Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987. Utlönd Aðgerðír gegn sfjómarandstæðingum Lögreglan í Panama gerði í gær húsleit í skrifstofum helstu hópa : st.i órnarandstæðinga í landinu. Leit- in var liður í aðgerðum gegn mótmælum þeim sem boðuð hafa verið gegn stjóminni á morgun, fimmtudag. Að sógn heimilda brutust um tutt-:: ugu lögreglumenn inn í skrifstofu stjómarandstæðinga í miðborg Panamaborgar og höfðu með sér á brott þaðan skjöl varðandi starfsemi hreyfingarinnar. Stjómarandstæðingar hafa undanfamar vikur skipulagt umfangsmiklar aðgerðir gegn stjóm landsins, þar á meðal tveggja sólarhringa allsherjarverk- fall í síðustu viku. Heimildir í Panama herma að Roberto Diaz Herrera ofursti, sem borið hefur valdamestu menn landsins þungum sökum, sé í haldi í fangelsi i höfiið- borginni og virðist við góða heilsu. Til þessa hefur ekkert verið vitað hvar Herrera væri niðurkominn eftir að hann var tekinn höndum í siðustu viku. Hann hefur dregið ásakanir sinar til baka opinberlega, að þvi er talið er vegna þvingana lögreglu. Sovét-stuðningur vfð Mosambík Mikhail Gorbatsjov, aðalritaii sovéska kommúnisraflokksins, fuli- vissaði í gær Joaquim Chissano, fbrseta Mosambik, utn stuðnittg Sov- : étríkjanna við land hans og að .Sovéunenn myndu virða sjálfstæði þjóðar hans. Gorbatsjov og Chisaano áttu við- ræður í Kreml í gær en Chissano er nú í opinberri heimsókn í Sovétríkj- unttm. Sagöi Gorliatsjov við I>að tækiféri að nú væri orðiö tímab;ert. fyrir vestræn ríki að átta sig á rétti annarra þjóða til að velja sér sínar eigin þróunarbrautir. Blindur í Atíantshafssiglingu Liðlega fertugur maður, sem er svo sjónskertur að hann telst aðeins hafe þijátíu prósent sjón, lagði í gær af stað í Atlantshafssiglingu, einn síns liðs, á litlum seglbátL Maðurinn, sem heitir Jim Dickson, lagði af stað frá Portsmouth í Banda- ríkjunum í gær, áleiðis til Bretlands, á tólf metra löngum seglbáti, eftir að hafa lofað að snúa við ef eitthvað feeri úrskeiðis á fyrstu þrem dögum ferðar- innar. Dickson segist hafe ákveðið að fara í ferð þessa til þess að sýna að þeir sem bæklaðir eru að einhverju leyti geti allt það sem heilbrigðir geta. Dickson segist hafe stundað siglingar í seytján ár, einvörðungu meðfiram ströndinni. Hann mun sjá betur að nóttu til, þegar Ijós sýna útlínur betur, en að degi til sér hann ekki önnur skip fyrr en þau eru komin í sem svarar sjötíu og fimm metra fiarlægð frá honum. Talið er að menn þurfi um fimm hundruð tíma þjálfún á bát af því tagi sem Dicson fer á en hann hefúr ekki nema um 180 tíma. Dickson áætlar að vera liðlega mánuð á siglingu. PLOábyrg ísraelski liðsforinginn, sem skot- inn var til bana á Gaza-svæðinu síðastliðinn sunnudag, var í gær borinn til grafar. Frelsishreyfing Palestínu, PIX), lýsti í gær ábyrgð á morðinu á hend- ur sér í tilkynningu sem hreyfingin sendi fréttastofú á svæðinu. í til- kynningunni sagði að skæruliðar PLO hefðu veitt Ron Tal liðþjálfa og félaga hans fyrirsát. Hefði lið- jjálfinn verið skotinn til bana en félaginn særður alvarlega. Væri til- ræði þetta í samræmi við þá ákvörð un æðsta ráðs samtakanna að herða hemaðaraðgerðir gegn mikilvægum hemaðarlegum skotmörkum óvinar- ins. Fómar- lombin flutt heim írönsk fiugvél fór í gær frá Jeddah i Saudi-Arabíu til Teheran í íran með lík fimmtíu og átta pílagríma. Auk þess var fjörutíu og einn særður um borð í vélinni. Það var íranska fréttastofan frna, með aðsetur í London, sem skýrði frá því í gærkvöldi að þetta væri fyrsta íranska flugvélin sem send hefði verið eftir líkum. Yfirvöld í íran fúllyrða að sex hundr- uð íranskir pílagrímar hafi verið drepnir eða sé saknað og að fjögur þúsund og fimm hundruð hafi særst í átökunum er urðu í Mecca á föstudag- inn. Hafa írönsk yftrvöld sakað Bandaríkin um að skipa fyrir um það sem þeir kalla fiöldamorð. Yfirvöld -í Saudi-Arabíu halda því fram að ffögur hundmð og tveir hafi látið lífið í blóðbaðinu og meðal þeirra hafi tvö hundmð sjötíu og firnm verið Iranir. blóðbaðsins í Mecca á föstudaginn. Héldu þeir á blóði drifnu líkani af helgi- skríni frá Mecca og mynd af Fahd, konungi Saudi-Arabíu, sveipaða bandaríska fánanum. Simamynd Reuter Kaldasta sumar í aldarfjórðung Haukur L. Hauksson, DV, Kaupruannahöfn; Aðeins fiórum sinnum áður á síðast- liðnum hundrað og fimmtán árum hafa maí, júní og júlí verið jafnkaldir í Danmörku og í ár. Það vom árin 1879, 1888, 1909 og 1962. Agústmánuður var einnig kaldur þessi fjögur sumur og í ár lítur ástand- ið ekki glæsilega út. Hið gráa og kalda sumarveður mun ríkja áfram fyrri hluta ágústmánaðar með blæstri, regni og 13 til 15 stiga hita. í júnímán- uði rigndi tíu til fimmtán prósent meira en vanalega og hiti var tveimur gráðum undir meðallagi sem er 16,6 gráður. Kaldasti júlí aldarinnar var 1979. Ágústmánuður er blautasti mánuð- ur ársins og því ekki til mikils að hlakka. Því ættu íslendingar, alvanir sumri og sól norðursins, á leið til Dan- merkur að muna eftir sjóstökkunum og lopapeysunum. Goria veldur usla í flokknum Batdur Róbertsscm, DV, Geruóa; Traustsyfirlýsing á nýju stjómina hef- ur verið samþykkt í efri deild ítalska þingsins með hundrað áttatíu og ijór- um atkvæðum gegn hundrað tuttugu og þremur. Neðri deild þingsins greið- ir atkvæði um traustsyfirlýsingu í dag og þykir íúllvíst að hún verði sam- þykkt. Eitt er það á stefnuskrá Goria for- sætisráðherra sem valdið heíúr miklum usla innan flokks hans, kristi- legra demókrata. Er það þjóðarat- kvæðagreiðsla um vem kjamorku í landinu. Einnig verður þjóðarat- kvæðagreiðsla um hið seinvirka og óréttláta dómskerfi sem er við lýði hér á Ítalíu. Þessar þjóðaratkvæðagreiðslur eiga báðar að fara fram í nóvember næst- komandi ef stjómin heldur velli þangað til. Bandaríkjamenn semja um friðaráætlun í Mið-Ameríku Bandarískir embættismenn og leið- togar þingsins em nú að semja friðará- ætlun þar sem gert er ráð fyrir vopnahléi milli hermanna í Nicaragua og skæmliða. Einnig er gert ráð fyrir í áætluninni að frestað verði atkvæða- greiðslu á Bandaríkjaþingi um aðstoð við contraskæmliðana. Vonast bandarískir embættismenn til að friðaráætlunin verði lögð fram á tveggja daga toppfúndi leiðtoga Mið-Ameríkuríkja sem hefst á morgun í Guatemala. Embættismenn Hvíta hússins segja þó að enn hafi ekki náðst endanlegt samkomulag við leiðtoga þingsins og að embættismennfrnir sjálfir eigi eftir að koma sér saman um ýmis smáatriði. Það var á fréttamannafundi með íjórum leiðtogum contraskæmliða sem fregnir bárúst af friðaráætlun- inni. Kváðust þeir ekki samþykkja vopnahlé sem þeir hefðu ekki verið með í ráðum um að semja um. Verið er að semja friðaráætlunina á sama tíma sem Hvíta húsið leitar eftir stuðningi þingsins við aðstoð við contraskæmliða en samkvæmt áætl- uninni á aðstoðin að hætta við upphaf vopnahlés. Gert er ráð fyrir fúllum mannréttindum í Nicaragua og að Sovétríkin hætti allri hemaðaraðstoð við landið. fund með sex leiðtogum contraskæruliða i Nicaragua. símamynd Reuter George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræðir við fréttamenn eftir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.