Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1986, Blaðsíða 14
14 DV. FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 1986. Spurningin Hefur jökullinn áhrif á sálar- lífið? Spurl í: Ólafsvík. Þorbjörg Alexandersdóttir, Rifi: Ég er ekki fjarri því. Fólk hérna hefur mikið hugmyndaflug. Helga Gunnarsdóttir, Akureyri: Fólk er ekkert öðruvísi héma en annars staðar. Örn Kjartansson: Nei, ég held ekki. Hulda Pétursdóttir: Nei, hann hefur engin áhrif. Anna Kristin Arnardóttir, tveggja ára: Nei. Ásdis Schram, Reykjavík: Ólsarar em allavega ekki eins og fólk er flest. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Ferðamannafárið Bóndi skrifar: Mér hafa fundist athyglisverðar þær umræður sem skapast hafa hér á síðunni um erlenda ferðamenn. Ekki þarf að fjölyrða um öll þau vandamál sem skapast þegar fjöldi fólks, sem lítið þekkir til lands og þjóðar, heldur út í náttúmna. Það ætti öllum að vera kunnugt um þau slys sem hafa orðið vegna óvarkámi þessara útlendinga. Menn hafa lagt í ár og vötn á illa búnum bílum, klifið fjöll og jökla með léleg- an útbúnað og oft hefur hurð skollið nærri hælum. Því er ég að minnast á þetta nú að sem bóndi hef ég haft mikið af erlendum ferðamönnum að segja. Þær sögur em margar hveijar ekki góðar. Auðvitað em til undan- tekningar frá reglunni en sumir þessara ferðamanna virðast ekki vita neitt í sinn haus. í fyrra börðu til dæmis að dyrum hjá mér ung hjón. Þetta var um hánótt og ég vitaskuld í fasta svefni. Hjón þessi vom á gömlum fólks- vagni og þau báðu mig um að líta á bílinn sem hafði stöðvast skammt frá bænum. Ég lét tilleiðast og fór og kíkti á bílinn. Ekki sá ég hvað var athugavert en bíllinn leit þannig út að mér fannst heldur ólíklegt að hann kæmist nokkuð lengra. Þegar ég fann ekkert athugavert fóm þessi hjón fram á það við mig að ég keyrði þau að næstu vegamótum. Þangað vom tugir kílómetra og ég sagði við þau að ég þyrfti á hvíld að halda enda stæði heyskapur sem hæst. Þá bmgðust skötuhjúin ókvæða við, kölluðu mig öllum illum nöfnum og snem ú brott í fússi. Bóndi kann ýmsar ófagrar sögur af samskiptum sínum við erlenda ferða menn. Margar fleiri sögur af þessu tagi kann ég frá að segja. Ég er því, eins og fleiri, óhress með hvaða stefnu ferðamannaþjónustan á íslandi hef- ur tekið. Það þýðir ekki að sleppa þessum útlendingum algerlega eftir- litslaust út á landsbyggðina þegar margir þeirra em eins og fiskar á þurm landi. Þetta er mál sem við Islendingar þurfum að athuga gaum- gæfilega áður en ferðamannafárið verður of yfirgengilegt. Um blessuð bómin Anna H. hringdi: Sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni segir gamall málsháttur. í allri umræðunni um vímulausa æsku finnst mér hafa gleymst að þessi blessuð böm, sem lent hafa í ógæfú, eiga sér fyrirmyndir. Þessar fyrirmyndir em foreldramir sjálfir. Mér finnst alveg forkastanlegt hvemig sumir foreldrar haga sér. Sumir þeirra drekka eins og skepn- ur og það er því ekki nema von að böm þeirra leiðist út í ógæfu. En sem betur fer virðast bæði for- eldrar og ungviði vera að vakna til lífeins og gera sér grein fyrir skaðsemi hvers konar vímuefria. I mínu ungdæmi gatfólk vel skemmt sér án þess að neyta áfengis. Nú virðist þetta ekki vera hægt lengur og það þykir mér miður. En umfram allt hvet ég þá sem að þessum málum starfa í dag að halda áfram á sömu braut. Bjöm- inn er ekki unninn en hann vinnst ömgglega ef ötullega verður starf- að að jæssum vandamálum. Vinnugleði Halldóra hringdi: Sjaldan er nægilega brýnt fyrir fólki að vera glatt og hamingju- samt við vinnu sína. Það er iðu- lega, þegar maður kemur inn í verslun eða veitingastað, að við manni tekur svipþungt og enn brúnaþyngra starfsfólk. Þetta er bagalegt því oft eyði- leggja svona móttökur algerlega fyrir manni ánægjuna. Mér finnst að fólk, sem ekki treystir sér til að brosa á launum, eigi alls ekki að sækja í þjónustustörf. Vinna þess er að vera liðlegt við kúnn- ann. Ef viðkomandi er ekki sáttur við það er öllum fyrir bestu að hann hætti. Ég vil þó líka taka fram að ekki er hægt að setja alla undir sama hatt hvað þetta varð- ar. Það er líka til þjónustu- og afgreiðslufólk sem er vinnugleðin uppmaluð og reiðubúið að gera nánast allt fyrir mann. Um myndbirtingar K.Sn. skrifar: Ég vil biðja fréttamenn sjón- varps, sem stóðu fyrir myndbirt- ingu af þeim mönnum er koma við sögu í svonefndu Hafskipsmáli, að hugleiða eftirfarandi. Ef almenn- ingur hefúr þörf fyrir nákvæma nafn- og myndbirtingu af þeim sem tengjast Hafskipsmálinu, hversu áríðandi, sjálfeögð og þýð- ingarmikil er þá ekki mynd- og nafiibirting af ofbeldismönnum, svo ekki sé talað um slíkar upplýs- ingar um sölumenn dauðans í eiturlyfjamálum. Hafið þakkir fyrir nafn- og myndbirtingar í slíkum málum en skömm fyrir myndatöku af Haf- skipsmönnum. HRINGIÐ í SÍIVIA 27022 MILLIKL. 13 OG 15 EÐA SKRIFIÐ Landsbyggð an listaháb'ðar Utanbæjarmaður skrifar: Mikið afskaplega er landsbyggðar- stefnunni fylgt út í ystu æsar. Nú hafa höfúðborgarþúar haldið listahátíð sína með pomp og pragt og flestir að vonum ánægðir. En hvað um okkur sem búum úti á landi? Eigum við ekki að hafa jafnan rétt til að njóta þess sem við borgum fyrir? Vitaskuld, við greiðum jafnháa, ef ekki hærri, skatta en flestir í Reykjavík. Ég vil ekki leggja að jöfnu að sjá listviðburði með eigin augum og að sjá þá í sjónvarpinu. Ég veit að ógerlegt er að senda margt heimsfrægt fólk út á land. En mér finnst að lista- hátíðamefnd hefði átt að skipuleggja í ríkari mæli ferðir fólks utan af landi til borgarinnar. Það hefði verið greiði. En ég vil líka geta þess sem vel er gert. Útvarpið á þakkir skildar fyrir að útvarpa tónleikum Kristjáns Jó- hannssonar stórsöngvara. Þama var öllum landsmönnum gert jafnhátt undir höfði. Utanbæjarmaður þakkar meðal annars fyrir tónleika Kristjáns Jóhannssonar sem hann heyrði í útvarpinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.