Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.07.1987, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. JÚLÍ 1987. Fréttir Hvatveiðmðræðumar í Washington: íslendingum hótað svarta listanum Ólafnr Amaiaon, DV, New Yorlc Viðræðunefndir Islands og Banda- ríkjanna koniu sér saman um það þegar í upphafi viðræðna á mánudag að algert íréttabann skyldi ríkja á meðan á fundum stæði. Islensku full- trúarnir voru ákaflega kurteisir og hjálplegir við blaðamann DV en ekki fékkst upp úr þeim orð um efni viðræðnanna meðan á þeim stóð. í gærmorgun fékk DV hins vegar óvænt fregnir af gangi mála á fund- unum frá mjög áreiðaniegum heim- ildum. Á fundunum kom fátt nýtt fram hjá Bandaríkjamönnum. Þeirra rök voru nú sem áður þau að sam- kvæmt lögum ætti bandaríska viðskiptaráðuneytið fárra annarra kosta völ en að setja ísland á svart- an lista vegna brota á alþjóðasam- þykktum um dýravernd nema íslendingar hættu eða að minnsta kosti drægju stórlega úr hvalveiðum í vísindaskyni. Þar með yrði ísland sett undir sama hatt og ríki á borð við Suður-Afríku og Kúbu. Forseta Bandaríkjanna yrði tilkynnt um að Islendingar væru að draga úr virkni vemdunaraðgerða Alþjóða hval- veiðiráðsins og hann tæki síðan ákvörðun um það hvort innflutn- ingshöft yrðu sett á íslenskan fisk. Allir em sammála um að Ronald Reagan mun aldrei beita Islendinga neins konar höftum. Að lenda á svarta listanum myndi hins vegar óhjákvæmilega hafa geysilega alvar- legar afleiðingar á markaðsstöðu íslenskra afurða í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn beittu einnig ó- spart þeirri röksemd að það væri þingið sem þrýsti mjög á um að tek- ið yrði í lurginn á okkur. Eins og DV skýrði frá í gær eru það ýkjur að þingið heimti svo mikla hörku. Heimild DV hélt þvi fram að með- al starfsmanna viðskiptaráðuneytis- ins væru margir sem væm undir miklum áhrifum af áróðri samtaka grænfriðunga og annarra náttúm- vemdarsamtaka. Þessum mönnum er illa við Islendinga og sætta sig ekki við annað en að hvalveiðum verði með öllu hætt. Þessi sjónarmið eiga sér fulltrúa innan bandarísku viðræðunefhdarinnar en þeir menn em í minnihluta. Samkvæmt heimild DV hefúr ís- lenska sendinefndin lagt á það mikla áherslu að hvalveiði sé orðin algert aukaatriði í þessu máli. Málið sé í þann veginn að verða að stóralvar- legu deilumáli milli tveggja fúllvalda ríkja. Bandaríkin séu að reyna að kúga íslendinga sem muni ekki láta svipta sig sjálfsákvörðunarrétti á einn eða annan hátt. Afstaða íslensku sendinefndarinn- ar hefúr verið svo hörð og einörð að nokkrar líkur em nú taldar á því að utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna taki málið í sínar hendur og leiði viðræðumar í framtíðinni fyrir hönd Bandaríkjanna. Þetta atriði er þó enn þá óljóst og utanríkisráðu- neytið mun ekki grípa til þessa úrræðis fyrr en í fulla hnefana. Á þeim bæ vonast menn til að skyn- semin nái yfirhöndinni hjá við- skiptaráðuneytinu og að samskipt- um íslands og Bandaríkjanna verði ekki steftit í voða vegna þessarar deilu. Heimild DV sagði að í raun væm viðræðunefridimar sammála um það eitt að vera ósammála og að líkast til væri langt í að endanlegt sam- komulag næðist. Islenska nefndin virðist íeggja á það mikla áherslu að sætta sig ekki við neinar tak- markanir á veiðum í sumar, senni- lega af ótta við að slík eftirgjöf yrði notuð til að knýja fram frekari tak- markanir næsta sumar og svo koll af kolli. Þrátt fyrir mikla hörku á fundun- um í gærmorgun virðast málin hafa þokast eitthvað áleiðis er leið á fúnd- inn. Menn komu brosandi út af fundinum. Einn fundarmanna sagði við blaðamann DV eftir fundinn að þetta hefði verið góður fundur og árangursríkur. Eftir hádegi í gær hittust nefndim- ar í síðasta sinn og á þeim fundi var samin sameiginleg fréttatilkynning þar sem fram kemur að í raun er samkomulag um það eitt á þessu stigi að aðilar em ósammála. Hluti islensku sendinefndarinnar á fundi með Bandaríkjamönnum, f.v. Arni Kolbeinsson, Guðmundur Eiríksson og Halldor Ásgrímsson. DV-mynd ÓA Viðræðum frestað - og hvalveiðar liggja niðri á meðan Að viðræðum Islendinga og Banda- ríkjamanna loknum gáfu þeir sameig- inlega út eftirfarandi tilkynningu: Dagana 21. og 22. júlí áttu sér stað í Washington DC viðræður milli full- trúa Islands og Bandaríkjanna varð- andi hvalarannsóknir. Formaður bandarísku viðræðunefndarinnELr var Anthony Calio aðstoðarviðskiptaráð- heira um sjávarútvegsmál og fleira. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra var formaður íslensku viðræðu- nefúdarinnar. Umræðuefnið var áætlun íslands um hvalarannsóknir. Á fundinum var einnig rætt um aðferðafræði varðandi stofristærðarmat á hvölum og rann- róknármarkmið. Umræðumar voru hreinskilnar og málefnalegar. Aðilar voru sammála um að þörf væri á frek- ari umfjöllun og áframhaldandi viðræður eru áformaðar. íslenska viðræðunefndin lýsti því yfir að hlé það á hvalveiðum í vísinda- skyni er hófst 19. júlí síðastliðinn yrði ffamlengt á meðan viðræðum þessum er fram haldið. Bandaríska viðræðunefndin lýsti því yfir að viðskiptaráðherra myndi ekki, meðan hlé er á veiðum og viðræður standa yfir, staðfesta við Bandaríkja- forseta að veiðar Islendinga á hvölum í vísindaskyni muni draga úr virkni vemdunaraðgerða Alþjóða hvalveið- iráðsins. Spariskírteini ríkissjóðs: Stjómin hikandi Halldór Asgrímsson: Ekki víst að hvalveið- við hækkun vaxta - óttast útgjaldaaukningu vegna húsnæðiskerfisins unum sé lokið í ár ólafur Amaraon, DV, New Yoric Á fundi með íslenskum fréttamönn- um eftir viðræðurnar í gær sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra að vísindaáætlun íslendinga yrði rædd og aðdragandi hennar skýrður fyrir Bandaríkjamönnum. Sagði hann ljóst að Bandaríkjamenn vildu ná gögnum um hvalastofna án þess að veidd yrðu nokkur dýr eða þá aðeins mjög fá. Nú mun staðan verða kynnt fyrir íslensku ríkisstjóminni og utanríkis- málanefnd alþingis. Að því búnu verða áframhaldandi fundir og líklegt er ta- lið að það verði um miðjan ágúst. Halldór sagðist ekki óttast að þetta þýddi að hvalvertíðinni væri endilega lokið í ár þótt hlé yrði nú gert á hval- veiðum meðan viðræður stæðu yfir. Kvað Halldór greinilegan vilja vera fyrir hendi til að ná samkomulagi en jafnljóst væri að við myndum ekki láta kúga okkur á neinn hátt og að þessar viðræður fæm fram á algerum jafnréttisgrundvelli. Ennffemur sagði Halldór að niður- staða fúndanna í Washington hefði verið í þeim anda sem búist var við og hann treysti sér hvorki til að lýsa yfir bjartsýni né svartsýni með fram- haldið. Krislján Loftsson: Þetta var rétt ákvörðun „Mér sýnist nú engar niðurstöður íafa komið út úr þessum fundi enn, íonum hefúr verið ffestað. Ég hef rngar efasemdir um það að þeir meti stöðuna alveg rétt og því hafi það /erið rétt ákvörðun að fresta hvalveið- ím á meðan þetta verður athugað iánar,“ sagði Kristján Loftsson, skrif- stofustjóri Hvals h/f. Viðræðum Islendinga og Banda- ríkjamanna lauk í gær í Washington með þvi að ákveðið var að halda ffam- haldsfund fljótlega og fram yfir þann fund að minnsta kosti verður hval- veiðum frestað. Kristján sagði að Hvalur h/f myndi stöðva að mestu leyti, unnið yrði eitthvað að viðhaldi en svo yrði ef til vill eitthvert frí fyrir starfsmenn. Það færi eí'tir því hve langan tíma þetta tæki. Heldurðu að hvalveiðar séu að leggj- ast af við ísland? „Engan veginn. Ég hef enga trú á því,“ sagði Kristján Loftsson. -JFJ „Ég fer ekkert að tilkynna breyt- ingar fyrirfram með lúðrablæstri. Þegar ákvörðun um breytingar á vöxtum af spariskírteinum ríkissjóðs verður tekin verður hún fyrirvara- laus,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son fjármálaráðherra við DV í gær þegar hann var spurður. hvenær vextir á spariskírteinum ríkissjóös yrðu hækkaðir. I stjómarsáttmála ríkisstjómar- innar er sagt að í fyrstu aðgerðum verði m.a. „vextir af spariskírteinum ríkissjóðs hækkaðir um 1,5 % til að greiða fyrir sölu þeirra og draga þannig úr lántökuþörf ríkissjóðs er- lendis og hjá Seðlabankanum." - Er ríkisstjómin að guggna á áform- um sínum um hækkun vaxta á ríkisskuldabréfúm? „Nei, við emm ekkert að guggna á þeim. Hins vegar er þetta spuming- in um útfærslu og ffamkvæmd,“ sagði Jón. I hinni nýju þjóðhagsspá er meðal annars lýst gífurlegum vanda sem ríkissjóður stendur frammi fyrir varðandi útvegun á innlendu lánsfé. Þar vantar 2,9 milljarða króna og hefúr sala ríkisskuldabréfa gengið mjög illa. Vextir á þeim verða að hækka nokkuð til að þar verði brey t- ing á. Samkvæmt heimildum DV eru hins vegar skiptar skoðanir í ríkis- stjóminni um það hvemig skuli að þessari hækkun staðið. Hafa menn af því mikilar áhyggjur að vaxta- greiðslur til lífeyrissjóðanna vegna húsnæðiskerfisins hækki ef vextir ríkisskuldabrófa hækka. Þá þarf annaðhvort að hækka vextina á húsnæðislánunum sjálfúm eða borga þennan aukna mismun úr ríkissjóði. Báðir kostimir þykja slæmir. Ein af þeim leiðum sem nefndar hafa verið er að búa til nýja flokka spariskírteina þannig að lánstíminn og vextimir verði mismunandi. Kunnáttumenn á fjármagnsmarkaði segja hins vegar að slík ráðstöfún breyti engu, að öðm óbreyttu, um þann vanda sem ríkissjóður stendur ffammi fyrir. Stefht er að þvf að þessi mál verði krufin til mergjar á ríkisstjómar- fúndi næstkomandi þriðjudag. -ES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.