Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1986, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 1986. 29 Rás 2 er í dauðateygjunum - Sellum líkið! *** Fyrir tveimur árum gagmýndi ég rás 2 harkalega í blaðagrein. Margir urðu til að mótmæla gagmýninni og spratt af þessu hin ágætasta ritdeila. Vegna haldgóðrar þekkingar minnar á markaðnum vissi ég að menn voru blindaðir af nýjabruminu og blindaðir af villandi samanburði við gamaldags og þunglamalega dagskrá rásar 1. Ég taldi að útvarpsrás, sem byggir dagskrá sína aðeins á einhæfú skallapoppdiskói, sjálfsdýrkun, aula- húmor og klíkuskap, yrði ekki langlíf. Nú hafa tvær nýlegar skoðanakann- anir staðfest kemúngu mína. Eftir tæp 3 ár í loftinu liggur rás 2 í dauðateygj- um. 9 af 10 mögulegum hlustendum kjósa að hlusta á Bylgjuna, rás 1 eða ekki neitt frekar en hlusta á rás 2. Vinsældalistahneykslið Það ætti að vera öllum ljóst í dag að rás 2 hefúr frá fyrsta degi verið afar illa rekið fyrirtæki, svo illa að fúrðu sætir. Fjölskyldu-, vina- og hags- munatengsl ráða ferð í mannaráðn- ingum. Dagskrárstjóm er engin. Allir spila sömu einhæfu skallapopplögin með sjálfum sér, öðrum úr klíkunni eða útlendum skallapoppurum sem klíkan þarf að auglýsa upp vegna einkaumboða, aðdáendaklúbba eða annarra eiginhagsmuna. Menn endur- taka óáreittir sömu málvillumar, sömu kækina og sama bullið dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mán- uð og allt upp í 3 ár! Berast hefúr einhæft lagavalið og klfkuskapurinn verið í hrunadansin- um umhverfis svokallaðan vinsælda- lista rásar 2. Á þeim vettvangi hafa hiustendur verið ginntir til að kjósa á milli þeirra fáu skallapopplaga sem dagskiá rásarinnar snýst um. Þegar þrönga ættingja- og vinahópnum á rásinni líkar ekki úrslitin þá ógildir hann bara kosninguna og raðar listan- um eftir sínum geðþótta. Engar auglýsingar Þessi ómarktæki vinsældalisti er síðan spilaður mörgum sinnum í viku hverri, heill og hálfúr og í ótal bútum. Auk þess er vitnað í hann daginn út og inn. Fréttadeildum dagblaða og poppsíðum er vikulega send ítarleg lýsing á útliti listans hveiju sinni. Hljómplötuverslanir fá einnig listann sendan í plakatformi. Listinn er sem sagt guð rásarinnar, gullkálfur sem gengur næst heimsendi að fréttagildi, sbr. kynningu á nýju einkennisstefi hstans. Þessi fíflagangur allur með gjörsam- lega ómarktækan vinsældalista vitnar um ótrúlegt agaleysi og óprúttna skrílmenningu sem þrífst á rás 2. Anað dæmi um sjálfúmgleði og dóm- greindarleysi ráðamanna á rásinni eru auglýsingataxtar rásarinnar. Ég minnist fundar sem ég sat með ráða- mönnum rásarinnar skömmu áður en útsendingar rásarinnar hófúst. Þar voru auglýsingastofum kynntir vænt- anlegir auglýsingataxtar rásarinnar. Rásarmenn voru fræddir um það að taxtamir væru of háir miðað við út- breiðslu og áhrifamátt rásarinnar. En rásarmenn kusu að berja höfðinu við steininn. Fyrir bragðið fékk rásin eng- ar auglýsingar fyrr en eftir að auglýs- ingataxtar höfðu verið lækkaðir í tvígang. Fimmföld hækkun á auglýs- ingataxta Og enn beija rásarmenn höfðinu við steininn. Þegar ný útvarpsstöð, Bylgj- an, sem gerir út á sama léttpopp- markaðinn og rásin, hóf göngu sína hefði verið eðlilegt að auglýsingataxt- ar rásar 2 lækkuðu. Það þurfti engan sprenglærðan markaðsfræðing til að átta sig á að hlustendum á léttpopplín- unni myndi ekki fjölga sem neinu næmi. Þess í stað myndi kakan skipt- ast á milli rásarinnar og Bylgjunnar. Hvemig skiptingin yrði nákvæmlega gat enginn spáð um án þess að þekkja dagskrá Bylgjunnar. Nauðsynlegt hefði þó verið að lækka auglýsinga- taxta rásarinnar um a.m.k. helming. En sjálfiimglaðir rásarmenn gátu ekki hugsað sér slíkt. Því fór sem fór. KjaUaiinn Jens Kr. Guðmundsson auglýsingateiknari Skoðanakannanir sýna að flestir léttpoppunnendur taka Bylgjuna fram yfir skallapopprásina. Ekki einu sinni 1 af hveijum 10 mögulegum hlustend- um nennir að hlusta á rásina á meðan rösklega fimm sinnum fleiri hlusta sér til ánægju á Bylgjuna. Fyrir auglýsanda lítur dæmið þann- ig út: Auglýsingasekúndan hjá Bylgjunni kostar 192 kr.-229 kr. Sé fámennum hlustendahópi rásarinnar deilt í þær krónur kemur í ljós að auglýsingasek- úndan hjá rásinni má í allra hæsta lagi kosta 50 kall (miðað við fijáls- lyndustu skekkjumörk). Að henda 100 þús. kr. En rásarmenn sitja í fQabeinstumi og neita að horfast í augu við sjálfa sig. Þeir halda auglýsingasekúndunni í 260 kr.! Þetta þýðir að hver sá sem auglýsir á rás 2 er að henda 210 kr. fyrir hveija sekúndu. Með öðrum orðum: Sá sem fer í 20 birtinga herferð með 25 sek. auglýsingu á rás 2 hendir rösklega 100 þús. kr.! Hver hefúr efiú á slíku? Tómir aug- lýsingatímar rásarinnar en troðfullir auglýsingatímar Bylgjunnar segja okkur að fáir telji sig hafa efhi á að henda stórum fjárfúlgum í rásina. Eina afsökunin, sem rásarmenn finna fyrir alltof háum auglýsinga- taxta, er að forvitni reki fólk til að hlusta frekar á Bylgjuna en rásina. Þetta er firáleit afeökim. Ef fólki þætti dagskrá rásarinnar bitastæð þá myndi það hlusta á hana þótt boðið sé upp á dagskrár fleiri útvarpsstöðva. Sú stað- reynd, að 9 af hveijum 10 mögulegum hlustendum kjósa að hlusta á Bylgj- una, rás 1 eða ekki neitt fremur en hlusta á rásina, þýðir aðeins eitt: Fjöldanum er ósárt um að missa af skallapoppdiskói, sjálfedýrkun og aulahúmor hins þrönga ættingja- og vinahóps sem ræður ríkjum á rás 2. Seljum rás 2 Nú þegar það er borðleggjandi að rás 2 er í dauðateygjunum væri fróð- legt að fa svör fjármálaráðherra, Þorsteins Pálssonar, og menntamála- ráðherra, Sverris Hermannssonar, við þessum spumingum: Hvers vegna á ríkið að reka út- varpsrás sem gegnir engu öryggis- eða menningarhlutverki? Rás sem þvert á móti er menningarfj andsamleg? Rás sem hefúr á tæpum þremur árum nán- ast kæft skapandi rokk í Reykjavík? Rás sem mismunar íslenskum popp- músíköntum gróflega? Rás sem hleður undir klám, klíkuskap og skrílmenn- ingu? Er eftir nokkru að bíða með að ríkið selji þessa rás? Jens Kr. Guðmundsson. „Það ætti að vera öllum ljóst í dag að rás 2 hefur frá fyrsta degi verið afar illa rekið fyrirtæki, svo illa að furðu sætir.“ Urval ÚRVAL - OKTÓBERHEFTIÐ ER KOMIÐ Á BLAÐSÖLUSTAÐI ÚRVAL LESTRAREFNIS VIÐ ALLRA HÆFI MEÐAL EFNIS í OKTÓBERHEFTINU MÁ NEFNA: VAR ÞETTA ÞAÐ SEM KOM FYRIR DÍNÓSÁRANA? Vísindameim hallast nú að þvi að þróunin hafi ekki verið sigandi, heldur í stökkbreytingum af ástæðum sem beinlínis komu úr heiðskíru lofti! AÐ HAGNAST Á HRYÐJUVERKUM Hér er niöurstaöa höfundarins sú aö umfang hryöjuverka 1 heiminum stafi fyrst og fremst af því aö ákveöin ríki beiti þeim óbeint sem baráttutæki og önnur ríki taki ekki mannlega á móti af því að þau gætu skaöast á því fjárhagslega. NOKKRAR SPURNINGAR UM SPIK Varpaö er fram nokkrum spumingum um líkamsfitu, svo þér gefist kostur á aö kanna þekldngu þína á því fyrirbæri. Kannski getur þú slakað af þér einu eða tveimur kílóum aðeins með auldnni þekldngu. BÖRNIN MÍN GEGNA MÉR EKKI! Þessa staöhæfingu má fremur kalla viðlag en kvæði og hér skortir ekkert á að foreldrakór- inn tald undir. Hér segja nokkrir foreldrar frá reynslu sinni og uppeldisfræðingur svarar. - Fyrir utan þetta eru 16 aðrir titlar í heftinu og allt stendur þetta vel undir slagorðinu: Fræðandi, fjöl- breytt, fyndið. Náðu þér í októberheftið núna - vertu ÚRVALS lesandi! ÚRVAL, TÍMASIT FYRIR ALLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.