Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 16
16 DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. Með hvaða liði heldur þú í fótbolta? Kristján Ólafur Smith: Ég held með Víkingum. Ég vona svo sannarlega að þeim takist að vinna 2. deildina. Spurningin Sölvi Þórðarson: Fram. Þeir eru langbesta liðið á landinu. Georg Rúnar Ásmundsson: KR er mitt lið. Ég er samt ekki öruggur um að þeir vinni íslandsmótið. Sveinn Jónason: Ég held með KR. Þeir vinna mótið alveg pottþétt. Helga Björk Sigurbjarnardóttir: Ég held með Völsurum. Þeir eru með mjög gott lið. Ragnar Már Vilhjálmsson: Framarar eru mínir menn. Ég vona að þeir vinni íslandsmótið núna. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Tónleikamir tókust vel að gera upp á milli erlendu hljóm- sveitanna. Þær komust allar mjög vel frá sínu. íslensku hljómsveitimar voru yfir höfuð góðar. Grafík var að okkar mati langbest en Greifamir íylgdu þeim fast á eftir hvað varðar skemmtilega sviðsframkomu. Ekki vissum við hvers var að vænta frá Bjama Tryggva en hann stóð frekar vel fyrir sínu. Eitt skyggði þó á næstum fullkomna tónleika. Til hvers var verið að láta Rikshaw spila? Þeir vom ekki nógu góðir fyr- ir svona stórtónleika. 011 Stemmn- ing datt niður hjá þeim og sviðs- framkoman var frekar stirð. Auðséð var að þeir vora ekki að spila fyrir áhorfendur. Leitt er að horfa upp á hnignun sem átt hefur sér stað hjá þeim. Fyr- ir ári var þessi hljómsveit mjög efriileg og fersk. En í dag er allur glansinn og ferskleikinn farinn af henni. Ef við munum rétt þá lýstu þeir því yfir að þeir myndu einungis vera tónleikahljómsveit. Hefði ekki frekar átt að fá ein- hveijar aðrar íslenskar hljómsveitir sem geta staðið fyrir sínu, bæði hvað varðar sviðsframkomu og fersk- leika? Hvemig hefði t.d. verið að fá hljómsveitina Art frá Akureyri eða Skriðjökla? Tónlistarunnendur skrifa: mjög gott framlag til tónlistarlífs hér Við viljum byija á því að þakka á landi. Tónleikamir báða dagana forráðamönnum Listapopps fyrir heppnuðst mjög vel. Mjög erfitt er Listapopp - nánast gallalausir tónleikar, segja tónlistarunnendur. Knattspymumæiírinii fullur Ein á háa c-inu skrifar: Nú er mælirinn svo fullur að út úr flóir. Hvemig er þetta með sjónvarpið? Ræður Bjami Fel þar algerlega ríkj- um? Það er ekki orðið kveikjandi á tæk- inu fyrir þessa sparki. Jafhvel fréttim- ar eru felldar niður. Það er ekki verið að gera tónlistinni svona hátt undir höfði. Hvers vegna fengum við ekki að sjá Live Aid tónleikana sem verða aldrei endurfluttir? Og hvers vegna var ekki bein útsending frá Shadows tónleikunum alveg eins og frá Herbie Hancock? Fáum við ekki heldur að sjá frá tónleikunum í höllinni? Ég er alveg fjúkandi reið yfir þessu og það eru margir aðrir líka. Það verð- ur stór spuming hvað við gerum þegar afhotaseðlamir koma í haust! Vandræði annarra Hannes hringdi: Það er einkennileg sú lenska sem virðist ríkja hjá fólki hér á landi að velta sér upp úr vandræðum annarra. Allar þær svívirðilegu athugasemdir, sem fallið hafa að undanfómu um hin ýmsu mál sem upp hafa komið, era svo lágkúra- legar að ég á engin orð. Hvemig ætli sögusmettum myndi líða ef þær lentu einhvem tímann í vand- ræðum þeim sem þær slúðra um? Ekki vel gæti ég trúað. Það eiga allir að fá að halda mannlegri reisn sinni í lýðræðis- þjóðfélagi. Gleymum ekki að maður er saklaus þangað til annað sannast. Á.G. fannst myndin Carrie ákaflega ógeðfelld. 'mmw' j ■ i „Harðast finnst manni að útsöluvín skuli aðeins ætlað þeim sem bua í Reykja- vik.“ Engin útsala fyrir utanbæjarfólk Hörður Pétiu-sson hringdi: Alveg er þetta makalaust með þá í Ríkinu. Þeir auglýstu útsölu á dögun- um og ég hringdi og bað um að mér yrðu sendar nokkrar flöskur af útsölu- víni. Þá var því svarað til í búðinni að útsöluvínið væri ekki sent út á land. Mér er spum: Var þessi útsala ein- göngu fyrir höfuðborgarbúa? Hvað er þetta annað en mismunun. Þetta er alveg dæmigert fyrir hvemig er komið fram við þá sem búa úti á landi. Við þurfum til dæmis að borga allt að 170 krónum meira fyrir hveija flösku af. áfengi sem við kaupum í Ríkinu. Send- ingarkostnaðurinn er það hár. Harðast finnst marmi þó að útsölu- vín skuli aðeins ætlað þeim sem búa í Reykjavík. Af hveiju megum við sem búum úti á landi ekki fá ódýrrt vín eins og aðrir? Hiyllileg hrollvekja Á.G. skrifar: Mig langar að gera athugasemd við margumrætt kvikmyndaval sjón- varpsins. Það er vægast sagt með eindæmum. Látum vera þó sýndar séu einstaka skandinavískar kvikmyndir, svona rétt til að auka íjölbreytnina. Hitt er aftur á móti verra þegar þessar bandarísku bíómyndir era fram úr hófi ógeðfelldar. Um helgar gefst fjölskyldum oftast tími til að vera saman. Það era marg- ar fjölskyldur sem horfa þá saman á sjónvarp. Ég skil því ekkert í sjón- varpsmönnum að sýna mynd eins og Carrie sem var sýnd á laugardags- kvöldi um daginn. Þetta var vægast sagt ógeðsleg mynd um galdra og dráp. Dóttir mín, 7 ára, var aldrei þessu vant hjá vinkonu sinni og þar sá hún til allrar óhamingju þessa mynd. Hún var alveg miður sín þegar hún kom heim og gat vart sofið um nóttina. Mér finnst því vægast sagt undarlegt hjá sjónvarpinu að vera að sýna svona hiyllingsmyndir þegar fjölskyldur vilja eiga stund saman. Sýnið í guð- anna bænum eitthvað við allra hæfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.