Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1986, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 8. OKTÓBER 1986. 15 Reagan og Friðlýsið Island, takk Umræðan um öryggismál á íslandi hefur aðallega snúist um veru okkar í Nató og bandaríska hersins hér. Sumir á móti en aðrir með. Eina frumlega innleggið í þessa umræðu heíúr svo verið hvort við ættum að taka beint gjald af Bandaríkjastjóm eða halda „stolti“ okkar og fa borgað á óbeinan hátt. Þessi óbeina borgun er að vísu ekki svo lítil því um 10% - af gjaldeyristekjum þjóðarinnar koma í gegnum herinn. Margir halda því einnig fram að hagstæðir við- skiptasamningar, lánstraust í er- lendum bönkum og jafnvel lendingarleyfi Flugleiða í Banda- ríkjunum séu tengd vem okkar í Nató. Græða á hernum Það orkar ekki tvímælis að margir einstaklingar og fyrirtæki stórgræða á vem hersins hér. Þeir hinir sömu sem standa á bak við stærstu stjóm- málaflokkana og stýra helstu fjöl- miðlum landsins. Auðvitað segja þeir ekki þjóðinni að þeir vilji að herinn sé hér vegna eigin hagsmuna, heldur er sagt að vera hans sé nauð- synleg fyrir okkar eigið öryggi. Þeir sem em á móti hemum benda á hvað hann sé mikilvægur fyrir Bandaríkjamenn, en slæmur fyrir okkur. Þeir em á móti hemum til þess eins að afla sér atkvæða og hafa lítinn áhuga á að hann hverfi á brott. Enda sýndi það sig að þegar þeir vom í aðstöðu til að láta hann fara gerðu þeir ekkert. Ekki nema von, því á sama hátt og enginn slátr- ar góðri mjólkurkú, fer enginn hefðbundinn pólitíkus að eyða því baráttumáli sem mest hefur gefið af sér. Ný lausn Spumingin er: Er núverandi ástand í öryggismálum hagkvæmt fyrir íslensku þjóðina? Er það henni Kjallaiiim Pétur Guðjónsson formaður Flokks mannsins ir hafa stutt Somoza, Marcos og Duvalier og fleiri slíka leiðtoga. Ég tel að til sé ný lausn. Hún er fólgin í því að fá fúlltrúa stórveld- anna, Reagan og Gorbatsjov, til að skrifa undir sáttmála sem tryggi ævarandi hlutleysi íslands þar sem báðir aðilar skuldbinda sig til þess að vera hér hvorki með her né hem- aðaráfrom í lofti, á láði eða legi. Bandaríkjamenn myndu hverfa frið- samlega á brott með her sinn, f sland færi úr Nató og Rússar hættu ,að sveima í kringum landið í kafbátum sínum. Einhveiju eftirliti með sátt- málanum yrði komið á, annaðhvort af hlutlausum aðilum eins og S.Þ. eða frá Norðurlöndunum eða þá eft- „Ég tel að til sé ný lausn. Hún er fólgin í því að fá fulltrúa stórveldanna, Reagan og Gorbatsjov, til að skrifa undir sáttmála sem tryggi ævarandi hlutleysi íslands í hag að öll umræða um þessi mál sé á afdönkuðu, stöðnuðu slagorða- plani? Er ef til vill til einhver ný lausn sem myndi tryggja öryggi okk- ar án þess þó að skaða hagsmuni þjóðarinnar? Lausn sem gerði okkur kleift að standa upprétt á alþjóða- vettvangi sem raunverulegir boð- berar friðar. Stolt, vegna þess að við myndum ekki þurfa að styðja ein- ræðisherra og morðingja á alþjóða- vettvagni eins og við höfúm gert hingað til, m.a. með eymdarlegri þögn okkar á þingum Sameinuðu þjóðanna, bæði í tíð vinstri og hægri stjóma. Þannig studdi vinstri stjóm- in t.d. Pinochet þegar hann hrifsaði til sín völdin árið 1973. Aðrar stjóm- irlitsmönnum frá báðum stórveldun- um. Bamaleg hugmynd? Nei, hún er raunhæf, einfold og framkvæmanleg og umfram allt, þetta myndi verða til góðs fyrir alla. Varnarmál bara bisness Bandaríkjamenn gætu verið hrifii- ir af þessu því þeir hafa ekkert að gera með þessa herstöð hemaðar- lega og þeir græða lítið á henni. Ég veit að þvi gagnstæða er haldið fram, bæði af þeim sem em með og á móti vem hersins, þeim sem græða á hon- um efnahagslega og/eða pólitískt. En staðreyndin er sú að þótt þessi herstöð hafi einu sinni verið mikil- væg þá er eftirlitshlutverki hennar í dag vel sinnt bæði af gervihnöttum svo og nærliggjandi herstöðvum á Norður-Atlantshafi. Þeir sem efast um þessa staðhæfingu geta annað- hvort gluggað í bandarísk hermála- tímarit eða skroppið á einhverja mikilvæga herstöð Bandaríkjanna og borið saman við Keflavíkurflug- völl. Á þeim fyrmefridu er allt í uppbyggingu og fínpússað gagnstætt niðumíðslunni hér á Suðumesjum. Hvar liggur þessi mismunur? Hann er vegna þess að vamarmál em fyrst og fremst „bisness". Þar sem er mik- ilvæg herstöð em miklar fram- kvæmdir, mikil umsvif. En ef hún skiptir litlu máli, eins og hér, er erf- itt að fá íjárveitingu frá bandaríska þinginu. Svo einfalt er það og þarf engan sérfræðing til þess að skilja þessa rökfærslu. Bandaríska stöðin er ekki hér af hemaðarlegum ástæðum heldur vegna hagsmuna íslenskra ráða- manna, smágróða bandarískra fyrir- tækja sem selja þjónustu og vörur til vamarliðsins og vegna tregðulög- málsins sem ríkir í bandaríska vamarmálaráðuneytinu, en það er þungt í vöfúm og seint til breytinga. Báðir munu græða Reagan yrði mjög vinsæll á því að hafa stuðlað að fríði í heiminum með því að friðlýsa ísland og fá Sovét- menn til þess að hverfa héðan á brott með kafbáta sína. Gorbatsjov hefði engu að tapa með þessu samkomulagi. Hann yrði hylltur heima hjá sér fyrir það að koma hemum héðan og fækka um eina þjóð í Nató. Annars staðar yrði litið á hann sem framkvæmdamann sem stæði við fríðarorð sín. Sviss norðursins Við íslendingar hefðum engu að tapa. Þveröfugt. Sá friðarstimpill, sem við eflaust fáum vegna viðræðna stórveldanna hér, myndi magnast og ísland yrði meir og meir að Sviss norðursins. Reyndar myndu ein- hverjir hagsmunaaðilar tapa bisness en ég treysti þeim fyllilega til að nota hugvit sitt og róa á önnur mið. Friður og öryggi Við íslendingar erum skynsöm og fríðelskandi þjóð og erum í Nató ekki vegna þess að við séum svo hrifnir af því heldur vegna þess að við höfum ekki eygt neinn annan möguleika til að tryggja öryggi okk- ar. Þessi þriðji möguleiki, „fríðlýsing Islands", er nú til staðar. Hann full- nægir bæði kröfúm okkar um fríð og öryggi. Sögulegir skussar? Auðvitað geta Reagan og Gor- batsjov ekki undirritað þennan sáttmála án þess að ráðgast við ríkis- stjóm íslands og Alþingi. En ég trúi ekki að okkar menn myndu hafiia slíku tækifæri ef þeim stæði það til boða. Þeir væru þá sögulegir skussar sem vildu ekki sjá hvemig þetta myndi lyfta þjóðinni til vegs og virð- ingar og tiyggja frið og öryggi landsins um ókomna tíð. Stórt friðarskref Ef Reagan og Gorbatsjov sjá sér ekki fært að framkvæma þetta lítil- ræði hver mun þá trúa að þeir muni taka á stærri málum? Hver mun þá trúa því að friðarvilji þeirra sé ein- lægur? Friðlýsi þeir hins vegar ísland mun friðarbaráttunni í heim- inum vera gefinn byr undir báða vængi og þeir munu fá þakklæti okkar og annarrra þjóða heims fyrir vikið. Þeir munu skipa sér sess í sögunni sem raunverulegir boðberar friðar sem stigu stórt friðarskref á lítilli eyju í norðrinu þar sem elsta lýðveldi heims býr. Pétur Guðjónsson. Um hval og flugvélamóðurskip Forystusveit Greenpeacesamtak- anna telur fslendinga hafa fyrirgert tilverurétti sínum á jörðinni vegna hvalveiða er brjóti í bága við al- þjóðlegt samkomulag sem við erum aðilar að. (Fyrirsagnir Reykjavíkur- blaða í ágúst). Samtök þessi vekja á sér mikla athygli um allan heim, einkum fyrir áhuga sinn á lífríki jarðar og oft á tíðum dirfskufullar aðgerðir sínar til að vemda það og efla. Ágreiningur um túlkun Það má því verða okkur fslending- um umhugsunarefhi hve vægi okkar er lítið og réttur okkar smár að mati samtakanna. Við erum matvælaframleiðendur og útflutningur okkar að langmestu leyti matvæli. Það hlýtur því að telj- ast sérkennileg röksemdafærsla í okkar augum að okkur sé ekki skammlaust að geta étið alla okkar framleiðslu sjálfir. Sjávarútvegsráð- herra okkár greiddi atkvæði með alþjóðlegu samkomulagi varðandi hvalveiðar og friðun hvalastofna. Nú virðist ágreiningur upp kominn um samkomulagið því meining þess á enskri tungu er í ósamræmi við íslenzku meininguna. Að minnsta kosti liggur þar í enska textanum eitthvað milli lína sem ráðherra okk- ar sættir sig ekki við. Er þá um tvennt að velja: að breyta orðalaginu eða að ráðherra taki aftur atkvæði sitt og segi ísland úr þessu alþjóð- lega samkomulagi. Fleiri samningar okkar við erlend ríki kynnu að vera gallaðir og ef til vill grundvallaðir á gagnkvæmum misskilningi. Áríðandi er að slíkum sé sagt upp eða þeir leiðréttir áður en árekstri valda eða stórslysi. T.d. gæti eitthvert stórveldið að sjálf- Kjallaiinn Erlingur Gíslason leikari 1946, þá samþykkti það svipaða upp- ástungu árið 1949 og gerði her- stöðva- og hervemdarsamning. Nú er svo komið á íslandi að Nató hefur hér herstöðvar á öllum landshom- um. Álit manna breyttist þó smátt og smátt í þá átt að erlend herstöð sé hættulegn gestgjöfum sínum en vamarleysið áður fyrr. Vissulega em þetta vamarstöðvar og ekki ætlaðar til árásar en lítil vöm held ég ein- hverjum þætti í herstöð sem engu gæti hótað. ísland strandað flugvélamóð- urskip Dr. Luns frá Hollandi, einn prýði- legur starfsmaður vamarbandalags- ins og vinmargur á fslandi, kom hér við á leið heim til sín, eins og í ferð sinni, heldur átti líkingin við strandað skip, sem væri auðvelt skotmark og ófært um að víkja sér undan árás. Vonandi heldur alþingi hæfileika sínum til hraðfara hugarfarsbreyt- inga, - sú er von okkar veik, - ef núskyldinálgasthin ellefta stund. Þegar kjamorkueldar stíga til himins en eiturmökkur fyllir hveija laut og byggt ból, þá er of seint að taka til endurskoðunar samninga okkar við erlend ríki. Erlingur Gíslason. „Enginn leiddi hugann að því að líkingin átti ekki við flugvélamóðurskip á floti, sem réði ferð sinni, heldur átti líkingin við strandað skip, sem væri auðvelt skotmark og ófært um að víkja sér undan árás.“ sögðu á sama hátt og Greenpeace- samtökin dæmt af okkur tilverurétt- inn vegna þess að við erum ógnun við öryggi þess. Eftir stofnun lýðveldis 1944 var Alþingi fslendinga einhuga um að leyfa aldrei erlendar lierstöðvar á fslandi á fríðartímum. En viðsjár vom með stórveldum og öryggisleysi vaxandi og þar kom loks að þing- mönnum ofbauð vamarleysi lands- ins. Því varð það svo að þótt alþingi væri næstum einhuga um að hafiia málaleitan um erlenda herstöð árið kveðjuskyni, þegar hann lét af störf- um sem framkvæmdastjóri Nato. f samtölum við fjölmiðla lagði hann mikla áherzlu á mikilvægi fslands í vamarkeðju hins lýðfrjálsa vest- ræna heims. Og fúllur viðurkenning- ar klappaði hann okkur þakksam- lega á öxl. Hann líkti landi okkar við flugvélamóðurskip sem ekki yrði sökkt, hvað sem á gengi. Menn brostu, urðu dálítið upp með sér, kannski stoltir. Enginn leiddi hug- ann að því að líkingin átti ekki við flugvélamóðurskip á floti, sem réði „Nú er svo komið á Islandi að Nató hefur hér herstöðvar á öllum lands- homum. Álit manna breytist þó smátt og smátt í þá átt að erlend herstöð sé hættulegri gestgjöfum sinum en vamarleysið áður tyrr.“ S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.