Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1987, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1987. Jarðaifarir Póll Guðjónsson frá Sléttu lést 28. júlí sl. Hann var fæddur á Sléttu- Strönd á Reyðarfirði 21. ógúst 1897. Foreldrar hans voru Stefanía Guð- mundsdóttir og Guðjón Pálsson. Eftirlifandi eiginkona hans er Sess- elja Pálsdóttir. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Útför Páls verð- ur gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 15. Hermann Gestsson lést 28. júlí sl. Hann var fæddur í Reykjavík 7. sept- ember 1%5. Foreldrar hans voru i- Auður Hermannsdóttir og Gestur Valgeir Gestsson. Hermann stundaði síðast ná í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Útför hans verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 15. Ólafur Pétursson frá Hrossholti verður jarðsunginn frá Fossvogskap- ellu fimmtudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Jónína Helga Snorradóttir verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni í dag, miðvikudaginn 5. ágúst, kl. 13.30. Þorsteinn Guðni Einarsson verð- ur jarðsunginn frá Siglufjarðar- kirkju fimmtudaginn 6. ágúst kl. 14. Útför Sigurbergs Árnasonar, fyrrv. framkvæmdastjóra, Eskihlíð 5, Reykjavík, fer fram frá Hallgríms- kirkju fimmtudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Skarphéðinn Waage, Mánabraut 19, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. ágúst kl. 15. Sesselja Eldjárn, sem andaðist þriðjudaginn 28. júlí, verður jarðsett að Tjörn í Svarfaðardal í dag, 5. ágúst, kl. 14. Askorun vegna bruna Isa- fjarðarkirkju. Allir þeir mörgu sem átt hafa gleði- og hátíðastundir í Isafjarðarkirkju, svo sem við skírn, fermingu eða giftingu, eða þeir sem vildu minnast látinna ættingja, sem jarðsungnir hafa verið í kirkjunni, ættu nú að taka höndum saman og aðstoða við Tilkyimingar Opið hús fyrir erlenda ferðamenn í Norræm húsinu Næst á dagskrá í Opnu húsi í Norræna húsinu fimmtudaginn 6. ágúst kl. 20.30 er fyrirlestur sem dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður flytur á norsku og nefnir „Snorri Sturlusons skildring av dei nor- diske folk“. Að loknu kaffihléi verður sýnd kvikmynd Osvalds Knudsens „Surtur fer sunnan" og er hún með dönsku tali. Kaffi- stofan býður upp á ljúffengar veitingar og bókasafnið er opið en þar liggja frammi bækur um Island og íslenskar hljómplötur. Sumarsýning Listmálara- félagsins Opnuð hefur verið í Gallerí íslensk list, Vesturgötu 17, Reykjavík, samsýning á verkum 14 félaga í Listmálarafélaginu. Þetta er sumarsýning og er sá háttur hafð- ur á að kaupendur verka geta strax tekið myndirnar heim með sér og þá verða ný verk sett upp á sýningunni í staðinn. Hér er um að ræða óvenjulegt tækifæri til að skoða og kaupa til afgreiðslu strax mynd- verk eftir marga af þekktustu myndlistar- mönnum þjóðarinnar. Þeir sem eiga verk á sumarsýningunni eru: Karl Kvaran, Pétur Már, Bragi Ásgeirsson, Ágúst Pet- ersen, Jóhannes Jóhannesson, Sigurður Sigurðsson, Björn Birnir, Kristján Davíðs- son, Guðmunda Andrésdóttir, Hafsteinn Austmann, Gunnar Öm, Einar Þorláks- son, Valtýr Pétursson og Elías B. Halld- órsson. Sýningin er opin virka daga kl. 9-17. Lokað um helgar. Aðgangur er ókeypis. Tapað - Fundið WmSEÍám&mgk* fn Matthías er týndur Hann er síamsköttur sem hvarf frá heim- ili sínu að Klapparstíg 42 sl. föstudag. Hann er merktur og eru þeir sem hafa orðið varir við hann vinsamlegast beðnir að hringja í síma 621746. Pia ertýnd Hún er grábröndóttur köttur og hvarf frá Borgarholtsbraut 50. Hún hlýðir nafni sínu og ér merkt í eyra, Y 4103. Þeir sem hafa orðið varir við ferðir hennar eða vita hvar hana er að finna vinsamlegast hringi í síma 40557 eða hafi samband við Katta- vinafélagið. Fundarlaun. Gullhringur tapaðist Gullhringur með hvítum steini tapaðist sl. fostudag. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 43931 eða 40140. Fundarlaun. endurbyggingu kirkjunnar eða byggingu nýrrar. Sýnum samhug okkar í verki með því að leggja nokkurt fé af mörkum til' kirkjubyggingarsjóðs og sendum með því kveðjur til safnaðarins. Framlögum má koma á framfæri með greiðslu inn á gíró-, reikning sóknamefndar nr. 156-26-551 við Landsbankann á ísafirði eða með síma- greiðslu með Visa í síma 91-83436. I gærkvöldi Birgir Þór Svenisson stýrimaður, Vestmannaeyjum: „íþróttafréttimar á Stöð 2 góðar“ Mér fannst nú varla veðrið vera þannig að maður ætti að sitja inni og horfa á sjónvarp og fátt var það í dagskránni sem freistaði. Ég horfði á fréttirnar á Stöð 2 og eins íþróttirnar á sömu stöð en mér finnst þeir yfirleitt vera með mjög góðar íþróttafréttir. Þáttur- inn Tilkomi þitt ríki fannst mér reyndar nokkuð athyglisverður, þar var sýnt trúarofstæki sértrúar- flokka í Bandaríkjunum og allt það rugl sem þeim fylgir. Myndina Gulag var ég búinn að sjá áður og fannst hún nokkuð góð. Ég horfi ekki á framhaldsþætti, mest at- vinnunar vegna, því maður nær aldrei að sjá nema einn og einn þátt. Af útvarpsstöðvunum finnst mér Stjarnan best því hún er sannkall- að landsbyggðarútvarp. Mikill reykur gaus upp þegar eldurinn kom upp í sjúkrahúsinu DV-mynd JGH Eldurínn í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær: Greiðlega gekk að flytja sjúklingana af gjörgæslu Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: „Ég var með tvo sjúklinga á gjör- gæsludeildinni, annar þeirra var í öndunarvél, en það gekk vel að koma þeim í burtu, yfir á handlækninga- deildina. Sem betur fer var engin aðgerð í gangi,“ sagði Veigar Ólafs- son, svæfingalæknir á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, en hann var á vakt um fimmleytið í gær þegar eld- ur kom upp í loftræstirými sjúkrahúss- ins, með þeim afleiðingum að nýbygging hússins fýlltist af reyk. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Gísli Lórenzson varaslökkviliðsstjóri stjómaði aðgerðum í gær og sagði hann eftir slökkvistarfið að sér hefði ekkert litist á blikuna þegar þeir komu á staðinn þar sem mikill reykur hefði borist frá loftræstirýminu. Reykurinn sást víðsvegar að og safhaðist nokkur mannfjöldi fyrir utan sjúkrahúsið. Eldsupptök vom í gærkvöldi óljós en Gísli sagði að menn hefðu verið að vinna með tjömpappa á þaki hússins en útilokað væri að segja um hvort það væri ástæðan. í nýbyggingunni em m.a. gjörgæslu- deild og skurðstofa, einhver sú alfull- komnasta hérlendis, og fylltust þær af reyk. Einhverjar vatnsskemmdir urðu á skurðstofunni en í gær óttuð- ust menn frekar skemmdir af völdum reyks. Heppni að ekki stóð yfir aðgerð Halldór Jónsson, forstjóri sjúkra- hússins, sagði í gær að mikil heppni væri að ekki hefði staðið yfir aðgerð þegar eldurinn kom upp en iðulega væm aðgerðir ekki búnar á þessum tíma dags. „Á gjörgæsludeildinni hafa oft verið þetta 10-11 sjúklingar en í þetta skiptið vom þeir tveir og gekk vel að koma þeim í burtu.“ Eldurinn kom upp í loftræstirými uppi á þaki hússins þar sem loftræst- ingin tekur loft inn. Reykurinn sogaðist hratt inn í kerfið og þar sem gjörgæsludeild og skurðstofa standa næst kerfinu og nota mesta loftræst- ingu fylltust þessar deildir fyrst af reyk. Halldór sagði að ekki væri vitað hvenær skurðstofan og gjörgæslu- deildin yrðu tekhar í notkun á ný. Til stóð í gær að setja upp skurðstofu á handlækningadeild til bráðabirgða og yrði það eingöngu fyrir bráðatilfelli. Amarflug: Samdi um 36 prósent hækkun á árinu Amarflug hefur nú lokið samning- um við flugáhafnir og flugvirkja hjá félaginu. Flugvirkjar og flugfreyjur hafa samþykkt samningana en flug- menn eiga eftir að taka þá fyrir í sínu félagi. Þá á einnig eftir að leggja þá fyrir stjóm Amarflugs. Þorsteinn Þorsteinsson, tækni- og flugrekstrarstjóri Amarflugs, sagði í samtali við DV í gær að ekki lægi fyrir hvað þetta þýddi í krónum talið en í heild sýndist sér þetta vera um 36 % hækkun á árinu. Svo er þetta misjafht eftir stöðum og hvaða flugvél- um menn fljúga. Aðaldeilan stóð um afturvirkni samningsins, Flugleiðir sömdu við sitt fólk um 21,9% hækkun frá 1. janúar sl. en við sömdum um sömu launa- hækkun frá 1. apríl, síðan koma inn í hækkanir frá 1. mars 2% og 2,85 % 1. júní, en þessar hækkanir erum við búnir að greiða starfsfólkinu. Svo varð einnig 2% hækkun 1. ágúst og aftur hækkun, 1,5%, 1. okt. og 3% 1. des. Úrskurður launanefhdar á eftir að koma þessu fólki til góða ef launa- hækkanir fara fram úr rauða strikinu. Þorsteinn sagði að talsverð hækkun hefði orðið á vaktaálagi en á móti kæmi aukin vinnuskylda. Tók hann sem dæmi að vaktaálag hjá flugfreyj- um hækkar úr 15% í 33% 1. september og eykst vinnuskyldan úr 60 tímum í 80 tíma á mánuði samfara þessari launahækkun. Vinnuskylda flug- manna eykst úr 208 tímum í 270 tíma, miðað við 90 daga, en á ári er vinnu- skylda þeirra 900 tímar sem Þorsteinn sagði að væri það sama og hjá Flug- leiðum. Ó.G.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.