Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1986, Blaðsíða 17
DV. FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 1986. 17 „Ég hef aldrei séðannaðeins" - stuðningsmenn Brasilíu flýja heim í hundraðatali „Ég er búinn að fylgjast með lands- liði Brasilíu síðan í heimsmeistara- keppninni í Chile 1962 og ég hef aldrei orðið fyrir eins miklum vonbrigðum. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir Jose Americo, 72 ára gamall Brasilíu- maður, sem staddur er i Mexíkó til að fylgjast með HM-keppninni. Nú þegar hafa rúmlega 500 stuðn- ingsmenn Brasilíu ákveðið að fara heim í mótmælaskyni við frammistöðu leikmanna Brasilíu hingað til í keppn- inni. Talið er að mun fleiri fylgi í kjölfarið en eitthvað hlýtur góður leikur Brassanna í gærkvöldi að tefja fyrir heimför stuðningsmannanna. En gefum Americo orðið á ný: „Á HM á Spáni fyrir fjórum árum fógnuð- um við sigrum í keppninni með því meðal annars að dansa sömbu á götum úti. Ekkert tilefni hefur verið til slíkra gleðistunda eftir leikina hér í Mex- íkó.“ En það eru fleiri en öldungurinn Americo sem eru óánægðir með leik Brasilíumanna. Einn þeirra er knatt- spymuáhugamaðurinn Luis Carlos. Hann segir: „Ég veit ekki af hverju ég kom hingað til Mexíkó. Þegar mín- ir menn leika vel þá gleymi ég fjöl- skyldu minni alveg. Nú er ég búinn að vera hér í 13 daga og er þjáður af heimþrá." Og enn einn stuðningsmaður Brasil- íu sagði: „Ég er búinn að ákveða að fara héðan til Bandaríkjanna og Kan- ada og skoða mig um þar. Ég verð síðan mættur fyrir framan sjónvarpið heima hjá mér og ætla að horfa á úr- slitaleikinn í sjónvarpinu." -SK Bats er meiddur - Frakkar ahyggjufullir „Það eru tognuð liðbönd í hægra hné. Hann var mjög kvalinn eftir leik- inn við Ungverja en er nú betri. Það kemur í ljós í dag hvort hann getur byrjað að æfa á ný,“ sagði fararstjóri franska liðsins, Philippe Tourmon, í Mexíkó í gær. Joel Bats, markvörður Frakka, slasaðist undir lok leiksins þegar Frakkar sigmðu Ungveija á mánudag, 3-0. Frakkar hafa miklar áhyggjur vegna meiðsla markvarðar- ins, nánast angist í herbúðum þeirra. Bats er frábær markvörður og Frakk- ar eiga engan markvörð sem kemst í hálfkvisti við hann. Það væri því mik- ið áfall fyrir þá ef Bats getur ekki leikið gegn Ítalíu á þriðjudag. Frönsku Evrópumeistaramir mættu á ný á æfingu í gær - allir nema Bats - eftir þriggja daga frí með eiginkonum sínum. Þær höfðu komið til Mexíkó, þó ekki fjórar, og meðal þeirra var eiginkona fyrirliðans, Michel Platini. • Joel Bats. Hann var þó hress á æfingunni og sagði um leikinn við ítali. „Ég vil sigra í þeim leik og ég er alltaf tilbúinn í leiki við ftalíu þó ég sé ekki í sem bestri æfingu núna. Mér er sama hver gætir mín í leikn- um. Vona að það verði þó Juventus-félagi minn Gaetano Scirea. Það verður ekkert pláss. fyrir tilfmningar í leiknum." Hann og Scirea eru fyrirliðar Frakklands og ftal- íu. í lokin má geta þess að eiginkonumar héldu til Mexíkó-borgar í morgun. Fara heim til Frakklands á sunnudag. hsim • Preben Elkjær Larsen, Danmörku, og félagi hans úr itölsku knattspyrnunni, Hans Peter Briegel, Vestur-Þýska- landi. Elkjaer, til vinstri á myndinni, er nú markahæsti leikmaður keppninnar í Mexíkó ásamt italanum Sandro Altobelli. „Ávon á toppleik tveggja toppliða“ -segir Piontekf þjálfari Danaf um leikinn gegn V-Þýskalandi í kvöld Haukur Lárus Haukssan, DV, Danmörku: „Ég krefst sigurs gegn Vestur-Þjóð- verjum á morgun. Ég legg að vísu ekki meira upp úr þessum leik en öðr- um vegna þess að við leikum gegn löndum mínum en ég mun að sjálf- sögðu gleðjast mjög ef við sigrum," sagði Vestur-Þjóðveijinn Sepp Pion- tek, landsliðsþjálfari Dana, í gær- kvöldi. Vestur-Þjóðverjar og Danir leika á morgun úrslitaleikinn í E-riðlinum en eftir úrslitin í leikjum F-riðilsins í fyrradag má reikna með að hvorki Danir né Þjóðverjar hafi mjög mikinn áhuga á að sigra í leiknum því það lið sem lendir í öðru sæti í É-riðlinum leikur gegn Marokkó í 16-liða úrslit- unum, sigurvegarinn í E-riðli leikur gegn Spánveijum og þar eiga Danir svo sannarlega harma að hefha. Það voru einmitt Spánverjar sem slógu danska liðið út í undanúrslitum Evr- ópukeppni landsliða 1984. Sem kunnugt er þá lék Sepp Piontek sex landsleiki með vestur-þýska lands- liðinu og með honum í landsliðinu á sínum tíma var enginn annar en Franz Beckenbauer, núverandi þjálfari þýska liðsins. Mikill agi hjá Dönum Þrátt fyrir að margir haldi að for- ráðamenn danska landsliðsins haldi ekki vel utan um lið sitt í Mexíkó þá er raunin önnur. Agi er strangur hjá leikmönnum og í gær sagði Piontek að sá leikmaðiu- danskur sem leyfði sér að velta vöngum yfir því hvort betra væri fyrir danska liðið að lenda í fyrsta eða öðru sæti í E-riðlinum yrði tafarlaust settur á varamanna- bekkinn í leiknum gegn Þjóðveijum í kvöld. „Þjóðverjar líkamlega sterkir" Um þýska liðið sagði Piontek: „Leik- menn þess eru mjög sterkir líkamlega en hafa ekki náð að mynda liðsheild. Þeir eru með mjög hreyfanlega miðju þar sem þeir Berthold, Magath og Litt- barski eru bestir." Um eigið lið sagði hann aðeins: „Ég neyðist til að gera breytingar á liðinu vegna meiðsla Jens J. Bertelsen. Ég á von á toppleik tveggja toppliða." -SK „Ekkertpúðurj í Brössunum“ í - segir fyrrum þjálfari Austumkis Haukux Lárus Hauksson, DV, Danmoiko: Ég er hissa á því hvemig í ósköpun- „Ég er langt frá því að vera ánægð- ur með þá knattspymu sem leik- menn Brasilíu hafa sýnt hér í Mexíkó. Þeir hafa valdið mér mikl- 16-liða úrslitin og skil ekki hvemig þeir eiga að komast alla leið í úrslit I keppninnar. Miðvallarleikmenn liðsins em þungir og gamlir og ekk- I um vonbrigðum," sagði þjálfarinn ert púður er í leik liðsins. Aftur á I frægi, Senekowitch, en hann var móti hefur lið Mexíkó verið í mikilli * landsliðsþjálfari Austurríkis 1978. uppsveiflu og liðið verður betra og | „Það em allir að spá því að Brasil- betra með hverjum leik. Þeir gætu _ íumenn komist alla leið í úrslitaleik- komist alla leið í úrslitaleikinn,“ | inn og ég verð að segja alveg eins sagði Senekowitch. ■ og er að ég skil ekki þessa spádóma. -SK I • Sigurður Pétursson, Islands- meistari í golfi, hefur staðið sig mjög vel í erfiðri keppni í Hol- landi á Evrópumeistaramóti einstaklinga en þar keppir hann ásamt Úlfari Jónssyni sem einnig hefur staðið sig vel. Sigurður lék á 75 höggum íslendingamir standa sig vel á EM í gotfl Sigurði Péturssyni, GR, og Úlfari Jónssyni, GK, sem keppa fyrir Islands hönd á Evrópumóti einstaklinga í golfi í Hollandi, gekk þolanlega á öðrum keppnisdegi mótsins. Báðir em þeir enn á meðal keppenda en eftir því sem líða tekur á mótið detta þeir slökustu úr keppninni. Sigurður lék í gær á 75 höggum og getur íslandsmeistarinn verið ánægð- ur með þann árangur. Sigurður lék á 74 höggum fyrsta daginn og hefúr því samtals leikið á 149 höggum og er sem stendur í 30. sæti. Úlfari Jónssyni gekk ekki alveg eins vel í gær. Hann kom inn á 78 höggum. Fyrsta daginn lék hann á 76 höggum og er því samanlagt á 154 höggum og í 55. sæti. Besta skor fyrsta daginn var 70 högg en í gær var sá besti á 71 höggi. Alls keppa 90 kylfingar á mót- inu og á meðal þátttakenda em allir bestu áhugamenn Evrópu. Keppnin heldur áfram í dag og halda 60 bestu kylfingamir áfram keppninni og ljúka henni á morgun. Eins og staðan er í dag er því allt útlit fyrir að þeir Sigurð- ur og Úlfar ljúki keppninni með sóma á morgun. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.