Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1986, Blaðsíða 44
44 DV. MÁNUDAGUR 30. JÚNÍ 1986. V Sviðsljós_____________Sviðsljós_____________Sviósljós____________Sviósljós Dansað kringum Jónsmessustöngina. Tónsmessuvaka við Norræna húsið Fólk gat sjálft steikt pylsur sínar yfir heitum kolum Jónsmessa hefur ávallt verið sveip- uð dulúðlegum ljóma í sögum ýmissa landa. Menn eiga víst að geta fengið bót sinna meina ef þeir velta sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt og ýmsir trúa að óskastund beri upp á eitt augnablik yfir nóttina. íslend- ingar hafa að vísu fæstir gert sér dagamun á Jónsmessunni en ýmsir hópar og félög nota þó tækifærið. í síðustu viku efndu samtök vinafé- laga Norðurlanda á Islandi til Jónsmessuvöku að sænskum sið. Slík vaka hefur verið haldin hérlendis nokkrum sinnum áður og mælst ágætlega fyrir. Töluvert af fólki safn- aðist saman hjá Norræna húsinu og gerði sér glaðan dag. Var dansað í kringum Jónsmessustöng sem þar hafði verið reist að sænskum sið og einnig var grillað og boðið upp á pylsur. Þama mátti sjá fólk á öllum aldri og skemmtu menn sér vel. Á Jónsmessuhátíðinni var fólk á öllum aldri. Lokasýning Ladda haldin með pomp og prakt > Laddi kveður eftir 60 sýningar fyrir troðfullu húsi. I vetur og vor hefur Þórhallur Sig- urðsson eða Laddi skemmt gestum í Súlnasal Hótel Sögu með stórkost- legri skemmtidagskrá. Alls var dagskráin flutt 60 sinnum og var allt- af troðfullt. Brá Laddi sér í gervi ýmissa þjóðkunnra persóna eins og Eiríks Fjalars, Þórðar húsvarðar og Tanna. Naut Laddi aðstoðar valin- kunnra einstaklinga við sýningarn- ar. Egill Eðvarðsson var stjórnandi þeirra, Gunnar Þórðarson útsetti tónlistina, hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar lék undir og sérlegur aðstoðarmaður Ladda var Halli bróðir hans. Kynnir var Páll Þor- steinsson, rásarmaðurinn góðkunni, og dansarar frá Dansstúdíói Sóleyjar komu þar einnig við sögu. Sextugasta og síðasta sýningin fór fram 7. júní fyrir fullu húsi. Við það tækifæri voru allir þeir sem hlut áttu að máli við uppfærsluna kallaðir fram á svið og þeim þakkað. Tekið var á móti gestum við innganginn með blómum og biðu menn spenntir eftir 20.000asta gestinum. Hans biðu vegleg verðlaun sem voru: Gisting fyrir tvo í svítu hótelsins ásamt kvöldverði í Grillinu og morgunverði fyrir brottför. Lóa Rún Kristinsdóttir var sú heppna og hreppti hnossið. Getur hún því lifað eins og drottning eina kvöldstund. Wilhelm Wessman, framkvæmdastjóri Gildis hf., býður Lóu Rún Kristinsdóttur velkomna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.