Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986. Peningamarkaður Viðskipti Viðskipti Viðskipti Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 árá og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 1670- Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13‘X) nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún bctri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun bctri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Utvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 13,1% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist trorrpvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri sparisjóðanna eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn- vöxtum og 15,2% ársávöxtun. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Meö þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2 4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2 4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóðurákveðursjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóöa aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir. reiknaðir og lagðir við höfúðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur iiggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í júní 1986 er 1448 stig en var 1432 stig í maí og 1425 stig og í apríl. Miðað er við grmninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11 .-20.06 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJ0RUM j s \ SJA sérlista . j | j j li ii íi !i j H 1 lií INNLÁN ÚVERÐTRYGGÐ SPARISJÓÐSBÆKUR úbundin innstæða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10,0 9.0 6 mán.uppsógn 12.5 12,9 12.5 9.5 11,0 10.0 10,0 12.5 10.0 12mán.uppsögn 14.0 14.9 14.0 11.0 12.6 12.0 SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTUR Sparað 3-5 mán. 13,0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp. 6mán. ogm. 13.0 13,0 9.0 11.0 10.0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán.uppsögn 3.5 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3,0 3.0 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadollarar 7.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.0 6.5 6.25 Sterlingspund 11.5 10.5 9.5 9.0 9.0 10,5 9.5 11.5 9.5 Vestur-þýsk mörk 4.0 4.0 3.5 3,5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 Danskar krónur 7.5 7.5 7,0 7.0 6.0 7,5 7.0 7.0 7.0 ÍITLÁN ÓVERÐTRYGGÐ ALMENNIR VlXLAR (forvextir) 15.25 15,25 15,25 15,25 15.25 15,25 15.25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAViXLAR 3) (forvextir) kge 19.5 kge 19.5 kge kge kge kge ALMENN SKULDABRÉF 2) 15,5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 20.0 kge 20.0 kge kge kge kge KLAUPAREIKNINGAR yfirdrAttur 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁN VER0TRYGGÐ SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en 21/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRANItf IÐSUJ SJANEÐANMÁLS1) l)Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, í vestur- þýskum mörkum 6,25%, 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. Stjómendur fyrir- tækja njóta takmarkaðs trausts „Þessi niðurstaða kemur mér mjög á óvart. í mínum viðskiptum við stjómendur fyrirtækja hef ég ekki orð- ið vör við annað en að þeir séu traustsins verðir," sagði Lára Margrét Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Stjómunarfélags íslands. I niðurstöðu könnunnar, sem Hag- vangur hf. framkvæmdi í mars sl. fyrir tímaritið Frjálsa verslun, kemur fram að stjómendur fyrirtækja virðast njóta takmarkaðs trausts meðal al- mennings. Embættismenn taldir heiðar- legir I þessari könnun var spurt um við- horf til embættismanna, stjómmála- manna og stjómenda fyrirtækja. Svörum var skipt niður í fjóra flokka: heiðarlegir, ýmist eða, óheiðarlegir og veit ekki. Næstum helmingur að- spurðra sem tóku afstöðu, eða 48,1%, töldu stjómendur fyrirtækja vera ýmist eða, 13% töldu þá beinlínis óheiðarlega og aðeins 38,9% töldu þá heiðarlega. Stjómmálamenn njóta mun meira trausts samkvæmt niðurstöðu könn- unarinnar. 51,8% töldu þá heiðarlega, 31,6% ýmist eða og 16,6% óheiðarlega. Mesta trú hafði fólk á heiðarleika embættismanna, eða um 56% þeirra sem tóku afstöðu, 37,9% töldu þá vera ýmist eða og aðeins 6,1% töldu þá óheiðarlega. Hafskipsmálið og okurmálið „Sósíalistar og samvinnumenn em búnir að halda uppi látlausum áróðri gegn atvinnurekendum í áratugi og það tekur langan tíma að leiðrétta skoðanir manna á því sviði. En það kemur mér á óvart að stjómendur fyr- irtækja skuh ekki njóta meira trausts en þama kemur fram,“ sagði Jóhann Ólaifsson formaður Verslunarráðs ís- lands. Bæði Jóhann og Lára töldu að þau mál sem vegið hafa þungt í fréttum fjölmiðla í vetur og tengjast stjómend- um fyrirtækja, eins og Hafskipsmálið og okurmálið, hafi getað haft áhrif á viðhorf fólks í þessari könnun. -KB Hörð gagniýni á rekstur Strætisvagna Kópavogs: Rekstur SVK 26% dýrari en hjá SVR Síðastliðinn laugardag var tekin í gagnið ný þjónustumiðstöð í Viðey, Viðeyjarnaust. Hún er hugsuð sem skýli og afþreyingarmiðstöð fyrir gesti eyjunnar og þá helst hópa og félög ýmiss konar sem leggja oft leið sína til eyjarinnar. Gert er ráð fyrir svefnpokaplássi og er tjald- og grillaðstaða fyrir utan skálann. Myndin er tekin er Viðeyjarnaust var opnað. DV mynd Óskar Örn.-RóG. Annar af tveim kjömum endurskoð- endum bæjarreikninga í Kópavogi, Halldór Jónsson verkfræðingur, gagn- rýnir harðlega rekstur Strætisvagna Kópavogs í athugasemdum við bæjar- reikningana fyrir 1985. Hann segir rekstur SVK 26% dýrari á ekinn kíló- metra en rekstur Strætisvagna Reykjavíkur. Greinilegt er að Halldór kennir aðallega um ungversku Ikar- us-strætisvögnunum sem SVK rekur. Tap SVK var 70% umfrarn tekjur á síðasta ári en var 60% umfram tekjur 1984. Halldór rekur samanburð á kostnaði SVK og SVR lið fyrir lið. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að varahlutakostnaður SVK sé 60% hærri á ekinn kílómetra, launakostn- aður á verkstæði 78% hærri. Hins vegar sé eldsneytiskostnaður svipaður og hjólbarðakostnaður aðeins 10% hærri hjá SVK en SVR. Þá reiknast Halldóri til að launakostnaður vagn- stjóra sé ennfremur 23% hærri hjá SVK og loks að söluskattur á ekinn kílómetra sé 210% hærri hjá SVK en SVR. í athugasemdunum segir Halldór orðrétt: „Ég tel það þvi til gleðitíðinda að SVK munu vera búnir að festa kaup á þrem nýjum strætisvögnum af vestrænni gerð eins og undirritaður lagði áherslu á við endurskoðun síð- astliðið ár.“ Þá leggur Halldór áherslu á sameiginlegt samgöngufyrirtæki Reykjavíkur, Kópavogs og Seltjamar- ness og er þegar búinn að skíra það Reykos. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.