Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1986, Blaðsíða 40
 Hafir þú ábendingn eða vitn- eskju um firétt - hringdu þá i sirrva 687858. Fyrir hvert fréttaakot, sem birtist eða er notað i DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krénur. Fullrar nafinleyndar er gætt. Við tökum við firéttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 4. júní 1986. Viðreisn í burðarliðnum á Akureyri - Sigfus bæjarsQóri? Eftir fundahöld Sjálfetœðisflokks- ins og Alþýðuflokksins á Akureyri fram á rauða nótt má heita frágeng- ið samstarf flokkanna um meirihluta í bæjarstjóm. Úrslit áttu að ráðast nú fyrir hádegið. Ákveðið var, ef af yrði, að Alþýðuflokkurinn réði bæj- arstjóra. Hann setti Sigfus Jónsson, sveitarstjóra á Skagaströnd, á odd- inn. Samkvæmt traustum heimildum DV vom einhverjar vomur á sjálf- stæðismönnum varðandi bæjar- stjóraefni alþýðuflokksmanna en fleiri utanbæjarmenn höfðu komið við sögu. Nánast ekkert annað var ófrágengið en bæjarstjóramálið þeg- ar menn lögðust til hvflu undir morgun. Ákveðið var að halda loka- fúnd nú fyrir hádegi og tilkynna niðurstöðu í hádeginu. í Hafnarfirði héldu Alþýðuflokks- menn og Alþýðubandalagsmenn fyrsta formlega fúnd með sér í gær- kvöld. Fór vel á með mönnum, samkvæmt heimildum DV. Þær herma einnig að samstarf við Frjálst framboð Einars Mathiesen sé í bak- höndinni hjá Alþýðuflokknum. í Alþýðuflokknum er ofarlega á blaði að oddviti þeirra, Guðmundur Ámi Stefánsson, verði bæjarstjóri. Sömu flokkar eru byrjaðir viðrseð- ur í Kópavogi og stefhir í meirihluta- samstarf þeirra. Til greina mun koma að Kristján Guðmundsson verði áfram bæjarstjóri, þótt hann hafi upphaflega verið ráðinn með framsóknarstimpli, á meðan Fram- sóknarflokkurinn réði málum með A-flokkunum. JGH/HERB Vinsbi viðræður á Akranesi „Ég er bjartsýn á að það takist að mynda meirihluta," sagði Ingibjörg Pálmadóttir, bæjarfúlltrúi Fram- sóknar á Akranesi, en Alþýðubanda- lag og Framsóknarflokkur hefla formlegar viðræður um myndun meirihluti í bæjarstjórn í dag. Ingibjörg sagði að óformlegar við- ræður þessa tveggja flokka frá því úrslit kosninga lágu fyrir gæfú til- efini til bjartsýni. Sjálistæðisflokkur og Alþýðuflokkur réðu meirihluta bæjarstjómar á síðasta kjörtímabili en minnihlutaflokkamir, Alþýðu- bandalag og Framsókn, veltu honum úr sessi er Sjálfstæðisflokkurinn beið afhroð í kosningimum. ás Ólafsvík: Viðreisnar- viðræður „Við hegum formlegar viðræður við sjálfstæðismenn í dag,“ sagði Sveinn Þór Elínbergsson, bæjarfull- trúi Alþýðuílokksins á Ólafsvík, í samtali við DV. „Ég er þokkalega bjartsýnn á árangur. Við túlkuðum úrslit kosninganna þannig að okkur bæri að hafa forystu um myndun meirihluta og ræða við alla og það höfúm við gert.“ Sjálfstæðismenn og alþýðuflokksmenn hafa hvorir um sig 2 menn í bæjarstjóm, samtals 4 af sjö. -ás Veðrið á morgun: Rigning og kaldi suð- vestanlands Á morgun ríkir sunnan- og suð- austanátt um allt land. Rigning og stinningskaldi á Suður- og Vestur- landi og hiti 7-8 stig. Norðan og austanlands verður aftur á móti lygnara og úrkomulítið. Hiti verður þar á bilinu 7-12 stig. LOKI Þaö er alls staöar viðreisn nema á Þjóðviljanum. Frá átakafundi útgáfufélags Þjóðviljans. Á myndinni má sjá Svavar Gestsson og Össur Skarphéðinsson, Guðjón Friðriksson og Má Guðmundsson og nokkra blaðamenn Þjóðviljans. X \íz Hörð átök á Þjóðviljafundi: Aðför hafín að rit- stjórnarstefnunni? Hörð átök urðu milli „flokkseig- endafélags" Alþýðubandalagsins og svokallaðrar lýðræðiskynslóðar á aðalfúndi útgáfúfélags Þjóðviljans sem haldinn var í gærkvöldi. í kosn- ingum til stjómar hélt gamli kjam- inn meirihluta. Áður en gengið var til kosningar stjómar varð samkomulag milli Ól- afe Ragnars Grímssonar annars vegar og hins vegar Svavar Getsson- ar og Ásmundar Stefánssonar um að kjósa Ragnar Amalds, formann þingflokksins, í stjóm félagsins og að Álfheiður Ingadóttir og Ásmund- ur Hilmarsson yrðu varamenn. Þegar til kastanna kom var Ragnari hafúað af gömlu flokkseigendaklík- unnni eins og það var orðað við DV. Heimildir blaðsins túlka þessa af- stöðu þannig að nú eigi að hefja aðför að ritsjómarstefhu blaðsins og jafnvel hreinsa til á ritsjóminni. Á fundinn mættu 123 flokksfélag- ar. Kosningin fór þannig: Svavar Gestsson fékk 87 atkvæði, Kristín Á. Ólafedóttir 87, Ólafur Ragnar Grímsson 85, Adda Bára 78, Mörður Árnason 76, Álfheiður Ingadóttir 74, Helgi Guðmundsson 69, Ragnar Ámason 66 og Olga Guðrún Áma- dóttir 63. „Þetta er nú ekki svo einfalt að gamli kjaminn hafi smal- að og hinir hafi verið í sunnudaga- skóla. Staðreyndin er sú að 60-70 prósent þeirra sem mættu á fúndimi tóku ekki þátt í neinum stríðsleik," sagði Úlafar Þormóðsson, fyrr- vemadi blaðamaður. „Mér er nær að segja að þetta hafi verið létt vor- hreingeming og að enn sé ekki allt hreinisiduftið uppurið." -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.