Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. MAl 1987. r ■■■ Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð í lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Lágmarkslaun ? I stjórnarmyndunarviðræðunum er deilt um lág- markslaun. Eitt skilyrða Kvennalistans er, að tryggð verði 36-40 þúsund króna lágmarkslaun. Þetta kynni að verða gert með því að lögbinda lágmarkslaun af þeirri stærðargráðu. Flestum landsmönnum þykir illt, hversu lág lægstu laun í þjóðfélaginu eru. Menn benda á, að illmögulegt sé að lifa af slíkum launum. En tilraunir til að breyta launahlutföllum, þannig að lægstu laun hækki mest, hafa oftar en ekki strandað. f kjarasamningum fyrr á árum var þetta stundum reynt. Þá gerðist það gjarnan, að hópar með hærri laun, svo sem iðnaðarmenn, brutust í gegn og fengu undir lokin meiri kauphækkanir en hinir lægstlaunuðu höfðu hlotið. Þetta var enn reynt í desember siðastliðnum, þegar samið var á almennum vinnumarkaði. Og hvað gerðist? Eftir áramót brutust ýmsir hópar fólks með betri tekjur gegnum þennan ramma og hlutu miklu meiri kauphækkanir en láglaunafólkið hafði fengið á hinum almenna vinnumarkaði. Kerfið er hrunið eftir það. Samningarnir við opinbera starfsmenn voru að miklu kosningasamningar, en jafnan verður eitthvað til að eyðileggja kjarabætur hinna lægstlaunuðu. Kvennalistakonur geta nú hugsað sér að lögbinda lágmarkslaun. Laun fyrir fulla vinnu skyldu ekki fara niður fyrir ákveðið mark. Þetta er hægar sagt en gert. Yrðu lægstu laun ákveðin með lagaboði, til dæmis í 40 þúsund krónum á mánuði, mundi hefjast mikið launa- skrið í fyrirtækjunum. Fyrst kæmu þeir, sem væru lítið eitt fyrir ofan þetta mark. Þeir teldu sig ekki geta setið með óbreytt laun, þegar bilið milli þeirra og hinna lægri yrði lítið. Þá kæmi launaskriðið, hækkun launa umfram samninga. Með lögbindingu lágmarkslauna yrði frum- skógur taxtakerfis verkalýðsfélaganna settur úr skorð- um. Allir geta séð, að upp hæfist mikið kapphlaup í fyrirtækjunum. Allir hópar mundu heimta hækkanir, sem hinir lægstlaunuðu hefðu fengið. Þótt almennur skilningur sé á vandræðum láglaunafólks, ríkir annað sjónarmið, þegar hver einstakur starfsmaður hugsar til launa sinna og launahlutfalls í því fyrirtæki, sem hann starfar hjá. Launaskriðið mundi valda öðrum vandræð- um. Slíkar launahækkanir mundu setja verðbólguna af stað. Langlíklegast yrði, að innan skamms hefði lítið annað gerzt en að verðbólgan hefði magnazt og launa- hækkanirnar brunnið á báli verðbólgu og gengisfell- inga. Eftir sætu hinir lægstlaunuðu með ekkert bætt laun. Þá sæti ríkissjóður einnig uppi með enn meiri halla en nú er, sem enn yki verðbólgu og lántökur inn- anlands og erlendis og keyrði upp vexti. Hér hafa ýmsar leiðir verið reyndar til að lyfta hinum lægstlaunuðu. Bezt væri að gera það ekki með lög- bindingu heldur í almennum kjarasamningum og launþegasamtökin reyndu að hafa hemil á hinum hærra launuðu félögum sínum. Hér hefur verið reynt að greiða láglaunabætur. Utkomann var, að útgerðarmenn og aðrir yfirmenn fengu slíkar bætur ekki síður en verka- fólk. Fyrirtækin voru jú rekin með tapi. Eftir þá tilraun leizt fáum á láglaunabætur, hvað sem nú verður. Menn skyldu nú ekki gleyma því, sem kallað hefur verið neikvæður tekjuskattur. Til greina kæmi, að fólk með tekjur undir lágmarki fengi greitt frá hinu opin- bera. Haukur Helgason. „Það eru því í rauninni þessi skammtímalán sem skipta sköpum fyrir konuna í dæminu hvort hún fær lán eða ekki. Ef lánstími þeirra væri lengdur mundu reikniforsendur Húsnæðisstofnunar breytast.“ Einstæð moðir kaupir íbúð Einstæð móðir, sem ætlar að kaupa þriggja herbergja íbúð, þarf að hafa milljón krónur í ástekjur. Það er niðurstaða úr mati á reglum sem Húsnæðisstofnun ríkisins miðar útlán úr nýja húsnæðislánakerfinu við. Hafi konan lægri tekjur er henni synjað um lán ef hún á engar eignir fyrir. Þetta stranga mat kemur án efa ýmsum á óvart. Orsakimar em aðal- lega tvíþættar. Mat Húsnæðisstoín- unar á greiðslugetu kaupenda er of strangt og skammtímalán kaupenda valda þrefalt meiri greiðslubyrði en opinbem húsnæðislánin. Hópar sem verða útundan Þegar fasteignakaupendur með litla greiðslugetu em útilokaðir frá lánum kemur það ójafnt niður á ein- stökum þjóðfélagshópum. Einn hópur sem mun fara illa út úr þessu mati em einstæðir foreldrar sem ekki eiga eignir fyrir. I þessum hópi em einkum mæður með eitt eða tvö böm. Lausleg athugun á þeim regl- um sem Húsnæðisstofnun notar við að áætla greiðslugetu umsækjenda leiðir í ljós að nú virðist nær útilok- að fyrir þennan hóp að kaupa íbúðarhúsnæði af eigin rammleik. Kjállarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur „velta“ þeim áfram með töku nýrra lána. Þau lán sem upphaflega er stofiiað til em af þeim sökum ein- ungis bráðabirgðalán. Til að standa í skilum em síðan tekin ný lán og svo koll af kolli. Að lokum greiða lántakendur þessi „fasteignaveltu- lán“ upp. Sá tími sem líður frá töku fyrsta lánsins til lokagreiðslu er hins vegar talsvert lengri en nemur láns- tíma fyrsta lánsins. A þennan hátt hafa íslenskir fasteignakaupendur staðið að kaupum sínum undanfarin ár. Segja má að þetta sé íslenskt séreinkenni. Að mati greinarhöfund- ar á að taka tillit til þessarar „venju" við mat á greiðslugetu lánsumsækj- ' enda. I Með því að taka þettá atriði inn i mat sitt mundi viðmiðun Húsnæðis- stofhunar sennilega lækka úr 85 „Til þess að uppfylla skilyrði Húsnæðis- stofnunar þarf einstæða móðirin að hafa eina milljón krónur í árstekjur. Að öðr- um kosti er umsókn hennar synjað.“ Mat á kaupgetu Mat sitt á kaupgetu fólks miðar Húsnæðisstofriun við að kaupandi geti af launatekum sínum greitt af- borganir, verðbætur og vexti. Þetta em fagmannleg vinnubrögð. Hlið- stæðar aðferðir em notaðar í nágrannalöndum okkar. Sumar af þeim reglum sem stofhunin miðar við þarf þó að endurskoða ef ekki á illa að fara með þá þjóðfélagshópa sem að framan em nefndir. Einstæð móðir með milljón i árstekjur Til þess að skýra hvað átt er við má taka dæmi af einstæðri móður með bam á unglingsaldri sem hygg- ur á húsnæðiskaup. Miðað við þær kröfur sem við gerum til húsnæðis þarf hún þriggja herbergja íbúð. Hæpið er að gera ráð fyrir að ein- stæð móðir hafi getað lagt fyrir fé til íbúðakaupanna, ekki síst þegar tekið er tillit til þess hversu dýr húsaleiga er hér á landi. Af þeim sökum er reiknað með að hún eigi ekki eign fyrir. Þegar konan sækir um lán úr hús- næðiskerfinu þarf hún að gera grein fyrir tekjum sínum. Við mat á um- sókninni em þær bomar saman við kröfur sem Húsnæðisstofnun gerir. Kröfur hennar miðast við að konan geti staðið í skilum með allar greiðsl- ur af kaupum þriggja herbergja íbúðar. Til þess að uppfylla skilyrði Hús- næðisstofnunar þarf einstæða móðirin að hafa eina milljón krónur í árstekjur, að öðmm kosti er um- sókn hennar synjað. Hvers vegna synjun? Reiknigmndvöllur ráðgjafastöðv- arinnar gerir ráð fyrir því að konan þurfi að greiða 35 þúsund krónur á mánuði í afborganir, verðbætur og vexti fyrstu árin eftir íbúðarkaupin. Það jafngildir því að hún borgi 420 þúsund krónur á ári. Til þess að geta staðið í skilum þarf hún að mati stöðvarinnar að hafa 85 þúsund krónur í mánaðarlaun. Það jafhgild- ir milljón krónum í árstekjur. Það er rétt sem ráðgjafastöðin heldur fram að ef greiða á alla reikn- inga á gjalddaga kosti það jafnháar fjárhæðir og hér hafa verið nefndar. Allar líkur em einnig á því að fjöl- skylda, sem hefur undir 85 þúsund krónum í árstekjur, ráði ekki við það heldur lendi einhvem tíma í vanskil- um eða verði að slá ný lán til að greiða hin eldri upp. Hvað er að? Það sem veldur þeim vandræðum sem hér er fjallað um em einkum tvö atriði. Annars vegar gerir Hús- næðisstofiiun ráð fyrir að kaupand- inn standi alltaf í skilum. Hins vegar afbrigðileiki íslenska fasteigna- markaðarins. Lítum fyrst á fyrra atriðið. Að mati greinarhöfundar er ekki raunhæft að gera þær kröfur að kaupandi standi ætíð í skilum. ís- lenskir fasteignakaupendur fá ófull- komna fyrirgreiðslu hjá bankastofri- unum. Þær veita einungis húsnæðislán til skamms tíma. Þau em ófullnægjandi sem fasteigna- veðlán. Húsnæðiskaupendur hafa hins vegar komist upp á lag með að þúsund króna mánaðartekjum niður í 60 til 65 þúsund. Óheilbrigð lánskjör Hitt atriðið sem veldur því hversu miklar tekjur konan þarf að hafa til að geta staðið í skilum er hin mikla greiðslubyrði fyrstu árin eftir kaup- in. Til að átta okkur á því hvaða atriði vega þyngst er fróðlegt að at- huga nánar hvemig greiðslubyrði hinnar einstæðu móður er saman- sett. Eins og áður er sagt reiknar Húsnæðisstofriun með því að hún þurfi að greiða 35 þúsund krónur á mánuði í afborganir, vexti og verð- bætur. Af þessari fjárhæð stafa hins vegar ekki nema um 9 þúsund krón- ur af láni Húsnæðisstofhunar. Af skammtímalánum þarf hins vegar að greiða 26 þúsund krónur. Þau samanstanda af lánum frá seljanda íbúðarinnar og bankalánum. Það em því í rauninni þessi skammtíma- lán sem skipta sköpum fyrir konuna í dæminu hvort hún fær lán eða ekki. Ef lánstími þeirra væri lengdur mundu reikniforsendur Húsnæðis- stofiiunar breytast. Væm lánin til dæmis veitt til 10 ára mundi greiðslubyrði konunnar minnka um þnðjung. í húsnæðismálum okkar em ótal dæmi um atriði sem likjast þvi sem hér hefur verið lýst. Þegar þekking manna á húsnæðismarkaðinum vex fækkar þeim vonandi. Við þær end- urbætur sem menn gera sér nú ljóst að gera verður á húsnæðislánakerf- inu gefa þeir sér vonandi tíma til að sinna þeim. Stefán Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.