Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1986, Blaðsíða 47
DV. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1986. 47 Utvarp Sjónvarp I nýsjálensku myndinni, Fuglahræðan, segir hvaða áhrif tveir óskyldir glæpir hafa á ung systkini i litlum bæ. Sjónvarpið kl. 21.30: Fuglahræðan Sjónvarpið sýnir í kvöld nýsjálenska mynd sem hlaut sérstaka viðurkenn- ingu á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1982. Heitir myndin Fuglahræðan (The Scarecrow) og leikstjórinn er Sam Pillsburg. Þar segir frá því þegar þjófnaður er framinn í hænsnakofa tveggja drengja og unglingsstúlka finnst myrt í smábæ á Nýja-Sjálandi sumardag einn. Þessir glæpir eru ólíkir en setja samt mark sitt á systkini sem búa í bænum þar sem hænsnaþjófnaðurinn varð. Eink- um lýsir myndin piltinum vel en atburðimir hafa ekki síst áhrif á líf hans. Myndin gerist upp úr 1950. Kumpánamir í gervi vaskra vikinga. Hvaða lag þeir eru að kynna þarna er óljóst, enda kynningarnar ekki allt- af i beinum tengslum viö myndbandið sem á eftir kemur. Sjónvarpið kl. 20.40: Hverju taka þeir upp á núna? Það eru alveg hreint ótrúlegar hug- myndirnar sem þeir félagar, Gísli Snær Erlingsson og Ævar Öm Jósepsson, fá og framkvæma í kynningu á músík- myndböndum í þættinum Poppkom. Þeir em vanir að bregða sér í furðu- legustu gervi og setja upp óvenjulegar kringumstæður sem alltaf koma á óvart og em vanalega drephlægilegar. Þó em kannski skiptar skoðanir um það. Við liggur að myndböndin sem sýnd em og spiluð falli í skuggann óg séu að verða uppfyllingarefni í þættin- um. Flestir em þó líklega þeirrar skoðunar að grínaramir standi sig stórvel í stykkinu og þátturinn sé hæfileg blanda af gríni og góðri mús- ík. Það er því tvöföld eftirvænting sem fylgir því að horfa á Poppkomið, þ.e. hvaða lög eru spiluð og hverju þeir Gísli og Ævar taka upp á hverju sinni. -BTH Útvarpið, rás 1, kl. 22.20: í reynd - um málefni fatlaðra Ásgeir Sigurgestsson hefur umsjón með þætti um málefhi fatlaðra sem er á dagskránni í kvöld, en þar verður fjallað um aðstoð samfélagsins við fatlaða í fortíð, nútíð og framtíð. Rifluð em upp atriði úr sögu síðustu 50 ára, einkum hvað varðar aðstoð við vangefinna að Sólheimum í Grímsnesi á fjórða áratugnum. Þá er fjallað um uppbyggingu og skipulag þjónustu við fatlaða eins og hún er nú og í því sam- bandi rætt við Margréti Margeirs- dóttur, deildarstjóra í félagsmálaráðu- neytinu, og Bjama Kristjánsson, framkvæmdastjóra Svæðissfjómar um málefiii fatlaðra. Einnig verður rætt við Eggert Jóhannesson sem gegnir sams konar starfi á Suðurlandi og er jafiiframt formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Þeir leggja mat á það skipulag þjónustu við fatlað fólk sem nú er við lýði og Eggert skyggnist auk þess fram í tímann og hugar að frek- ari stefnumótun. -BTH Málefni fatlaðra verða tekin fyrir f kvöld og rætt um aðstoð samfélagsins við þá i nútið, fortíð og framtíð. BILATORG NÓATÚN 2 - SÍMI621033 Mikil sala. Vantar allar gerðir bíla á söluskrá. Toyota Corolla Twin Camb 16. árg. 1984, útvarp, segulb., læst drif, gullsans., ekinn 45.000 km. Verð kr. 460.000,- Saab 99 GL árg. 1982, fallegur bill, ekinn 57.000 km. Verð kr. 295.000,- Mercedes Benz 280 E árg. 1982, litað gler, hleðslujafnari, sportfelg- ur, ekinn 60.000 km. Verð kr. 850.000,- (0 MMC Pajero, bensfn, stuttur, árg. 73 1986. utvarp + segulband, sem m nýr, silfurgrár, ekinn 6.000 km. D) Verð kr. 820.000,- Mercedes Benz 280 SE árg. 1981, ABS hemlar, velúrinnr., litað gler, ath. skuldabráf, ekinn 76.000 km Verð kr. 1.050.000,- MMC Pajero disil, stuttur, árg 1985, útvarp + segulband, mælir, rauður, ekinn 15.000 km. Verð kr. 780.000,- ra «o Q. o BILATORG NOATUN 2 - SIMI 621033 1 4 Með aðalhlutverk fara John Carrad- ine sem leikur bróðurinn, Hubert Salter, og systurina, Prudence, leikur ástralska leikkonan og óskarsverð- launahafmn, Tracy Mann. -BTH ‘ JriVf . í dag verður hægviðri á landinu og víða skýjað þó léttir heldur til á Norð- ur- og Austurlandi þegar kemur fram á daginn. Hiti 8-15 stig. Veðríð Veðrið tsland kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjað 9 Egilsstaðir þoka 7 Galtarviti súld 6 Hjarðames alskýjað 9 Keflavíkurflugvöllur þokumóða 7 Raufarhöfn skýjað 9 Reykjavík þokumóða 9 Vestmannaeyjar alskýjað 8 Útlönd kl. 6 í morgun: Bergen heiðskírt 16 Helsinki léttskýjað 14 Ka upmannahöfn léttskýjað 15 Osló léttskýjað 15 Stokkhólmur heiðskírt 13 Þórshöfn alskýjað 9 Útlönd kl. 18 í gær: Algarve léttskýjað 20 Amsterdam léttskýjað 23 Aþena léttskýjað 25 Barcelona mistur 24 (CostaBrava) Berlín léttskýjað 21 Chicagó alskýjað 27 Feneyjar skýjað 27 (Rimini/Lignano) Frankfurt léttskýjað 26 Giasgow léttskýjað 16 LasPalmas skýjað 23 (Kanaríeyjar) London rigning 17 LosAngeies mistur 21 Lúxemborg mistur 26 Madrid heiðskírt 25 Malaga léttskýjað 23 (Costa Del Sol) Mallorca léttskýjað 23 (Ibiza) Montreal skýjað 25 New York skýjað 28 Nuuk skúr 2 París léttskýjað 24 Róm heiðskírt 22 Vín léttskýjað 22 Winnipeg skýjað 22 Valencía heiðskírt 29 (Benidorm) Gengið Gengisskráning nr. 114-23. júni 1986 kl. 09.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 41,690 41,810 41,380 Pund 62,028 62,207 62,134 Kan. dollar 30,076 30,163 29,991 Dönsk kr. 4,9476 4,9619 4,9196 Norsk kr. 5,4090 5,4246 5,3863 Sænsk kr. 5,7192 5,7356 5,7111 Fi. mark 7,9470 7,9699 7,9022 Fra. franki 5,7563 5.7729 5,7133 Belg. franki 0,8981 0,9007 0,8912 Sviss. franki 22,3743 22,4387 22,0083 Hoil. gyllini 16,3011 16,3480 16,1735 V-þýskt mark 18,3470 18,3999 18,1930 ít. lira 0,02675 0,02682 0,02655 Austurr. sch. 2,6117 2,6193 2,5887 Port. escudo 0.2725 0.2733 0,2731 Spá. peseti 0,2868 0,2876 0,2861 Japansktyen 0.24669 0.24740 0,24522 írskt pund 55,644 55,804 55.321 SDR (sérstök dráttar- réttindi) 48,1264 48.2659 47,7133 Símsvari vegna gengisskráningar 22190. MINNISBLAÐ Muna eftir að fá mer eintak af r Urval ——■MgWH.IJJJi!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.