Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1987, Blaðsíða 6
28 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987. Regnboginn Á eyðieyju Eins og ávallt er gott úrval kvik- mynda í Regnboganum. Meðal mynda þar er nýjasta kvikmynd eins allra fremsta leikstjóra Breta, Nicholas Roeg, Á eyðieyju (Castaway). Kvikmyndir Roegs eru alltaf athyglisverðar og svo er einnig Á eyðieyju. Fjallar myndin um það sem allir tala um en fram- kvæma ekki - að eyða hluta af ævi sinni á eyðieyju. Myndin er byggð á sönnum at- burðum. Oliver Reed leikur rithöf- undinn Gerald Kingsley sem auglýsir eftir kvenmanni er vilji búa með honum á eyðieyju. Tilboð þetta lokkar unga stúlku, Lucy Ir- vin, og fer hún með honum til sannkallaðrar draumaeyju. Irvin þessi skrifaði síðan bók um þessa einstöku lífsreynslu og er myndin byggð á þeirri bók. Það er ung leik- kona, Amanda Donohue, er leikur stúlkuna, er þetta hennar fyrsta hlutverk. Stendur hún sig með prýði. Á eyðieyju verður ekki talin með fremstu kvikmyndum Nichol- as Roeg, en hún er aðgengilegri en margar aðrar og vel yfir meðallagi. Ásgrímur Jónsson: Brautryðjandi nútíma- myndlistar á íslandi Ásgrímssafn við Bergstaðastræti 74 var opnað í húsi hans 5. nóvemb- er 1960. í safninu eru 192 fullgerð olíumálverk og 277 fullgerðar vatnslitamyndir og „stúdíur". Einnig fjöldi þjóðsagnateikninga. Auk þess eru í safninu ófullgerðar myndir frá ýmsum tímum. I heimili Ásgríms Jónssonar og vinnustofu er aðeins hægt að sýna 30 til 40 listaverk í einu og er því skipt um myndir á nokkurra mánaða fresti. Ásgrímur Jónsson er brautryðj- andi nútíma-myndlistar á Islandi og viðfangsefni hans eru aðallega náttúra íslands. Festi hann á léreft og pappír ljósbrigði himins og jökla, tign Qalla, iðandi straum- þunga fossa, litaauðgi eldíjalla og hvera, spegilslétt fjallavötn og dimmbláar hamraborgir þar sem honum þótti heimur trölla og ann- arra kynjavera þjóðsagna. Einnig var gróðurríki landsins honum mikið og margþætt viðfangsefni, ekki síst birkiskógurinn. Ásgrímur Jórísson fæddist í Rút- staðarhjáleigu í Gaulverjahreppi í Árnessýslu 4. mars 1876. Innan við tvítugsaldur ákvað Ásgrimur, þrátt fyrir fátækt og margs konar erfið- leika, að helga myndlistinni starf sitt og framtíð. Er hann fyrsti ís- lenski listmálarinn sem gerir þá listgrein að ævistarfi sínu ein- göngu. Árið 1897 fór hann til Danmerkur og hóf listnám þar sem hann vann við húsgagnamálun á daginn og var í skólanum á kvöld- in. Næstu þrjá veturna var hann við nám í Listaháskólanum í Charlottenborg í Kaupmannahöfn. Fyrstu málverkasýningu sína hér- lendis hélt Ásgrímur árið 1903, fjórum árum síðar styrkti Alþingi hann til Ítalíufarar þar sem hann skoðaði söfn. Einnig skoðaði hann söfn í Þýskalandi þar sem hann varð fyrir nútímaáhrifum mynd- listarinnar af frönskum impressi- onisma. Á síðustu árum hans urðu miklar náttúruhamfarir á Islandi. Málaði hann þessar örlagaríku hamfarir íslands. Ásgrímur andaðist 5. apríl árið 1958 og arfleiddi þjóð sína að Bíóhöllin Það eru nú liðin tuttugu og fimm ár frá því að þá óþekktur skoskur leikari, Sean Connerv, sagði hin fleygu orð „My Name Is Bond, Ja- mes Bond“ og hóf þar með nýjan kafla í kvikmyndasögunni. Hetjur kvikmyndanna hafa horfið en Ja- mes Bond hefur ávallt haldið velli og nú er komið að kaflaskiptum. Þriðji leikarinn sem lék Bond, Rog- er Moore, sagði upp starfinu og Timothy Dalton, breskur leikari, hefur tekið við hlutverkinu og þar með gert nafn sitt ódauðlegt. Það þarf ekki mikið að fjölyrða um efni nýjustu Bond myndarinnar, þeir sem hafa haft gaman af fyrri mynd- um vita nákvæmlega hverju þeir eiga von á. Ekkert hefur breyst, aðeins nýtt andlit í kunnuglegu hlutverki. Bíóborgin Nýjasta kvikmynd Alans Parker, Angel Heart, er áhrifamikil kvik- mynd sem kemur áhorfandanum rækilega á óvart. Aðalhlutverkin leika Mickey Rourke og Robert DeNiro. Angel Heart byrjar eins og hefðbundin sakamálamynd. Harry Angel (Mickey Rourke) er frekar lítilsverður einkaspæjari sem tekur að sér hvað sem er fyrir peninga. Hann er boðaður á fund Louis Cypre (Roberts DeNiro), dul- arfulls manns, og fær það verkefni að hafa uppi á Johnny Favorite, manni sem horfið hafði nokkrum árum áður. Eftir því sem kynni Cypres og Angels aukast verður Angel óöruggari um sjálfan sig. miklum fjölda listaverka ásamt húsi sínu og heimili. Ásgrímssafn er opið yfir sumar- tímann, eða fram í lok ágúst, alla daga nema laugardaga frá kl. 13.30 til 16.00 en yfir vetrartímann á sama tíma, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga. Hver er hann, hver er Cypre og hver er tilgangurinn með leitinni að Johnny Favorite? Angel Heart hefur alls staðar fengið lofsverða umfjöllun. Myndin vekur margar spurningar og eyður eru fyrir áhorfandann til að fylla í. Mickey Rourke og Robert DeNiro fara vel með erfið hlutverk. Bíóhúsið Bláa-Betty (Betty Blue) er þriðja kvikmynd leikstjörans Jean- Jacques Beineix. Eins og í íyrri myndum sínum, Diva og Moon In The Gutter, fjallar Bláa-Betty um samskipti karls og konu og konan er sem áður dularfull en Betty er mun jarðneskari en kvenhetjur fyrri mynda Beineix. Önnur aðal- persónan í Bláu-Betty er Zorg sem hefur löngun til að verða rithöf- undur. Viðhorf hans breytist þegar hann kynnist hinni fögru og ungu Betty. Bláa-Betty hefur yfirleitt fengið góða dóma og hefur athygli manna sérstaklega beinst að aðal- leikkonunni, Béatrice Dalle, sem er tuttugu og eins árs gömul stúlka sem Beineix sá fyrst á forsíðu ljós- myndatímarits og hreifst af. Stjörnubíó Hættulegur leikur (Deadly game) er ný bandarísk kvikmynd er fjallar um afburðanemandann Paul Ste- vens sem er með eindæmum metnaðargjarn og er staðráðinn að ná langt í lífinu. Hann ætlar sér að vinna 1. verðlaun á vísindasýn- ingu í skólanum sínum og til þess að svo verði ætlar hann sér að búa til kjarnorkusprengju. Kvikmyndahús Háskólabíó Óskarsverðlaunamyndin Her- deildin (Platoon) hefur vakið jafnmikla athygli hérlendis sem erlendis, enda um sérstaklega áhrifamikla kvikmynd að ræða. Eins og flestum er kunnugt íjallar myndin á raunsæjan hátt um líf hermanna í Víetnamstríðinu. Söguþráðurinn er byggður á atviki , úr lífi leikstjóra og handritshöf- undar myndarinnar, Olivers Stone. Þetta er snilldarkvikmynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Laugarásbíó Laugarásbíó hefur nýhafið sýn- ingar á hrollvekjunni Gustur (The Wind). Fjallar myndin um ungan kvenrithöfund sem fer til Grikk- lands til þess að fá næði til að skrifa. Fljótlega gerast óhugnan- legir atburðir í nágrenni við hana og flækist hún í þá. Leikstjóri er Nico Mastorakis. Aðalhlutverkin leika Meg Foster og Wings Haus- er. Fyrir unnendur hryllingsmynda sýnir Laugarásbíó einnig Martröð á Elmstræti III, þar sem Freddy Krueger er enn einu sinni á ferð í draumi sem vöku. -HK Sjálfsmynd Asgrims Jónssonar en listaverka auk húss og heimilis. hann arfleiddi þjóð sína að Sýningar Hafnargallerí, Hafnarstræti Hafnargallerí er nýtt gallerí á efri hæð Bókaverslunar Snæbjarnar í Hafnar- stræti. Kjarvalsstaðir við Miklatún Á morgun verður opnuð á Kjarvalsstöðum sýning á listiðnaði frá Norðurlöndunum. Sýning þessi er að því leyti sérstök að hér er um að ræða sýnishom á verkum hönn- uða sem á sínum tíma hlutu hin eftirsóttu hönnunarverðlaun, sem kennd voru við Frederik Lunning, eiganda umboðsversl- unar Georgs Jensen í New York. Á sýningunni verða kynnt verk 40 hönnuða úr hópi þeirra sem hæst bar á Norðurlönd- unum á því 20 ára tímabili sem Lunning- verðlaununum var úthlutað. Listasafn ASÍ, Grensásvegi 16 Sýningin Áning 87 í Listasafni ASÍ hefur verið framlengd um eina viku. Á sýning- unni t'efla 11 listamenn í ýmsum greinum fram verkum sínum, sem em um margt ólík en mynda þó spennandi heild. Sýning- in er opin virka daga kl. 16-20, en laugar- dag og sunnudag kl. 14-22. Henni lýkur sunnudaginn 26. júlí. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 10-17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Mokka kaffi v/Skólavörðustíg Michael Gunter frá Bandaríkjunum hefur opnað sýningu á svart/hvítum ljósmynd- um í Mokka kaffi. Á sýningunni er 31 ljósmynd og eru þær allar teknar á Islandi. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3 1 Nýlistasafhinu standa yfir tvær sýningar um þessar mundir. Ina Salome sýnir niðri en hún hefur unnið saman silkiprent og textílverk á athyglisverðan hátt. ína Salome býr í Finnlandi þar sem maður hennar stundar nám. Uppi sýnir Hilmar Fredriksen frá Osló litla abstraktskúlp- túra í anda hirxnar svonefndu nýju geómetríu. Sýningamar em opnar alla virka daga kl. 16-22 og um helgar kl. 14-20. Norræna húsið v/Hringbraut Norræna húsið hefur mörg undanfarin ár staðið fyrir sýningum yfir sumarmánuðina á verkum íslenskra listamanna til þess að kynna norrænxxm ferðamönnum sem öðr- um athyglisverðar hliðar íslenskrar listar. Að þessu sinni sýnir Jón Gunnar Árnason verk sín í sýningarsölxxm og anddyri húss- ins. Sýninguna nefnir Jón Sól, hnífa og skip og þar má sjá skúlptúra unna á ámn- um 1971-1987. Sxxmarsýningin er opin daglega kl: 14-4.9 til 2.-ágúst. Stofnun Arna Magnússonar Handritasýning Áma Magnússonar er í Árnagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14-16 til ágústloka. Þjóðminjasafnið 1 Bogasal Þjóðminjasafns Islands stendur yfir sýningin Hvað er á seyði? Eldhúsið fram á okkar daga. Þar em til sýnis eld- húsáhöld frá ýmsum txmum. Opið alla daga frá kl. 13.30-16. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði I safninu stendur yfir sýning sem byggist á riti Lúðvíks Kristjánssonar, íslenskum sjávarháttum, verki í 5 bindum, sem nú er komið út í heild sixmi. Sýningin kallast Árabátaöldin. Teikningar, ljósmyndir og textar eru úr íslenskum sjávarháttum en munir em úr sjóminjadeild Þjóðminja- safnsins og frá ýmsum velunnumm safns- ins. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Byggða-, l.ista- og dýrasafn Arnesinga, Tryggvagötu 23, Selfossi Opið frá kl. 14-17 virka daga og frá kl. 14-18 um helgar á tímabilinu 17. júní til 13. september. Sýning í Viðey 11. júlx opnaði Ríkey Ingimundardóttir myndhöggvari sýningu úti í Viðey. Sýn- ingin er opin daglega kl. 13-19 og eru stöðugar ferðir alla daga frá Sundahöfn. Á sýningunni eru þekktar mannamyndir og fleira og helgar Ríkey Halldóri Kiljan Laxness sýninguna. Sýningin stendur til 3. ágúst. Veitingastofan, Þrastarlundi Ragnar Lár sýnir um þessar mundir í Þrastarlundi við Sog nýjar vatnslitamynd- ir og teikningar. Krákan Unnur Svavars sýnir myndir unnar með akrýl og pastel í veitingahúsinu Krák- unni, Laugavegi 22, Reykjavík. Krákan er opin kl. 11.30-23.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.