Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987. Erlendir fréttaritarar Endurminningar Beigmans jólabókin Guniúaugur A. Jánsson, DV, Lundú Lítill vafi leikur á því hver verður jólabókin í Svíþjóð í ár. Þegar end- urminningar leikstjórans Ingmars Bergmans komu út í bókarformi í haust höíðu dagblöðin slegist um að fá að birta kafla úr bókinni. Hlutskarpast varð Expressen, út- breiddasta dagblað landsins. En þrátt fyrir að blaðið hefði keypt birtingarréttinn var það helsti keppinautur þess, Aftonbladet, sem varö fyrra til að birta endur- sögn af innihaldi bókarinnar. Blaðið hafði með einhverjum dul- arfullum hætti komi'st yfir eintak af handriti Bergmans og endur- sagði innihaldið án þess að borga krónu fyrir. Útgefendur íhuguðu málaferli en hættu við þar sem Aftonbladet haföi gætt þess að nota aldrei beinar tilvitnanir í texta bók- arinnar heldur einungis endursögn með eigin orðalagi. Gífurleg auglýsing En þrátt fyrir að ekkert yrði úr málaferlunum hlaut bókin gífur- lega auglýsingu og segja kunnugir að vafasamt sé að nokkru sinni áður hafi bók hlotið jafnmikla aug- lýsingu í Svíþjóö. í þessu tilfelli þurftu útgefendumir engu að kosta til. Fjölmiðlar kepptust um að segja frá bókinni. Það kæmi því mjög á óvart að nokkur bók ætti eftir að veita bók Bergmans verulega samkeppni. Bók Gorbatsjovs, leiðtoga Sovét- ríkjanna, er þó komin út hér í Svíþjóð eins og svo víöa annars staðar og hefur auðvitað fengið gíf- urlega auglýsingu. Hún mun þó tæpast ná til jafnstórs lesendahóps og bók Bergmans. Útgefendur bók- ar Gorbatsjovs segjast þurfa að selja fjörutíu þúsund eintök til að hafa upp í kostnað en eru ekki í nokkrum vafa um að það muni tak- ast. Gott að fá bækur Það sama gildir um Svía og ís- lendinga að þeim þykir afskaplega gott að fá bækur í jólagjöf ogbækur eru því fyrirferðarmiklar í auglýs- ingaflóðinu á jólamarkaðinum. Talsvert ber á endurminningabók- um og ævisagnabókum á sænskum bókamarkaöi þó engan veginn sé hægt að bera saman við íslensku hefðina í þeim efnum. Af bókum slíkrar tegundar, sem nú er á jóla- markaðnum, má nefna allmargar bækur um Olof Palme og tvær bækur um Refaat El-Sayed, fiár- málamanninn umdeilda, sem, eftir aö hafa verið auðugasti maður Sví- þjóðar og kosinn Svíi ársins fyrir ótrúlegan árangur með fyrirtæki sitt Fermenta, er nú skuldugasti maður Svíþjóðar. Bækur verðlaunahafa Nóbelsverðlaunin í bókmenntum vekja að sjálfsögðu hvergi meiri athygh en hér í Svíþjóð og bækur verðlaunahafa hvers árs eru jafnan fyrirferðarmiklar á jólamarkaðn- um. Svo er og í ár enda allmargar bækur Josephs Brodskys þegar komnar út í sænskri þýðingu. Á barnabókamarkaðnum ber að sjálfsögðu Astrid Lindgren höfuð og herðar yfir alla keppinauta og má búast við að svo verði jafnvel í enn ríkara mæli í ár en áður. Átta- tíu ára afmæh hennar er nýafstaðið og var henni af því tilefni sýndur margvíslegur sómi og fjölmiðlar voru dögum saman uppfulhr af frá- sögnum um líf hennar og umfram allt um bækur hennar. Varla verö- ur öh sú auglýsing tíl að draga úr sölu á bókum hennar. Kvarta undan samkeppni Sænskir bóksalar hafa á undan- fomum árum ahoft heyrst kvarta undan samkeppni úr ýmsum átt- um. Hafa sumir þeirra látið í ljósi áhyggjur um að hefðbundin bók- sala sé í hættu stödd í Svíþjóð. Meðal annars hafi ýmis vöruhú- Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa keppst um að segja frá endurminningabók Ingmars Bergmans sem liklegast verður jólabókin þar í ár. sanna byrjað bóksölu í stórum stíl á mjög lágu verði og hafa ýmsir bókaklúbbanna náð gífurlegri út- breiðslu sömuleiðis með bækur á lágu verði. En hvað sem því hður er ljóst að staða bókarinnar er sterk í Svíþjóð hvort sem hún er seld í venjulegum bókaverslunum, á útsöluverði í vöruhúsum eða í gegnum bóka- klúbbana. Þrátt fyrir aukna samkeppni frá sjónvarpi og mynd- böndum er ljóst að staða bókarinn- ar er sterk. Um það vitnar gífurlegt framboö nýrra bókatitla á sænsk- um jólamarkaði í ár. AIKof margar bækur í Noregi? Páll Vílhjálmason, DV, Osló: Norðmenn telja sjálfa sig bókaþjóð. Það eru ekki mörg ár síðan sagt var að landsmenn skiptust í tvo hópa, annars vegar þá sem bún- ir voru aö skrifa bækur og hins vegar þá sem voru með bók í undirbúningi. Staðhæfingin ber víðfrægri norskri sjálfum- gleði vitni en gefur einnig til kynna að skrifaö orð stendur sterkum fótum í landinu. Á hverju ári kemur út slíkur fjöldi bókatitla aö sumum þykir nóg um. Menningarritsfjóri síðdegisblaðsins Dagbladet, sem sjálfúr er rit- höfundur, segir i grein nýverið aö ahtof margir bókatitlar séu gefnir út á ári hverju. Menningarritstjórinn fékk snarlega svar frá þekktum dálkahöfundi í Aftenposten þar sem sagði aö það væri síður en svo aö of margar bækur væru gefhar út í Noregi. Þvert á móti mætti fjölga útgefnum titlum. Norskir rithöf- undar gætu hvort eð er aldrei lifað af bóka- skrifum einum saman og með heimsins bestu rithöfundastyrkjum stæðist ekki sú röksemd að draga skyldi úr fjölda titla til að útgefiiar bækur seldust betur, sagði dálkahöfundur- inn. Bækur eru gefnar út jafiit og þétt árið mn kring í Noregi. Þó koma fleiri titlar út á haust- in en á öðrum árstímum. í haust eru þaö einkum fræði- og heimildarrit sem hafa vakiö athygh. Sagnfræðirit, eins og Mellon barken og veden eftir N.J. Ringdal og Dagbok frá ein rotnorsk nazist eftir E. Ulateig, Qaha bæði um stríösárin 1940 tíl 1945. Ringdal skrifar um hlutverk og störf norsku lögreglunnar á með- an á hemámi Þjóðverja stóð og Ulateig reynir að skýra þá merkhegu staðreynd að fleiri en fimm þúsund Norðmenn gengu i þýska herinn og börðust við hhö Þjóðvetja í striðinu. Purpurafijartað heitir verðlaunabók sem F. Skagen skrifaði í samstarfi viö ungan Norð- mann sem var í bandaríska hemum og tók þátt í Vietnamstríöinu. Bókin þykir lýsa vel þvi helvíti sem stríð er. Prentverk undir hverju joiatre Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfru „Danir em ein bókelskasta þjóð í heimi. Við emm rúmlega fimm milljónir og hér selj- ast árlega um fjörutíu mhljón bækur eða um átta bækur á mann. Það er ekki svo slæmt.“ Þetta eru orð fulltrúa tölfræðiþjónustu bókaútgefenda í Danmörku. Hann bætir því við að hluti bókaklúbbanna sé um fimmtán th tuttugu prósent. Eftir að hafa hringt hálfa Kaupmannahöfn langsum og þversum náði ég í nokkra aðha sem gátu sagt eitthvað um stöðu bókarinnar í Danmörku og þá sérstaklega fyrir jólin. Formaður félags bóksala sagði hefð vera fyrir því að gefa bók í jólagjöf. Mætti fullyrða að undir hveiju jólatré væri eitthvert prentverk. Væri desember eða jólasalan afgerandi fyrir bókamarkaöinn. Næmi sú sala allt að þriðj- ungi ársveltunnar á bókum í Danmörku. Bókaútgáfan væri mest á haustin og þá sér- staklega á skáldskaparritum. Úgáfa fagbóka væri hins vegar jöfn aht árið. Væru gefnir út tíu þúsund titlar á ári og meðalupplag venjulegrar innbundinnar bókar væri fimmt- án hundruð th tvö þúsund eintök en stærra ef um khju væri að ræða. Hvað varðar framtíðina óttuðust bókamenn ekki samkeppnina við aðra fjölmiðla, mynd- bönd eða tölvusph. Yngri kynslóðin læsi kannski minna og þá væri hlutur misgóðra teiknimyndahefta dijúgur. Hvað varðar verð danskra bóka þá kosta þær í kiljuformi mihi 48 og 80 danskar krónur og innbundnar mihi 200 og 400 danskar krón- ur. Vinsældalisti Pohtikens er umdehdur, með- al annars þar sem hann segir aðeins hvað fólk kaupir en ekki hvað það les. Þó þykir hann ómissandi, ekki síst meðal bókaútgef- anda og bóksala. Mest selda skáldsagan um þessar mundir heitir Hvora höndina viltu? eftir Vitu Andersen en hún skrifaði Haltu kjafti og vertu sæt. Meðal svokallaðra „non- fiction" bóka er árbókin Hver, hvað, hvar frá Politiken efst og heimsmetabókin í öðru sæti. Bók Gorbatsjovs er þar númer sex. Haustbækur í stað jólabóka Brynhildur Ólaísdóttir, DV, Spáni: Þó Spánn eigi sér langa og merki- lega bókmenntasögu að baki þá eru Spánveijar ekki mikh bókaþjóð nú á dögum. Samkvæmt nýlegri skoöana- könnun vikublaðs nokkurs kýs um helmingur þjóðarinnar að eyða frí- tíma sínum fyrir framan sjónvarpið en lestur bóka kemur í íjórða sæti vinsældalistans. Þessi könnun sýnir að þrátt fyrir sína fomaldarfrægð lesa Spánveijar minna en velflestar aðrar Evrópuþjóðir. Það er aðahega tvennt sem veldur þessu, borgarastyijöldin og Franco, því enn hefur Spáni ekki tekist að ná sér upp úr því bókmenntalega gati sem þjóðin datt ofan í undir ein- ræðisstjóm Francos. Þegar borgara- stýijöldin braust út á Spáni árið 1936 var þjóðin á hápunkti listaferils síns og rithöfundar eins og Federico García Lorca, Miguel de Unamuno og Vahe-Inclán gerðu garðinn fræg- an. Meiri hluti Usta- og gáfumanna Spánar tók afstöðu gegn Franco og flúði í úfiegð en stríðinu lauk þó með því að sumir, eins og th dæmis Lorca, vom drepnir. í þijátíu og sex ár, eða á meðan einræðistími Francos stóð, var Spánn því að mestu leyti rúinn rithöfundum enda ritfrelsi takmark- að. Hröð uppbygging Þegar litið er th ahs þessa er ótrú- legt hve hröð uppbygging hefur átt sér stað á bókmenntasviðinu á þeim tólf ámm sem liðin em frá því að Franco fór undir græna torfu. Spánn býr nú yfir töluverðu úrvah ungra rithöfunda sem lofa góðu um fram- tíðina auk þess sem eldri rithöfundar hafa náð miklum vinsældum. Bókaútgáfa Spánveija er nokkuð jöfn aht árið um kring ef undan er skhið sumariö því þá leggst að jafn- aði öh útgáfustarfsemi niöur. Hér er því ekkert sérstakt jólabókaflóð enda setja Spánveijar ekki jafnaöarmerki á mihi bóka og jóla eins og íslending- ar gera svo gjaman. Spánveijar tala frekar um haustbækur en jólabækur og eiga þá við þær bækur sem gefnar era út fyrst eftir sumarhléið. Suður-amerískir vinsælir Suður-amerískir höfundar njóta mikiha vinsælda meðal Spánveija og skipa þeir mörg sæti á hstanum yfir tuttugu mest seldu bækurnar á Spáni í nóvember. Isabel Ahende trónar th dæmis í fyrsta sæti með bók sína Eva luna. Hlutur spænskra rithöfunda á þessum hsta er frekar lítih eða aðeins sex af tuttugu. í áttunda sæti hstans er bókin 377, efniviður hetju, 377 a, madera de héroe, eftir Miguel Dehbes, gamla kempu úr borgarastríðinu. Bókin, sem gerist í Kastihuhéraði og fjallar um dreng sem elst upp á striösámn- um, hefur fengið ipjög góða dóma gagnrýnenda og er talin besta bók höfundarins hin síðari ár. Ekki er hægt að segja sömu sögu um bókina í níunda sæti hstans, Leit- irta að einhymingnum, la Búsqueda del unicornio, eftir Juan Eslava. Bókin, sem er fyrsta skáldsaga Eslavas, hefur fengið verðlaun út- gáfufyrirtækisins Planeta og selst grimmt þó svo að gagnrýnendum finnist ekki mikiö th hennar koma og segja hana langdregna og leiðin- lega. Femando Femán-Gomez, einn frægasti leikari Spánar, fær einnig slæma útreið gagnrýnenda fyrir bók sína Hin slæma ást, el Mal amor. Fjallar hún um prest nokkum sem lokar sig inni í klaustri til að skrifa bók um hættur ástarinnar. Bókin fékk eigi að síður önnur verðlaun Planeta og selst vel. Hinn spænski Simenon Einn vinsælasti rithöfundur Spán- ar nú á dögum er Manuel Vázquez Montalbán. Maðurinn sem skapaði hinn spænska Simenon, inspector Pepe Carvalho, árið 1970. Bækumar um Carvalho em nú orðnar fjöl- margar og nýjasta afurðin á því sviði nefnist Árásin í konungsgaröinum og fleiri svívirðhegar sögur. Einnig er nýkomið út leikrit eftir hinn fjöl- hæfa Antonio Gala sem af mörgum er tahnn besti leikritahöfundurinn eftir borgarastyrjöldina. Af öðmm þekktum höfundum, sem sent hafa frá sér bækur nú fyrir jól- in, má nefna Francisco Pino með nýja ljóðabók, José Maria Pulpenzu, ungan höfund sem fengið hefur frá- bæra dóma fyrir verk sín og blaöa- manninn Fernando Savater sem í ár Rithöfundurinn Isabel Allende trónar í fyrsta sæti á vinsældalistanum á Spáni. Myndin var tekin er blaða- maður DV ræddi við rithöfundinn í september í tilefni bókmenntahátíð- ar. DV-mynd GVA sendi frá sér barnabók. Ekki má heldur gleyma aö minnast á Luis Mateo Diez sem nýlega skaust fram á sjónarsviðið með bók sinni Upp- spretta aldursins, la Fuente de la edad, og hlaut fyrir bæði gagnrýn- endaverðlaun og bókmenntaverð- laun Spánar árið 1987.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.