Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1987, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 1987. Erlendir fréttaritarar Austurríkismenn standa ekki einhuga að baki Waldheim og síðasta skoð- anakönnun leiddi í Ijós að meirihluti vill losna við hann úr embætti. - Simamynd Reuter Snoni Valsson, DV, Vín: Þegar maður Ies austurrísku dag- blöðin þessa dagana gæti maður haldið að öllum mikilvægum spurningum um Waldheimmálið yrði svarað næstu daga: Hafa Bandaríkjamenn sannanir fyrir stríðsglæpum Waldheims? Finnast ný gögr. í stríðsskjalasafninu í Belgrad? Mætir Edgar Bronsman, forseti alheimssamtaka gyðinga, fyrir rétt í Austurríki? Verður skip- uð alþjóðleg nefnd sagnfræðinga sem rannsaka á málið? Það væri ekki rétt að segja að allar þessar spurningar væru til- gangslausar því vissulega gætu svörin varpað Ijósi á málið og rétt hlut Waldheims að nokkru. En eitt er það sem ekki breytist og aldrei gleymist. Waldheim ýmist þagði eða laug til um fortíð sína og lýsti því einnig yfir að hann hefði „aðeins gert skyldu sínu“ í stormsveitum Hitlers. Og það eru ekki aðeins Bandaríkjamenn sem ögrað er í þessu sambandi. Það þarf ekki að fara lengra en til ítal- íu til að fmna þá almennu andúð sem kosning Waldheims vakti. Ekki einhuga Alls staðar í Evrópu er hið sama uppi á teningnum. Þessu þurfa Austurríkismenn að vara sig á því að því betur sem landsmenn styðja við forsetann í þessu máli þeim mun verri verður orðstír Austur- ríkis út á við. Auðvitað standa landsmenn ekki einhuga að baki Waldheim og í síðustu viku var birt skoðanakönnun sem sýndi að meirihluti kjósenda hafði snúið baki við honum. En því miður er þessi sveifla ekki tilkomin vegna þess að menn hafi séð að sér og siái að rangt hafi verið að kjósa Waldheim heldur þykir hann ekki óþægindanna virði sem af honum hljótast og þess vegna vill fólk losna við hann úr embætti. En hvernig stendur á því að Aust- urríkismern vanmátu svo hrika- lega hina almennu óánægju sem kosning Waldheims hlaut að vekja? Skýringarinnar er sjálfsagt að leita í því að Austurríkismönn- um er lítt kunnugt um stöðu alþjóðamála enda er fréttaflutning- ur frá umheiminum af skornum skammti hér. Þess má til dæmis geta að tvö langstærstu og ríkustu dagblöðin hér hafa hvorugt yfír að ráða erlendum fréttariturum svo nokkru nemi. Vítahringur Hér er aftur á móti kominn nokk- urs konar vítahringur. Fjölmiðlar flytja litlar sem engar erlendar fréttir því almenningur hefur ekki áhuga á þeim og erlendir atburðir vekja ekki athygli fólks því að það er ekkert um þá í fjölmiðlum. En aðalorsök áhugaleysisins er að finna í heimsstyrjöldunum tveimur. Við lok heimsstyrjaldar- innar fyrri var skyndilega ekki lengur til hið volduga austuríska- ungverska heimsveldi heldur aðeins orðið eftir hlutfallslega lítið lýðveldi. Sjálfsöryggi keisaradæm- isins vék fyrir minnimáttarkennd lýðveldis sem enginn hafði trú á að ætti framtíð fyrir sér. Rökrétt afleiðing þess var síðan ríkjasam- bandið við Þýskaland Hitlers. Nú urðu heimsfréttimar aftur mikilvægar enda börðust herir ríkjasambandsins um allan heim og Austurríki var hlekkur í at- burðarásinni. Við ósigur Þjóðverja fögnuðu því margir Austurríkis- menn frelsinu undan þýska okinu en voru i raun að fagna eigin ósigri. Lokað á fortíðina Fyrsta áratuginn eftir stríð voru andspyrnuhreyfingarmenn og aðr- ir andstæðingar nasista ráðandi afl í austurrísku þjóðlífi. Austurríki var á þessum tíma mun fátækara en í dag en um leið stóð það fastari fótum en áður og var opnara fyrir erlendum áhrifum. En fljótlega upp úr því komust þeir til áhrifa er verið höfðu samvinnuþýðir á stríðsárunum og um leið breyttist ástandið til hins verra. Þá var lok- að á umheiminn, lokað á fortíðina, lokað á sannleikann. Þannig gat til þess komið að sú yfirlýsing Waldheims, sem hvað mesta hneykslan vakti erlendis, var sjálfsögð í augum flestra Aust- urríkismanna: ég gerði aðeins skyldu mína. Með þessari setningu varð Waldheim ímynd þeirrar van- getu Austurríkismanna að læra af fortíðinni. En það gerist ekki fyrr en þeir hafa hugrekki til að horfast í augu við sannleikann. Byggja skjólgarða kringum húsin sín Breiðar strandir við vötnin miklu í N-Ameriku í kafi Með því meðal annars að auka rennsli í Wellandskurðinum og Niagara- ánni telja ibúar umhverfis vötnin miklu i Norður-Ameríku að lækka megi vatnsyfirborð þeirra. Guðrún Hjaitardóttir, DV, Ottawa: Hækkandi yfirborð vatns í vötnun- um miklu í Norður-Ameríku á undanfömum árum er farið að ógna stórum byggðarlögum svæðanna í kringum þau. Er svo komið sums staðar að þeir sem búa næst vötnunum þurfa að byggja skjólgarða í kringum hús sín og þarf ekki nema smávind úr ákveð- inni átt til að yfirborð vatns hækki um allt að einn metra á aðeins þrem- ur klukkustundum. Umhverfis vötnin miklu búa samtals um fjöru- tíu milljónir manna bæði Kanada- megin og Bandaríkjamegin. Á einum fimmta hluta hins sautján þúsund og eitt hundrað kílómetra strandsvæðis umhverfis vötnin eru þéttbýlissvæði, þar á meðal stórborg- ir eins og Chicago, Toronto og Cleveland. Breiðar strandir eru komnar á kaf, klettar veðrast og minnka og áður verðmæt landsvæði eru orðin að óbyggjandi mýrarsvæð- um sem horfur eru á að hverfi undir vatnsyfirborðið á næstu árum. Neyddist til aöflytja Ron Wills, sem bjó nálægt Port Colbome við norðurströnd Erie- vatns, segir hið fagra umhverfi vatnanna nú þegar að miklu leyti eyðilagt. Þegar hann byggði hús sitt fyrir tuttugu árum taldi hann sig vera öruggan fyrir flóðum. Ströndin fyrir neðan hús hans var yfir fjöru- tíu metra breið og húsið var síðan byggt sautján metra frá ströndinni. En í desember 1985 komu geysileg flóð á þessu svæði svo að flæddi inn í hús hans. Síðan þá hafa komið nokkur minni flóð. Ron Wills hefur neyðst til að flytjast í burtu með fjöl- skyldu sína því kostnaðurinn var orðinn svo mikill við lagfæringar á húsinu eftir flóðin. Tryggingafélög taka ekki að sér að greiða slíkan kostnað. Ríkið hefur þó reynt að rétta þeim verst stöddu hjálparhönd þegar skemmdimar af völdum flóða hafa verið sem mestar. Umhverfið líkast vígvelli fbúar þessa svæðis eru orðnir lang- þreyttir á ástandinu og hvetja yfirvöld til að gera eitthvað róttækt til að lækka yfirborðið í vötnunum. Yfirvöld hafa hins vegar verið treg til því þau telja kostnaðinn við slík- ar framkvæmdir allt of mikinn og að íbúar þessa svæðis verði að læra að búa við ástandið. íbúamir segja kostnaðinn við lag- færingar á mannvirkjunum og gerð ýmiss konar vamargarða svo mikinn að stórframkvæmd eins og að lækka yfirborð vatnanna verði fljót að borga sig. Auk þess sem umhverfi vatnanna sé að verða líkast vígvelli þar sem sandpokum og steinum hef- ur verið hlaðið og gráir steinveggir og tveggja metra þykkar jámplötur rísa upp úr sandinum. Margar stórframkvæmdir Margar stórframkvæmdir hafa verið við vötnin síðustu áratugina og hafa þær sjálfsagt haft áhrif á vatnsmagnið, bæði aukið það og minnkað. Stíflur hafa verið byggðar til að stjóma útrennsli vatns úr Superiorvatni og Ontariovatni. Vatni er veitt úr Michiganvatni í Mississippi siglingaleiðina. Á miðj- um fjórða áratugnum var rennsli tveggja áa, er áður mnnu í Hudson- flóa, beint út í Superiorvatn. Wel- landskurðurinn, sem gerir skipum kleift að sigla fram hjá Niagarafoss- unum, hefúr aukið vatnsrennsli milli Erievatns og Ontariovatns. Vegna alls kyns framkvæmda hefúr vatns- rennsli í Niagarafossana minnkað um Qömtíu prósent. Ibúasamtökin, sem vilja breyting- ar, telja að vandann megi leysa að hluta til með því að láta ámar, er áður mnnu í Hudsonflóa, renna þangað aftur. Og einnig með því að auka rennsli í Wellandskurðinum og Niagaraánni og siglingaleiðinni við Chicago. Hærra en nokkru sinni Þrátt fyrir óvenju úrkomulítinn vetur og frekar þurrt vor í ár er yfir- borðið í vötnunum miklu hálfum metra hærra en talið er eðlilegt. En í október síðastliðnum var yfirborð þeirra hærra en nokkm sinni fyrr eða um 177,3 metrar yfir sjávarmáli. Vegna þess að vatnsyfirborðið hef- ur lækkað töluvert síðan í haust telja yfirvöld rétt að bíða og sjá hvað setur. En fylkisstjómin í Ontario heldur því ákveðið fram að hinn mikli raki í andrúmsloftinu og lítil uppgufun séu helstu orsakir hins hækkandi vatnsyfirborðs og að þar geti maðurinn harla litlu breytt gangi mála. Einu opinbem fram- kvæmdimar, sem stefrit er að, em að vemda strandlengjuna fyrir flóð- um með byggingu vamargarða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.