Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986. 5 dv Fréttir Kasparov vann 22. einvígisskákina í Leningrad: Þvinguð vinnings- leið í biðstöðunni Þiggi leiðtogamir kvöldverðarboð að Bessastöðum munu þeir setjast að snæðingi við þetta borð sem er í borðstofu forsetasetursins. Kvöldverðarboð á Bessa- stöðum á dagskránni Er 22. skákin í heimsmeistaraein- víginu fór í bið í Leningrad á föstudag voru spekingar ekki á eitt sáttir um það hvort Kasparov ætti vinningsvon, eða hvort staðan væri jafntefli. Ka- sparov haíði peði meira en Karpov hafði komið hrók sínum fyrir að baki víglínunnar og hafði gagnfæri. „Svart- ur hefur góða jafhteflismöguleika," sagði stórmeistarinn, Eduard Gufeld, en öldungurinn David Bronstein var þeirrar skoðunar að hvítur hefði öllu meiri vinningsmöguleika en svartur jafnteflisfæri., Það var ekki fyrr en löngu eftir að skákin hafði farið í bið, sem sérfræð- ingar komu auga á sannleikann. Við morgunverðarborðið á Hótel Len- ingrad flugu afbrigðin á vasatöflunum og allir luku upp einum rómi: Ef Ka- sparov hefði sett réttan biðleik í umslagið, ætti hann unnið tafl. Ka- sparov hugsaði í 17 mínútur um biðleikinn og nú var að bíða og sjá. Skákin var tefld áfram á laugardag. Er Lothar Schmid, yfirdómari ein- vígisins, opnaði umslagið var mikil eftirvænting í salnum. I ljós kom að biðleikurinn var hárréttur og hluti áhorfenda gat ekki stillt sig um að klappa. Kasparov eyddi aðeins einni mínútu á þá leiki sem eftir voru, Karpov notaði 3 mínútur. Hann gafst upp eftir 46. leik Kasparovs. Að ská- kinni lokinni skiptust þeir á nokkrum orðum - þeir hafa ekki rætt skákimar síðan eftir 47. skákina í fyrsta ein- víginu. Síðan hafa þeir teflt 47 skákir orðalaust. Eftir sigurinn telja flestir gulltryggt að Kasparov muni halda heimsmeist- aratitlinum. Staðan er nú 11,5 - 10,5 Kasparov í vil. Honum nægir eitt jafn- tefli í þeim tveim skákum sem eftir eru, því að heimsmeistarinn heldur titlinum á jöfiiu. En það er ólíklegt að Kasparov sætti sig við annað en að knésetja Karpov að sönnu. Og það er enn ólíklegra að Karpov leggi árar í bát. Hann hefur sýnt það í þessu ein- vígi að hann heldur höfði sama á hverju gengur og hann stýrir hvítu mönnunum í 23. skákinni, sem tefld verður í dag. Annars vakti athygli í skáksalnum að tveimur voldugum auglýsinga- spjöldum var komið fyrir neðan við sýningaborðin. Á öðru stóð „Kansallis bank“, sem er finnskur banki, og á hinu stóð „Friðarleikamir í Seattle 1990“. Þetta minnti vestræna blaða- menn óneitanlega á auglýsingaflóðið á Park Lane hótelinu í London. Spjöldin vom sett upp fyrir tilstilli íþróttamálaráðs Sovétríkjanna. Það mun nýmæli að auglýst sé með þessum hætti í skákkeppni þar eystra. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð l.d4 RfB 2,c4 e6 3.RÍ3 d5 4.Rc3 Be7 5.Bg5 h6 6.Bxf6 Bxffi 7.e3 6-6 8.Hcl c6 9.Bd3 Rd7 10.6-6 dxc4 U.Bxc4 e5 12.h3 exd4 13.exd4 Rb6 Þeir tefldu fyrstu leikina hratt, báð- ir eyddu 5 mínútum. Karpov lék 13.-c5 í tíundu skákinni en rataði í ógöngur, þótt skákinni lyki með jafhtefli um síðir. Nú hverfixr hann aftur að ridd- araleiknum, sem hann lék í 23. ská- kinni í síðasta einvígi. Á Skákþingi Sovétríkjanna í Kiev í ár fékk Beljav- sky frambærilega stöðu með svörtu mönnunum í þessu afbrigði. Það er fullvíst að K-in tvö hafa legið yfir stöð- unni síðan. 14.Bb3 Bf5 15.Hel a5 Þetta er einmitt hugmynd Beljav- skys en í annarri stöðu. Skákin Rashkovsky - Beljavsky, í Kiev, tefld- ist þannig: 15.-Dd7 16.Dd2 a5 17.a3 a4 18.Ba2 Hfe8 19.Df4 Be6 20.Bxe6 Hxe6 21.Hxe6 Dxe6 22.Dc7 Db3! og svartur hélt jafiivæginu. Kasparov hugsaði í 7 mínútur um næsta leik en Karpov hélt áfram að tefla hratt. 16.a3 He8 17.Hxe8 Dxe8 18.Dd2 Rd7!? Svoh'tið einkennilegur leikur, sem Karpov lék án umhugsunar. Hann býr sig undir að skipta upp á hvítum ridd- ara á e5-reitnum, losar um b-peðið og gefur drottningunni reit á b6. Ka- sparov hugsaði í 17 mínútur um næsta leik. 19. Df4 Bg6 20.h4! Hyggur á landvinninga á kóngs- væng. Fái hann ráðrúm til leikur hann g2-g4 í næsta leik og hrekur svörtu mennina á flótta. Karpov, sem fram að þessu hafði aðeins hugsað í 8 mín- útur, velti nú vöngum yfir stöðunni í hálfa klukkustund og afréð að tefla hindrunarskák. 20. -Dd8 21.Ra4 h5 22.Hel b5 23.Rc3 Db8 24.De3 b4 25.Re4! bxa3 Karpov tekur ekki áhættuna af framhaldinu 25.-Bxe4 26.Dxe4 bxa3, því að einfaldlega með 27.Bc2! Rf8 28.bxa3 hefúr hvítur betra tafl. Hins vegar virðist 27.Bxf7 + Kxf7 28.De6+ R® 29.Dxd7 axb2, eða 29.Rg5 Bxg5 30. hxg5 axb2 31.g6 Df4 32.Dxd7 Dffi ekki koma neinu til leiðar. Tímanotk- vm var nú nokkuð jöfii, báðir höfðu eytt um 1 klst. og 25 mínútum. 26.Rxf6 RxfB 27.bxa3 Rd5?! Nú lendir Karpov í snöggtum lakari stöðu, með afleitan biskup gegn sterk- um riddara. E.t.v. var 27.-Dd6 28.Re5 He8 betra. 28.Bxd5 cxd5 29.Re5 Dd8 30.DÍ3 Ha6 31. Hcl Kh7 32.Dh3 Hb6 33.Hc8 Dd6 34. Dg3! a4?! 35.Ha8! Kasparov átti 22 mínútur eftir en Karpov aðeins 11 mínútur og hugsaði nú í 6 mínútur. hann er kominn í vanda og getur fallið í a.m.k. tvær skemmtilegar gildrur: Ef 35.-Hb3??, þá 36.Hh8+! Kxh8 37.Rxf7+ og drottningin fellur og ef 35.-Ha6? þá 36. Rxf7! Bxf7 37.Dd3+ og hrókurinn fellur. Hann tapar peði. 35. -De6 36.Hxa4 Df5 37.Ha7! Margir töldu 37.Ha8 sterkara en að biðskákinni lokinni skiptu þeir um skoðun. 37. -Hbl+ 38.Kh2 Hcl Ef 38,-Hfl, þá 39.RÍ3 ffi 40.Dc7 og vinnur. Þess vegna fer Karpov á c- línuna og nú hótar hann 39.-Dbl með gagnsókn. 39.Hb7 Hc2 40.f3 Hd2? Biðstaðan. Margir spáðu 41.Hb4 í biðleik og bjuggust við jafhtefli. Þetta gæti allt eins verið skákþraut: „Hvítur leikur og vinnur!" 41. Rd7! Hxd4 Eða 41.-ffi 42.RÍ8+ Kh6 43.Dc7 og vinnur. 42. Rffi+ Kh6 Og nú leiðir 42.-Kg8 43.Hb8 beint til taps vegna yfirvofandi firáskákar. 43. Hb4! Ef svarti hrókurinn víkvu- sér undan nú, kæmi 44.Hb8 og við hótuninni 45. Rxg6 og 46.Hh8+ er ekkert svar - ef 44.-Bh7, þá 45.Dg5+ Dxg5 46. hxg5 + Kxg5 47.Rxh7 + og vinnur mann. Ekki gekk strax að leika hrókn- um upp í borð, vegna 43.-Df4 og leppar hvítu drottninguna. Þetta er lykilleik- urinn í „skákþrautinni". Svartur er vamarlaus. Eftir 43.-Hxb4 44.axb4 d4 (eða 44-ffi 45.Dxg6+ Dxg6 46.Rxg6 Kxg6 47.b5 d4 48.Kg3 og vinnur) 45.Dc7 tapar svartur á sama hátt og í skákinni. 43.-Hc4 44.Hxc4 dxc4 45.Dd6 c3 46.Dd4 Og Karpov gafst upp. Hvítur hótar máti með 46.De3+ og eftir 46.-Bh7 47. Dxc3 er frekari barátta vonlaus. -JLÁ Leiðtogamir tveir munu eiga fund með Steingrími Hermannssyni og Vig- dísi Finnbogadóttur meðan á dvöl þeirra stendur hér. Steingrímur og Vigdís munu eiga stuttan sameiginlegan fúnd með þeim Reagan og Gorbatsjov sem líklega verður í ráðherrabústaðnum. Ekki er ljóst hvenær sá fundur verður en ekki er ólíklegt að hann verði síðdegis á laugardag, um kvöldmatarleytið. Þá hefur komið til tals að leiðtog- amir snæði kvöldverð að Bessastöð- um. Ef af þeim kvöldverði verður verður hann á föstudags- eða laugar- dagskvöld. -KÞ Slappaðu af! n i •— ? fJlM £ L 7 j t Þú veist hvernig það er. Stífur háls eftir margra tíma akstur í bíl. Strengur í baki eða bólgnir fætur eftir erfiðan vinnudag Clairol nuddkoddinn getur hjápað þér, þú lætur hann einfaldlega gæla við hálsinn, hrygginn og fæturna reglulega yfir daginn, þannig að vöðvar haldist mjúkir og blóðstreymið sé eðlilegra. Þeir sem nota Clairol nuddkoddann koma síður þreyttir heim úr vinnunni. Clairol nuddkoddann þarf ekki að tengja við rafmagn, því hann er knúinn af 2 rafhlöðum sem endast í 150 skipti miðað við 10 mín. notkun í hvert sinn. Clairol nuddkoddinn alltaf við hendina. VIÐIDKUM VEL A M0TIÞER SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.