Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1987. 53 Jiðn). Grande í Feneyjum sem margir íslendingar munu kannast við. Baltasar ofhleður ekki það rými sem hann hefur til umráða heldur gefur hverju atviki, og þá jafn- framt áhorfandanum, gott andrúm sem virkar eins og hlé í stórbrotinni kantötu. Hér hefur Baltasar unnið mikið listrænt afrek, kannski mesta af- rek sitt á litríkum ferli hér á Islandi. Mér segir svo hugur að þeir Hafnfirðingar eigi eftir að stæra sig af freskunni í Víðistaðakirkju um ókomin ár. Við Baltasar spjölluðum um freskuna og listskreytingar part úr degi. En áður en að því sam- tali kemur er rétt að segja nokkur orð'um freskur almennt. Freska verður til þegar málað er með náttúrulitum, sem bland- að hefur verið í vatn, á vegg sem þakinn hefur verið gegnvotu kalki. Kalkið, og þá jafnframt veggurinn, drekkur í sig litina og festir þá til frambúðar á fletin- um. Frá upphafi vega hafa menn málað freskur, vegna þess að ekk- ert annað veggmálverk hefur reynst eins varanlegt. Málverk sem andar Kvöldmáltíð Leonardos i Mílanó væri ekki að grotna niður hefði hún verið gerð með fresku- tækni, í stað þeirrar olíublöndu sem Leonardo var að gera til- raunir með á þeim tíma. Rétt er að geta þess að einnig er til „þurr“ freska en þá er vegg- urinn ekki byggður upp eins og fyrir hefðbundna fresku heldur er yfirborðið aðeins vætt og mál- hægra megin viA attari. að með litum sem blandaðir hafa verið með límkvoðu. Þeir liggja því á yfirborðinu, samsamast því ekki eins og gerist í „alvöru“- freskum eins og þeirri sem hér er til umræðu - sem ítalar kalla „buon fresco". En hér geri ég tæplega annað en stikla á stóru um þá marg- þættu og tímafreku tækni sem kalkmálverk er. Kalkmálverk þarf til dæmis að geta andað og því er ævinlega byggður undir það sérstakur veggur úr múrsteinum fyrir fram- an þann vegg sem skreyta á. Utan á múrsteininn er sett sérstök blanda af kalki, sandi og marmar- asandi, og þegar að sjálfri málningarvinnunni kemur verð- ur efsta lagið að vera akkúrat mátulega rakt, annars er ekkert gagn að máluninni. En áður en til þess kemur verð- ur listamaðurinn að vera búinn að gera sér grein fyrir endanleg- um áhrifum freskunnar á það rými sem hún á að vera í, vita hvernig hún kemur til með að virka frá öllum sjónarhomum. Freska er ábyrgðarhluti „Til að byrja með þurfti ég að gera upp við mig hvað ég ætlaði að mála,“ sagði Baltasar. „Ég var búinn að láta mér detta í hug trúarjátninguna en fann ekki réttan flöt á henni fyrir mig. Svo velti ég fyrir mér boðorðun- um tíu en sá að það yrði eins og að túlka lögreglusamþykktina: Þú skalt ekki stela og svo fram- vegis. Mig langaði að reyna að draga fram hinn húmaníska og siðferði- lega kjarna kristinnar trúar, sýna fram á hvernig hann birtist í verki. Eftir viðræður við vin minn, Björn Sigurðsson, datt mér svo í hug að ganga út frá sæluboð- skapnum. Næsta skrefið var að ákvarða hvernig ég ætti að mála þennan boðskap. Svona freska er nefni- lega mikill ábyrgðarhluti því hún er varanlegur og opinber vitnis- burður um mína list. Átti ég að fylgja myndlistartískunni eða reyna bara að vera trúr sjálfum mér og myndefninu? Á endanum kom ekki annað til greina en að mála í þeim stíl sem ég hef verið að þróa á undanförn- um árum en aðlaga hann fresku- tækninni og nýjum aðstæðum. Kirkjumálverk er nefnilega ekki eins og önnur málverk. Listamaðurinn verður að koma til móts við ákveðinn hóp fólks og virða táknmál kristinnar kirkju.“ Mexíkanska aðferðin Ég bað Baltasar að fræða okkur um tæknilegan aðdraganda verksins. „I fyrstu ætluðum við að gera freskuna upp á ítalska mátann, það er að hlaða múrsteinsvegg utan á myndveggina í kirkjunni og húða hann undir málningar- vinnu. Þá kom í ljós að verkið hefði útheimt marga tugi tonna af múrsteini sem ffytja hefði þurft til landsins ásamt með dönskum múrara. Mönnum hraus hugur við þessu, sem vonlegt var. Mér kom þá í hug sú freskutækni sem þekktir mexíkanskir listamenn hafa notað með góðum árangri, bæði í Mexíkó og Bandaríkjun- um. Hún gengur út ó að undir- byggja frístandandi vegg fyrir fresku með tiltölulega hefðbund- inni múrhúðun eða forskölun á • vírnet, en við það getur freskan andað, auk þess sem hún hrynur ekki í jarðskjálftum. Ég las allt sem ég komst yfir um þessa tækni, fór svo til Mex- íkó og talaði við aðstoðarmenn þeirra Siqueros og Orozcos sem unnu freskur með þessum hætti. Þegar samþykkt hafði verið að forskala freskuvegginn i kirkj- unni fékk ég til liðs við mig tvo snillinga, Harald Ingvarsson múrarameistara og Ölaf Jónas- son járnsmið. I sameiningu bjuggum við til prufuvegg úr vír- neti sem strengt var á járnramma og eftir nokkrar tilraunir tókst okkur að komast niður á rétta efnablöndu' á undirlaginu. Málað á lyftara En þar með var ekki allt fengið því allir myndveggirnir í kirkj- unni eru meira og minna hvelfdir. Ég vildi ekki láta rétta veggina af undir freskuna þar sem mér fannst þeir spennandi vegna íjar- víddarinnar. Því urðu þeir Ólafur og Haraldur að búa til hvelfdar járngrindur og vírnet undir allar freskurnar og forskala þau. Þetta leystu þeir frábærlega vel af hendi. Raunar hefði freskan aldrei orðið að veruleika ef ekki hefði komið til samstillt átak ótal aðila í Hafnarfirði. Svo tók við vinna og meiri vinna. Ég þurfti að verða mér úti um aðstoðarfólk og þjálfa það í ffeskutækni. Síðan urðum við stöðugt að vera á varðbergi, hafa rakastigið rétt, gæta okkar á frosti, passa sýrustig kalkblöndunnar og fylgjast með ótal mörgu öðru. Eg veit ekki hvað ég á að að tína til af smáatriðum en í stórum dráttum gekk vinnan þannig að við stóðum uppi á lyftara, Har- aldur múrari vann á undan mér en ég dró upp útlínur eftir frum- teikningum mínum beint á rakan vegginn. Næsta skrefið var að fullvinna sama vegg í réttum litum, og þá var áríðandi að þekkja hvernig litirnir breyttust við það að þorna. Trúarjátning kirkjumálara Þess vegna varð ég að nota dekkri litatóna en venjulega, vit- andi að þeir mundu lýsast upp. Þetta var mikil törn. Við byrj- uðum að draga að okkur allt efni í ágúst, hófumst handa í septemb- er og vorum búnir þann 8. janúar síðastliðinn." Ég spurði Baltasar hvernig líð: an fylgdi því að ljúka við stór- virki af þessu tagi. „Auðvitað fylgir því djúpstæð ánægja. En líka vonbrigði. Mað- ur er búinn að vera á fullu í marga mánuði, hugsað, talað og dreymt freskur, og allt í einu er klippt á þetta. Þetta er eins og coitus interruptus...“ Verður ekki kirkjumálari að vera obbolítið trúaður? „Ég held að ég sé passlega trú- aður. Ég er náttúrlega alinn upp við guðs orð og góða siði i Ka- talóníu, og losna ekki svo auðveldlega við áhrif af þeirri uppfræðslu. Hins vegar er ég bú- inn að vera hér á íslandi svo lengi að ég er farinn að tempra barna- trúna með rökhyggju Islendinga. Ég er kannski ekki ýkja kirkju- rækinn en ég virði mystíkina í guðdómnum og trúi á boðskap Jesú Krists. Ég vona að freskan miðli mál- um milli þessara tveggja hug- myndaheima.“ -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.