Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987. Fréttir Salan á Útvegsbankanum: Mikill átakafundur í ríkisstjórninni Ráðherrar ræddu m.a. hugmynd um að hafha báðum tilboðunum og gera nýtt útboð Ríkisstjómarfundurinn í gær stóð í þrjá klukkutíma og em ár og dagar síðan ríkisstjómarfundur hefur stað- ið svo lengi að sögn kunnugra. Það var líka greinilegt að ráðherrum Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks var heitt í hamsi þegar þeir komu út af fundinum en ríkisstjóm- in hafði verið að ræða tilboðin tvö í hlutabréf Útvegsbankans. Þeir ráðherrar sem ræddu við fréttamenn viðurkendu að skiptar skoðanir væm innan ríkisstjómar- innar um málið. Skipuð hefur verið 3ja manna ráðherranefnd til að fjalla um það fram að ríkisstjómarfundi á fimmtudaginn. Allir vom sammála um að málið þyrfti að afgreiða í þess- ari viku. Sú hugmynd var rædd á ríkis- stjómarfundinum í gær að hafha báðum tilboðunum í hlutabréf Út- vegsbankans, gera nýtt útboð og láta síðan tilboðin vera lokuð og taka því hagstæðara. „Þetta þykir mönnum afskaplega klúðurslegt og ég tel engar líkur á að þessi leið verði farin,“ sagði Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra. Þeir em hins vegar til sem segja að þetta sé eina leiðin til að ná sam- komulagi innan ríkisstjómarinnar um sölu á hlutabréfum Útvegs- bankans. Bæði Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra og Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra sögðust fagna þeim mikla áhuga sem virtist vera á bankakaupum. Þeir bentu á að það væri stefna þessarar ríkisstjómar að selja ríkisbankana og því væri áhug- inn fagnaðarefhi. Jón Sigurðsson var þá spurður hvort það væri þá ekki lausn á þessu Útvegsbankamáli að bjóða öðrum tilboðsaðila Búnaðarbankann til kaups og þá fengju allir sem vildu kaupa banka sitt. Hann sagðist ekki geta svarað þessu þar sem lagabreyt- ingu þyrfti til að selja Búnaðarbank- ann og Landsbankann. -S.dór Steingrímur Hermannsson. Vaiia hægtað hafha tilboði Sambandsins „Það þarf ákaflega sterk rök til að hafiia tilboði samvinnuhreyfing- arinnar sem er þó varla tilboð því samvinnuheyfingin samþykkir að kaupa bréfin á auglýstum skilmál- um. Það er eins og ef maður er að kaupa kjötlæri í búð en þá kemur einhver annar og segist borga 5 krónum meira og fær lærið,“ sagði Steingrímur Hermannsson utanrík- isráðherra að loknum ríkisstjómar- fundinum. Hann benti á að þetta væri fyrsta umræða um málið innan ríkisstjóm- arinnar og það yrði aftur til umræðu á ríkisstjómarfundi á fimmtudag þannig að engin leið væri segja til um úrslit þess eftir þennan fund. -S.dór Bréfin úr sölu á föstudaginn - segir viðskiptaráðherra „Ég mun ræða við Val Amþórs- son, stjómarformann Sambandsins, á morgun en að öðm leyti get ég ekki sagt um hvað verður. Það er rétt að hlutabréfin vom tekin úr sölu á föstudaginn, meðan athugun á tilboði Sambandsfyrirtækjanna stendur, en bæði tilboðin em nú í athugun og Sambandsfyrirtækin fá svar á undan,“ sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra. Hann sagði þá sögu ranga að hann hefði gefið Sambandsmönnum ein- hver loforð varðandi kaupin á skuldabréfunum og þaðan af síður væri það rétt að búið væri að semja Jón Sigurðsson. við Sambandið á bak við tjöldin. Jón Sigurðsson sagði það álitamál hvort útboðsskilmálar væm með þeim hætti að eftir að eitt tilboð er komið í bréfin geti ekki annar boðið á móti. Auglýsingin sem birt var í júnímánuði síðastliðnum væri eins- konar áskorun um að gefa sig fram til kaupa á hlutabréfunum með til- nefiidum kjörum. Hún er aftur á móti ekki skuldbindandi eins og sumir lögfræðingar líta á að sögn Jóns Sigurðssonar. Loks sagði Jón að um þetta mál væri ágreiningur í ríkisstjóminni en hvort það gæti leitt til stjómarslita bað hann menn að snúa sér til for- sætisráðherra. -S.dór Getum tekið hvoru tilboð- inu sem er - sagði forsætisráðherra Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins áttu með sér einkafund eftir ríkis- stjómarfúndinn en að honum loknum ræddi Þorsteinn Pálsson við fréttamenn. Hann vildi ekki gera mikið úr átökum á ríkisstjómarfundinum. Sagði að ef menn hefðu komið út af fundinum sveittir og heitir þá væri það vegna þess að gluggar á fundarherberginu hefðu verið lokað- ir vegna hávaða frá vinnuvélum fyrir utan. Því hefði verið heitt og loftlít- ið inni. „Menn ræddu málið mjög ítarlega og margar spumingar vöknuðu og það verður leitað svara við þeim og það hefur verið skipuð ráðherra- nefnd með einum manni frá hverjum stjómarflokkanna til að skoða þetta mál milli ríkisstjómarfunda," sagði Þorsteinn Pálsson. Hann vildi ekki segja hvert væri álit sjálfstæðisráðherranna á tilboð- unum tveimur, sagði þau vera í athugun. Hann sagði að svör ættu eftir að berast varðandi tryggingar tilboðsgjafanna og fyrr en þau lægju fyrir væri ekki hægt að taka endan- lega ákvörðun. Þorsteinn sagði það óumdeilt að stjómvöld gætu tekið hvom tilboð- inu sem væri. Hann sagði það sína skoðun að æskilegt væri að margir aðilar keyptu bankann og ekki síst aðilar í sjávarútvegi Loks sagði Þorsteinn að það kæmi sér á óvart ef stjómarsamstarfið væri í hættu vegna þessa máls. -S.dór Þorsteinn Pálsson. I dag mælir Dagfari Nú er heldur betur farið að færast fjör í leikinn um Útvegsbankann. Einkaframtakið lagði fram tilboð í gær sem var að þess sögn mun hag- stæðara heldur en tilboð Sambands- ins. Sambandið hefur svarað þessu með því að segjast geta lagt fram ennþá betra tilboð. Ríkisstjómin hefúr rætt málið og er að bera saman tilboðin en auðvitað væri skynsam- legast af henni að leyfa þeim að bjóða í til skiptis þangað til annar hvor gefst upp. Það er ekki á hverjum degi sem gjaldþrota bankar reynast jafnverð- mætir og raun ber vitni. Hingað til hafa menn veriö að barma sér yfir Útvegsbankanum og enginn hefur viljað við hann kannast og bankinn hefúr verið hálfgerð afæta á ríkis- sjóði. Um tíma var jafnvel talað um að leggja bankann niður, þegjandi og hljóðalaust. Það er eins gott að það var ekki gert. önnur eins gull- náma hefúr ekki fundist í landinu og ekki kæmi manni á óvart þótt Útvegsbankinn ætti eftir að bjarga ríkissjóði og almenningi undan auk- inni skattbyrði. Er ekki hægt að finna fleiri gjaldþrota banka til að selja? spyrja menn og líta til allra átta. Hvað með Búnaðarbankann og Landsbankann? Er ekki mögulegt Hver býður best? að fá einhverja góða menn á borð við þá hjá Hafskip til að setja þá banka á hausinn svo að þessir sömu bankar verði einhvers virði þegar fjármálamennimir fara að bítast um hræið? Sumir hafa verið að undrast öll þessi læti og hamagang. Hvers vegna er það svo mikið kappsmál hjá einkaframtakinu, þrjátíu og þrem fyrirtækjum, að eignast skyndilega Útvégsbankann? Svarið er ósköp einfalt. Fjöldamörg fyrirtæki og ein- staklingar skulda háar fjárfúlgur í Útvegsbankanum og ef skipt verður um eigendur er veruleg hætta á því að nýju eigendumir fari að rukka inn skuldimar. Til þess mega þeir alls ekki hugsa sem skulda í bankan- um. Þá er jú betra að kaupa bankann og skulda sjálfum sér. Útvegsmenn hafa til að mynda sótt mikið i Út- vegsbankann en eins og allir vita em íslenskir útvegsmenn illa staddir §árhagslega og væm í rauninni löngu komnir á hausinn ef Útvegs- bankans nyti ekki við. Þeir mega ekki til þess hugsa að þurfa að greiða skuldir sínar í bankanum og þess vegna vilja þeir kaupa hann. En hvemig borga þeir þá kaupin? Jú, það gera þeir með því að slá lán í Útvegsbankanum eftir að þeir em búnir eignast hann. Menn em með öðrum orðum að kaupa bankann til að geta fengið lán til að kaupa bankann. Sambandið vill á hinn bóginn kaupa bankann til að geta notað bankann til að borga skuldir sínar í öðrum bönkum og Verslunarbankinn og Iðnaðar- bankinn hafa einnig sinna hags- muna að gæta. Ef Útvegsbankinn fer til SÍS hættir Útvegsbankinn að lána þeim sem þurfa á lánum að halda og þá þarf allur sá hópur að snúa sér til annarra banka. Verslunar- og Iðnaðarbankinn hafa ekki efni á því að lána mönnum sem þurfa á lánum að halda, sérstaklega ef þeir borga ekki lánin til baka. Þess vegna er betra fyrir þessa banka að eignast Útvegsbankann til að hann geti séð um skuldunauta sem ekki getað borgað sín lán svo þeir fari ekki að þvælast í aðra banka. Allt er þetta mjög auðskiljanlegt af framangreindum ástæðum og þama er komin skýringin á áhuga fjármálamanna að eignast Útvegs- bankann. Þetta er keppni um það hveijir hafa eignvarinn rétt til þess að fara yfir á reikningum sínum í Útvegsbankanum án þess að öðrum komi það við nema þeim sjálfum. Upphæðimar, sem tilboðin fela í sér, em smápeningar miðað við upphæð- irnar sem eigendumir geta fært debet og kredit í bankanum eftir að Útvegsbankinn hefur verið sleginn þeim. Ríkisstjómin er eiginlega að selja mönnunum rétt til að taka lán hjá sjálfum sér og hún er um það bil að upgötva nýja fjáröflunarleið sem sjálfsagt er að útfæra í öðrum bönkum. Ef selja má eitt stykki banka fyrir fjallháar upphæðir hvers vegna þá ekki að selja mönnum að- gang að fyrirgreiðslu í öðrum ríkis- bönkum með því að bjóða einstaka reikninga og lánaviðskipti út? Er þetta ekki fundið fé? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.