Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1988, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988. Frjálst, óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóti: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Verzlunarráð vill hálan ís Framkvæmdastjóri Verzlunarráðs fer með rangt mál, þegar hann segir, að ritstjóri tímaritsins Heims- myndar sé hinn eini, sem hafi gagnrýnt könnun ráðsins á lestri tímarita. Á fundi hans með fulltrúum dagblað- anna fyrir þessa könnun var hann varaður við henni. Sú gagnrýni kom úr fleiri áttum en einni og byggðist á því, að fundarmenn höfðu orðið varir við, að Lrikaleg útbreiðsluherferð nokkurra tímarita hafði verið tíma- sett rétt fyrir þann tíma, er vænta mátti könnunarinnar, sem var í umsjá Félagsvísindastofnunar Háskólans. Á fundinum var dagblöðunum boðin þátttaka í lestr- arkönnun ráðsins. Hún átti að verða í spurningavagni, er fundarmenn gátu með sjálfum sér nokkurn veginn tímasett upp á viku. Útgefandi herferðartímaritanna sat í undirbúningsnefnd könnunarinnar hjá ráðinu. Aðrir tímaritaútgefendur, er fréttu beint eða óbeint af framtakinu, hefðu getað hleypt af stað slíkri herferð til að reyna að vega upp á móti forskoti þess, sem und- irbjó könnunina. En vafasamt er, að það sé í verkahring Verzlunarráðs að þvinga útgefendur til herferða. Þegar Félagsvísindastofnun Háskólans lætur í fátækt sinni ginnast til að kanna lestur 'tímarita beint ofan í útbreiðsluherferðir, er við að búast, að niðurstöðurnar bendi til, að lestur tímarita hafi aukizt almennt og þá einkum þeirra, sem kynnt voru vikurnar fyrir könnun. Dagblöðin þágu ekki boð Verzlunarráðs um þátttöku í lestrarkönnun. Á fundinum var ráðinu bent á, að taka kannanir Sambands auglýsingastofa sér til fyrirmynd- ar, ef ráðið hygðist ryðjast inn á þennan markað. Ekki hefur verið deilt á aðferðafræði þeirra kannana. Fróðlegt er, að talsmaður Félagsvísindastofnunar tel- ur könnun Verzlunarráðs sýna, að lestur tímarita hafi stóraukizt á undanförnum árum. Ef talsmaðurinn lifði í raunverulegum heimi, vissi hann, að lestur stóreykst ekki eða stórminnkar, heldur rís eða hnígur hægfara. Ef niðurstaða könnunar bendir til, að breytingar af þessu tagi hafi verið hraðar, en ekki hægar, er eitthvað athugavert við könnunina sjálfa. Hér hefur verið bent á atriði, herferðina, sem Verzlunarráði var skýrt frá fyrir könnun. En það kaus að hlusta ekki á ráð. En eftir á hefur komið í ljós, að fleira var bogið við könnun Verzlunarráðs og Félagsvísindastofnunar. Sam- kvæmt fréttum ráðsins virðist fólk hafa verið spurt, hvort það hafi skoðað nafngreind tímarit á árinu. Tölur um það voru hafðar sem niðurstöður könnunarinnar. Eftir þessu að dæma telja ráð og stofnun það vera lestur, ef fólk flettir slíku tímariti einu sinni á ári á bið- stofu. En frægt er einmitt, að sum þessara tímarita eru skipulega gefin á biðstofur í kynningarskyni, svo að auglýsendur telji, að ýmsir sjái auglýsingar frá sér. Allt önnur viðhorf til lestrar birtust í vönduðum lestr- arkönnunum Sambands auglýsingastofa. Þar var spurt, hvort fólk læsi ákveðin dagblöð eða tímarit reglulega. Ósvífið er að bera slíkar kannanir saman við könnun á skoðun einu sinni á ári, svo sem nú hefur verið gert. Því miður voru lestrarkannanir auglýsingastofunum fjárhagsleg og hvimleið áhætta og byrði. Þess vegna hefur Verzlunarráði tekizt, í krafti óhóflegs eyðsluíjár þess, að ryðjast inn á markaðinn og létta lestrarkönnun- um af herðum þeirra, sem kunnu þó til verka. Annarlegast við þetta er, að framkvæmdastjóri Verzl- unarráðs var greinilega fyrirfram ákveðinn í að taka ekkert mark á vel rökstuddum viðvörunum um hálan ís. Jónas Kristjánsson Iin , ‘UJ,arrr* «ofnun ,0- ,öW5Í-^ÞIng.-227. múl. Alþingls. | ™ ísic„skan Tlllasa til þingsáfyiuuna^ ’nPí'UrS!0KariScn^í^^>l«,urKonrt»Jfaaoni | mca hvaðf him',1íea|SISl‘k"fná 'fk'SMjóni/M ,3 skipa f I mynikerfi þannjg »ö ' fire,na að ,cnfiia íslensir/ þ að kanna hv°rt oE b1 1 si Mörfuni Svo tljóu sem untu „ oÆi)íð!forus'an krcfs| xrsur en ai" Að tengja íslenska myntkerfið öðru stærra myntkerfi. - Tillaga til þingsályktunar. Er myntkerfi okkar of lítið? i ■ ■ ■ Höfundur hefur nýverið, ásamt fleirum, flutt þingsályktunartil- lögu á Alþingi þar sem kveðið er á um að ríkisstjórnin skipi nefnd til þess að kanna hvort, og þá með hvaöa hætti, helst kæmi tii greina að tengja íslenska myntkerfið öðru stærra myntkerfi þannig að ís- lenskur gjaldmiðill njóti alþjóð- legrar viðurkenningar og varanlegum stöðugleika verði náð. Markmiðið með tillögunni er að reyna að fá svar við spurningunni hvort myntkerfi okkar sé of lítið og það sé ein af aðalástæðunum fyrir verðbólgu og óstöðugleika hér KjaUarinn Kristinn Pétursson framkvæmdastjóri og varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins 2. Erlendir aðilar treysta ekki mynt okkar. Þetta vita allir að er staðreynd en auðvitað kemur ekki til greina að hafa ekki meiri reisn en það að ekki skuh stefnt að viöurkenningu íslensku krónunnar á erlendum vettvangi. Meöan sú viðurkenning fæst ekki er auðvitað heilmikið að •sem verður aö ræða og lagfæra þótt fyrr hefði verið. 3. Verð vöru og þjónustu fer sífellt hækkandi: Þetta er staöreynd sbr. vísitölu. Nú, þaö er náttúrulögmál að fólk bjargi sér. Þarna kemur einfaldlega fram þverskurður af hugsunar- hætti þjóðarinnar. Það er allt alltaf að hækka. Seljandi vöru og þjón- ustu verður að dansa með - nauðugur vUjugur. Hann er ekki sökudólgurinn heldur kerfiö. 4. Framkvæmdaaðilar reyna að hraða verkum sínum áður en allt hækkar: Þetta veldur aukinni yfirvinnu og verkið verður ekki eins vel skipulagt og hvort tveggja gerir verkið dýrara. Aukakostnaðurinn veltur út í verðlagið og kyndir und- ir verðbólgu og þenslu. 5. Verkalýðsforystan krefst ríflegra kauphækkana: Þetta er staðreynd. Verkalýðs- foringjar eru að gera skyldu sína - gæta hagsmuna verkafólks. Þeir reyna að semja ríflega þar sem þeir vita að launahækkanir velta ú| í verðlagið og hjólið heldur áfram að snúast. „Eftir höfðinu dansa „„Eftir höfðinu dansa limirnir“, segir máltækið. Höfuðið 1 þessu tilfelli er ótryggt myntkerfi og hegðun okkar verður 1 samræmi við það.“ á landi og hvort koma megi á var- anlegum stööugleika með því að tengja myntkerfið ööru stærra myntkerfi. Spákaupmennska aUs konar „grasserar" hér á landi. Þessi spá- kaupmennska veldur alls konar þenslu og verðbólgu. Löngu er tímabært að reyna að skUgreina þessa hegðun landans. Það er það sem reynt verður að gera hér á eft- ir að rökstyðja 6 atriði um spákaup- mennsku og áhrif hennar á undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinn- ar sem sitja eftir í taprekstri að nýloknu góðærinu sem að mestu hefur farið framhjá undirstöðuat- vinnuvegunum. Greinargerð 1. Tiltrú almennings á fastgengis- stcfnuna er ekki nægileg: Þama er átt viö spákaup- mennsku á innfluttum varningi vegna væntinga á breytingum á gengi ísl. krónunnar. Dæmi: bfiar, þvottavélar o.fl. limirnir“ segir máltækið. Höfuðið í þessu tilfelli er ótryggt myntkerfi og hegöun okkar verður í samræmi við þaö. 6. Of háir vextir endurspegla liði 1-5. Auðvitað eru vextir háir í ótryggu myntkerfi og verðbólgu. Stærri hluti vaxtanna er áhættu- þáttur (verðbólguþáttur) vegna þess að myntkerfið er ótryggt. Við komum alltaf að þessu aftur. „Grár markaður“ - ófreskja? Svokallaður „grár markaður" (verðbréfamarkaðir) hefur fengið samlíkingu við ófreskju. Ég spyr: Er þá allt fólkið, sem skiptir við þennan markað, ófreskjur? Tæp- lega. Fólk er einfaldlega að bjarga sparifé sínu frá rýrnun. Fari stjórn- völd að skipta sér óhóflega af þessum markaði mun stór hluti þessa fjármagns verða að stein- steypu á nokkrum mánuðum sem myndi leiða af sér aukna þenslu og verðbólgu öllum til bölvunar. Það er ekki frjálsræðið sem er söku- dólgurinn. Það er frekar aö mínu mati áður nefnt ótryggt myntkerfi sem er draugurinn sem viö erum að leita að. Fijálsræðið leiðir af sér háa vexti sem aftur sýnir okkur að eitthvaö mikið er að. Lækningin við of háum hita sjúklingsins er ekki að setja sjúkUnginn í frysti þar til a7°C er náð. Við verðum að skil- greina sjúkdóminn. Síðan kemur lánskjaravísitalan, blessunin. Vísi- tölukerfiö er nokkurs konar „hita- mæUr“ þessa sjúklega kerfis. Líklega hefur lánskjaravísitalan bjargað efnahagskerfi okkar frá ennþá verri útreið þótt bölvuð sé á margan hátt. Þetta kerfi er því bráþabirgðafyrirkomulag sem er ekki komið tU að vera heldur verð- ur að vera meðan við erum að koma á myntkerfi með varanlegum stöðugleika. Verðbólgnar krónur Það munu vera um 95 þjóðir í heiminum sem tengja myntkerfi sín við önnur stærri myntkerfi. Því skyldum við ekki rökræða þetta í alvöru og hreinskilni? Ég ætla ekki að halda því fram að ég sé meö ein- hvern nýjan sannleik. Ég er bara orðinn þreyttur á því að vera hafö- ur að hálfgerðu fífli með því að vera þátttakandi í útgerð og fisk- vinnslu og gjaldeyririnn er alltaf hirtur af okkur á útsöluverði og í staðinn fáum við verðbólgnar krónur og getum ekkert keypt fyrir þær nema búið sé að smyrja á öll- um þeim áhættu- og verðbólgu- kostnaði sem nefndur var hér aö framan. Það er kjarni málsins. Undir- stööuatvinnuvegir þjóðarinnar, sem framleiða verðmætin, verða alltaf undir í slagnum. Á þennan hátt tapar landsbyggðin sífellt í samkeppni við höfuðborgarsvæðið. Og auðvitað tapar ÖU þjóðin á verð- bólgudansinum. Lífskjör væru hér betri og kaupmáttur meiri hefði ríkt hér stöðugleiki, það er engin spurning. Svona koma þessir hlutir mér fyrir sjónir en allar ábendingar um fleiri eða nýjar staðreyndir eru vel þegnar því hérna er að mínu mati stærsta hagsmunamál landsbyggð- arinnar og um leið allrar þjóðar- innar - jafnvægi og stöðugleiki í efnahagsmálum. Ég fæ ekki annað séð en það að tengja myntkeríl okkar stærra myntkerfi sé eina leiðin til þess að koma í veg fyrir þá spákaup- mennsku sem nefnd var hér að framan og um leið tryggja að vext- ir og veröbólga verði hér svipuð og í helstu viöskiptalöndum okkar. Verði þingsályktunartillaga þessi samþykkt er það síðan hlutverk væntanlegrar nefndar að skoða þessa möguleika og skila niður- stööu sinni til ríkisstjórnarinnar eins fljótt og unnt er. Kristinn Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.