Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1987, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1987. 31- Svörtvelta Allir fjölmiðlar virðast vera sammála um eitt að aflokinni þessari verslunarmannahelgi: Mesta ölvunin var í Húsafelii og þorri mótsgesta þar var a aldrinum 14-18 ára. Talið er að um 8-10 þúsund manns hafi verið á svæðinu. Efreiknaðermeðaðum 6000 manns hafi skvett í sig tveim- ur vodkaflöskum yfir helgina kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Miðað við þessar forsend- ur keyptu Húsafellsunglíng- amir sér áfengi fyrir tæpar 15 milljónir, en þeir eru samt undir lögaldri. Lögum sam- kvæmt er óheimilt að láta unglingi á þessum aldri í té áfengi, en staðreyndirn ar tala og segja ótvírætt, að ungling- amir vfirðast ekki eiga í vandræðum með að verða sér úti um áfengi. Miðað við þessa útreikn- inga fékk Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins um 15 milljónir í „svartar tekjur" frá Húsafellsgestum og eitthvað sjálfsagt frá öðrum ungling- um. Sé reiknað með að venju- leg helgarsala til unglinga sé um tíundi hluti þessarar upp- hæðar, má auðveldlega gera sér í hugarlund að um 800 milljónir af árstekjum ríkisins komi frá unglingum. Miðað við þessar forsendur, koma 25% af tekjum ÁTVR frá ungl- ingum undir lögaldri. Einnota veröld Heimurinn virðist smátt og smátt vera að yfirfyllast af einnota hlutum. Nú sé helsta spurningin um stöðutákn að menn geti hent hlutum að lok- inni notkun og fengið sér nýja. Allir kannast við einnota um- búðir sem þekkst hafa lengi, á markað eru komnar einnota myndavélar og í nokkum tfma hafa verið til einnota símar sem eru notaðir á sjúkrahús- um ytra. Þó kastar fyrst tólfunum þegar farið er að tala um einnota stjórnmála- flokka og stjómmálamenn, eins og farið er að fljúga á milli í hnútukasti stjórnmál- anna. Ætti þá flokksstofnun- argleði íslendinga að fá rækilega útrás á fjögurra ára fresti. Kröfuganga á Ísafirði I vestfirska vikublaðinu, Bæjarins Besta, er að finna frásögn af síðasta vinnudegi í Vinnuskóla ísafjarðar. Segir frá því að þann dag hafi krakkarnir í vinnuskólanum sent öðrum bæj arbúum tóninn og j afnframt hvatt til betri umgengni. Fóru krakkarnir í mótmælagöngu um bæinn og héldu sópum á lofti. Æptu þau Taka unglingar virkari þátt en menn hafa gert sér grein fyrir í að afla rikissjóði tekna? Sandkom Gott er til þess að vita að nú ætll menn að koma skikkl á óreiðuna og fara að hafa sauöfjárrækt skipulega. herópið: „Hreinn bær, betri bær“ og á sópunum héngu spjöld sem báru áletrannir eins og: „Vilt þú Isafjörð sem sóðabæli" og „Óhreinn bær er engum kær“. Á sumum spjöld- unum voru bílnúmer en nemendur vinnuskólans hafa staðið bílstjóra (og farþega) að því að henda rusli út um gluggana á bílum sínum. Voru númerin skráð og birt opin- berlega. Mælirinn er greinilega full- ur, að mati krakkanna, sem vilja nú beita nýjum baráttu- aðferðum við sóðana en bara hreinsa ruslið upp eftir þá. Digurbarkinn Leit Stuðmanna að látúns- barkanum vakti þó nokkra athygli alþjóðar'og höfðu flestir gaman af uppátækinu. Nú er það rætt manna á meðal að þótt látúnsbarkakeppnin hafi verið þarft framtak hjá söngelskri þjóð, þá sé önnur leit jafnvel enn meira viðeig- andi. Það sé leitin að „Digur- barkanum". Telja menn, að hérlendis sé um auðugan garð að gresja og brýn þörf á slíkri keppni. Hafa þessir sömu menn nefnt Þingsjá sem hugs- anlegan vettvang undan- keppninnar. Hún tæki sennilegast 4 ár en úrslita- keppni færi fram við Alþingis- kosningarnar1991. Loksins skipulagning Morgunblaðið boðaði landslýð mikil gleðitíðindi í síðustu viku, þegar svohljóð- andi fyrirsögn hirtist í blað- inu: „SauðQárræktin verði skipulögð um allt land“. Þykir Morgunblaðinu þetta vera hin merkasta frétt og má ætla að flestir hafi orðið fegnir að vita, að loksins hafi menn hugsað sér, að fara að koma skipulagi á óreiðuna - og það meiri að segjaumalltland. Ensku- mælandi símsvari Viðskiptavinir, sem hringt hafa í Sápugerðina Frigg í Garðabæ, hafa sumir hverjir orðið heldur hvumsa við þegar svarað hefur verið. I gamla símanúmerinu, 51822, er nefnilega svarað á ensku og þeim sem hringir vinsamleg- ast bent á nýtt símanúmer. Verjendum íslenskrar tungu til hughreystingar verður þó að segja, að íslenskan gleym- ist ekki. Á eftir enskunni koma sömu upplýsingar, tal- aðar á gamla góða móðurmál- inu. Umsjón: Jónas Fr. Jónsson Urval Við allra hæfi Kjörinn ferðafélagi, fer vel í vasa, vel í hendi, úrvalsefni af öllu tagi. Ágústheftíð á öllum helstu blaðsölustöðum. Allir á kr. Austurstræti 6 - sími 22450 Laugavegi 89 - sími 22453 Reykjavík Póstsendum Bakkagerði er snyrtilegt þorp og ibúar eru um 200. Boigarliörtiur eystri - Dyrfjöll: Tignarlegustu fjöll landsins Borgarfjörður - eystra er nyrsti fjörðurinn sem gengur inn í Aust- fjarðahálendið, ásamt Njarðvík. Borgarfjörður er stuttur og breiður, um fjórir km á breidd milli Lands- enda og Hafnartanga og 5 km á lengd. Borgarfjörður liggur á mótum blé- grýtis og líparítssvæðis. Er blágrýtið vestan fjíirðarins en liparítið að austan. Ber sveitin því æði blandað svipmót og sérstætt yfirbragð enda er fjöllunum viðbrugðið fyrir lita- og formfegurð. I þeim má finna sér- kennilega steina og þykja þeir einkar fallegir enda sækjast margir eftir að eignast þá. Núna er grjótnám óvíða leyfilegt í Borgarfirðinum en í Borgarfirði er starfandi fyrirtækið Álfasteinn. Útivist Gunnar Bender Fagur og fjölbreytilegur fjalla- hringur gerir Borgarfjörð að einu fegursta byggðarlagi á landinu. Hvítserkur, sunnan við fjörðinn, er stundum kallaður Röndólfur vegna þess hvemig blágrýti liggur þar ofan í líparítinu. Dyrfjöll em ein tignar- legustu úöll landsins og líparítis- fjallið Staðarfjall er hjá höfuðbólinu Desjamýri í dalbotninum en þar hafa mörg stórmenni dvalið í gegnum tíð- ina. Desjamýri var til skamms tíma prestssetur í Borgarfirði en kirkjan var flutt til Bakkagerðis 1902. Ör- nefrii á Desjamýri benda til að þar hafi áður verið þingstaður og þar em fomar tóftir, friðlýstar. Einn af meiri listamönnum þjóðar- innar, Jóhannes Kjarval, sótti myndefni sitt í Borgarfjörðinn og skyldi engan undra það því Borgar- fjörðunnn er einstakur staður á þessu landi, þeir sem einu sinni sækja hann koma aftur og aftur, fjallahringur og landslagið gerir það að verkum. Bakkagerði er lítið og friðsælt þorp þar sem búa rúmlega tvö hundmð manns og flestir hafa atvinnu af sjó- sókn. Frá Borgarfirði liggur leið í Loð- mundarfjörð en hún er oft ófær öllum bílum. G.Bender SUMARTILB0Ð Framlengjum sumartilboöiö út þessa viku. Leðurskór í mörgum litum og gerðum fyrir dömur og herra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.