Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 45
DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. 45 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Dansao af áhuga Nýlega var haldin fslandsmeist- arakeppni áhugamanna í sam- kvæmisdönsum á vegum Danskennararáðs íslands. Þetta er fyrsta slík keppni hérlendis og ef tekið er mið af þátttöku er greini- legt að mikill áhugi er fyrir dansmenntinni á íslandi. Keppend- ur voru á öllum aldri, í yngsta flokki voru sjö ára og yngri en í þeim elsta þijátíu og fimm ára og eldri. Súlnasalurinn á Hótel Sögu fylltist á örskotsstundu - áhorfend- um og keppendum - mikil spenna lá í loftinu enda talsvert í húfi að ekkert færi úrskeiðis eftir þrot- lausa undirbúningvinnu og æfing- ar. Meðfylgjandi DV-myndir tók PK á einni æfingunni og á sjálfu keppniskvöldinu þegar spennan var í hámarki - sviðið fullt af fót- fimum dansendum sem sýndu snilli sína í samkvæmisdönsum. Sviðið í Súlnasalnum krökkt af svífandi dansendum og áhorfendur gæta þess að missa ekki af neinni hreyfingu. Fremst eru Bergur Páll Sigurðs- son og Guðríður Heiða Jónsdóttir. Aftur á hvíta tjaldið Inger Lise Rypdal er vel þekkt leikkona í heimalandi sínu, Noregi, en hefur ekki leikið í kvikmynd í sjö ár. Nú er hún væntanleg innan tíðar á hvíta tjaldið aftur í mynd sem heitir Feldmann-saken og fjallar um morðmál sem kom upp í Noregi í seinna stríði og koma nasistar þar mikið við sögu. Inger er hæstánægð með hlutverk sitt og segist gjarnan taka kvikmyndatilboðum, þetta sé svo ofboðslega spennandi. Inger Lise Ryp- dal, ástkær leik- kona í Noregi. 55 prósent karlmanna, sem tóku þátt í skoðanakönnun sem bandaríska tímaritið Star gekkst fyrir, kusu þessa fegurðardís mest sexý konu í heimi. Hún heitir Christie Brinkley og er fyrirsæta. En þessi var kosin númer eitt er bæði kynin sögðu álit sitt, Jaclyn Smith. FJORAR SAGÐAR SEXÝ Linda Evans lenti í öðru sæti en hún Svo er það að lokum „number nine“ fékk flest sín atkvæði frá konum til að halda íslendingum við skjáinn, undir tuttugu og fimm ára aldri. Connie Selecca Hótelstjarna. Vegir tískunnar í nýjasta hefti franska tímaritsins Marie Claire er vor- og sumartískan á dagskrá og þar er greinilegt að sólgleraugun eiga að geta tollað vel á nefjum notenda þetta árið. En þau koma kunnuglega fyrir sjónir á þess- um síðustu tímum beinna útsendinga Bjarna Fel. Mikið rétt, frægar bolta- hetjur eru komnar með samsvarandi nefskraut í leikjum. Goðið Abdul Jabber Kareem leikur með þessa tegund og í hans tilviki kemur það í stað augnlinsa - þykir ekki gott mál að stöðva mikilvæga leiki til þess að keppendur geti skrið- ið um stund í leit að augnlinsum hver annars. Hönnun á gleraugunum er sérstæð, engin hvöss horn sem geta meitt andstæðingana og þau sitja sem límd á andlitið. Góð fyrir körfuboltahetjumar í leik og ef til vill líka fagrar fyrirsætur á góðri stundu. Tískan úr því virta franska riti Marie Claire. Sólgleraugun komu kunnug- lega fyrir sjónir. Körfuboltahetjan Abdul Jabber Kareem tollir í tískunni - eða öfugt - tískan tollir í honum. Ólyginn sagði... Jack Lemmon er ekki óvanur kvenkiæðunum og þvi hefur verið leitað til hans vegna uppsetningar á franska söngleiknum La Cage Aux Folles sem fer ó fjalimar vestra innan tiðar. Hann mun þar verða i einu aðalhlutverkanna þar sem bún- ingurinn felst í ægifögrum kven- kjól með korseletti og tilheyrandi. Ekki er að efa að Jack verður töfr- andi i hlutverkinu sem svo oft áður. Dolph Lundgrert var iila fjarri góðu gamni þegar unnustan Grace Jones var við upptökur i hollenskum tónlistar- þætti. Su skapmikla kvensa lenti i deilum við pródúsentinn og stillti sig ekki um að sparka t magann á firnum áður en hún yfirgaf svæðið. Vöðvabúntið Dolph er þekktur fyrir einstakt lag á þvi að kæla niður Grace og nærvera kappans hefði eflaust komið i veg fyrir sýningu á fótafimi hjá hinni þeldökku söngkonu. Rainier fursti af Mónakó er f standandi vand- ræðum með bömin sin sem lýst hafa algjöru frati á að fá Iru von Furstenberg sem stjúpmóður. Eft- Ir að það varð Ijóst hefur Rainier hætt að sjást með henni opin- berlega og brúðkaupsspámenn dregið snarlega saman seglin. En þeir sömu fengu nýjan byr i segl- in þegar Ira sást skömmu eftir páskana læðast frá íbúð furstans vlð Anenue Foch í Parisarborg. Þetta var i morgunsárið og um kvöldmatarleytiö haföi verið kreist út úr hinum ýmsu vinum þeirra beggja að raunverulega hetði sambandi þeirra aldrei lokið heldur það verið sett á svonefnd- an „undirgrándbasís".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.