Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1986, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1986. 37 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Þessir fögnuðu innan um fittings hjá Straumrás sf. Háþrýstivökvi í glös- um. Setið á kolli í kokkteili. Nóg að lesa, svona ef menn vildu. Orðtak þetta virðist ekkert síður eiga við prinsa en ljósmyndara nokkr- um tókst að snuðra uppi kringumstæður sem þessar. William litli Bretaprins arkar á eftir föður sinum með viskífiösku í hendi. Ekki náð- ist mynd af litla prinsinum súpandi úr flöskunni, enda var hann bara að hjálpa pabba og hélt á flöskunni fyrir hann. Var þetta tekið í lax- veiðitúr sem þeir feðgar brugðu sér í um daginn og sá pabbinn einhliða um alla viskídrykkju, ásamt nokkrum veiðifélögum þó. Aldrei er flóafriður fyrir þessum ljósmyndurum, það fá litlir prinsar að revna. Best að gera því ekkert sem gæti vakið grunsemdir. Snemma beygist krókurinn Stallonefrúin á fullu kaupi - hæsti hjónabandstaxti sem um getur Ekki er gefiö sérstaklega um i samningunum launaákvæða fyrir kossa en heyrst hefur að eigin- maðurinn fái þá gratis. A.m.k. með rikulegum afslætti. Það er greinilegt aö Gitte Stallone er afskaplega hamingjusöm enda á grænni grein fjárhagslega, liklega langt fram á næstu öld ef vel er haldið á spöðunum og eyðslunni stillt í hóf. Stallone sjálfur virðist hins vegar vera dálitið armæðulegur, ætli hann eigi fyrir næstu útborgun? Ólyginn sagði... Friðrik krónprins er nú loksins búinn að ná lang- þráðum bílprófsaldri, varð 18 ára fyrir nokkru. Hann var ekki einn um að bíða spenntur, danska þjóðin stóð einnig á öndinni af spenningi. Og hvert skyldi tilefnið hafa verið. Jú, hvernig bíl fengi krónprinsinn í afmælisgjöf, það var ekki lítið búið að spá í af hvaða sort og klassa bifreiðin sú yrði. Konungshjónin dönsku komust loks að þeirri niðurstöðu að Volvo 480 ES, árgerð '86, hentaði piltin- um best. Þess má geta að bíllinn sá er meðal þess fullkomnasta sem Volvoverksmiðjurnar hafa sent frá sér í langan tíma og sá eini sinnar tegundar í Danmörku enn sem komið er. Og hvernig skyldi hann vera á litinn. Auðvitað kóngablár! Rachel Ward segja sumir vera þá fallegustu leikkonu sem komið hafi fram á sjónarsviðið í langan tima. Fáum sögum fer þó af leikhæfileikun- um, fegurðin hefur dregið athygl- ina frá þeim. Við þekkjum Rachel einna best úr því hlutverki sem hún hafði í framhaldsmynda- flokknum Þyrnifuglarnir þar sem hún lék á móti Richard Cham- berlain og ku hafa heillað hann upp úr skónum. Nú er hún komin í fullan gang á ný eftir dálítið hlé. „Dauðir menn hafa ekki óorð á sér" heitir myndin sem hún leikur í og upptökur standa yfir þessa dagana. Mun þetta fjalla um glæpona á fimmta áratugnum. Ekki er enn vitað hvort Rachel fer þar með hlutverk glæpakvendis, það væri a.m.k. nýnæmi miðað við hlutverkaval hingað til. Madonna hefur greinilega fundið sig í kvik- myndaleiknum, nú er hún búin að fá nýtt hlutverk. Að þessu sinni er það myndin um ævi Evítu Per- on, forsetafrúar í Argentínu, gerð eftirsöngleikTim Rice og Andrew Lloyd Webbers um sömu per- sónu. En nokkrir annmarkar eru á ráðningu Madonnu, hún setur það skilyrði að eiginmaðurinn, Sean Penn, fái annað aðalhlut- verkið í myndinni, þ.e. hlutverk Che Guevara. Þar með er málið komið í strand því að framleið- endur eru ekki par hrifnir af hugmyndinni. «. C

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.