Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 1986. 9 Ferðamál á Faxaflóasvæðinu var einmitt þama. Útgerðarfélagið var hið svokallaða „milljónafélag sem frægt var. Síð- asti ábúinn fór frá Viðey um 1958, en fyrir einu og hálfu ári keypti Reykja- víkurborg Viðey en síðasti eigandi var Stephen Stephenssen. Nú er orðin mjög góð aðstaða til að taka á móti ferðamönnum í Viðey. Því fyrir skömmu var tekinn i notkun af- þreyingarskáli, Viðeyjamaust, sem hinn eini sanni Viðeyjarfari, Haf- steinn Sveinsson, reisti. Þar er snyrti- aðstaða og léttar veitingar seldar. Gestir Viðeyjar geta þar hvílt lúin bein eftir göngu um eyjuna, borðað nesti eða keypt sér bita. Fyrir utan skálann er tjaldaðstaða og seinna er áætlað að koma upp grillaðstöðu. Gönguleiðir em um alla eyjuna og einnig í fjömnni þar sem gaman er að ganga er fjarar út. En hvemig kemstu út í Viðey? Síð- astliðin 16 ár hefur hinn áðumefndi Viðeyjarfari, Hafsteinn Sveinsson, siglt með fólk yfír sundið. Tekur hann að sér siglingar fyrir hvem sem þess óskar; klúbba, hópa og ferðafélög. Hjá honum fást nánari upplýsingar í síma 29964. Upplagt er fyrir einstaklinga að fylgjast með auglýsingum ferðafé- laganna, en þau auglýsa alltaf af og til ferðir í Viðey og býður ferðafélagið Útivist þessa dagana upp á útsýnisferð um sundin blá eins og lýst er hér að framan. Þess konar ferð kostar 250 kr. með viðdvöl í Viðey. -RóG. stapi, Dyrhólaey, Skaftafell, Mývatn o.s.frv. Sumir fuglaáhugamenn tengja iðju sína ljósmyndun eða teiknun. Aðrir einbeita sér að þvi að uppgötva flæk- inga; - sumir em skotveiðimenn, aðrir safha eggjum. Það er ástæða til að benda fólki á sérstakar hliðar fuglaskoðunar. Það er nefhilega til mikili fróðleikur um fugla frá fomu fari: í þjóðsögum, í gömlum ferða- bókum og svæðalýsingum. Með því Umsjón: Ari Trausti Guðmundsson að kanna slíkt tengist áhugamálið sögu og fróðleik um þjóðlíf fyrri alda. Einnig em fuglar efhi í bókmenntum og listum: Ljóð og sögur fjalla um fugla og fáeinir listamenn hafa feng- ist við fuglamálun, einkum Höskuld- ur Bjömsson. Hér á eftir fara nokkrar ábendingar um rit sem fuglaskoðarar geta nýtt sér: 1. Nýja bókin hans Hjálmars R. Bárðarsonar 2. Fuglar fslands og Evrópu (AB) 3. Fuglar (Rit Landvemdar nr. 8) 4. Varpfuglar í Öræfum (Náttúm- vemdarráð rit 4) 5. Bliki - tímarit um fugla og fugla- skoðun (Náttúrufræðistofriun) 6. Náttúrufræðingurinn (timarit Náttúrufræðifélagsins) 7. Fuglamir okkar (Grétar Eiríksson o.fl.). Ferðafélögin hafa gengist fyrir sér- stökum fuglaskoðunarferðum og áhugamennimir í kringum tímaritið Blika sömuleiðis. Hið íslenska nátt- úrufræðifélag efiiir líka til svipaðra ferða. Þama er kjörið tækifæri til þess að kynna sér fuglaskoðun undir leiðsögn vanra manna. Að lokum er klykkt úr með tilvitn- un í Þjóðsögur Jóns Ámasonar: „Sá sem nær keldusvíni á að sofa einn í skemmu eða úthýsi og hafa keldu- svínið bundið við höfðalag sitt. Um nóttina rekur það upp þrjá skræki einn öðrum meiri og drepst við hinn seinasta. Fáir þola hinn fyrsta, færri hinn annan og því nær engir hinn þriðja. En þeir sem hann þola verða lánsmenn mestu og auðmenn. En ef menn annaðhvort flýja burt eða drepa fuglinn verða þeir ólánsmenn eða skammlífir." Nú er bara að vita hvort einhver leggur í að leita upp þennan sára- sjaldséða og alfiiðaða fugl, bjóða örlögunum og fuglafriðunarlögun- um birginn og detta í lukkupottinn. Eða hvort sá hinn sami lætur duga að gerast fuglaskoðari. Ari Trausti Guðmundsson. FYRIR PEN KOMDU MEÐ FILMUNA OG ÞÚ FÆRÐ MYNDIRNAgfc^^ sam- yfr DÆGURSm f* FALLEGU ALBÚMI ÁN AUKA- GJALDS. LJOSMYNDAí-JONUSTAN HF laugavegi 178 - R /kjavik - Simi 685811_ Samstarf Búnaðarbankans og Brunabótafélagsins gerir þér nú mögulegt að kaupa ferðatryggingu um leið og þú kaupir gjaideyri í bankanum. Ferðatrygging Brunabótafélagsins er samsett trygging sem bætir tjón vegna slysa, sjúkdóma og ferðarofs, auk tjóns á farangri. Búnaðarbankinn býður ferðatékka í 7 gjaldmiðlum, seðla í öllum skráðum gjaldeyristegundum og Visa greiðslukort. Ferðatrygging og gjaldeyrir á sama stað. iffBRIinilBðT IRSgr -AFÖRYGGISÁSTÆÐUM BÍNMMRBANKJNN TRAUSTUR BAIMKI essemm s(a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.