 krónum. kvæði, en viðræður væru í gangi til að leysa þessi mál. Möguleiki væri að kæra þessa aðila, en fyrir nokkr- um árum hefði sambærileg kæra verið lögð fram,en sofnað í kerfinu og því væri sú leið ekki vænleg til árangurs. Talsmenn Neytendasam- Bakarí heilhveiti- fransk- brauð brauð AB Bakaríið, Dalbraut 1 24,- 24,- Bakarí G.J., Lóuhólum 2-6 28,- 28,- Bernhöftsbakarí, Bergst.str. 14 25,- 25,- Björnsbakarí, Efstalandi 26 29,- 28.- Björnsbakarí, Hringbraut35 21,- 21,- Brauð hf (Myllan),Skeifunni 11 26,20 26,35 Brauðgerð MS, Laugavegi 162 20,30 Grensásbakarí, Lynghálsi 2 Garðab. 19,- (formb.22.50) Gullkornið, Iðnbúð 2 Garðab. 28,- 30,- Kökubankinn,Miðvangi 41 Hafn. 28,- 33,- Snorrabakarí, Hverfisgötu 61 Hafn. 28,- 28,- Sveinn Bakari, Grensásvegi 48 28,- 28.- Þórsbakarí, Borgarholtsbr.19 Kóp. 24,- 24,- Nýja Kökuhúsið við Austurvöll 26,- Jóhannes Gunnarsson hjá Verð- takanna segjast vonast til að sam- lagsstofnun sagði að þau bakarí sem komulag náist sem fyrst, því hér seldu vísitölubrauð ó hærra verði væri mikið hagsmunamál í húfi fyrir væru að fara í kringum verðlagsá- neytendur. -S.Konn. P Vísitölubrauö: Af ram um vísitölubrauð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.