Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1987, Blaðsíða 8
30 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1987. ----------r\ Mynd- bönd Umsjón: Sigurður Már Jónsson \v — Morðþrillerinn FX heldur sig enn í forystusætinu og hefur dvalið þar um tíma. Hryllirinn um geimmann- æturnar, Critters, fylgir fast á eftir og er greinilegt að fólk kann að meta léttmeti af þessu tagi yfir sumartímann. „íslenska" myndin Einkarann- sóknin þeytist upp listann en sú mynd er sem kunnugt er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni og var sýnd í Laugarásbíói seinni hluta vetrar. Kyrrstaða er á þáttalistanum en lítið sem ekkert hefur verið um nýja þætti það sem af er sumri. Að þessu sinni birtum við leigu- listann frá Englandi en þar er ekki mikið um rótta^kar breytingar. -SMJ DV-LISTINN MYNDIR 1. (1) FX Murder by lllusion 2. (6) Critters 3. (10) Einkarannsóknin 4. (2) Color Purple 5. (3) Soul Man 6. (7) Pirates 7. (5) 8MillionWaystoDie 8. (8) Papillion 9. (4) Target 10.(-) Psycko III ÞÆTTIR 1. (1) l’ll Take Manhattan 2. (2) Anna í Grænuhlíð 3. (3) Anastasía 4. (4) Casanova 5. (5) Pirates BRETLAND 1. (1) Big Troubie in Little China 2. (5) Wanted Dead or Alive 3. (3) Color Purple 4. (2) Aliens 5. (4) FX Murder By lllusion 6. (8) Ruthless People 7. (7) Poltergeist 2 8. (10) Nightmare on Elm. St. II 9. (6) Soul Man 10.(9) Móna Lisa ick- Skrautlegir sjóræningjar PIRATES Útgefandi: Háskólabió/Cannon Leikstjóri og handritshöfundur: Roman Polanski. Aðalhlutverk: Walter Matthau, Cris Campion, Damen Thomas og Charlotte Lewis Bandarísk 1986. Bönnuð yngri en 16 ára Roman Polanski hafði að sögn alið lengi með sér þann draum að gera sjóræningjamynd - mynd sem átti að innihalda þá skemmtun og ævintýraþörf sem sjóræningja- myndir æsku hans gerðu. Niður- staðan er síðan nokkuð langt frá upprunalega draumnum enda virð- ist ekki mikil þörf fyrir þessa gerð mynda í dag. Polanski endaði því á því að gera farsa með Walter Matthau í hlut- verki Rauðs skipstjóra. Á farsanum eru verulegar brotalamir en það væri dauður maður sem hefði ekki gaman af Matthau í hlutverki hans. I upphafi stóð til að Jack Nicholson tæki að sér hlutverkið en sem betur fer hafði hann ekki áhuga og því kom Mathau til sög- unar. Matthau hefur yfirleitt þótt heldur mistækur í hlutverkum sín- um enda hættir honum stundum til að láta andlitsgrettur sínar stjórna leiknum. Hér er andlit hans þó kirfilega hulið í gríðarlegu skegg- hafi. I upphafi sjáum við Rauð skip- stjóra þar sem hann rekur um opið úthaf á fleka og dreymir hann helst um að éta léttadrenginn. í þann mund er hann ætlar að láta verða af því birtist spönsk skonnorta og bjargast þeir um borð í skipið. Rauður skipstjóri er maður ráða- góður og fljótlega tekst honum að æsa til uppreisnar. Allt er það þó gert vegna gullgræðgi hans og er fróðlegt að sjá hvernig honum tekst til að næla sér í fjársjóð allra tíma. En þrátt fyrir marga góða punkta í myndinni, sem flesta má rekja til fallegrar myndatöku, eru margir lausir endar. Fyrir það fyrsta er erfitt að átta sig á því hvað Pol- anski ætlar sér með þessari mynd. Hann stígur ekki skrefið til fulls og gerir hana að algerum farsa og fyrir vikið situr hann uppi með heldur langdregin atriði þar sem verið er að eltast við einhvern fjár- sjóð. Inn á milli detta þó alltaf gu'llkom sem halda vöku áhorfand- ans. -SMJ hvern? POLICE PLAZA ★★ Lögreglan að störfum Útgefandi: Steinar/CBS. Leikstjóri: Jerry Jameson. Handrit: Paul King. Aðalhlutverk: Robert Conrad, Antony Zerbe og George Dzundza. Bandarisk sjónvarpsmynd, 1986. 92 min. Bönnuð yngri en 16 ára. Það er alltaf nóg af morðum í New York og dag einn er kona að nafni Sara Eisinger fómarlambið. Hún finnst ein og yfirgefin í íbúð sinni eftir að hafa verið myrt á hroða- legan hátt. Lögregluforinginn, sem annast rannsókn málsins, sér að eitthvað er grugg- ugt við morðið og hellir sér út í rannsókn þess ásamt dyggum aðstoðarmönnum sín- um. Fljótlega kemur í ljós að valdamiklir menn vilja ekki að hrist sé upp í málinu. Það er ekki hægt að segja annað en að þetta sé gamalkunnugt þema sem hér birtist - myndir um lögreglu birtast eins og á færi- bandi í Bandaríkjunum. Það er eins og gengur og gerist, sumar em góðar og aðrar slæmar. Þessi sjónvarps- mynd verður að teljast í betri kantinum enda býður hún upp á töluverða spennu lengst af þó að ruglingslegur endir spilli dálítið fyrir. Leikur er hin ágætasti og myndin snyrtilega unnin. Það ætti því að vera hægt að benda á þessa mynd sem þokkalega kvöldskemmtun. -SMJ Stríö fyrir LATINOS Útgefandi: Steinar/CBS. Leikstjórn og handrit: Haskell Wexler. Framleiðandi: Benjamin Berg. Titillag: Jackson Brown. Aðalhlutverk: Robert Beltran, Annette Cardona, Tony Plana, Richard Lopez, Julio Medina og Luiz Torrentes. Bönnuð yngri en 16 ára. Hér segir frá bandarískum hermanni af mexíkönskum ættum sem sendur er til Honduras til að taka þátt í hernaðaraðgerð- um Bandaríkjamanna með kontraskærulið- um. Fljótlega fara efasemdir um gagnsemi þessara aðgerða að sækja á hermanninn. Hann á bágt með að trúa áróðri yfirboðara sinna og finnst í raun að hann sé staddur í öðru Víetnam. Tengsl hans við konu frá Nicaragua gera málin enn flóknari. Dálítið erfitt er að henda reiður á uppruna þessarar myndar. Innihald hennar og boð- skapur er þannig að hann er varla líklegur til að falla ráðamönnum í Bandaríkjunum í geð. Nicaragua er geysilega viðkvæmt mál í Bandaríkjunum og hér er tekin mjög ákveðin afstaða gegn umsvifum Kana þar. Myndin er einlæg og leitast við að túlka aðstæður þarna fyrir áhorfandanum. Hins vegar er ákveðinn viðvaningsblær yfir henni sem spillir fyrir þó hún sé vissulega þess virði að horft sé á hana. -SMJ ★★★★ Gömul perla: Líður hægt aö hádegi HIGH NOON Leikstjóri: Fred Zinnemann. Framleiðandi: Stanley Kramer. Handrit: Carl Foreman. Myndataka: Floyd Crosby. Tónlist: Dimitri Tomkin. Aðalhlutverk: Gary Cooper, Grace Kelly, Thomas Mitchell, Lloyd Bridges og Lee Van Cleef. Bandarísk, 1952. 85 min. Svart/hvit. Framleitt af United Artist. Hér er um að ræða eitt af meist- araverkum kvikmyndasögunnar og verður því kynnt fyrir kvik- myndaáhugafólki sem slíkt en þessa mynd má finna á nokkrum kvikmyndaleigum en líklega þarf þó að leita vel að henni. Þegar vestraaðdáendur vilja rökstyðja aðdáun sína á vestrum tína þeir gjarnan til þessa 35 ára gömlu mynd gerða af Fred Zinnemann. Er það ekki að furða því hér er um að ræða, óvenju heilsteypt kvik- myndaverk hvernig sem á myndina er litið. Segir hér frá Will. Kane (Gary Cooper) sem er lögreglustjóri í smábæ einum. Hann hefur verið farsæll í starfi og er að gifta sig kl. 10.45 að morgni. Þá fær hann upplýsingar um að glæpagengi eitt, sem á honum grátt að gjalda, sé á leiðinni til bæjarins og komi með hádegislestinni. Eftir miklar vangaveltur kemst Cooper að því að honum verði ekki undankomu auðið og hann verði,að mæta örlög- um sínum. Að þeirri ákvörðun stendur hann einn gegn bæjarbú- um og eiginkonu sinni. Hann er svikinn af öllum, einn og yfirgef- inn, og 75 mínútna píslarganga hans um bæinn hefur allt að því kristilega skírskotun. Það er alveg stórkostlegt í þess- ari mynd hvernig hver mínúta nýtist til fullnustu en hún gerist á 85 mínútum nákvæmlega. Hjálpast Cooper giftist Crace Kelly í High Noon. þar að handrit Carl Foremans, sem reyndar upplifði ofsóknir McCart- hys skömmu síðar, myndataka Floyd Crosby og síðast en ekki síst leikstjórn Zinnemann. Þessi mynd hefur notið varan- legra vinsælda og er sýnd með reglulegu millibili i sjónvarpi í Bandaríkjunum. Þar nýtur hún þeirrar sérstöðu að vera ekki bútuð niður með auglýsingum enda myndi allt slíkt slátra viðkvæmri og nákvæmri tímauppbygginu myndarinnar. High Noon eldist ákaflega vel og til dæmis mun betur en Shane, annar klassískur vestri, sem reynd- ar var sýndur í sjónvarpinu í vetur. Þá fékk myndin og Cooper óskar- inn eftirsótta á sínum tíma. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.