Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Blaðsíða 15
15 DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986. Loks sigur IBI I fefirðingar sigruðu Völsung, 2-0, í fyrsta leik þeirra á grasvelli sínum á þessu ári. Grasvöllurinn lítur nú þokkalega út og var þetta besti leik- urinn það sem af er sumri íyrir vestan. Þrátt íyrir fjölmörg marktækifæri var staðan 00 í hálfleik. í seinni hálfleik tóku ísfirðingar við sér og skoruðu tvö mörk. Var þar Guð- mundur Gíslason að verki i bæði skiptin með stuttu millibili um miðj- | an hálfleikinn. Fyrra markið skoraði i hann með góðum skalla en seinna | markið með föstu skoti af stuttu færi. i Völsungar voru heldur meira með I boltann í leiknum og fengu tvö j dauðafæri. Þeir nýttu þau hins vegar 1 ekki og Isíirðingar hirtu öll stigin. j -SMJ • Sigurður Einarsson spjótkastari náði frábærum árangri i Sviþjóð er hann kastaði spjótinu 79,64 metra og sigraði á mótinu. Sigurður með 10. lengsta kastið í heiminum í ár Sigurður Einarsson kastaði spjótinu 79,64 m í Svíþjóð í gærkvöldi. Einar þriðji Sigurður Einarsson spjótkastari náði mjög góðum árangri á alþjóðlegu móti í frjálsum íþróttum í Svíþjóð í gærkvöldi. Sigurður kastaði spjótinu 79,64 metra sem er tíunda lengsta kast í heiminum í ár. Svo virðist sem Sigurður sé að skipa sér á meðal bestu spjótkastara heims- ins og árangur hans í gærkvöldi er mjög góður. Svíinn Borglund varð anneu en Einar Vilhjálmsson varð í þriðja sæti og kastaði hann 76,12 metra. Sovétmaðurinn Viktor á lengsta kast það sem af er keppnis- tímabilinu en hann hefur kastað 83,62 metra. Sjö spjótkastarar hafa kastað yfir 80 metra á árinu í heiminum. Unnar reyndi við íslandsmet Hástökkvarinn Unnar Vilhjálmsson náði góðum árangri á móti á Egils- stöðum nýverið er hann stökk 2,07 metra í hástökki. Unnar reyndi síðan við nýtt íslandsmet, 2,13 metra, en felldi naumlega svo greinilegt er að hann er vís til afreka í súmar. 9 Næsta mót í fijálsum hér heima er í kvöld en þá fer fram minningarmótið um hlauparann snjalla Svavar Mark- ússon. Allsérstætt mót fer síðan fram á föstudagskvöld, miðnæturmót ÍR og hefst það klukkan tíu um kvöldið. Ætlar fijálsíþróttafólkið að freista þess að fá stillt veður um kvöldið og reyna að bæta árangur sinn og ef til vill við Islandsmet. _SK Stigastuldur Blika á Akureyri - skoruðu úr eina færi sínu og náðu jafntefli gegn Þór á Akureyri, 1-1 Stón Amaldssan, DV, Akureyri. Breiðablik nældi sér í stig gegn Þór í 1. deildar leik liðanna í bh'ðskapar- veðri hér á Akureyri í gærkvöldi og þar var meira en lítið ósanngjamt eft- ir gangi leiksins. Blikamir fengu eitt færi í leiknum sem þeir nýttu en Þórs- arar misnotuðu mörg í 1-1 jafnteflinu. Fyrri hálfleikur var ákaflega daufur. Þórsarar sóttu mun meira en hvomgu liðinu tókst að skapa sér umtalsverð færi. Nokkrir góðir kaflar en þó alltof fáir. Þórsarar reyndu að spila meira en þeir hafa gert að undanfömu. Síð- ari hálfleikurinn var mun líflegri, einkum og aðallega við mark Breiða- bliks. Þórsarar sóttu miklu meira en uppskám ekki eins og þeir sáðu og mikil vonbrigði hjá 770 áhorfendum að þeir skyldu ekki tryggja sér stigin þrjú í leiknum. Það var fátt umtalsvert sem skeði í íyrri hálfleiknum. Lítið fært í minnis- bókina. Á 18. mín. átti Halldór Áskelsson, besti leikmaður Þórs í leiknum, skot framhjá úr þröngu færi frá markteigshominu eftir stífa sókn Þórs. Á 26. mín. átti Hákon Gunnars- son gott skot að marki Þórs af löngu færi en hitti ekki rammann. Á 35. mín. skallaði Einar Arason yfir mark Blikanna eftir aukaspymu. I síðari hálfleiknum skoraði Hlynur Birgisson fyrir Þóreftir aðeins 24 sek- úndur. Júlíus Tryggvason spymti langt fram frá miðjum eigin vallar- helmingi. Vöm Blikanna alltof framarlega og Hlynur fékk knöttinn óvaldaður rétt utan vítateigs. Lék metra inn í teiginn með tvo Blika á hælunum og skoraði ömgglega, 1-0. Skömmu síðar munaði ekki miklu að Þór gerði út um leikinn. Sigurbjöm Viðarsson átti skot í stöng úr auka- spymu fyrir miðjum vítateignum. Það var á 56. mín. og tveimur mínútum síðar fékk Halldór Áskelsson besta færið í leiknum. Fékk sendingu frá Hlyni inn á vítapunktinn frir en Öm Bjamason varði auðveldlega laust skot hans. Á 68. mín. kom umdeilt atvik, þegar Kristján Kristjánsson sendi knöttinn í mark Breiðabliks. Línuvörðurinn veifaði hins vegar og dæmd var hendi á Kristján. Eftir leikinn sagði hann að knötturinn hefði ekki komið ná- lægt hendi hans. Markið algjörlega löglegt. Rétt á eftir fékk Kristján gott færi eftir misskilning milli vamar- manna og markvarðar Blikanna. Kristján komst á milli þeirra eftir sendingu Halldórs en skaut yfir. Á 84. min. kom að Blikunum að jafha úr sínu eina færi i leiknum og það var síður en svo upplagt. Hinn harð- skeytti Jón Þórir Jónsson lék á tvo vamarmenn Þórs utan vítateigsins og inn í teiginn. Sendi knöttinn í markið við nærstöngina, algjörlega gegn gangi leiksins. Vamarmenn og mark- vörður Þórs hefðu átt að koma í veg fyrir markið. Ekkert skeði eftir það og leiktíminn rann út. Halldór var bestur í nokkuð jöfnu liði Þórs. Þá var Jónas Róbertsson góður. Hjá Blikunum var Jón Þórir sprækastur. Liðin voru þannig skipuð: Þór. Baldvin Guðmundsson, Sigurbjöm, Einar (Baldur Guðnason 65. mín), Nói Bjömsson, Ámi Stefánsson, Siguróli Kristjánsson, Halldór, Júlíus, Kristján, Jónas og Hlynur. Breiðablik. Öm, Benedikt Guðmunds- son, Ingvaldur Gústavsson, Magnús Magnússon, Ólafur Bjömsson, Hakon, Jóhann Grétarsson (Steindór Elíasson 78. mín.), Helgi Ingason (Gunnar Gylfason 60. mín.), Jón Þórir, Guðmundur Valur Sig- imðsson og Guðmundur Guðmundsson. Dómari Guðmundur Haraldsson og dæmdi vel léttdæmdan leik. Maðurleiksins: Halldór Áskelsson, Þór. hsim Stefán meistari í tugþraut - hlaut þó aðeins 6.378 stig sem er langt frá hans besta árangri • Stefán Þór. Fyrri hluti 60. meistaramóts íslands í frjálsum íþróttum var háður í Laug- ardalnum um helgina. Þar var keppt í tugþraut og varð Stefán Þór Stefáns- son, ÍR, íslandsmeistari. Hlaut 6.378 stig eða 458 stigum minna en hann á best. Sunnan vindstrekkingur gerði keppendum erfitt fyrir. Meðvindur of mikill í 100 m og langstökki og skemmdi fyrir keppendum í öðrum greinum, til dæmis 400 m hlaupinu. Þorsteinn Þórsson, ÍR, hafði forustu eftir fyrri daginn. Hlaut þá 3.755 stig en varð að hætta eftir tvær greinar síðari daginn vegna meiðsla. Stefán Þór var þá í öðru sæti með 3.543 stig og varð síðan hinn öruggi sigurvegari. Annar varð Guðni Sigur- jónsson, FH, með 5.545 stig og Unnar Garðarsson, HSK, þriðji með 5.509 stig. Stefán Þór náði nokkuð jöfnum árangri í tugþrautinni þó veðúr spillti mjög. Hann stökk 1,98 m í hástökki, hljóp 110 m grindahlaup á 14,99 sek., 100 m á 11,09 og stökk 6,98 m í lang- stökki. Meðvindur spilaði auðvitað inn í. Af árangri Þorsteins má nefna að hann varpaði kúlu 14,81 m og stökk 2,01 m í hástökki, sem er hans besti árangur í greinunum. Hann hljóp 100 m á 11,37 sek., 400 m á 54,56 sek., 110 m grind á 15,57. Stökk 6,80 m í lang- stökki og kastaði kringlu 43,86 m. Varð þá að hætta. Þorsteinn á þriðja besta árangur íslendings í tugþraut, 7.329 stig. Þá má geta þess að Unnar Garðarsson kastaði spjóti 64,20 m í tugþrautarkeppninni. I 4x800 m boðhlaupi varð sveit FH Islandsmeistari eftir harða keppni við ÍR. Tími FH var 8:28,85 mín. en ÍR 8:29,60 min. íslandsmeistarar FH voru Finnbogi Gylfason, Viggó Þórisson, Jóhann Ingibergsson og Magnús Har- aldsson. ÓU/hsím. Punktar! frá HM 1 I • Mikla athygli hefur vakið að * Spánverjinn Caldere, sem féll á| lvfjaprófi fyrir leik Dana og| Spánverja, skyldi fá að leika með ■ liði sínu gegn Dönum. Fyrir leik-1 inn notaði ritari danska knatt- ■ spyrnussambandsins, Erik I Hyldstrup, tækifærið og ræddi I við Joao Havelange, forseta ■ FIFA, og Joseph Blatter, aðalrit- I ara FIFA, er hann sá þá á leikn- um. Mótmælti Daninn eðlilega | þessari málsmeðferð en fékk lítið ■ nema hlustun hjá hinum virðu- | legu FIFA-rnönnum. Margir vilja i meina að ef Spánverjinn hefði I fengið leikbann eða verið sendur I heim, eins og átti auðvitað að ■ gera, þá hefði bleik verið brugðið. I Spánn væri nefnilega of rótgróið | land innan FIFA til að hljóta | slíka meðferð og sekt látin nægja - en eins og allir vita þá vita Spán-1 verjar ekki aura sinna tal þegar* knattspyrnan er annars vegar I þannig að sektin skipti þá litlu _ máli. I I • Margir á móti fyrir- | komulaginu . Danski landsliðsmaðurinn, | Preben Elkjær Larsen er einn ■ fjölmargra sem eru á móti núgild- I andi keppnisfyrirkomulagi á I HM-keppninni í knattspyrnu. ■ Elkjær beinir spjótum sínum að I útsláttarkeppninni og segin „Ég _ hefði viljað skipta liðunum í tvo | riðla og láta alla leika gegn öllum ■ i 16-liða úrslitunum." | I • Cayetano rak tvo heim I Landsliðsþjálfari Paraguay, | Cayetano Re, lætur leikmenn ■ sína ekki komast upp með neitt I múður. Tvisvar kom það fyrir á I | meðan Paraguaymenn „voru enn • ■ á lífi“ í Mexíkó að tveir leik- I I manna landsliðsins létu ekki sjá ! I sig á æfingu. Ekki hefúr komið | fram í fréttum hvað þeir voru að ■ bardúsa á meðan félagar þeirra I púluðu á æfingu hjá Cayetano. I Þeir uppskáru hins vegar laun ■ letinnar og voru báðir reknirl heim með skömm. Knattspyrnu- “ sambandið í Paraguay hefur ekki I enn ákveðið þeirra hlutskipti. varðandi landsliðið í framtíðinni | en varla verður það merkilegt. | • Spánverjar skíta ekki j þurru | Það er nóg til af aurunum á. Spáni. Það fengu leikmenn| spánska landsliðsins að reyna ■ eftir leikinn gegn Dönum seml þeir unnu, 5-1. Fvrirliði spánska | liðsins, Jose Antonio Camacho,. hefur upplýst að hver leikmaður | í liði Spánverja hafi fengið tæp- ■ lega 29 þúsund dollara fyrir J sigurinn en það munu vera um | 1,2 milljónir íslenskra króna eða ■ nálægt árslaunum íslenskra ráð- I herra. I • Átu þeir hanagreyið? j Sjónvarpsáhorfendur hafa tek- | ið eftir stórum hana sem verið . hefúr að spássera á leikvöllum í | Mexíkó. Nú herma fregnir frá ■ Mexíkó að stuðningsmenn mex- I íkanska landsliðsins hafi tekið I hanagreyið eftir að þeir voru I slegnir úr keppninni og hafi hann I endað sína lífdaga á grilli þeirra. * Við seljum þessa sögu á kaup- I ^verði. -SKjj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.