Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 1
ABRACADABRA, Laugavegi 116 Diskótek fóstudags- og laugardagskvöld. ÁRTÚN, Vagnhöfða 11, sími 685090 Gömlu dansamir á fóstudagskvöld. Opið kl. Zl-OS.^Nýju og gömlu dansarnir laug- ardagskvöld. Opið kl. 22-03. Hljómsveitin Danssporið ásamt söngkonunni Örnu Karlsdóttur og Grétari bæði kvöldin. BROADWAY, Álfabakka 8, Reykjavík, sími 77500 Stórsýningin „Allt vitlaust" á fóstudags- og laugardagskvöld. CASABLANCA, Skúlagötu 30 Diskótek fóstudags- og laugardagskvöld- um frá kl. 22-3. DUUS-HÚS, Fischersundi, sími 14446 Diskótek fostudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Opiö frá 22 til 3. A sunnudagskvöld verða jasstónleikar í Heita pottinum. EVRÓPA v/Borgartún Hljómsveitin Model leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld. Húsið er opið frá kl. 22-3. GLÆSIBÆR, Álfheimum Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardagskvöld. Opið kl. 22-03. HOLLYWOOD, Ármúla 5, Reykjavík „Týnda kynslóðin" á föstudags- og laugardagsk vöid. Húsið opið 22-3. HÓTEL BORG, 'Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek fóstudags- og laugardagskvöld. Gömlu dansarnir á sunnudagskvöld. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur. HÓTEL ESJA, SKÁLAFELL, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, sími 82200 Dansleikir fóstudags- og. laugardags- kvöld. Hljómsveitin Kaskó leikur. Tísku- sýning öll fimmtudagskvöld. HÓTEL SAGA, SÚLNASALUR, v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221 Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi á fostudags- og laugar- dagskvöld. Á Mímisbar syngur Þuríður Sigurðardóttir með tríói Arna Scheving. Opið kl. 10-3. LEIKHÚSKJALLARINN, Hverfisgötu Diskótek fóstudags- og laugardagskvöld: LENNON v/AusturvöIl, Reykjavik, sími 11630 Diskótek fóstudags- og laugardagskvöld. MIAMI, Skemmuvegi 34, Kópavogi, sími 74240 Diskótek fóstudaga og laugardaga. Ald- urstakmark 16 ár. ÚTÓPÍA, Suðurlandsbraut 26 Diskótek fóstudags- og laugardagskvöld. ÞÓRSKAFFI, Brautarholti, s. 23333 Hljómsveitin Pelican leikur fyrir dansi á fóstudags- og laugardagskvöld. Ómar Ragnarsson skemmtir matargestum ásamt Hauki Heiðari undirleikara. Sjallinn, Akureyri „Stjömur Ingimars Eydal í 25 ár“ um helgina. Ölver, Álfheimum 74, s. 686220 Lifandi tónlist um helgina og kráar- stemning. Opið frá 22 til 3 um helgar. Ættarmót blús- bræðra í Útópíu Formlegt ættarmót blúsbræðra á íslandi verður haldiö á laugardags- kvöld í veitingahúsinu Útópíu. Hófið er haldið til minningar um blúsbróðurinn John Belushi sem hélt á vit feðra sinna fyrir nokkrum árum. Belushi var ‘ ásamt Dan Akroyd kjarni blúsíjölskyldunnar sem lék í hinni ógleymanlegu mynd The Blues Brothers. Einn blúsbræðra hafði þetta að segja um hófið: „Á dögunum birtist Belushi alíslenskum ættingja sín- um í draumi og hvatti til að ættarmótiö yrði haldið. Bróðirinn hóaöi umsvifalaust í bræður sína sem standa að ættarmótinu á morgun. Hófið hefst kl. 22 með dúndrandi blúsbræðratónlist. Svo verða sýnd brot úr kvikmyndinni The Blues Brothers auk valdra kafla úr sjónvarpsþáttum með Bel- ushi og Ákroyd í broddi fvlkingar. Að því loknu mun hljómsveit undir stjóm Jóns Ólafssonar leika blús- bræðralög af krafti.“ Blúsbróðirinn tók fram að allir væru hjartanlega velkomnir, eina skilyrðið er að gestir beri svört sólgleraugu. Svört jakkaföt eru ennfremur æskileg. Vetrarlíf 87 Dagana 4.-6. desember heldur Landssamband íslenskra vélsleöa- manna sýninguna Vetrarlíf 87. Þar getur að líta allan þann útbúnað sem nauðsynlegur er til að stunda vélsleðaíþróttina. Auk vélsleða verður þar allur aukabúnaður, s.s. fjarskiptatæki, skíði og fatnaður. Sýningin verður haldin í húsi Ford umboðsins í Skeifunni í Reykjavík. Hvalsneskirkja 100 ára - aðventukvöld í tilefni afmælisins Á jóladag eru nákvæmlega 100 ár liðin frá vígslu Hvalsneskirkju. í til- efni afmælisins verður haldið aðventukvöld í kirkjunni á sunnudagskvöld kl. 20. Stefnt er að því að þetta verði árviss viðburður héðan í frá. Á aðventukvöldinu mun dr. Sigurbjörn Einarsson biskup flytja erindi um Hallgrím Pétursson en eins og menn vita þjónaði Hallgrímur á Hvals- nesi sín fyrstu prestskaparár. Hrafnhildur Guðmundsdóttir söngkona syngur einnig þrjú jólaverk, bæði innlend og erlend. Kór grunnskólans í Sandgerði og hópur einsöngs- nema munu loks flytja þrjú verk undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson býður alla velkomna en hvetur sóknar- börn sérstaklega til að koma og eiga saman hátíðlega stund á aðventunni. Átak um hávaðavamir Átaki um hávaðavarnir verður hleypt af stokkunum á Hótel Borg á sunnudag kl. 14. Fundurinn er öllum opinn. Gerð verður grein fyrir markmiði samtakanna, lögð drög að stefnuskrá og fyrstu aðgerðir ákveðrí- ar ásamt mörgu fleiru. Vilja samtökin losa fólk undan áreitni óþarfa hávaða og leggja áherslu á rétt manna til þagnar og ómengaðs hljóðum- hverfis. Sexmenningarnir í Módeli: (Fyrir aftan.) Eirikur Hauksson söngvari, Edda Borg, hljómborðsleikari og söng- kona, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Friðrik Karlsson gítarleikari. (Fyrir framan.) Eva Albertsdóttir söngkona og Erna Þórarinsdóttir söngkona. Módel í Evrópu Hlj ómsveitin Módel verður í veit- ingahúsinu Evrópu í kvöld og á laugardagskvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin kemur fram á dansstað. Módel var stofnuð fyrir söngva- keppnina á síðasta ári og þekkja flestir tónhst hljómsveitarinnar. En marga fýsir að vita hvað með- hmir hljómsveitarinnar hafa gert áður og skulum við kynna okkur það lítillega. Eiríkur Hauksson er meðal vinsælustú söngvara okkar í dag og hefur hann m.a. starfað í hljómsveitunum Start og Drýsli auk þess að eiga mörg lög á vin- sældalistum. Edda Borg er yngst meðlima hljómsveitarinnar og vakti fyrst athygli þegar hún starfaði með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar fyrir nokkrum árum. Edda starf- rækti um tíma eigin hljómsveit auk þess sem hún hefur starfað með Rikshaw. Eva Albertsdóttir og Erna Þórar- insdóttir störfuðu báðar í Brunahö- inu. Þær gáfu út plötu árið 1980 ásamt sameiginlegri vinkonu sinni, Emu Gunnarsdóttur. Síðasttaldir eru þeir Gunnlaugur Briem og Friðrik Karlsson. Þeir hafa báðir starfað í Mezzoforte í heilan áratug og eru báðir afkasta- miklir lagasmiðir. Þeir voru upphafsmennirnir að stofnun Mód- els. Hljómsveit Geirmundar skipa Ægir Asbjörnsson, Jóhann Friðriksson, Hörður Ólafsson og Geirmundur Valtýsson. Hljómsveit Geir- mundar á Sögu Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar verður á draumasviðinu í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld og laugardagskvöld. Hljómsvefþ Geirmundar var stofnuð 1971 og hefur ekkert hlé orðið á starfsemi hennar. Geir- mundur er landsþekktur hljóð- færaleikari, söngvari og ekki síst lagasmiður. Hann hefur sent frá sér vel þekkt lög á borð við Með vaxandi þrá, Lífsdansinn og Nú er ég léttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.