Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1986, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 4. DESEMBER 1986. 37 Sviðsljós Ómótstæðilegur mótleikari Hvaða kvenmaður myndi neita þessum tennisspilara um leik? Nýjasta farið í henni Ameriku er ao karlpeningurinn mæti fáklæddur og „sexí“ til leiks og virðist það falla vel í kramið hjá tennisspilurum þar vestra. Þeir segja að þetta veki upp spennu og eftirvæntingu bæði hjá áhorfendum og leikmönnum og þetta veki einnig áhuga hjá fólki sem aldrei hafi sýnt þessari iþrótt neinn sérstakan áhuga. segir Lisa Bonet sem leikur Denise i Fyrirmyndarföður „Ég hata New York. Bærinn er alltof stór og skítugur og þegar það þyrmir yfir mig fer ég og leita upp- örvunar hjá Bill Cosby. Hann er sá faðir sem ég hef alltaf þráð og án hans veit ég ekki hvar ég væri,“ seg- ir Lisa Bonet. Það segja allir sem leika í Fyrir- myndarföður að Bill sé sá maður sem hægt sé að leita til og treysta á og sömu sögu hefur Lisa að segja. „Hann hefur alltaf góð ráð á taktein- um. Hann býður mér heim til sín og fjölskyldu sinnar sem samanstendur af eiginkonu og fimm börnum líkt og í Fyrirmyndarföður. Lisa Bonet fékk hlutverkið sem Denise Huxtable eftir prufutöku sem hún fór í ásamt hundruðum annarra fallegra stúlkna fyrir þremur árum og fékk hún tíu mínútna umhugsun- arfrest til að taka hlutverkinu eða hafna því. „Ég sló til jafnvel þótt ég vissi að þetta ætti eftir að breyta daglegu lífi mínu. Byrjunin var að flytjast til New York þar sem upptökur þátt- anna fara fram og það reyndist mér erfitt. Ég hef mjög gott samband við móður mína sem hefur lagt allt sitt af mörkum til að ég geti orðið leik- kona og svo elska ég Kaliforníu þar sem ég bjó þar til ég tók við hlut- verki Denise. Ég hef aldrei þekkt pabba minn. Ég var bara smábarn þegar hann stakk af og síðan höfum við hvorki séð haus né hala af honum. Ég var lengi eina barn móður minnar og ég lærði snemma að vinna fyrir mér. Ég var aðeins tíu ára þeg- ar ég hóf störf í stórmarkaði og ég passaði húsið þegar móðir mín vann aukavinnu til að draumur minn um að verða leikkona gæti orðið að veruleika.“ Nú býr Lisa alein í leiguíbúð í góðu hverfi í New York og sá litli frítími sem hún hefur fer í að safna plötum, kaktusum og skemmtilegum höttum. „Mér fmnst ekki tímabært að vera í föstu sambandi auk þess sem ég hef ekki tíma til að vera í strákastandi. Það sem ég hugsa um núna er að verða leikstjóri í komandi framtíð. Ég hef engar ákvarðanir tekið um hvenær ég kveð Fyrirmyndarföður. Ég var óþekkt þegar ég hóf að leika í þáttunum, hafði fengið smá auka- hlutverk í sjónvarpinu en i dag veit ég ekki aura minna tal, þökk sé þáttaröðinni. Það væri auðvelt fyrir mig að hætta að vinna í dag og lyfta ekki litla fingri það sem eftir væri ævinnar." Lisa er ekki hrædd við að ferðast ein í New York þrátt fyrir dimm stæti og garða. Hún er meistari i karate og unglingameistari í hundrað metra hlaupi kvenna þannig að hún gæti beitt ýmsum brögðum ef á þyrfti að halda. Já, það er nóg að gera hjá Lisu „Denise" Bonet. -BB Ölyginn sagði. . . Tom Cruise fækkar ekki klæðum fyrir hvern sem er. Top Gun stjarnan hefur hafnað sérdeilis girnilegu tilboði sem honum bauðst frá kvenn- tímaritinu „Playgirl" um að opinbera helgidóminn þsr á síó- um. Kempan sagðist ákveða sjáif hvenær hún fækkað; fötum og að hver sem væri fengi ekki að sjá herlegheitin. Linda Gray varð hálfbleik í síðustu kossas- enu með Larry „JFT Hagman í Dallas nú nýverið. Larry hafði veitt sér þann munað að snæða snigla kvöldið áður þar sem hvítlaukur var uppistaða réttar- ins. Að vonum var það fyrsta verk Lindu að kvikmyndatöku lokinni að fara beina línu í næsta apótek og kaupa munnsprey handa vini sínum, Hagman. Whitney Houston fær að jafnaði þúsundir fyrir- spurna á dag um hvernig hún fari að því að vera svona glæsi- leg hvenær sem til hennar sjáist. Whitney segir það stafa af góðu mataræði og góða skapinu sem fylgi henni hvert sem hún fari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.