Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1986, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR14. MARS1986. 5 Stjórnmál Stjórnmál Líklegf að lánskjaravísitalan lækkí um mánaðamótin: Öll vísitölu- lánin lækka Frá upphafí verðtryggingar fjár- skuldbindinga hér á landi fyrir nokkrum árum hefur það ekki gerst að vísitala þeirra hafi lækkað. En nú búast menn við þeim sögulega atburði að lánskjaravísitalan lækki um næstu mánaðamót og þar með öll vísitölu- bundin lán. Þetta verður þó ekki neitt sem um munar og líklega innan við 1%. Með þessar horfur í huga er ekki ráðlegt að kaupa verðtryggðar skuldaviðurkenningar, svo sem spa- riskírteini ríkissjóðs, fyrr en eftir mánaðamót. Þá verða þau ódýrari en nú. Hins vegar er ekki að búast við frekari lækkun lánskjaravísitölunn- ar, þvert á móti hækkun á ný strax í apríl. A meðan þessi staða varir, að lán- skjaravísitalan lækkar eða því sem næst stendur i stað, verða gríðarlega háir raunvextir á sumum óverð- tryggðum innlánsreikningum í bönk- um og sparisjóðum. Avöxtun þeirra er allt upp fyrir 20%. Raunvextirnir verða jafnháir á meðan lánskjaravís- italan stendur i stað. Þessi innlán eru á hinn bóginn bundin til minnst 12 mánaða á þessum kjörum og því verða raunvextir ekki svo háir á innlánstímabihnu. Þar að auki má búast við frekari vaxtalækk- unum innan tíðar, haldist verðlags- þróun í horfinu. HERB Vorum að taka upp sendingu af varahlutum í AMC Jeep, Wagoneer, Cherokee. í sendingunni var m.a. Neðri spindilkúlur E AGLE Mótorpúðar Aðalljósarofar Fjaðrafóðringar EDiðarljós Spindilrær Bakklj ósarofar Hurðarrofar Innsogsfjaðrir Höggdeifar Vatnslásstútar Miðstöðvarelement Miðstöðvarmótorar og margt fleira. Norðurlandaráð: Norrænt sam- starf um rann- sóknir á eyðni Haukur Lárus Hauksson, fréttaritari DV í Kaupmannahöfn: Á þingi Norðurlandaráðs var sam- þykkt tillaga um norrænt samstarf um upplýsingar um og rannsóknir á eyðni. Meðal flutningsmanna var Páll Pétursson. í greinargerð með tillögunni segir að eyðni hafi nú náð fótfestu á Norð- urlöndum, en af Evrópulöndunum eru hlutfallslega flestir eyðnisjúklingar í Danmörku. Þekking á eyðni er mjög lítil og er hindrun á útbreiðslu undir árangri fyrirbyggjandi aðgerða komin, þar sem lyfjameðferð sem dugir fyrir- finnst ekki ennþá. 1 greinargerðinni segir einnig að þessi sjúkdómur geri auknar kröfur til samfélagsins og að markvissar aðgerðir þurfi að koma til. í öllum löndunum séu í gangi aðgerðir til að hindra útbreiðslu eyðni, en þær eru ólíkar. Þykir það ámælisvert að enn skuli ekki vera samstarf milli Norðurland- anna á þessu sviði þar sem góð sam- vinna er milli landanna á sviði heil- brigðismála. í tillögunum um samnorrænar að- gerðir er lögð áhersla á upplýsinga- streymi milli landanna og samstarf um rannsóknir á orsökum eyðni, smiti þess og viðeigandi meðferð. Loks er lögð áhersla á auknar upplýsingar til Próf- kjór um helgina Ihófkjtir vegna sveitarstjórnarkosn- inganna í vor verða á nokkrum stöð- um nú um helgina. Á laugardaginn efna sjálfstæðis- menn til prófkjörs á Patreksfirði. Kosið verður í Félagsheimilinu. Al- þýðuflokksmenn efna til prófkjörs á Akranesi, Akureyri og Siglufirði. Þátttaka í prófkjörum Alþýðu- flokksins er háð því að menn hafi náð 18 ára aldri og séu ekki flokksbundnir í öðrum flokkum. Prófkjör Sjálfstæð- isflokksins á Patreksfirði gerir ráð fyrir að kjósendur séu flokksbundnir, hafi sótt um inngöngu eða hafi undir- ritað stuðningsyfirlýsingu við flokk- inn. -APH almennings og þeirra sem vinna á svæðum þar sem eyðni er útbreidd. Dráttarbeisli frá VBG. tilbúin til að setja undir bílinn. Höfum á lager beisli undir yfir 40 gerðir bifreiða — gott verð. Úrval varahluta í evrópska og japanskar bif- reiðar eins og bremsuklossar, stýrisendar, spindilkúlur, kveikjuhlutir, kúplingar, bremsuljósarofar og hitarofar í vatnskassa. Sendum í póstkröfu um allt land. VARAHLUTAVERSLUNIN niLMVLT If SÍÐUMÚLA3 j g]Bl ÍST37273 Sendum um allt land. NISSAN Cherry“ Kristinn Sigmundsson söngvari segir: „Af augljósum ástæðum verö ég að vanda valið. Ég verð að máta bíla til að ganga úr skugga um að þeir þrengi ekki að mér. Ég reymdi marga bíla af minni gerðinni áður en ég valdi Nissan Cherry. Hann er sá eini sem er nógu rúmgóðurfyrirmig. Ég mæli með Nissan Cherry." Tökum flesta notaða bíla upp í nýja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.