Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 28. MARS 1987. Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna Viljum glæða áhuga fólks á stærðfræði segir Benedikt Jóhannsson „Við vonumst til þess að þetta glæði stærðfræðiáhuga, bæði í fram- haldsskólum og meðal almennings," sagði Benedikt Jóhannsson, einn af aðstandendum stærðfræðikeppni framhaldsskólanna, en seinni hluti þeirrar keppni var haldinn um síð- ustu helgi. Þetta er þriðja árið í röð sem fram- haldsskólanemendur keppa í stærð- fræði og sigurvegararnir keppa fyrir íslands hönd í ólympíumóti Norður- landanna í stærðfræði, sem fram fer á mánudaginn í skólum keppenda, og í alþjóðlegri ólympíukeppni á Kúbu í sumar. „Alþjóðlega keppnin á sér langa sögu,“ sagði Benedikt, „ég held að mótið á Kúbu sé það tuttugasta og áttunda í röðinni. En landsmótin í stærðfræði eru enn eldri. Ungverjar héldu til dæmis slíka keppni í fyrsta skipti 1898. Þessi ólympíumót verða alþjóðlegri með hverju árinu. í síð- ustu keppni tóku þrjátíu og sjö þjóðir þátt. Evrópuþjóðir eru í meirihluta en þarna eru líka keppendur frá Afr- íku, Asíu, Bandaríkjunum og Kanada. Við tókum þátt í eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema fyrir þremur árum og það þótti takast svo vel að það var ákveðið að reyna að komast í stærðfræðikeppnina líka. Reyndar má segja að það hafi verið einstök heppni að við komumst inn í þessar keppnir í fyrstu því þeir sem standa að þessu hafa verið tregir til að taka inn nýja keppendur. Við komumst inn vegna þess að ólympíumótin voru haldin á Norðurlöndunum, eðlis- fræðikeppnin í Svíþjóð og stærð- fræðikeppnin í Finnlandi. Það hefur sjálfsagt ekki þótt stætt á öðru en bjóða okkur með þar sem við erum Norðurlandaþjóð og þegar við erum á annað borð orðnir þátttakendur höldum við því áfram.“ Áróðurstæki - En hver er tilgangurinn með þátt- töku í svona keppni? „Eins og ég sagði áðan vonumst við til þess að þetta glæði stærð- fræðiáhuga fólks. Okkur hefur fundist raungreinarnar dálítið á undanhaldi síðustu ár. Það eru ekk- ert margir sem stunda nám í þessum greinum núna í Háskólanum. Það má kannski segja að við hugsum þessa keppni fyrst og fremst sem áróðurstæki. Þarna fær okkar efnilegasta fólk tækifæri til þess að keppa við besta fólk annarra þjóða og það er ekki nokkur vafi á því að bæði stærð- fræðikeppnin og eðlisfræðikeppnin vekja að minnsta kosti áhuga nem- enda. Hvort áhuginn nær út ti almennings er ekki gott fyrir okku að dæma um en við vonum það. Þai fer mikið eftir því hvort fjölmiðla sýna þessu áhuga eða ekki. í þessum ólympíukeppnum hittun við fólk sem stendur framarlega menntamálum sinna þjóða og fáun ómetanlegt tækifæri til þess að ber; okkar eigið menntakerfi saman vii önnur. Vonandi þokar það því sen miður fer hjá okkur í rétta átt þót vitanlega sé þetta hæg þróun. En éj held að það sé ekki nokkur vafi ; því að það er margvíslegur ávinning ur af þátttöku í svona keppnum." - Hver heldur þú að sé skýringin ; Keppendur i stærðfræðikeppninni grúfa sig yfir erfið dæmi. DV-mynd BC Sverrir Örn Þorvaldsson og Davíð Aðalsteinsson: Stærðfræðin er mjög skemmtileg „Ég hef alltaf haft áhuga á stærð- fræði og keppnin hefur ýtt mjög undir þann áhuga,“ sagði Sverrir Öm Þorvaldsson, sigurvegarinn í stærðfræðikeppni framhaldsskól- anna, í samtali við DV og í sama streng tók Davíð Aðalsteinsson sem lenti í öðru sæti. Sverrir Öm er sautján ára, nem- andi á eðlisfræðibraut í Menntaskól- anum í Reykjavík, en Davíð er nítján ára og stundar nám í Menntaskólan- um í Kópavogi, að sjálfsögðu einnig á eðlisfræðibraut. Báðum finnst stærðfræðin mjög skemmtileg en sögðust ekki geta skýrt nánar hvað væri svona skemmtilegt við hana. „Sennilega það þegar eitthvað flókið verður einfalt,“ sagði Sverrir Öm. - En er leikni í stærðfræði sérgáfa? „Ég held að allir geti þjálfað þetta upp en það þarf að byrja nokkuð snemma. Ég held ekki að það sé ein- hver sérstök stöð í heilanum sem er öðruvísi í þeim sem eru góðir í stærð- fræði. Þetta er fyrst og fremst spuming um þjálfun," sagði Davíð. „Svo hjálpar mikið að finnast þetta skemmtilegt," bætti Sverrir Örn við. Ekki vildu þeir meina að þeir væm neinir sérstakir námshestar sem lægju yfir stærðfræðinni öllum stundum. „Við erum ekkert dæmigerðir sam- viskusamir nemendur, það væri ekki rétt að segja það,“ sagði Sverrir Örn sem segist stefna á raungreinanám í Háskólanum þó ekki sé hann ennþá búinn að ákveða nákvæmlega í hverju. „Áður en þessar keppnir byrjuðu lærði maður bara það sem manni var sagt að læra í skólanum og lærði það náttúrlega sæmilega. En eftir að byrjað var að keppa í þessu hefur áhuginn aukist. Ég tek skorpur af og til, ligg yfir stærðfræðinni," sagði Davíð en hann stefnir á stúdentspróf í vor. Stórfurðulegt fólk Davíð keppti í ólympíukeppninni í eðlisfræði, sem haldin var á Englandi í fyrra, og Sverrir Öm fór til Pól- lands og keppti í stærðfræði. „Þetta var mjög þungt," sagði Sverrir Örn, „en allt í kringum þetta, keppnishaldið og þátttökuna, var mjög skemmtilegt. Það er mjög gam- Davið Aðalsteinsson, sem lenti í öðru sæti i stæröfræðikeppninni, og Sverr- ir örn Þorvaldsson, sem sigraði, taka við verðlaununum úr hendi Ellerts B. Schram, ritstjóra DV. Með á myndinni er Árni Ferdínantsson frá Sól h/f sem styrkti keppnina ásamt DV. DV-mynd S an að hitta svona margt fólk víðsveg- ar að úr heiminum sem hefur sama áhugamál og maður sjálfur. Sumir keppendurnir voru auðvitað ósköp venjulegt fólk eins og við en það voru þarna stórfurðulegir kar- akterar.“ „Fólk sem gekk á hurðir,“ skaut Davið inn í og hló. „Já, og gleymdi að borða morgun- matinn sinn,“ sagði Sverrir Örn. „Það var þarna alls konar fólk. Einn strákurinn frá Englandi skar sig mjög úr, hann var svona hálfgerður pönkari, með eyrnalokka og gekk um allt reykjandi." „Rússarnir voru líka mjög sérstak- ir,“ sagði Davíð. „Já, sumir virtust bara alveg út úr heiminum og fylgdust ekkert með því sem var að gerast í kringum þá,“ sagði Sverrir Örn. „Það er eins og það vanti í uppeldið hjá sumura hvernig á að hafa samskipti við aðra. Þeim leið ekkert vel í hópi. En flest- ir voru ósköp venjulegir, indælir krakkar á sama plani og maður sjálf- ur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.