Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 7
DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1986. 7. Fréttir Fréttir Hreint bull að kröfúr hafi minnkað - segir IngóHrir A. Þorkelsson „Það er hreint bull í lagaprófessom- um að kröfur í menntaskólum hafi minnkað,“ sagði Ingólfur A. Þorkels- son, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, í samtali við DV er gagn: rýni Sigurðar Líndal á framhaldsskól- ana var borin undir hann. Sigurður kenndi slælegum undirbúningi í menntaskólunum um hríðversnandi námsárangur í háskólanum, m.a. um 80% fall í almennri lögfræði í vor. „Sigurður hélt þessu fyrst fram í blaðagrein 1979 og þá eins og nú gat hann ekki fært nein gild rök fyrir máli sínu. Tengslanefnd Háskóla Is- lands kannaði þetta mál í upphafi áttunda áratugarins og komst að þeirri niðurstöðu að námskröfur framhalds- skólanna hefðu ekki minnkað. Nemendum sem taka stúdentspróf hef- ur hins vegar fjölgað mjög mikið og nú taka 30% nemenda í hverjum ár- gangi stúdentspróf. Lélegum einkunnum hefur fjölgað gríðarlega mikið og það tel ég vera dæmi um að það eru gerðar talsverðar kröfur. Ég tel að prófessor Sigurður Líndal fari með fleipur er hann segir að kröfumar hafi verið minnkaðar og skora á hann að sýna fram á með rök- um að svo sé. Ég er hins vegar sammála Sigurði Líndal að lífsgæðakapphlaupið glepur stúdenta og ógnar námsárangri. Ég minni á að í könnun sem birt var í vetur kom í ljós að mjög stór hluti menntaskólanema vinnur með námi. Ég leyfi mér að fullyrða að fáir vinna af knýjandi nauðsyn. Það eru aðeins mjög fáir harðdug- legir og greindir nemendur sem geta unnið með námi án þess að það komi verulega niður á námsárangri. Ég ræð af samtölum við nemendur mína að sumarhýra langflestra dugar vel fyrir skólabókum og nauðsynleg- um fötum og skemmtunum. Af hverju vinna þá svo margir með námi? Þvi er til að svara að ef nemendur ætla að kaupa glæsigræjumar og stæl- klæðnaðinn sem auglýst er í sjón- varpinu, og jafhvel koma í skólann á eigin bíl, þá hrekkur sumarhýran skammt. Það er eldri kynslóðin sem hefur sýkt þá yngri, með því lífsvið- horfi að allt sé vættkis virði nema veraldleg gæði. Einhverjum finnst það sjálfsagður réttur unglingarma að taka lífsgæðakapphlaupið fram yfir nám en andleg verðmæti em svo miklu mikilvægari en veraldleg og námið hefur meira gildi en glansmyndin í sjónvarpinu. Því miður fjölgar þeim sem sætta sig við lélega einkmm á stúdentsprófi. Vinnan spillir fyrir ár- angri og slugs er siðspillandi. Ég tel því nauðsynlegt að menn vakni til vitundar um hvað er að gerast.Og þar er að miklu leyti að sakast við verald- arhyggju sem eldri kynslóðin hefur smitað krakkana af. Ég er andvígur inntökuprófi í há- skólann, hann má ekki girða sig slíkum múrum. Ég tel í sjálfu sér eðli- legt að hann geri kröfur til að greina hafra frá sauðum. Stúdentsprófið er að mínu mati í fullu gildi og samræm- ing það mikil milli framhaldsskóla að það er ágætur mælikvarði. Þeir í laga- deild hafa komið upp numerus clausus, án þess að vilja viðurkenna það, með því að hafa lágmarkseinkunn 7. Ég ætla ekki að deila á það í sjálfu sér en vara við því að víkka þettá út. Fjölgun lágra einkunna í framhalds- skólunum er hins vegar alvarlegt umhugsimarefni og það er alveg ljóst að nemandi sem fær þriðju einkunn er illa undirbúinn undir háskólanám. En ég tel að það þurfi að skoða málin miklu betur en prófessor Sigurður Líndal gerir til að útskýra versnandi námsárangur i háskóla," sagði Ingólf- ur Þorkelsson að lokum. ás. 1 jS' o Páll Þórsson, 8 ára Akureyrarsnáði, þykir sýna góða takta við taflborðið. DV-mynd JGH Akureyri: Efhilegur skákmaður Jón G. Haukssan, DV, Akureyii; Jóhann Hjartarson stórmeistari við- hafði þau orð í fjölteflinu sem hann tefldi á Akureyri sl. laugardag að einn þátttakenda, 8 ára snáði, Páll Þórsson, væri sérlega efnilegur skákmaður. Páll gerði jafntefli við Jóhann og hef- ur áður vakið athygli við skákborðið, þrátt fyrir ungan aldur. „Jú, þetta var erfið skák við Jóhann. Ég var kominn í rosahættu í miðská- kinni, en svo jafhaðist taflið og hann bauð mér jafntefli," sagði Páll við DV. Páll segist lítið hafa lesið skákbækur og kunna nánast ekkert í byijunum. „En ég hef stundum farið í gegnum skákir í skáktímaritum með pabba.“ Faðir hans, Þór Valtýsson kennari, er þekktur skákmaður á Akureyri. A skákþingi Akureyrar í vetur, í drengjaflokki 12 ára og yngri, náði Páll fimmta sætinu og vakti óskipta athygli manna fyrir skemmtilega tafl- mennsku. Jóhann Hjartarson stórmeistari er uppáhaldsskákmaður Páls. „Hann var orðinn það löngu áður en ég náði jafh- teflinu. Af útlendingum held ég mest upp á Karpov, fyrrum heimsmeist- ara,“ sagði Páll Þórsson. FÖSTUDAGSKVÖLD I Jl! HUSINU11JIS HUSINU OPIÐ i ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 20 í KVÖLD ____Barnahornið opið í dag kl. 14-20._ LOKAÐ LAUGARDAGA I SUMAR NÝJAR VÖRUR ÖLLUM DEILDUMl Nýkomið Leðursandalar m/gúmmísól- um, stærðir 36-41, litir: hvítt, gult. Verð 990 kr. Gataðir leðurskór á gúmmísól- um, stærðir 36-41, litir: hvítt, drappað. Verð 900 kr. Leðurmokkasíur á leðursól- um, stærðir 40-46, litir: svart, hvítt, grátt. Verð 2050 kr. Mikið úrval af léttum ítölskum sumarskóm á alla íjölskylduna Leðurskór á gúmmísólum, stærðir 41-46, litur: hvítt. Verð 2270 kr. Leðurskór á gúmmísólum, stærðir 41-46, litir: hvítt, fagur- blátt. Verð 1990 kr. Leðurskór á gúmmísólum, stærðir 41-46, litir: hvitt, dökk- blátt, drapplitað. Verð 1300 kr. Leðurskór á gúmmísólum, stærðir 41-46, litir: hvítt, drapp. Verð 1450 kr. Gataðir leðurskór m/gúmmí- sólum, stærðir 36-41, litir: hvítt, grænt, gult. Stærðir 27- 35, litir: hvítt, gult. Verð: kvenskór 900 kr., karlaskór 800 kr. Eitt besta verð á landinu Póstsendum Skóbúðin, Borgartúni 23. Áður Lipurtá, Keflavík, simi 29350. Skóbúðin, Snorrabraut 38. Sími 14190.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.