Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987. 17 Lesendur Ekki drukkin Jóhanna hringdi: Ég er hjúkrunarfræðingur og var að störfum á Húsafelli um verslunar- mannahelgina. Eins og fram hefúr komið í fréttum fór lítið bam í laug- ina og mátti litlu mima að það drukknaði. Síðan þessi atburður gerðist hefur hinn fomi sagnarandi Islendingsins gengið ljósum logum og er sagt að foreldrar bamsins hafi verið dauðadmkknir er þetta gerð- ist. Þetta er ekki rétt. Foreldrar bams- ins vom allsgáðir og var enga lykt af þeim að finna. Allar sögusagnir um ölvun þeirra em því helber hug- arburður og raunar óskiljanlegt hvemig svona kvittur getur gosið upp. Hátt útsvar Til borgarstjórans í Reykjavík Magnús Hafsteinsson skrifar: Ofanritaður, sem er metinn 100% öryrki af læknum Klepps en 65% af Tryggingastofnun og þiggur styrk af borginni í formi niðurgreiddrar húsaleigu, á að borga kr. 51.400 í útsvar. Þetta finnst mér grátbroslegt og bera því vitni að ekkert samband sé á milli stjómenda þessarar borgar og íbúanna heldur aðeins hin hel- kalda tölva. Þetta hlýtur að vera mannlegum verum hér áhyggjuefni og ég sem slík álykta að þetta stafi af leti og sljóleika ellegar þá algjöm skeyting- arleysi um hvað sé rétt og hvað rangt. Alþingisbygging óhæfa 7827-7548 hringdi: Ég vil af heilum hug taka undir orð Hrafhs Gunnlaugssonar í DV varð- andi eyðileggingu og stílleysi það er mun verða á Alþingishúsinu og um- hverfi þess vegna viðbyggingar þeirrar er ætlað er að troða þar að. Nóg er að Landsbankahúsið var eyðilagt, gerræðisleg var sú ákvörðun er Morgunblaðshöllinni var troðið inn í Grjótaþorpið á sínum tíma er aldar- gamalt tré, sem stóð á leikvellinum á homi Aðalstrætis og Túngötu, var höggvið og fleira mætti upp telja. Skora ég á alla íslendinga, sem ekki em rúnir allri sjálfstæðri skoðun varð- andi borg sína, að láta frá sér heyra. Sumir em óánægðir með teikningu þá sem var valin i samkeppni um nýbyggingu Alþingis. Mamma? mamma Konráð Friðfinnson skrifar: Mamma veit allt, skilur og sér allt. Hún er ávallt sú sem finnur farsælustu lausnina, jafhvel í harð- vítugustu deilum systkina. Mamma er einnig hjúkmnarkona, kennari, félagi og fleira. Ætíð er leitað á náðir mömmu þegar hlut- imir ganga illa upp, ellegar eitt- hvað bjátar á hjá smáfólkinu. Þá er stundum nauðsynlegt að líma plástur á putta, er passar fyr- ir lítinn gutta og kyssa að því loknu á báttið, svo ég noti hið leiða málfar er fúllorðnir nota gjaman þegar að böm eiga í hlut. Mamma fær að sjálfsögðu það vandasama verk að koma brosinu fram hjá afkvæminu er sorgin hefur knúið þar dyra. Mamma hefur einkar gott lag á því. Já, allt kann mamma, þótt oft á tíðum hafi hún engan aðgang að lífeyrissjóðum er aldurinn færist yfir. Hún skilar engu að síður ómet- anlegu starfi til handa þjóð vorri. En í flestum tilvikum auðnaðist henni að horfa á angana litlu vaxa úr grasi og verða að góðum og gildum þegnum í þjóðfélaginu. En meira af mömmu. Hver þvær þvottinn, straujar, prjónar, ryksugar og skúrar gólfin? Pabbi? Nei, mamma. Hver kemur dóti heimilisfólks fyrir á réttum stöðum og veit alltaf hvar hinn minnsta hlut er að finna? Pabbi?, Nei, mamma. Hver situr og vakir yfir ungviðinu þegar sjúkdómar herja? Pabbi? Nei, mamma. Mamma er með öðrum orðum enn í dag rígbundin i sitt aldagamla hlutverk. Nú skulum við venda kvæði í kross og skoða málið frá hinni hliðinni. Hver er það sem aldrei finnur sokkana, buxumar, bindið og rífur og tætir geðillskulega upp- úr skúffum og skápum í vonlausri leit? Mamma? Nei, pabbi. Hver er það sem spyr eins og afglapi hvar gleraugun séu, en er með þau á enninu? Mamma? Nei, pabbi. Hverjum þykir sú sjón fyndin? Pabba? Nei, mömmu. Hver fer þá í fylu og skellir hurðum? Mamma? Nei, pabbi. í lokin vil ég taka fram að pabba- lýsing mín á ekki við neinn sér- stakann. Gildir kannski um okkur alla að vissu leyti. En það breytir aftur á móti ekki þeirri staðreynd að konur í móðurhlutverki vinna óskaplega mikið starf inn á sínum heimilum. Að ég tali ekki um þær sem að auki sinna störfum út í bæ. Engin merkjanleg hugarfarsbreyt- ing er meðal þegnanna á þessu máli. Það á við um jafnt karla sem konur. Hannræðirum brott- hvarf AlbertsGuð- stæðisflokknum, úttektina á flokknum eftir kosningar, frjálshyggj- una, stöðu kvenna og eigin í flokknum og margt fleira. • Tímamót hjá James Bond Trúboðsstarf nútímans Hvernig skynjar fólk tímann? Hverju erum við bættari með tímahugtakið þótt við sköpum það sjálf. Er það ef til vill blekk- ing? Ertíminnævinlega floginn frá okkur þegar grípa skalá honum? Leg á leigu Meðgöngumæðrum í Bandaríkjunum fer stöðugt fjölgandi. Margar spurningar hafa vaknað í kjölfar legleigunnar, ein þeirra er hvort leyfa eigi piparsveinum að leigja leg. Nú sem endranær er fjölbreytt efni í Vikunni Vikan Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra íVikuviðtalinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.