Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1987, Blaðsíða 61
MANUDAGUR 7. DESEMBER 1987. 73, Fólkífréttum Þórarinn Hjaltason Þórarinn Hjaltason, yfirverk- fræðingur hjá Reykjavíkurborg, hefur verið í fréttum DV vegna frétta um nýtt skipulag í Kvosinni í Reykjavík. Þórarinn er fæddur 4. október 1947 í Reykjavík og lauk B.A.-Honours prófi í byggingaverk- fræði frá University of Cambridge í Englandi 1970. Þórarinn hefur verið yfirverkfræðingur á umferð- ardeild borgarverkfræðings frá 1. júlí 1986. Kona Þórarins er Halla, f. 25. mars 1948, hjúkrunarkona og ljós- móðir. Foreldrar hennar eru Halldór Finnsson, frv. sparisjóðs- stjóri í Grundarfiröi, og kona hans, Pálína Gísladóttir. Böm Þórarins og Höllu em Hjalti, f. 29. janúar 1975, og Freyja Vilborg, f. 30. júlí 1980. Systkini Þórarins eru Oddur, f. 12. júní 1949, tæknifræðingur í Rvík, giftur Ingibjörgu Jakobsdótt- ur, Sigríður, f. 17. október 1951, meinatæknir í Rvík, gift Þóri Ragn- arssyni, lækni í Rvík, Hrólfur, f. 20. febrúar 1953, viðskiptafræðingur í Rvík, og Gunnlaug, f. 7. ágúst 1954, meinatæknir. Foreldrar Þórarins eru Hjalti Þórarinsson prófessor og kona hans, Alma Anna Þórar- insson læknir. Faðir Hjalta er Þórarinn, b. og alþingismaður á Hjaltabakka í Torfalækjarhreppi í Húnavatnssýslu, Jónsson, b. á Halldórsstöðum í Skagafirði, Þór- arinssonar, b. á Grófargili, Jónson- ar, prests á Hjaltastað, Guömunds- sonar, bróður Helgu, ömmu Stephans G. Stephanssonar skálds. Móöir Þórarins var Margrét Stef- ánsdóttir, systir Einars, afa Einars Benediktssonar skálds. Móðir Jóns var Elísabet Magnúsdóttir, systir Rannveigar, langafa Páls Péturs- sonar alþingismanns og Jónasar Kristjánssonar ritstjóra. Móðir Hjalta var Sigríður Þorvaldsdóttir, prests á Hjaltabakka, bróður Krist- ínar langömmu Matthísar Johann- essen skálds. Þorvaldur var sonur Ásgeirs, bókbindara á Lambastöð- um Finnbogasonar og konu hans Sigríðar Þorvaldsdóttur, systur Þuríðar, langömmu Vigdísar Finn- bogadóttur. Móðir Sigríðar var Hansína Þorgrímsdóttir, prests í Þingmúla Amórssonar. Móðir Þor- gríms var Margrét, systir Ingi- bjargar, langömmu Þómnnar, ömmu Þorvaldar Gylfasonar pró- fessors. Margrét var dóttir Bjöms, prests í Bólstaöarhlíð Jónssonar. Móðir Hansínu var Guðríður Pét- ursdóttir, b. í Engey Guðmunds- sonar, langafa Guðrúnarr móður Bjama Benediktssonar. Móðurbróðir Þórarins er Oddur, lyfsali á Akureyri. Alma er dóttir Odds Thorarensen, lyfsala á Akur- eyri, bróður Stefáns, lyfsala í Rvík, foður Odds, lyfsala í Rvík. Oddur var sonur Odds Thorarensen, lyf- sala á Akureyri, Stefánssonar Thorarensen, sýslumanns á Akur- eyri, Oddssonar Thorarensen lyfsala á Akureyri Stefánssonar, amtmanns á Möðmvöllum Þórar- inssonar, sýslumanns á Gmnd í Eyjafirði Jónssonar, forfóður Thorarensenættarinnar. Móðir Stefáns sýslumanns var Solveig Bogadóttir, systir Ragnheiðar, langömmu Guönýar, móður Vals Þórarinn Hjaltason. Amþórssonar. Bróðir Solveigar var Brynjólfur, langafi Áslaugar, móður Geirs Hallgrímssonar. Aftnæli Þorvaldur Þorsteinsson Þorvaldur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sölufélags garð- yrkjumanna, til heimilis að Mávanesi 17, Garðabæ, er sjötugur í dag. Þorvaldur fæddist á Siglu- firði og ólst þar upp í foreldrahús- um. Þorvaldur flutti til Reykjavík- ur 1937 en hann hefur búið í Garðabæ sl. tuttugu ár. Þorvaldur lauk verslunarskólaprófi 1938. Hann var fulitrúi hjá Ó.V. Jó- hannsson & Co í Reykjavík frá 1938-50 en frá 1950 hefur hann ver- ið framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Þorvaldur hefur um árabil verið virkur félagi í Li- onshreyfingunni. Kona Þorvaldar er Guðrún, f. 10.10. 1918, en þau giftu sig 19.7. 1941. Guðrún er dóttir Tómasar frá Reyðarvatni og húsasmiðs í Reykjavík, Tómassonar og konu hans, Guðrúnar Þorgrímsdóttur. Þorvaldur og Guðrún eiga tvo syni og tvær dætur: Guðrún Ragn- heiður, húsmóðir í Reykjavík, f. 1941, er gift Magnúsi Siguroddssyni rafmagnstæknifræöingi en þau eiga þrjú börn; Halldóra Anna, húsmóðir í Reykjavík og tvíbura- systir Guðrúnar Ragnheiðar, á íjögur börn; Þorsteinn, eigandi fyr- irtækisins Elgs hf., f. 1943, er giftur Þorbjörgu Valdimarsdóttur og eiga þau tvö börn; Tómas, lögfræöingur í Reykjavík, f. 1953, er giftur Helgu Norland og eiga þau eina dóttur. Þorvaldur átti sjö systkini en á nú tvo bræður á lífi og eina systur. Þau eru: Ásmundur, vélstjóri í Reykjavík, f. 1916; Bjarni, húsa- smiður í Reykjavík, f. 1920; og Guðný, húsmóðir í Reykjavík, f. 1925. Foreldrar Þorvaldar: Þorsteinn Pétursson, útgerðarmaður og kaupmaður á Siglufirði, f. á Neöri- Dálksstöðum á Svalbarðsströnd 1879, d. 1952, og kona hans, Sigur- lína Halldóra Sigurðardóttir, f. 1884, d. 1967. Föðurforeldrar Þor- valdar voru Pétur, b. á Neðri- Dálkstöðum, Pétursson og Guörún Guðmundsdóttir, b. á Ljótunnar- Þorvaldur Þorsteinsson. stöðum, Guðmundssonar. Móður- foreldrar Þorvaldar voru Sigurður, b. og skipstjóri á Haganesi í Fljót- um, Pétursson, b. á Vatni á Höföa- strönd, Sveinssonar, og kona hans, Guðný Pálsdóttir, útvegsb. á Dalabæ í Úlfsdölum, Þorvaldsson- ar, b. í Málmey, Sigfússonar. Þorvaldur og Guðrún hafa opið hús í Oddfellow-húsinu milli kl. 4 og 7 í dag. Ami Hansson Árni Hansson húsasmíða- meistari, til heimilis að Jök- ulgrunni 5A, Reykjavík, er áttræður í dag. Árni fæddist að Holti á Brimilsvöllum í Fróðár- hreppi á Snæfellsnesi og ólst upp hjá foreldrum sínum sem fyrst bjuggu að Holti en fluttu svo til Ólafsvíkur. Árni er húsasmíða- meistari en hann hefur frá 1947 verið búsettur og starfandi í Kópa- vogi. Kona Áma er Helga Tómasdóttir. Foreldrar hans voru Hans Árna- son, bóndi og sjómaður, og kona hans, Þorbjörg Ámadóttir. Árni og Helga verða að heiman í dag. Sigríður og Laufey Stefánsdætur Tvíburasystumar Sigríður Stef- ánsdóttir húsmóöir og Laufey Stefánsdóttir húsmóðir eru sjötíu og fimm ára í dag. Þær fæddust á Munkaþverá í Eyjafirði, dætur Stefáns Jónssonar, b. á Munka- þverá, og konu hans, Þóru Vil- hjálmsdóttur frá Rauðará. Börn þeirra hjónanna auk systranna, eru: Þórey Sigríður, en hún lést á síðasta ári; Vilhjálmur Jón, sem dó • ungur; og Jón Kristinn, b. á Munkaþverá. Sigríður var gift Jóni Sigurðssyni frá Bæjum á Snæfjallaströnd og bjuggu þau á Borgarhóli í Eyjafirði þar til Jón lést sumarið 1984 en Sigríður hefur dvahð eftir það hjá dóttur sinni og fjöldskyldu hennar á Akureyri. Sigríður og Jón eignuð- ust sex börn. Laufey er gift Baldri Eiríkssyni frá Dvergsstöðum í Eyjafirði, fyrrv. starfsmanni launadeildar KEA, og eiga þau fimm börn. Laufey og Baldur hafa til skamms tíma búið á Akureyri en þau em nú nýflutt til Hafnarfjarðar. 90 ára 60 ára 90 ára Guðríður Jónsdóttir, HjaUaseli 55, Reykjavík, er níræð í dag. Björn Sveinsson, Njarðvíkurbraut 6, Njarðvík, er sextugur í dag. Ágústa Þórðardóttir, Geitlandi 12, Reykjavík, er sextug í dag. Lára Guðjónsdóttir, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður niræð á morgim. 75 ára 50 ára 50 ára Bjarni Þorsteinsson, Hurðarbaki, Reykholtsdalshreppi, er sjötíu og fimm Sveinn Frimannsson, Grundartanga 1, MosfeUsbæ, er fimmtugur í dag. fijörgvin Ottósson, Safamýri 53, Reykjavik, verður fimmtugur á morg- ára í dag. Ágúst Steinsson, Hamragerði 12, Ak- ureyri, er sjötlu og fimm ára í dag. Sæunn J. Friðjónsdóttir, Flókagötu 60, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Jónas Ólafsson, Lóurima 2, Selfossi, er sjötíu og fimm ár í dag. 40 ára un. Guðbjörg Arnórsdóttir, Skólagerði 64, Kópavogi, verður fimmtug á morgun. Edda Líney Valdimarsdóttir, Þver- holti 14, Akureyri, verður fimmtug á morgun Sverrir Jónsson, Laugarbrekku 1, Húsavik, verður fimmtugur á morgun. 40 ára Ásgeir Kristinsson, Bákkaseli 1, Reykjavík, er fertugur ifiag. Árni Einarsson, Blöndubakka 8, Reykjavík, er fertugur í dag. Steinunn A. Eiríksdóttir, UnufelU 29, Reykjavik, er fertug í dag. Bergur Sigmundsson, Dverghamri 4, Vestmaimaeyjum, er fertugur í dag. Hildigunnur Guömundsdóttir, Auð- kúlu, Auðkúluhreppi, er fertug í dag. 70 ára Ásgeir Sigurður Eiriksson, Klettum, Sveinn Ólafsson, Furugrund 70, Kópa- vogi, er sjötugur í dag. Guðrún Jónsdóttir, FlúðaseU 76, Reykjavík, er fertug í dag. Gnúpveijahreppi, veröur fertugur á morgun. Hjalti Haraldsson Hjalti Haraldsson, bóndi að Ytra-Garðshomi í Svarfaðardal, verður sjötugur á morgun. Hjalti fæddist á Þorleifsstööum í Svarfað- ardal en flutti með foreldrum sínum að Ytra-Garöshomi. Hann lauk búfræðinámi frá Hólum 1944. Kona Hjalta er Anna, f. 6.8.1923, en þau giftu sig 18.1.1952. Anna er dóttir Sölva, b. á Sviðningi í Kol- beinsdal, Kjartanssonar, og konu hans, Jónínu Jónsdóttur. Hjalti og Anna eiga átta böm. Þau eru: Haraldur Gauti, verkamaður á Akranesi, er giftur Hjördísi Guðnadóttur; Jónína húsmóðir, gift Grétari Geirssyni, bústjóra á Hólum í Hjaltadal; Halidóra Krist- ín, húsmóðir á Selfosi, gift Árna Guðfinnssyni byggingameistara; Sölvi, b. á Hreiðarsstöðum í Svarf- aðardal, giftur Rósu Kristjánsdótt- ur; Jón sem býr félagsbúi með fóður sínum, en unnusta hans er Dóra Kristinsdóttir; Anna Sigríður, húsmóðir á Dalvík, gift Gunnari Aðalbjörnssyni frystihússtjóra; Sólveig María, gift Guðbrandi Guð- brandssyni, nema í Tónlistarskóla Reykjavíkur; Hjalti Viöar starfar þjá foreldrum sínum en unnusta hans er Hildur Jónsdóttir. Hjalti átti sex systkini en tveir bræður hans eru látnir, þeir Láms og Halldór Kristinn. Eftirlifandi systkini hans em Stefania Kristín, húsmóðir á Ólafsfirði; Friðrika Vigdís, húsmóðir á Dalvík; Jóhann- es, skrifstofumaður á Dalvík; Fríða Hrönn, húsmóðir í Garðabæ. Foreldrar Hjalta: Haraldur Stef- ánsson, stýrimaður og b. aö Ytra- Garðshomi, f. 20.12. 1883, d. 21.6. 1958, og kona hans, Anna Jóhann- esdóttir, f. 8.6. 1890, d. 5.10. 1974. Fööurforeldrar Hjalta vom Stefán, b. á Hauganesi, Hansson, og kona hans, Kristín frá Hrísum í Svarfað- ardal, Jónsdóttir. Móðurforeldrar Hjalta voru Jó- hannes, smiöur og b. á Hærings- stöðum í Svarfaðardal, Sigurðsson og kona hans, Jónína Jónsdóttir. Hjalti tekur á móti vinum og kunningum í Kiwanishúsinu, Bergþórshvoli, á sunnudagskvöld milli klukkan 21 og 24. María Þorsteinsdóttir María Þorsteinsdóttir frá Eyri, til heimilis að Jófríöarstaðavegi 10, Hafnarfirði, veröur sjötíu og fimm ára á morgun. Hún fæddist í Mið- vík í Aðalvík en 1932 flutti hún að Eyri í Skötufirði þar sem hún kynntist manni sínum, Jóni Helga- syni, b. á Eyri, f. 16.5. 1899. María og Jón brugðu búi 1969 og fluttu þá til Reykjavíkur en siðar til Þorlákshafnar. Jón lést 1971. María og Jón eignuðust fimm börn. Þau eru: Sigurður, skipstjóri í Reykjavík, giftur Sigurrós Elías- dóttur; Guðjón, verkamaður í Þorlákshöfn, giftur Jónu Jónsdótt- ur; María, húsmóðir í Reykjavík; Hólmfríður, húsmóðir í Hafnar- firði, gift Halldóri Valgeirssyni vélstjóra; Þóra, húsmóðir í Hafnar- firði, gift Kristjáni Albertssyni skipstjóra. María á nú tuttugu og sex barnabörn og nítján langömmuböm. Foreldrar Maríu voru Þorsteinn Bjarnason, b. í Miðvík, og kona hans, Hólmfríöur Guðmundsdóttir, en María er elst sex systkina. María býr nú hjá dóttur sinni og Maria Þorsteinsdóttir. r - tengdasyni í Hafnarfirði en hún ætlar að taka á móti gestum á af- 'mælisdaginn í félagsheimili iðnað- armanna á Linnetstíg 3, Hafnar- firði, milli klukkan 15 og 19.00. Sævar Gestsson, Sunnuholti 3, Ísáfirði, verður fertugur á morgun. Jón Þóröarson, Álakvísl 116, Reykja- vík, veröur fertugur á morgun. Sóley Jóhannsdóttir, Garðshomi, Þelamörk, Glæsibæjarhreppi, veröur fertug á morgun. Guörún Benediktsdóttir, Blómvangi 9, Hafnarfirði, verður fertug á morgun. Ásta Guöbrandsdóttir, Hraunbæ 88, Reykjavík, veröur fertug á morgun. Andlát Hans Matthiasson, Orrahóli, FeUs- strönd, Dalasýslu, lést 3. desember. Oddur Kristjánsson, HUðarvegi 27, . Kópavogi, andaðist í Landspítalanuni aö morgni 3. desember. Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi vigtarmaður frá ísafirði, lést á Hrafii- istu, Reykjavík, 4. desember. lngunn J. Ásgeirsdóttir, Kirkjuteigi 13, lést í Landakotsspítala 3. desember. Guörún Guðnadóttir, frá Eyjum í Kjós, andaöist á Landspítalanum aö- faranótt 4. desember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.