Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 6
28 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. Leikfélag Reykjavikur: Hremming - næstsíðasta sýning fyrir jól Leikfélag Reykjavikur frumsýndi fyrir rúmum mánuöi í Iönó leikrit- iö Hremmingu eftir Barrie Keeffe. Á laugardag verður 12. og jafn- framt næstsíðasta sýning fyrir jól á leikritinu. Hremming hefur feng- ið ágætar viðtökur meðal leik- húsunnenda og er því ekki úr vegi að rekja söguþráð verksins og fræðast lítillega um höfundinn. í Hremn(iingu leikur Helgi Björnsson ungan og ráðvilltan skólastrák sóm heldur tveimur kennurum sínum og skólastjóra í gíslingu í geymsmkompu á skóla- lóðinni og hótar þeim lífláti ef ekki verður fariö að kröfum hans - sem hann veit raunar síst sjálfur hverj- ar eru. Atburðimir gerast í stórum gagnfræðaskóla á útskriftardegi en kveikja þeirra er nánast tilviljun. Skólastjórann leikur Harald G. Haraldsson en Inga Hildur Har- aldsdóttir og Guðmundur Ólafsson fara með hlutverk kennaranna. Verk þetta er dæmigert fyrir höf- und þess. Barrie Keeífe hefur skrifað rúmlega 20 leikrit og eru mörg þeirra samin sérstaklega með ungt fólk og vandamál þess í huga. Gagnrýnendur dást mjög að hinum hraða stíl hans og óþrjótandi upp- finningasemi þegar kemur að því að búa til söguþráð - með ýmsum útúrdúrum. Kímnigáfan er þó aldr- ei langt undan hjá honum þó verið sé að QaRa um háalvarlega hluti. Barrie Keeffe hóf ritmennskufer- il sinn sem blaðamaöur en fljótlega sneri hann sér að leikhúsinu sem síðan hefur átt hug hans allan. Frá 1973 hafa verk hans verið sýnd reglulega í leikhúsum á Bretlands- eyjum en Hremming er fyrsta verk hans sem sýnt er hér á landi. Auk leikhúsvinnu hefur Barrie Keeffe Helgi Björnsson í hlutverki skólastráksins sem er oröinn svo ráðvilltur i tilverunni að hann heldur kennurum sinum í gislingu. fengist við handritasmíð að út- varps- og sjónvarpsleikritum. Þar að auki skrifaði hann handrit að þekktri kvikmynd, The Long Good Friday, sem frumsýnd var árið 1981. Kjartan Ólafsson hefur samið kröftuga rokktónhst, sem leikin er við Hremmingu, og hefur Karl Ágúst Úlfsson samið textana við tónlistina. Karl leikstýrir einnig verkinu. Sýningin á laugardag er, eins og áður segir, næstsíðasta sýn- ing fyrir jól og hefst hún kl. 20.30 í Iðnó. Kvikmyndahús - Kvikmyndahús Stjörnubíó Ritchie Valen var ungur og efni- legur söngvari þegar hann lést í flugslysi 1958. Hann var aðeins sautján ára. Samt hafði honum tek- ist á nokkrum mánuðum að eiga þrjú vinsæl lög, meðal þeirra La Bamba, lag sem er titill kvikmynd- ar um ævi piltsins. FjaUar myndin um stutta ævi hans en hann er af mexíkönsku bergi brotinn. Þá hef- ur Stjörnubíó hafið sýningar á 84 Charing Cross Road sem fjallar um samband rithöfundar og útgefanda, samband sem fer að mestu fram bréfleiðis. Það eru úrvalsleikararn- ir Anne Bancroft og Anthony Hopkins er leika aðalhlutverkin. Bjóborgin í aðalsal Bíóborgarinnar er nú verið að sýna gamanmyndina Flodder sem fjallar um vægast sagt sérkennilega íjölskyldu sem ekki fellur í kramið hjá fína fólkinu í fina hverfinu sem fjölskyldan flyt- ur í. Gullstrætið (Streets of Gold) er með hinum ágæta leikara, Klaus Maria Brandauer í aðalhlutverki. Leikur hann innflytjanda er flyst til Bandaríkjanna og lifsbaráttu hans þar. Laganeminn (From the Hip) er um ungan laganema, Robin Weathers, er tekur að sér að veija mann sem ákærður er fyrir morö. Þetta er gamanmynd með alvar- legu ívafi. Þá er óhætt að mæla með Nornunum frá Eastwick (The Witches of Eastwick) þar sem Jack Nicholson fer á kostum í hlutverki sjálfs kölska sem þrjár ungar og fallegar galdrakonur særa til sín. Laugarásbíó Villidýriö (Wild Thing) fjaUar um dreng sem verður munaðarlaus þegar foreldrar hans eru myrtir. Þegar hann verður fullorðinn hefn- ir hann þeirra. Furðusögur (Amazing Stories) eru þrjár stuttar kvikmyndir sem allar eiga það sameiginlegt að fjalla um dular- fuUa atburði. Yfirumsjón með myndum þessum hefur sjálfur Steven Spielberg og leikstýrir hann fyrsta hlutanum, Ferðinni. Annar hlutinn nefnist Múmiufaöir og leikstýrir William Dear honum. Þriðja hlutanum, Höfði bekkjarins, leikstýrir Robert Zemckis. Bíóhöllin Hin magnaða mynd Stanleys Kubrick, Skothylkið (Full Metal Jacket), fjaUar um unga drengi sem kallaðir eru í herinn þegar Víet- namstríðið geisar, þjálfun þeirra, Háskólabíó Hinir vammlausu Hinir vammlausu (The Untouch- ables) virðist ætla aö fá jafngóðar viðtökur hérlendis sem annars staöar og eru flestir sammála um að Brian de Palma hafi ekki gert betri mynd. Eins og flestum er kunnugt íjallar myndin Hinir vammlausu um hóp lögreglumanna undir forystu EIU- ots Nes. Þeir beijast gegn glæpa- mönnum í Chicagó á bannárunum og þá sérstaklega við hinn alræmda A1 Capone. Gerist myndin 1931. SpiUingin er mikil og ekki síst inn- an lögreglunnar en hópur EUiotts Ness lætur ekki múta sér og hefur sigur í lokin. EUiot Ness er engin skáldsagna- persóna. Hann var til en Ufði ekki aUa þá frægð sem honum hlotnað- ist - fyrst í bók um hann og síðar í vinsælum sjónvarpsþáttum er gerðir voru eftir bókinni og er nú verið að sýna á Stöð 2. Það er Kevin Kostner er leikur Ness. Hann er ekki mjög þekktur leikari en þó munu margir minnast hans í vestranum SUverado. Með- leikarar hans eru ekki af verri endanum. Robert de Niro leikur A1 Capone og Sean Connery leikur Jimmy Malone, reyndan lögreglu- mann er gerist lærifaðir EUiots Ness. Það er óhætt að lofa þeim góðri skemmtun er skreppa í Há- skólabíó um helgina. -HK Kvikmyndahús sem lýst er á eftirminnUegan hátt í upphafsatriði, og svo reynslu þeirra á vígvellinum sjálfum. í heUd er Skothylkið vel gerð drama- tísk kvikmynd. í aðalsal Bíóhallar- innar er myndin Sjúkraliðarnir sýnd, glæný gamanmynd í farsa- formi sem gerist, eins og nafnið bendir til, á sjúkrahúsi. Af öðrum myndum má nefna Blátt flauel (Blue Velvet), umdeUda en sterka kvikmynd er lætur engan ósnort- inn og gamanmyndina Seinheppna sölumenn (Tin Man) sem svo sann- arlega stendur undir heitinu gamanmynd. Regnboginn Bandaríkjamenn eru iðnir við að gera táningamyndir sem eiga að gerast á sjöunda áratugnum. Sú síðasta í röðinni er í djörfum dansi (Dirty Dancing) sem notið hefur töluverðra vinsælda vestanhafs að undanfómu. Efni myndarinnar er í þynnra lagi en lífleg tónlist ásamt dansinum lyftir myndinni nokkuð upp. Þá er óhætt að benda á nýj- ustu kvikmynd Woodys AUen, Útvarpsdaga (Radio Days), sem er skemmtUeg kvikmynd um árdaga útvarpsins. Riddari götunnar er spennumynd sem óhætt er að mæla með. FíaÚar hún um löggu sem er að hálfu maður en að hálfu vél- menni. -HK Söfn - Söfn - Söfn'- Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn Sýningar Listasafn ASÍ, Grensásvegi 16 Laugardaginn 5. des. kl. 17 verður sveiflan í hávegum höfð í Listasafni ASÍ. Þá mun Tríó Guðmundar Ingólfesonar leika fyrir sýningargesti. í safninu stendur nú yfir sýning á málverkum Tryggva Ólafssonar. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 en laugardag og sunnudag kl. 14-22. Henni lýkur sunnudaginn 6. desember. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.36-16. Höggmyndagarðurinn er opinn daglega frá kl. 11—17. Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið djglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur að safn- inu er ókeypis. Mokka, Skólavörðustíg Gunnar I. Guðjónsson sýnir vatnslita- myndir, málaðar í Svíþjóð. Mokka er opið daglega kl. 9-23.30. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Ginholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Norræna húsið v/Hringbraut Nú stendur yfir sýning í Norræna húsinu á 80 grafíkmyndum eftir 12 listamenn. Sýningin er hingað komin á vegum „Graf- iska sállskapet" sem er félag grafíklista- manna þar í landi og er það elsta hreina grafíkfélag í heiminum. Sýningin verður opin daglega kl. 14-19 fram til 15. desemb- er. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Árna Magnússonar er í Árnagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14—16. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnaríírði Opnunartími í vetur er laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Skólafólk og hópar geta pantað tíma í síma 52502 alla daga vikunnar. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Sýning í Landsbókasafni ís- lands Landsbókasafn efnir til sýningar í minn- ingu tveggja alda afmælis Rasmusar Rasks og er þar lögð aðaláhersla á þann þátt ævi hans og verka er snýr að Islandi og íslenskum fræðum. Sýningin var opnuð 23. nóvember og mun standa til áramóta á opnunartíma safnsins mánudaga til föstudaga kl. 9-19 og laugardaga kl. 9 12. Listsýning frá Hvíta-Rússlandi í húsakynnum MÍR, Vatnsstíg 10, stendur nú yfir sýning á myndlist og listmunum frá Sovétlýðveldinu Hvíta-Rússlandi. Á sýningunni eru 73 grafíkmyndir, nær 200 munir úr tré og basti auk vefnaðar, 40 myndir eftir böm og um 100 bækur og bæklingar. Sýningin er opin virka daga kl. 17-18.30 og um helgar kl. 14-18. Að- gangur er ókeypis. Henni lýkur á sunnu- dagskvöld. Málverkasýning hjá Kristjáni Siggeirssyni hf. Guðmundur W. Vilhjálmsson opnar laug- ardaginn 5. des. málverkasýningu hjá Kristjáni Siggeirssyni hf., húsgagnadeild, Laugavegi 13. Á sýningunni verða um 30 myndir, aðallega vatnslitamyndir, flestar gerðar á þessu ári og síðastliðnu. Sýningin er opin á opnunartíma verslunarinnar. Sýning í Gerðubergi Nú stendur yfir í Gerðubergi sýning Ástu Erlingsdóttur grasalæknis á um 40 vatns- litamyndum. Flesta liti, sem Ásta notar, hefurJiún sjálf blandað úr íslenskum jurt- um. Sýningin er opin kl. 13-22 frá mánudegi til fimmtudags og frá kl. 13-18 frá föstudegi til sunnudags. Myndirnar á sýningunni eru til sölu og er aðgangur að henni ókeypis. Sýningin stendur til sunnu- dags 6. desember. Listkynning Alþýðubankans á Akureyri Menningarsamtök Norðlendinga og Al- þýðubankinn hf. kynna að þessu sinni listakonuna Soffíu Ámadóttur. Á list- kynningunni em 6 verk, 5 unnin með blýanti og bleki á pappír og 1 dúkrista. Sýningin stendur til 28. desember. Gallerí Glugginn Akureyri Sfðasta sýningarhelgi á verkum Helga Vilbergs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.