Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1986, Blaðsíða 26
.26 DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Ólyginn sagði... Fergie verðandi Bretaprinsessa hefur nú fengið eigið skjaldarmerki. Það er gyllt og demantslaga og prýtt mynd hunangsflugu við störf. Miklar bollalegging- ar hafa verið uppi um hvað flugan og hunangið ættu að fyrirstilla, helst eru menn á því að annaðhvort sé þarna kurt- eislega tæpt á vaxtarlagi frökenarinnar og sætindafíkn en einnig geti spilað inn í iðni og dugnaður sem sameigin- legur eiginleiki með Fergie og flugunum. Rita Hayworth þurfti ekki að kvarta yfir af- skiptaleysi umheimsins þegar hún átti dóttur sína fyrir nokkrum áratugum. Faðirinn var prinsinn Aga Kahn sem átti ótrúlegt auramagn og reyndi allt hvað hann gat til að eyða því sem mest í tóma vitleysu. Yasmin prinsessa hét svo þessi dóttir Ritu og hún er núna orðin móðir - sonurinn Andrew er henni þungamiðja tilverunnar. Hún hefur ekki gleymt móður sinni og helgar líf sitt aðstoð við sjúklinga sem þjást af sama sjúkdómi og Rita - alzheimer syndrome heitir hann og er ólæknandi. I’ þeirri baráttu segist hún fyrst nota hin frægu nöfn foreldra sinna með gleði þar sem þar verður það sjúkum og þjáðum til framdráttar. Islendingur í hljómsveit Buddy Rich Margir muna sjálfsagt eftir tromm- aranum Buddy Rich sem hér á árum áður gerði garðinn frægan. Hin aldna kempa er langt í frá dauður úr öllum æðum og segja jassistar hann litlu hafa gleymt. Þessi þekkti trommuleikari er nú á tónleikaferð um Bandaríkin ásamt hljómsveit sinni er nefnist The Buddy Rich Big Band og nýtur töluverða vinsælda. Þykir mikill fengur í að fá hana til að spila við hin ýmsu tækifæri. Hljómsveitin er einungis skipuð úr- vals hljómlistarmönnum og er einn þeirra íslenskur. Það er jassgítarist- inn Jón Páll Bjamason sem búsettur hefur verið í Los Angeles undanfarin ár. Buddy Rich og hljómsveit hans munu halda tónleika í ýmsum stór- borgum Bandaríkjanna og verður í New York á þjóðhátíðardaginn, 4. júlí. Fljótlega eftir það mun hljóm- sveitin halda til Evrópu og halda tónleika víða. Þegar Evrópubúar hafa notið tónlistar Buddy Rich og félaga munu þeir halda á ný yíir hafið og nú til Kaliforníu þar sem þeir munu m.a. halda konsert með ekki ófrægari söngvara en Frank Sinatra. Konsert með Sinatra er þó ekkert nýtt fyrir hljómsveitina því þeir léku einmitt á konsertinum með Frankie boy sem sýndur var í ís- lenska sjónvarpinu í vor. Jón Páll Bjarnason með gítarínn. Frank Sinatra nýtur dyggrar aðstoðar íslendings við sönginn. Tennisstjarnan orðin pabbi Bandaríska tennisstjarnan John leikkonunni Tatum O’Neal, heils- McEnroe, sem þótti allra íþrótta- ast vel og nú hefur parið ákveðið manna leiðinlegastur og kjaftfor- að gifta sig. McEnroe var viðstadd- astur, hefur nú eignast erfingja. ur fæðinguna og segir það hafa Þessi plága dómara hefur lagt verið ólýsanlega lífsreynslu að sjá spaðann á hilluna um skeið og er son sinn koma í heiminn. Parið staðráðinn í að helga nýfæddum hefur nú eytt yfir 10 milljónum syni sínum tíma sinn, a.m.k. fyrst króna í að endumýja heimili sitt um sinn. Sonur hans, sem bera mun og þá einkum bamaherbergið sem nafnið Kevin John, fæddist nú fyr- ku vera allglæsilegt. Það ætti ekki ir skömmu og vó 3,9 kg. Móðurinni, að væsa um Kevin litla í nýja her- berginu, því auk mömmunnar eru bæði eldabuska og fóstra boðnar og búnar að sinna þörfum hans. McEnroe er einnig heimavið og móðir tennisleikarans flaug til liðs við þau strax og hún fékk fréttirn- ar. Leikarinn góðkunni, Ryan O’Neal, fagnaði einnig tíðindunum og sagði það tímanna tákn að hann væri nú orðinn afi. Þó hefur Ryan kallinum ekki verið alveg nógu vel Ryan O’Neal er orðinn afi og Farrah Fawcett stjúpamma. við tengdasonsefnið og þrásinnis lýst yfir óánægju sinni með val dótturinnar. En þótt Ryan sé eitt- hvað að röfla segjast þau hjóna- leysin aldrei hafa verið hamingjus- amari. Tatum segir að það eina sem vanti upp á fullkomnun hamingj- unnar sé að McEnroe geti tekið fram spaðann að nýju, dustað af honum rykið og farið að vinna sigra. Um þetta segir McEnroe:„Ég hef æft vel og sjaldan verið í betra formi bæði andlega og líkamlega, ég hef enn ekki ákveðið hvenær ég byija á ný, en eitt er víst og það er að ég verð mættur í slaginn fyrr en seinna.“ McEnroe vill þó fyrir alla muni hafa fjölskylduna hjá sér þegar hann hefur keppni að nýju og segir það halda honum frekar í jafnvægi. McEnroefjölskyldan mun því vera á faraldsfæti enda tennismót haldin í mörgum lönd- um. Kunnugir segja þó að tenni- skappinn skapstóri hafi róast mikið og þroskast síðustu mánuði og muni eiga auðveldara með að hemja skap sitt í framtíðinni. Ef svo er eru þetta góðar fréttir fyrir tenn- isdómara sem örugglega óska þess að McEnroe eignist fleiri böm ef slíkt hefur róandi áhrif á hann. Hjónaleysin ásamt hinum nýfædda syni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.