Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1987, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1987. 25 Fólk í fréttum Guðrún Agnarsdóttir Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður hefúr verið í fréttum DV, en þar hefúr hún m.a. lýst yfir áhyggjum sínum vegna halla ríkissjóðs. Guðrún er fædd 2. júni 1941 og lauk embættisprófi í læknisfræði frá H.í. 1968 og var við nám og störf sem læknir, fyrirlesari og ráðgjafi í veiru- og ónæmisfræðum í Englandi 1970-81. Guðrún hefur tekið virkan þátt í fiölmörgum ráðsteíhum um veiru- og ónæmisfræði víðs vegar um Evrópu frá 1972 og hún hefur þegið rannsóknarstyrki frá ýmsum virtum ' erlendum vísindastofiiunum. Guð- rún var sérfræðingur í veirufræði við Rannsóknarstofnun Háskólans í meinafræði á Keldum 1981-83. Guð- rún hefur verið alþingismaður fyrir Samtök um kvennalista frá 1983. Eiginmaður Guðrúnar er Helgi Þröstur, læknir og prófessor í ónæm- isfræðum við H.L, f. 1936, Valdimars- son, sjómanns í Reykjavík, Jónssonar, og konu hans, Filippíu Sigurlaugar Kristjánsdóttur (Hug- rúnar) rithöfundar. Guðrún og Helgi eiga þrjú böm: Bima Huld, f. 15.121964. Bima hefur nýlokið námi í ensku og heimspeki við York-háskóla í Bretlandi. Agnar Sturla, f. 31.7 1968. Hann er að ljúka menntaskólanámi. Yngstur er Kristján Orri, f. 24.10 1971, og er hann að hefja nám í menntaskóla. Systkini Guðrúnar em þrjú: Hans, fulltrúi hjá Könnun hf., f. 1945 og giftur Kristjönu Kristjánsdóttur skólastjóra. Elín, auglýsingastjóri hjá Hans Petersen, f. 1947 og gift Þórði Skúlasyni, starfsmanni hjá Hans Petersen, og Júlíus fram- kvæmdastjóri, f. 1953, en sambýlis- kona hans er Vilhelmína Kristins- dóttir nemi. Foreldrar Guðrúnar em Agnar Guðmundsson skipstjóri, f. 1914, og Bima Petersen húsmóðir, f. 1917, d. 1969. Móðursystkini Guðrúnar em Hans kaupmaður, f. 1916, d. 1977. Hans var giftur Helgu Kristinsdótt- ur húsmóður sem einnig er látin. Búi kaupmaður, f. 1919, d. 1973. Ekkja Búa er Þuríður Guðmunds- dóttir. Una húsmóðir, f. 1921, kona Þorsteins Thorarensens borgarfó- geta, en þeirra dóttir er Ástríður, kona Davíðs Oddssonar borgar- stjóra. Lilja læknir, f. 1922, kona Jóns Sigurðssonar, leigubílstjóra og ökukennara, og Margrét húsmóðir, ekkja Gurmars Ormslev hljómlistar- manns, en eitt bama þeirra er Pétur Ormslev knattspymumaður. Föðursystkini Guðrúnar em Eva, f. 1915, d. 1984, en hún var gift Hans Vogler sem einnig er látinn. Elín, f. 1916, gift Hans Jörgen Hansen. Val- borg, f. 1918, d. 1987. Hennar maður var Egill Egilsson en þau slitu sam- vistum. Ása, f. 1920, en hún er gift Gregers Hansen, bróður Hans Jörg- en. Yngstur föðursystkinanna er svo Stefán, f. 1925, en hans kona er Þur- íður Guðmundsdóttir. Föðurafi Guðrúnar var Júlíus Guðmundsson, stórkaupmaður í Rvík, sonur Stefáns verslunarstjóra á Djúpavogi, Guðmundssonar, og konu hans, Andreu Weywadt. Móðir Agnars var Elin Stephensen, dóttir Magnúsar Stephensen landshöfð- ingja. Móðir Guðrúnar, Bima, var dóttir Hans Petersen kaupmanns í Rvík, sonar Adolfs Petersen, versl- unarmanns í Keflavík, og konu hans, Maríu Ólafsdóttur, hreppstjóra í Hafriarfirði, Þorvaldssonar. Systir Mariu var Metta Kristin, móðir Ól- afs, prófasts í Hjarðarholti, föður Kristínar læknis, konu Vilmundar Jónssonar iandlæknis og ömmu Vil- mundar Gylfasonar alþingismanns. Örrnur dóttir Ólafs í Hjarðarholti var Ásta, móðir Ólafs Ólafssonar land- læknis. Þriðja dóttir Ólais í Hjarðar- holti var Guðrún, móðir Ólafs Bjömssonar, alþingismanns og pró- fessors. Sonur Ólafs í Hjarðarholti var Páll, faðir Ólafar myndhöggvara, konu Sigurðar Bjamasonar sendi- herra. Móðuramma Guðrúnar, kona Guðrún Agnarsdóttir alþingismað- ur. Hans Petersen, var Guðrún Jóns- dóttir, bróðurdóttir Guðmundar Hannessonar, prófessors og læknis, og Páls á Guðlaugsstöðum, föður Bjöms, alþingismanns á Löngumýri, afa Páls Péturssonar, alþingismanns á Höllustöðum, og langafa Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Sigurbjörg, móðir Guðrúnar konu Hans Petersen kaupmanns, var hálf- systir Þorgríms, afa Valborgar skólastjóra, konu Ármanns Snæv- arr, fv. háskólarektors. Afmæli Guðmundur Þorsteinsson Guðmundur Þorsteinsson gull- smiður, Vífisgötu 17, Rvík, er níræður í dag. Guðmundur er fæddur í Blöndu- hlíð í Hörðudalshreppi í Dölum og ólst þar upp hjá Önnu Jónsdóttur í Haukatungu sem þá var orðin ekkja. Um 1918 kom Guðmundur til Reykjavíkur og lærði til gull- smíði. Árið 1926 tók Guðmundur á leigu verslunarhúsnæði hjá Halld- óru Ólafs að Bankastræti 12. Halldóra rak verslunina Búðardal, sem hún síðar seldi Ragnheiði, móður Jóns Leifs tónskálds. í Bankastræti 12 rak Guðmundur gullsmíðastofu og skartgripaversl- un í meira en hálfa öld. Guðmundur giftist Ólafíu Gróu Eyþóru Jónsdóttur 4. júní 1932 og 60 ára Guðmundur Egilsson pípulagn- ingamaður, Skipasundi 27, Reykja- vík, er 60 ára í dag. 50 ára_______________________ Halldóra Sigurrós Árnadóttir, Holti II, Kirkjubæjarhreppi, er 50 ára í dag. hafa þau því nýverið átt fimmtíu og fimm ára brúðkaupsafmæli. Ól- afía hefur unnið við víravirkis- smíði og rekið húðina með manni sínum. ðlafía er fædd að Votmúla, Austurkoti í Sandvíkurhreppi. Foreldrar hennar voru Jón frá Haugakoti í Flóa Eiríksson og kona hans Margrét, fædd í Ámundakoti í Fljótshlíð en alin upp að Hofi í Garði, Þórarinsdóttir sjómanns Pálssonar. Foreldrar Guðmundar voru Þor- steinn, vinnumaður á Blönduhlíð í Hörðudal Daðason, b. á Bólstað í Haukadal, Magnússonar. Guð- mundur Þorsteinsson og Rósa Daðadóttir kona Helga Hjörvar rithöfundar voru bræðrabörn. Móðir Guðmundar var Pálína Helgi Sigurðsson, Laufvangi 13, Hafnarfirði, er 50 ára i dag. Guðrún St. Gamalíelsdóttir, Tún- götu 20, Grindavík, er 50 ára í dag. Ingibjörg Pétursdóttir, Einilundi 1, Garðabæ, er 50 ára í dag. Jónína K. Sigurðardóttir, Funafold 35, Reykjavík, er 50 ára í dag. Einar G. Ólafsson, Drápuhlíð 6, Reykjavík, er 50 ára í dag. Helga Sigríður Níelsen, Móaflöt 47, Garðabæ, er 50 ára i dag. Guðmundur Þorsteinsson gull- smiður. Guðrún ættuð úr Skagafirði, Guð- mundsdóttir. Guðmundur verður að heiman á afinælisdeginum. Sigrún Eiriksdóttir. afkomandi Skeggjastaðaættarinnar, telur fjölmennustu þingmarmaætt landsins. Móðir Sigrúnar var Jórunn, f. 1870, d. 1916, Guðnadóttir, b. í Vill- inganesi í Tungusveit, Guðnasonar, b. í Krókárgerði, Vilhjálmssonar frá Hellu, þess er lærði utanbókar stól- ræður prestanna og varð bráðkvadd- ur milli byggða í Skagafirði á efri árum, Vilhjálmssonar. 40 ára Tómas Sigurpálsson, Jökulgróf 13, Reykjavík, er 40 ára í dag. Sigurður Einar Magnússon, Ás- garði 51, Reykjavik, er 40 ára í dag. Aðalheiður Hjartardóttir, Klyfja- seli 20, Reykjavík, er 40 ára í dag. Stefán Hermann Jónsson, Boða- slóð 22, Vestfnannaeyjum, er 40 ára í dag. Sigrún Einksdóttir Sigrún Eiríksdóttir, nú til heimilis að Dvalarheimilinu Hlíð, Austur- byggð 17, Akureyri, verður níræð í dag. Sigrún er fædd að Sölvanesi, Fremribyggð í Lýtingsstaðahreppi. Hún ólst þar upp og bjó í föður- húsum til fullorðinsára er hún sjálf fór að búa ásamt manni sínum. Fyrstu sautján búskaparárin bjuggu þau hjónin víða í Skagafirði en síðan í Eyjafirði. Þau bjuggu tvö ár í Söl- vanesi, þijú ár á Merkigili í Austurd- al, tvö ár á Sveinsstöðum og tíu ár á Miðgrund í Blönduhlíð. Síðan bjuggu þau eitt ár á Hrauni í Öxnad- al, fjögur ár á Stokkahlöðum í Eyjafirði og tvö ár á Kroppi. Þá fluttu þau til Akureyrar þar sem þau bjuggu í meira en fjörutíu ár á Brekkugötu 29. Árið 1983 fluttu þau hjónin að Dvalarheimilinu Hlíð. Sigrún giftist árið 1917 Finnboga Bjamasyni, gagnfræðingi og far- kennara, f. 22.5. 1895, en Finnbogi lést í fyrra. Foreldrar hans voru Bjami Jóhannesson úr Lýtings- staðahreppi og Elín Finnbogadóttir. Bróðir Finnboga var Jóhannes, gift- ur Moniku á Merkigili Helgadóttur. Guðmundur Hagalín skráði ævisögu Moniku og er sagan nefiid Konan í dalnum og dætumar sjö. Sigrún og Finnbogi eignuðust fimm böm og komust fjórir synir til fullorðinsára en dóttir þeirra lést í bamæsku. Elstur var Bjami Fann- dal búfræðikandidat, f. 27.2. 1918. Bjami vann lengi sem búfræðiráðu- nautur í Búðardal en hann lést árið 1975. Eiríkur Hreinn cand. mag., f. 13.3.1922, er næstelstur. Hann hefur kennt íslensku við MR og við HÍ og starfar hjá Almenna bókafélaginu. Þá kom Valgarður Hjörtur, f. 7.8. 1927, en hann átti við vanheilsu að stríða og dó ungur maður árið 1953. Stefán Yngvi lic. odont., yfirskóla- tannlæknir, er svo yngstur bræðr- anna, f. 13.1. 1931. Sigrún átti fjóra bræður og em tveir þeirra á lífi. Elstur er Guð- mundur, f. 1893, b. á Breið, þá Kristján, f. 1894, smiður á Siglufirði, en hann er látinn, þá Ingvar f. 1904, b. á Merkigili, sem einnig er látinn, og loks Jóhannes, f. 1911, starfsmað- ur á Kristneshæli. Faðir Sigrúnar var Eiríkur, b. í Sölvanesi í Fremribyggð, f. 1853, d. 1927, Guðmundsson. Móðir Eiríks var Ingiríður Þorkelsdóttir, systir Jóns gamla Þorkelssonar, rektors Latínuskólans. Ingiríður var af Skeggjastaðaætt í Húnavatnssýslu sem Jón, alþingismaður á Akri, einn Sigurjón Sigurðsson Sigurjón Sigurðsson, Bylgjubyggð 27, Ólafsfirði, er sjötugur í dag. Sigurjón er fæddur á Skeiði í Fljót- um en fluttist á öðm árinu með foreldrum sínum að Vermundarstöð- um í Ólafsfirði þar sem hann ólst upp og bjó til fullorðinsára. Siguijón fór snemma að taka til hendinni og gekk í öll almenn sveitastörf þess tíma. Þegar hann var tuttugu og eins árs vann hann við jarðarbætur í Ólafsfirði. 1 sex ár vann harrn í bakaríi Kristjáns Guðmundssonar á Ólafsfirði og hann var lögregluþjónn á staðnum i tvö ár. Sigurjón fór aft- ur að Vermundarstöðum 1954 og var þar bóndi til 1981 en þá fluttu þau hjónin aftur til Ólafsfjarðar og hafa búið þar síðan. Siguijón er nú við góða heilsu og vinnur fulla vinnu í salthúsi á Ólafefirði. Kona Sigurjóns er Huld Kristjáns- dóttir, f. 1926. Hún er dóttir hjón- anna Kristjáns Friðrikssonar, sem ættaður er úr Svarfaðardal, og Jón- ínu Sigurðardóttur. Siguijón og Huld hafa alið upp mörg böm og þremur bömum hafa þau gengið alfarið í foreldra stað. Þau em Skjöldur Skagfjörð Gunn- arsson, sem enn býr hjá þeim, Rebekka Cordova Natanelsdóttir, sem býr í Reykjavík og er gift Jak- obi Ásmundssyni trésmið, og systir hennar, Kristín Cordova Natanels- dóttir, sem býr í Bandaríkjunum og er gift Gunnari Gunnarssyni, tölvu- fræðingi frá Ólafefirði. Systkini Sigurjóns urðu sjö og em þau öll á lífi. Þau em Jón, b. á Minna Holti í Fljótum, Elínborg, sem b\fr í Reykjavík, Sigurbjörg, sem búsett er á Ölafefirði, Sumarrós, sem býr á Akureyri, Lísbet, sem býr í Kópa- vogi, Sólveig, sem býr á Akureyri, og Hannes sem er búsettur á Ólafe- firði. Faðir Sigurjóns var Sigurður, b. á Vermundarstöðum, f. 1891, d. 1982, Jóhannessonar, b. í Miðhvammi í Aðaldal, Þingeyjarsýslu. Móðir Sig- uijóns var Þómnn Jónsdóttir, f. 1890, d. 1975. MáHiíður Þorkelsdóttir Málfríður Þorkelsdóttir, Háholti 30 á Akranesi, verður sjötug í dag. Hún er fædd á Litlabotni í Hval- firði og var í Kvennaskólanum á Staðarfelli. Málfríður fluttist til Akraness 1956 og hefur starfað í Kvennadeild Slysavamafélagsins á Akranesi. Maður hennar er Brynjólfur Kjartansson trésmíðameistari. Systkini Málfríðar vom Jón b. í Litlabotni, Sigríður, húsmóðir í Rvík. og Pétur Sigurður b. i Litla- botni. Foreldrar Málfríðar vom Þorkell Pétursson b. í Litlabotni í Hvalfirði og kona hans, Kristín Jónsdóttir. Faðir Málfríðar, Þorkell, var son- ur Péturs Einarssonar, b. á Heiðabæ í Þingvallasveit og konu hans, Sig- ríðar Jónsdóttur b. á Björk í Grímsnesi Daníelssonar. Móðir Málfríðar var Kristín Jóns- dóttir b. í Brennu í Skorradal Pálssonar og konu hans, Sigríðar Snorradóttur, b. á Þórustöðum i Svínadal Snorrasonar. Jakob Sigurjónsson Jakob Sigurjónsson, Stóradal, Austur-Húnavatnssýslu, er níræður í dag. Jakob fæddist að Mörk í Lax- árdal en fluttist þaðan á öðm árinu með foreldrum sínum að Meðalheimi á Ásum. Fjögurra ára gamall missti hann móður sína og tólf ára að aldri fór hann alfarinn úr föðurhúsum og starfaði sem lausamaður fram eftir aldri. Árið 1936 hóf hann búskap í Stóradal og bjó þar til 1951. Þá keypti hann jörðina Glaumbæ í Langadal og bjó þar í átján ár. Árið 1969 hætti hann búskap og kom þá aftur í Stóradal þar sem hann nú býr í góðu yfirlæti í ellinni hjá frænd- fólki sínu. Jakob er við góða heilsu og vel em. Foreldrar Jakobs eignuðust þrjár dætur og náði ein þeirra fúllorðins- árum. Hét hún Sigurlaug og bjó’ lengst af á Steinnesi í Þingi en síðar í Reykjavík. Hennar maður hét Ár- mann. Móðir Jakobs var Jakobína, f. á Fremri-Fitjum í Miðfirði, Jakobs- dóttir Finnssonar. Faðir Jakobs og eiginmaður Jakobínu var Siguijón, f. á Sveinsstöðum á Þingi, Hall- grímsson, Erlendssonar, Ámasonar frá Sveinsstöðum. Andlát Hólmfríður Gunnlaugsdóttir, Þinghólsbraut 53, andaðist á Landspítalanum 17. ágúst 1987. Ilse Blöndal lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 17. ágúst. Lovísa Guðmundsdóttir, Háa- gerði 11, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 18. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.